Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 10. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G Milljarðar króna 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 31. des. 2006 31. mars 2007 30. júní. 2007 30. sept. 2007 31. des. 2007 31. mars. 2008 30. júní. 2008 17 5 m ill ja rð ar 1.617 milljarðar 300 200 100 Fjöldi í þús. október júní 2006 2008 F J Ö L D I I C E S A V E - R E I K N I N G A Í B R E T - L A N D I O G H 0 L L A N D I A lþingi samþykkti á föstudag þings- ályktun sem heim- ilar ríkisstjórninni að ganga til samn- inga um Icesave-málið. For- senda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæð- ur á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunn- ugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave-málinu var landað. HVAÐ STÓÐ TIL? Fljótlega eftir bankahrunið varð ljóst að Íslendingar kynnu að þurfa að ábyrgjast innistæður á reikningum í útibúum bankanna erlendis. Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn höfðu allir tekið við innlánum í útibúum erlend- is. Samkvæmt íslenskum lögum, sem byggð eru á tilskipun Evr- ópusambandsins, er starfrækt- ur sérstakur Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofn- un, en fjármálastofnanir leggja honum til fé, eftir ákveðnum reglum. Eftir því sem næst verður komist eru um nítján milljarðar króna í sjóðunum nú. Samkvæmt þingskjölum verða innlán í Kaupþingi er- lendis greidd upp með eign- um bankans. Innlán hjá Glitni þykja lítil, að því er fram kemur í þingskjölum. Eftir standa inn- lán upp á hundruð milljarða króna á Icesave-reikningum í Landsbanka. Tekið var við innlánum í útibúum í Bret- landi og Hollandi. Ellefta október var tilkynnt að Íslending- ar og Hollending- ar hefðu náð sam- komulagi um lyktir vegna Ice- save-reikninga þar í landi. „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hol- lenski seðlabankinn mun ann- ast afgreiðslu krafna innstæðu- eigendanna,“ segir í yfirlýsing- unni. LÁTUM EKKI KÚGA OKKUR Skömmu eftir að tilkynnt var um samkomulagið við Hollend- inga, rituðu Stefán Már Stefáns- son, prófessor í lögum við Há- skóla Íslands, og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður grein í Morgunblaðið. Hún fékk nokkra umfjöllun en þar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að Tryggingasjóðurinn ætti sam- kvæmt lögum ekki að ábyrgj- ast hærri upphæðir en væru í honum hverju sinni; ríkið og þar með skattgreiðendur þyrftu ekki að borga. Í þessu umhverfi voru jafnframt miklar umræður um væntanlega efnahags- aðstoð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og ýmissa þjóða. Það stóð fast; málið var ekki tekið fyrir í stjórn sjóðsins. Þá töldu þráspurðir ráðamenn að þau mál tengdust ekki Ice save- málinu. Sjötta nóvember lýsti Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þessu yfir á Alþingi: „Við munum ekki láta kúga okkur í því máli og við munum ekki láta þann svarta blett sem þessir Ice save- reikningar eru verða okkur til trafala.“ STENST ÞAÐ? Síðar kemur á daginn að Íslend- ingar gangast undir að ábyrgj- ast þær innistæður á Icesave- reikningum og öðrum innláns- reikningum í útibúum bankanna erlendis sem eignir duga ekki fyrir. En hvenær varð það ljóst? Í tillögu til þingsályktunar um lyktir Icesave-málsins, sem Alþingi samþykkti á föstudag, segir: „Íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin til að fallast á að ís- lenska ríkinu bæri að ábyrgj- ast greiðslur til innlánseigenda ef þær færu fram úr því sem Tryggingasjóður innstæðueig- enda og fjárfesta gæti staðið undir af inngreiðslum í sjóðinn.“ Tillögunni var dreift á Alþingi í lok nóvember. Þriðja nóvember fór utan bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nefnt er „Letter of intent“. Undir það skrifuðu fyrir Íslands hönd Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Í tólfta lið bréfsins kemur fram að reiknað sé með því að vergar skuldir ríkisins nemi 109 prósentum af landsframleiðslu í lok þessa árs. Þegar stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins samþykkti að veita Ís- lendingum efnhagsaðstoð, meðal annars á þeim grunni að Íslend- ingar samþykktu að ábyrgjast Icesave-reikningana, var birt skýrsla starfshóps sjóðsins um íslensk efnahagsmál. Þar var meðal annars að finna sundur- liðun á vergum skuldum. Þar var gert ráð fyrir því að ábyrgðir vegna Icesave-reikn- inganna yrðu hátt í 50 prósent af vergri landsframleiðslu. Það virðist því hafa legið fyrir, í síðasta lagi þriðja nóvember, og verið ein meginforsenda fyrir efnahagsaðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og forsenda fyrir mati hans á stöðu efnahagsmála hér og skuldastöðu ríkisins, að ríkið, og þar með skattgreiðend- ur, myndi ábyrgjast innistæð- ur á Icesave-reikningum Lands- bankans. BRÚTTÓ Mikil óvissa er enn um hversu háar fjárhæðir ríkið þarf að ábyrgjast vegna Icesave-reikn- inganna. Töluverðar upphæðir, jafnvel sem nemur um 1.200 milljörð- um króna, eru taldar hafa legið á Icesave-reikningunum. Enn fremur hafa menn haldið því fram að eign- ir Landsbankans ytra dugi „vonandi“ fyrir þessum skuldbindingum. Alþingi samþykkti uppruna- lega áætlun um Icesave Ætla má að íslensk stjórnvöld hafi upphaflega gert ráð fyrir að ábyrgjast innistæður á Icesave-reikningum. Samt var full- yrt að Íslendingar myndu ekki láta kúga sig til þess. Ingimar Karl Helgason fór yfir málið og komst að því að þótt eignir Landsbankans ytra dugi fyrir öllum skuldbindingum þurfi samt að greiða upp undir hundrað milljarða króna vegna málsins. HAUST 2007 Udirmálslána- kreppan byrjar í Bandaríkjunum ÁRAMÓTIN 2007-8 Álitsgjafar Markaðarins telja Icesave með þremur bestu viðskiptum ársins 2007 FEBRÚAR 2008 Seðlabankastjóri fær alvarlegar viðvaranir um fjármögnun íslenskra banka á fundi í Lundúnum MARS 2008 Seðlabankinn afléttir bindi- skyldu vegna starfsemi í úti- búum íslenskra banka erlendis Línan sýnir hvernig innistæður á reikningum í Landsbankanum uxu frá síðari hluta árs 2006 og fram á mitt þetta ár. Innistæður uxu jafn- framt sem hlutfall af fjármögnun bankans og voru komnar yfir 60 pró- sent þegar bankinn féll. Rétt er að hafa í huga að línan endurspeglar ekki innistæður á Ice- save-reikningum eingöngu. Til að mynda var um fjórðungur innlána í bankanum hér á landi. Enn fremur eru innistæður birtar í íslenskum krónum, miðað við það gengi sem stuðst var við í fjórðungsuppgjör- um bankans hverju sinni. Litaða svæðið sýnir þá upphæð af heildarinnistæðunum sem Íslend- ingar ætla að ábyrgjast. Litbrigðin sýna hugsanleg nettóútgjöld Íslend- inga þegar eignum Landsbankans ytra hefur verið komið í verð. Rauði borðinn á botninum sýnir til samanburðar árlegan kostnað við allt heilbrigðis- og félagskerfið á Íslandi..

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.