Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 6
usiuudgui 4o. mai íaoc Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 6 Leikhúsin um heigina Leikfélag Reykjavíkur ■ 1 kvöld (föstudagskvöld) er hið vinsæla verk Kjartans Ragnarssonar Jói á fjölunum hjá Leikfélaginu en nú eru aö- eins eftir fáar sýningar á verk- inu sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi i allan vetur. Með stærstu hlutverk fara Sigurður Karlsson, Hanna Maria Karls- dóttir og Jóhann Sigurðarson sem öll hafa hlotið mikið hrós fyrir túlkun sina. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Vegna fyrirhugaðrar leik- ferðar Leikfélags Reykjavikur meöSOLKU VÖLKU á Leikhús þjðöanna i Búlgariu eru aöeins eftir tvær sýningar á verkinu í vor.SALKA VALKA verður þvi sýnd i næst siðasta sinn á þriðjudagskvöldið og si'öasta sýning verður föstudaginn 4. júni. Sýning Leikfélagsins á þessu viðfræga verki Halldórs Laxness hefur fallið i mjög góðan jarðveg hjá áhorfendum og eru sýningar að nálgast 40. Leikendur hafa fengið mikið lof fyrirleik sinn ekki sist þær Guð- rún Gisladóttir og Margrét Heiga Jóhannsdóttir sem leika þær mæögur Sölku og Sigurlinu. Þorsteinn Gunnarssoner Stein- þór, Jóhann Sigurðarson Am- aldur og Jón Sigurbjörnsson Bogesen kaupmaður. Leik- myndin sem vakiö hefur mikla aðdáun er verk Þórunnar S. Þorgrfmsdótturog leikstjóri er Stefán Baldursson. Þjóðleikhúsið Sýning verður á Meyja- skemmunni söngleiknum um ástarraunir Franz Schuberts á föstudagskvöld. Er fólki bent á að nú styttist i það að leikári Þjóðleikhússins ljúki. Meyja- skemman var fyrst sviðsett i Vinarborg árið 1916 við óhemju vinsældir og hér á landi hefur verkið einnig notið mikilla vin- sælda og öll sönglögin löngu al- þekkt. Þaö var 1934 að Meyja- skemman var fyrst sýnd i Reykjaviká vegum Hljómsveit- ar Reykjavikur i Iðnó og siðar kom hún tvisvar á svið i höfuð- borginni auk þess sem sýningar voru á Akureyri, Isafirði og i Vestmannaeyjum. Uppfærsla Þjóðleikhússins er þvi sjöunda uppfærsla verksins hér á landi. Með stærstu hlutverkin fara Sigurður Björnsson, Július Vífill Ingvarsson og Katrin Sigurðardóttir, en auk þeirra kemur mikill f jöldi söngvara og leikara fram i sýningunni, alls milli 40 og 50 manns en Sinfóni'u- hljómsveit Islands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Amadeus, sú vinsæla sýning um samskipti tónsnillingsins Mozarts og öfundarmanns hans Salieris, verður sýnd i 30. sinn á annan f hvitasunnu. Eru þá aö- eins tvær sýningar eftir á verk- inu. Sýningin hefur hér sem er- lendis fengið afbragðs móttökur og aðsókn verið góð. Peter Shaffer þykir frumlegur höf- undur og hefur á undanförnum árum náð mikilli almennings- hylli einkum fyrir leikritin Equus, sem sýnt var I Iðnó á sinum tima, og Amadeus. 1 Amadeusiteksthonum aðfjalla um einn mannkynsins löst, öf- undina, meö aðferöum spennu- leiksins og kryddar með mikil- fenglegri tónlist Mozarts. — 1 aöalhlutverkum eru Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigur- jónsson og Guðláug Maria Bjarnadóttir. Garðaleikhúsið Nú hefur Garöaleikhúsið sýnt gamanleikinn „Karlinn I kass- anum” lOsinnum við mjög góða aðsókn og frábærar undirtektir. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, leikmynd er eftir Hallmund Kristinsson og i helstu hlutverk- um eru Magnús Ólafsson, Aöal- ■ Sigurveig Jónsdóttir og Magnús Ólafsson f hlutverkum sfnum í Karlinum I kassanum sem Garðaleikhúsið sýnir viö góðar undir- tektir um þessar mundir. steinn Bergdal, Guðrún Þórðar- dóttir og Valdemar Lárusscxi. Garðaleikhúsið er nýtt leikhús á höfuöborgarsvæðinu — þar að auki atvinnuleikhús sem sýnir i Tónabæ (gamla „Lidó”). Karlinn i kassanum var fyrst sýndur hér i Reykjavik fyrir 50 árum, hjá Leikfélagi Reykja- vikur við mjög góða aðsókn. Þá vorui aðalhlutverkum þau Har- aldur A. Sigurðsson, Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jó- hannesson, Arndi's Björnsdóttir, Valur Gislason, Indriði Waage, sem var jafnframt leikstjóri o.fl. 1 tilefni af ári aldraðra hefur Garðaleikhúsið boðið stórum hópi aldraðaá sýninguna á Stór- Rey k j av ikur s væ ðin u á helmingsmiðaverði. Nú hefur verið ákveðið aö hafa eina sýn- ingu i viðbót, þar sem öldruðum er gefinn kostur á þessu miða- verði og verður hún á laugar- dagskvöldið þann 27. mars nJt. kl. 20:30 i Tónabæ og mun Belkantó kórinn úr Garðabæ koma iheimsókn og syngja fyrir leikhúsgesti i leikhléi. Einnig er i ráði að myndlistarmenn sýni verk sfn iveitingasal Tónabæjar á næstunni. Þess má geta að Garðaleik- húsið hefur enn sem komið er ekki fengið neina styrki frá riki eða bæ og hafa leikarar þvi ákveðið að gefa laun sín á þess- ari sýningu svo að þetta sé framkvæmanlegt. Nemendaleikhúsið ! kvöld og að kvöldi annars i hvitasunnu sýnir Nemendaleuk- húsið leikritið „Þórdisi Þjófa- móður” eftir Böðvar Guð- mundsson. Leikritið var frum- sýnt á miðvikudaginn. Leikrit þetta er skrifað útfrá ■ Úr Söiku Völku eftir Halldór Laxness. Salka fylgist með Ágústu Bogesen og Arnaidi. Verkstjórinn fylgist meö. ■ Úr Þórdisi Þjófamóöur sem Nemendaieikhúsiö sýnir f Lindarbæ um þessar mundir. atburðum sem gerðust á Snæ- fellsnesi árið 1749, og greinir frá fátæklingum, lifsbaráttu þeirra og samskiptum við yfirvöld. Leikstjóri er Hallmar Sigurösson, leikmynd og bún- inga gerir Messiana Tómasdótt- ir, en tónlist og leikhljóð semur Karólina Eiriksdóttir. Aðeins fáar sýningar verða á þessu verki sem er þriöja viöfangsefni Nemendaleikhússinsá þessu ári og jafnframt lokaverkefni átta ungra leikara, sem nú útskrifast frá Leiklistarskóla Islands en þeir eru: Arnór Benónýsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla B. Skúla- dóttir, Kjartan Bjargmundsson, Pálmi A. Gestsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Páls- dóttir og Orn Arnason. —Sjó 9.05 Morgunstund barnanna: „Úr ævintýrum barnanna”. Þórir S. Guðbergsson les þýðingu sina á barnasögum frá ýmsum löndum (6). 9.20 Morguntónleikar, frh.a. Fantasia i f-moll K.608 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Lionel Rogg leikur á orgel kirkjunnar i Lutry i Sviss. b. „Svo elskaði Guð heiminn”, kantata á öðrum degi hvita- sunnu eftir Johann Sebasti- an Bach. Edith Mathis og Dietrich Fischer-Dieskau syngja með Bach-kórnum og Bach-hljómsveitinni i Munchen: Karl Richter stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.30 Hómer Finnlands. Séra Sigurjón Guðjónsson flytur erindi um Elias Lönnrot og „Kalevala”. 11.00 Prestvlgsla I Dómkirkj- unni. Biskup Islands, hr. Pétur Sigurgeirsson vigir guðfræðingana Jón Ragn- arsson sem farprest is- lensku þjóðkirkjunnar, Rúnar Þór Egilsson til Mos- fellsprestakalls i Árnespró- fastsdæmi, ólaf Jóhannsson sem skólaprest og Þorbjörn Hlyn Arnason til Borgar- prestakalls i Borgarfjarðar- prófastsdæmi. Séra Arni Pálsson Kópavogi lýsir vigslu. Aðrir vigsluvottar: séra Jón Einarsson prófast- ur i Saurbæ, séra Jónas Gislason dósent og séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófastur i Hruna. Auk vigsluvotta les Laufey Geir- laugsdóttir ritningartexta. Dómkirkjuprestur, séra Hjalti Guðmundsson og séra Þórir Stephensen þjóna fyr- ir altari. Dómkórinn syng- ur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa — Ólafur Þórðarson. 15.10 „Mærin gengur á vatn- inu” eftir Eevu Joenpelto. Njörður P. Njarðvik les þýðingu sina (24). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sagan: „Heiðurspiltur i hásæti” eftir Mark Twain. Guðrún Birna Hannesdóttir les þýðingu Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur (5). 16.50 Til aldraðra. Þáttur á vegum Rauða krossins. Umsjón: Jón Asgeirsson. 17.00 Helgisöngur Afriku („African Santus”). Messa eftir David Fanshawe, sam- in við hljóðritanir á afriskri tónlist, fyrir kór, einsöngv- ara, ásláttarhljóðfæri, rat- gitara, pianó og Hammond- orgel. Ambrosian-kórinn, Valerie Hill o.fl. syngja og leika undir stjórn Owain Ar- wel Hughes. — Kynnir: Sverrir Páll Erlendsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Erlendur Jónsson flytur þattinn. 19.40 Um daginn og veginn. Guðlaug Einarsdóttir talar. 20.00 Lög unga fólksins. Hild- ur Eiriksdóttir kynnir. 20.45 úr stúdiói 4.Eðvarð Ing- ólfsson og Hróbjartur Jóna- tansson stjórna útsendingu með léttblönduðu efni fyrir ungt fólk. 21.30 Útvarpssagan: „Járn- blómið” eftir Guðmund Danielsson. Höfundur les (4). 22.00 Elton John syngur og leikur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.