Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 1
mmtf Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 29/5 - 5/6 '82 Úr skemmtanalíf inu ¦ ómar Hallsson og eiginkona hans, Rut Ragnarsdóttir fyrir utan Valhöll á Þingvöllum sem opnar um helgina. Mikið um dýrðir í Hótel Valhöll — sem opnar um hvítasunnuhelgina //Valhöll verður opnuð með pompi og pragt núna um hvítasunnuhelgina. Við ætlum okkur að hafa reksturinn með svipuðu sniði og undanfarin ár, með matsölu/ gistingu og skemmtunum fyrir alla f jölskylduna" sagði óm- ar Hallsson, veitinga- maður sem undanfarin ár hefur rekið Hótel Valhöll á Þingvöllum ásamt konu sinni, Rut Ragnarsdóttur. — Þú talar um skemmtanir? „Já. Við erum núna að ræöa við Alþýðuleikhúsið um aö það verði með lítileiksýningar fyrir börn á Þingvöllum i sumar. Sið- an er meiningin að hljómsveitin Rán verði i stóra salnum um helgar, Jónas Þórir og Graham Smith verða hjá okkur tvær sið- ustu helgarnar i júni. Annað- hvort 11. eða 12. júni fáum við hljómsveit frá Spáni sem heitir Los Paraguayos, þeir spila svona létta suður-ameriska tón- list. Svo erum við með mörg fleiri járn I eldinum sem of snemmt er að segja frá að svo komnu máli", sagði Ómar. — Þið hélduð miklar garð- veislur I fyrra...? „Já. Og þær tókust mjög vel enda verða þær áfram i sumar þegar veður verður til. Við er- um með útigrill sem hægt er að grilla á allavega steikur, T-bone steikur, kótelettur o.s.frv. Upp- haflega létum við gestina sjálfa sjá um sinar steikur en það gafst ekki nógu vel svo að niina ætlum við að hafa sérstakan mann við grillið. Með steikun- um verður svo hægt að fá borð- vin og allt annað sem hótelið hefur á boðstólum. Rétt við garðinn sem fólk borðar i erum við búin að koma fyrir leiktækj- um, nokkurskonar róluvelli, fyrir börn svo ekkert er þvi til fyrirstöðu að heilu fjölskyldurn- ar taki þátt I garðveislunum okkar." — Hvað hafið þið gistirými fyrir marga? „Við höfum rúm fyrir um 75 manns. Um helgar i góðviöri var oft fullbókað hjá okkur i fyrra, en ásóknin var minni i miöri viku. Þessvegna verðum við meö sértilboð frá mánudegi til föstudags. Þá er meiningin að halda veröinu i algjöru lág- marki, þannig að sólarhringur- inn með þremur máltiðum kosti um f jögur hundruð krónur fyrir einstaklinginn." — Hvað takið þið margt fólk i mat? „Við getum tekið á móti á sjötta hundrað gestum." — Er þá ekki mikið um alla- vega ráðstefnur og fundahöld hjá ykkur? „Jú, enda er staðurinn kjör- inn fyrir slfkt. Mönnum og þá sérstaklega útlendingum, þykir mjög ánægjulegt að halda ráð- stefnur hérna. Það gerir nátt- úrufegurðin og rólegheitin." — Hvernig var nýtingin i fyrra? „Hún var sæmileg en þó lak- ari en árið þar á undan. Aðsókn- in hérna er svo háö veðrinu. Þegar sól er á lofti þá streymir fólk að en svo koma dauðir dag- ar þegar veörið er slæmt", sagði Omar. — Sjó interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik Mesla urvsiift besia þiónustan. Vl6 útvegum yfiur atilatt a bilaielgubilum eHendls sini<)jukaiTí vSMIDJUVEGI 14 D - 72177 VIDEÓRESTAURANT Smiðjuvegi 140, Kópavogi, simi 72177. ROKRTDENMtO* | DEER I HUNTER Hjartarbaninn Grilliöopiö Ft4kl. U.OOalladasíi. Opið til kl 04.00 sunnud — fimmtud. Opið til kl. 05.00 fostud. og laugard Scndum heim matef óikaðer smii|jul;aílí SÍMI 72177 Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun y^^S^ ,, Rúm9 y-bez ta verzlun landsins Góðir Skilmálar « ^ JNCVAR OG GYLFI Betri svefn N GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK SlrVII 81144 OG 33b30 Sérverzlun með rúm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.