Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 17. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR Ú T T E K T 4 „Þótt öll þessi mál nú séu mork- in og rotin er ekki beint við neinn að sakast. Samfélagið er ekki beint spillt,“ segir Bragi Kristjónsson, fornbókasali með meiru. Hann segir íslenskt sam- félag lítið, tengsl manna mörg og náin ofan í fjölskyldubönd- in og einkennast af því að hygla hver öðrum. Bragi hafði orð á því einna fyrstur manna í Kiljunni, bók- menntaþætti Egils Helgasonar í Ríkissjónvarpinu fyrir fáein- um vikum, að ríkisstjórnin ætti að gera ráð fyrir stöðu ættfræð- ings í teymunum sem rannsaka hrun bankanna í október og mál því tengdu. „Það var jú spilling þegar Jón Baldvin [Hannibalsson] lét Ing- ólf Margeirsson hafa 40 flösk- ur af rauðvíni fyrir afmælið sitt. Þeir voru pólitískir samherjar,“ bendir Bragi á en útilokar ekki að það hafi verið vinargjöf. „Það er svo erfitt að þekkja mörkin,“ segir hann. Bragi stendur enn við orð sín um að ríkisstjórnin ráði ein- hvern sem þekki tengslin í samfélaginu. Hefði það verið gert strax í upphafi hefði mátt spara bæði tíma og peninga. Hann bendir á rannsókn endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtæk- isins KPMG á Glitni máli sínu til stuðnings. KPMG er reynd- ar umsvifamikið endurskoðun- arfyrirtæki og skrifaði sömu- leiðis undir reikninga Samsonar eignarhaldsfélags, kjölfestufjár- festis Landsbankans. Líkt og bent hefur verið á er Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG, faðir Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða (áður FL Group), stærsta hluthafa Glitnis. Rann- sóknin hafði staðið yfir í tvo mánuði þegar bent var á fjöl- skylduböndin. KPMG sagði sig frá rannsókninni í kjölfarið. VINABÖND OG ÖNNUR TENGSL Líkt og Bragi bendir á liggja tengslin víða í íslensku samfé- lagi. Fjölskyldutengslin eru þar nánust en á eftir koma ýmsar aðrar leiðir, þar sem leiðir skar- ast í lífi lykilpersóna í íslensku banka- og efnahagslífi því sem marg- ir kalla Nýja Ísland. Mýmörg dæmi eru um að viðkomandi hafi stundað saman íþróttir í æsku og síðar á lífsleiðinni, tekið saman þátt í æskulýðsstarfi eða geng- ið saman menntaveginn. Þá hafa eðlilega margar lykilpersón- ur í Nýja Íslandi starfað saman hvort heldur er í bankageiran- um í Gamla Íslandi eða á öðrum sviðum. Sem dæmi var Árni Tómas- son, nú formaður skilanefndar Glitnis, áður bankastjóri Bún- aðarbankans. Líkt og bent var á skömmu eftir bankahrunið í október ávítti Fjármálaeftirlit- ið (FME), sem nú hefur um- sjón með vinnu hans, Árna fyrir brot á bankalögum á vordögum 2003. Í byrjun sama árs hafði Kauphöllin reyndar beitt bank- ann sem Árni stýrði févíti vegna brota á flöggunarreglum. Árni sagði á þeim tíma að hann hefði fylgt lögfræðiáliti. Hann hætti störfum mánuði síðar. Yfirlögfræðingur Búnaðar- bankans á þeim tíma var Ár- sæll Hafsteinsson. Hann situr nú í skilanefnd Landsbankans. Þar hóf hann störf í viðamiklum fólksflutningum banka á milli um svipað leyti og Árni hætti hjá Búnaðarbankanum. Ársæll gerði ásamt fleirum starfsmönnum Landsbankans kaupréttarsamninga, sem hann innleysti í í mars í fyrra. Þeir fengu hlutina á genginu 3,12 krónur á hlut en seldu á rúmlega tíu sinnum hærra verði. Fleiri meðlimir skilanefnda bankanna tengjast fyrirtækj- unum sem þeir ýmist vinna í að gera upp eða viðskiptavin- um þeirra með einum eða öðrum hætti. Rúmur helmingur skila- nefndarmanna er fyrrum starfs- menn bankanna sem þeir sjálf- ir vinna nú að gera upp. Aðrir eru endurskoðendur sem tengj- ast hluthöfum hinna bankanna, en þó í sumum tilvikum helstu eigenda þeirra banka sem þeir gera nú upp. Þá liggja greinarnar víðar í félagsstarfi, svo sem í tengsl- um við íþróttaiðk- un. Sem dæmi um það er formannsseta Steinars Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings í stjórn íþróttafélags Fram. Gjaldkeri Fram er Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs. KLAKSTÖÐ HÁSKÓLANS Þá tengjast margar af lykilpers- ónum í íslensku efnahagslífi eins og það lítur út eftir bankahrunið í gegnum nám, ekki síst háskóla- pólitíkina. Háskólapólitíkin hefur um áratugaskeið, eða allt frá stofn- un Háskóla Íslands, þótt ágætis æfingasvæði fyrir þannig þen- kjandi stúdenta sem rækta með sér þá drauma að vilja láta að sér kveða þegar komið er út í hversdagsleika fullorðna fólks- ins. Aðrir eru svo einfaldlega framagjarnari en samnemend- ur þeirra, nú eða bera hag þeirra fyrir brjósti. Mörg mektarmenni þjóðar- innar hafa mótast á leiksviði háskólapólitíkurinnar, svo sem Thor Thors, einn sona Thors Jensen, sem var formaður Stúd- entaráðs á þriðja tug síðustu aldar, Agnar Klemens Jóns- son, síðar sendiherra, um ára- tug síðar, og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri og síðar forsæt- isráðherra, sem vermdi formannssæti Vöku veturinn eftir seinni heimsstyrjöld. Aðrir nafntogaðir einstakl- ingar í formannsstóli Stúdentaráðs í seinni tíð sem tengjast ís- lensku efnahagslífi í dag eru svo þau Össur Skarphéð- insson iðnaðar- ráðherra sem sat Jónas Fr. Jónsson Nafn Tengsl Lárus Finnbogason Formaður skilanefndar. Yfirmaður endurskoðunarsviðs Deloitte. Ársæll Hafsteinsson Var áður yfirlögfræðingur Búnaðarbankans en fór síðar yfir til Landsbankans. Einar Jónsson Lárentsínus Kristjánsson Var í Vöku ásamt núverandi forstjóra FME. Einn eigenda Deloitte. Sigurjón Geirsson Var endurskoðandi Landsbankans. Margar og þéttar greinar í uppgjörstrénu Lykilpersónur íslenska bankahrunsins tengjast með einum eða öðrum hætti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gerði tilraun til að rýna í tengslatréð og komst að því að greinarnar eru margar, flóknar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinaböndum. Nafn Tengsl Árni Tómasson Formaður skilanefndar. Fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans. Stjórnarmaður í Alfesca, félags að stórum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, stórs hluthafa Kaupþings. Heimir Haraldsson Sverrir Örn Þorvaldsson Var framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Glitni. Kristján Óskarsson Var framkvæmdastjóri útibúasviðs og eignafjármögn- unar hjá Glitni. Páll Eiríksson Var áður hjá Glitni. S K I L A N E F N D G L I T N I S Nafn Tengsl Steinar Þor Guðgeirsson Formaður skilanefndar. Starfar hjá Lögmönnum Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri Fram. Gjaldkeri Fram er Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs. Knútur Þórhallsson Stjórnarmaður Deloitte og endurskoðandi Exista, stærsta hluthafa Kaupþings. Skrifaði upp á skráning- arlýsingu fyrir samruna Búnaðarbankans og Kaupþings árið 2003. Bjarki H. Diego Var áður framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi. Guðný Arna Sveinsdóttir Var áður fjármálastjóri Kaupþings. Guðni Níels Aðalsteinsson Var áður framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. S K I L A N E F N D K A U P Þ I N G S S K I L A N E F N D L A N D S B A N K A N S Sigurjón Þ. Árnason Hreiðar Már Sigurðsson Finnur Ingólfsson Björgvin G. Sigurðsson Melódíur minninganna Hafl iði Magnússon alþýðulistamaður við ritvélina heima á Bíldudal á árum áður. Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er merkisberi alþýð- unnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða. Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn Bíldu- dals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari hluta 20. aldar. Jónatan Garðarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.