Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 ¦ Þeir félagamir Egffl Eiðsson (t.v.) og Oddur Sigurðsson (t.h.) unnu mjög skenimtilega saman í 400 m lilaupinu. Oddur náði góðu forskoti, en beið síðan eftir Agli. Á myndinni má sjá glögglega hve vel Oddor fyigist með |>vi er lígill kenmr i mark, vel á undan Walesbúanum. Tvöfaldui sigtir islenskur i höfn. Mynd:EHa Jöfn og spenn- andi keppni ¦ ísland tapaði naumlega fyrir Wales i landskeppni í frjájsúm íþróttum, sem fram fór i Laugardalnum um helgina siðustu, 97-108. Þá nrðu íslenskii stúlkumar i siðasta sietinu i Norðurlandabikarkeppni en náðu þó einum besla árangri sem íslenskt k veniialaiidslið liefur náð. Þá voru jafnframt Ueykjavíkurleikar háðir samtimis og. þar var keppni jöfn og frábær árangur náðist í siunuin greinum, eins og t.d. kúluvarpi og kringlukasti. . - IngH Bls. 12-13 ¦ Kringlukastaramir á Reykjavikur- leikunum tókn aukakeppni sin á milli á snnnndag og náðist hreint frábær árangur þar. Bandarikjamaðurinn Art Bums sigraði með 67.18 m kasti og annar varð landi lians John Powell með 66.10 m. Kastkeppni i hehnsklassa. Sjö efstn menn i keppninni urðn 67.18 66.10 61.48 59.82 57.68 45.58 35.78 Mörg gód marktækifæri fóru forgördum og Framarar töpuðu íKópavoginum ¦ Breiðabliksmenn kræktu sér i 2 stig i „laugardagskvöldsstuðinu" á Kópa- vogsvelli sl. laugardagskvöld. Þeir sigr- uðu Fram 1-0 í leik hina glötuðu marktækifæra. Blikarnir sóttu mjög fyrsta korterið, fengu hvert dauðafærið á fætur öðru, en tókst ekki að nýta sér þau til marka. Þeirra helsti Þrándur i Götu var Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, sem varði markið hvað eftir annað með miklum tilþrifum. Eftir þessa sóknarhrinu heimamanna jafnað- ist leikurinn nokkuð, miðjuhnoðið varð allsráðandi. Undir lok fyrri hálfleiksins fengu Framarar ansi gott marktækifæri er Gisli Hjálmtýsson skaut sannkölluðu bylmingsskoti beint á Guðmund, Blika- markvörð. {seinni hálfleiknum voru Framararnir öllu sókndjarfari, enda höfðu þeir vindinn í bakið. Ólafur Hafsteinsson komst í tvígang i gegnum Blikavörnina, en klúðraði færunum á óskiljanlegan hátt í bæði skiptin. Um miðbik seinni hálfleiksins skoruðu síðan Breiðabliks- menn markið sem úrslitum réði. Hákon Gunnarsson átti fast skot á Fram-markið frá vítateigshorni og boltinn hafnaði alveg úti við stöng, innanverða, 1-0. Laglegt mark. Framararnir reyndu nú mjög að jafna leikinn, settu m.a. Martein í sóknina, en allt kom fyrir ekki og stigin mikilvægu tóku Breiðabliks- menn með sér. Sigurður Grétarsson var nokkuð áberandi i Breiðabliksliðinu að þessu sinni. Leikinn og áræðinn leikmaður. Hjá Fram átti Guðmundur markvörður Baldurssonjóðan leik. ME/IngH Albert var ólöglegur ¦ Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, bægir hættunni frá. Á innfeUdu myndinni eru Hákon Gunnarsson, sem skoraði sigurmark Breiðabliks. MyndtEIIa Þeir sterku kasta meira 1. ArtBums, USA 2. John Powell, USA 3. Knut Hjeltnes, N 4. Dean Crouiser, USA 5. VésteinnHafsteins,í(HSK) 6. I'aul Edwards, W 7. Shaun Pickering, W Óskar Jakobsson og Erlendur Valdi- marsson tóku ekki þátt i keppninni þvi þeir kepptu skömmu seinna i sleggju- kasti í landskeppninni. Um ÍOOO áhorfendur ¦ Um 1000 áhorfendur fylgdnst með viðureign Breiðabliks og Frara í 1. deild fótboltans, sem fram fór á Kópavogsvelli sl. laugardagskvöld. Hinir dyggu stuðningsmenn liðanna létu sig semsagt ekki vanta á völlinn þó að leiktimimi væri harla óvenju- legur. -IngH Norsku stúlkurnar sigurvegarar ¦ Norsku stúlkumar urðu sigur- vegarar i Norðurlandabikarkeppni kvenna. Þær vora jafhar sænskn stúlkunum að stigum (liæði Uði fengu 43 stig), en þar sem þær norsku sigruðu i fleiri greinum vora þær úrskurðaðar sigurvegarar. - IngH Sigurborgfékk viðurkenningu ¦ Sigurborg Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu, svoköUuð einstakl- ingsverðlann, i hófinu að afloknum ReykjavOcurléikunum sl. sunnndag. Var hún vel að viðurkenningunni koinin, átti mjög stóran þátt í glæsilegum árangri islensku sveitar- innar í Norðurlandabikarkeppninni. -IngH Gott hlaup hjá ungu strákunum ¦ Nokkrir strákar úr hópi okkar efnilegri mUUvegalengdahlaupara fengu að spreyta sig á Reykjavíkur- leikunum i 800 m. hlaupi og náðu þeir ágætnm árangri miðað við aðstæður: 1. Sigurður Haraldsson, FH 2:01.36 2. Viggó Þ. Þórisson, FH - 2:03.81 3. Guimar Birgisson, ÍR 2:06.06 4. Ómar Hólm, FH 2:06.91 5. Jónas Egils. ÍR 2:08.00 Bikarkeppnin á morgun ¦ Á morgun, miðvikudag fara fram leikir í 8 - liða úrslirum Bikarkeppni KSÍ, en liðin sem eru i keppninni eru: KR, Fram, Reynir,- Sandgerði, ÍBV, KA, ÍA, og Víkingur. ¦ DómstóU KSÍ komst i gær að þeirri mðurstöðu, að Albert Guðmundsson hafi verið ólöglegur með Valsliðinu þegar það lék gegn ÍBÍ fyrir vestan fyrr i suniar. Var dómurinn nær samhljóða dómi fyrra dómsstigs, dómstóU KRR. Missa Valsmenn þvi stigin 2 sem þeir fengu i leiknum. A morgun, miðvUcudag, verður kæra KA vegna Alberts tekin fyrir á Akureyri. -IngH ¦ Nokkrir af erlendu gestunum, sem kepptu á Reykjavikurleikunum i frjáls- um fþróttum, ætla að framlengja dvöl sina hér á landi um nokkra daga og freista þess að ná góðum árangri (væntanlega með góðri aðstoð Kára gamla). Til dæmis má nefna, að norska Frjálsíþróttasambandið veitir verðlaun fyrir ákveðinn árangur og hefur heyrst að kasti Knut Hjeltnes yfir 67 m. fái hann dágóða upphæð. Pað mun kappinn ætla að reyna hér á landi á næstu dögum. íjbutcjttír lf%' 9j Umsjón: Ingólfnr Hannesson ráJi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.