Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 2
12 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 „Maður verður að reyna að sinna þörfum allra” — segir Egill Egilsson, veitingamaður f Stillholti ■ „Sjaldan með 50 manns, en oft með 3040 manna hópa sem er raunar með því mesta sem ég get tekið við með góðu móti. Þetta var sérstakt þarna í gær, þvi við vorum með tvískiptan hóp frá Ferðaskrifstofu ríkisins og aftur annan tæplega 50 manna hóp fró Samvinnu- ferðum um kvöldið", svaraði Egill Egilsson, veitingamaður sem opnaði veitingahúsið Stillholt á Akranesi fyrir rúmum tveim árum. En Egill var einmitt að taka á móti fyrrnefndum hóp þegar viðfyrst reyndum að hafa tal af honum. - Hvað kom til að þú fékkst áhuga á að opna þennan stað á Akranesi. Ekki ert þú þar innfæddur? - Nei, ég er Reykvíkingur og vann þar fyrst. Síðan var ég úti í Danmörku í 3 ár og cftir það sem bryti á Grundartanga meðan verksmiðjan var í byggingu. Maður var stundum að keyra um nágrennið þegar maður átti frí og kynntist þá því leiðinda ástandi að þurfa annað hvort að aka langar leiðir til að geta keypt sér að borða cllegar þurfa að elda handa sér sjálfur þegar heim kom. Þá varð þessi hugmynd smám saman til og maður fór að lcita fyrir sér í rólegheitum mcð húsnæði og annað. Allt í einu var svo komið á þann punkt að það var annað hvort að hrökkva cða stökkva, því það er ckki hægt að hafa svona rekstur sem „hobbí". Þetta þarf á öllum manns kröftum að halda. - Hvcrnig hefur svo gcngið og hvcrjir eru hclstu viðskiptavinirnir? - Þetta hefur gcngið mjög þolanlega 'Aætlun Akraborgar tvö skip í ferðum Gi/dirfrá 22 jú/í 1982 MÁNUDAGUR PRIÐJUDAGUR OG FráAk. -FráRvik MIÐVIKUDAGUR 08,30 08.30 10,00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17,30 17.30 20.30 19.00 22.00 FIMMTUDAGUR Frá Ak. FráRvik 08,30 10.00 10,00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 20,30 22,00 Frá Ak. Frá Rvik 08.30 10,00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 FÖSTUDAGUR Fra Ak FráRvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 19.00 20.30 20.30 22,00 22.00 SUNNUDAGUR LAUGARDAGUR FraAk. FráRvik Frá Ak. Frá Rvik 08,30 10,00 08,30 08.30 11.30 13,00 10,00 10.00 16.00 16,00 11,30 11.30 17.30 17.30 13,00 13,00 19.00 19.00 14,30 14,30 20.30 20.30 17,30 16,00 22.00 22,00 19.00 Simar: Reykjavik 91-16050 ■ Simsvari91-W420 Akranes: 93-2275 - Skrilslola: 93-1095 hfVISkallagrímur. Akraborf’ þjónusta niilli hafrn og viðskiptin greinilega verið að aukast. Fyrst og fremst er þetta borið uppi af fólki hér á staðnum, en auðvitað tekur tíma að vinna svona stað upp þar sem fólk hefur árum saman ekki reiknað með þeim möguleika að geta farið út að borða í rólegheitum hér á Akranesi, en nú er að verða töluvert um það að fólk komi og borði saman af einhverju tilefni t.d. fjölskyldur vinir eða starfsfélagar. Þegar ég innréttaði hérna gerði ég mér strax grein fyrir því að maður verður að reyna að sinna þörfum allra, yngra fólkinu sem vill gjarna fá sér hamborg- ara og franskar í fljótheitum, fólki sem ■ Einhver stakk upp á að hér væri hæjarstjórnin á Akranesi á fundi í Stíllholti. „Nei, við vorum að fá skattseðilinn“ voru þær fljótar að svara í sama dúr og skemmtu sér vel. Síðan kom í Ijós að konumar eru vinnufélagar í Apotekinu á Akranesi. „SPENNANDI OG SKEM MTI LEGT’ ’ — segir Guðvarður Gíslason, hótelstjóri í Bifröst ■ „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur. T.d. vom hér 250 manns hjá okkur í kalda borðinu í gærkvöldi. Þar á meðal var hópur kvenna úr Ólafsvík sem frétt hafði af okkar fræga kalda borði á sunnudagskvöldum og tók sér rútu til að eiga ánægjulegt kvöld hér í Bifröst,“ svaraði Guðvarður Gíslason, hótelstjóri í Sumarheimilinu Bifröst í Borgarfirði hress í bragði er við höfðum samband við hann nýlega. Auk hótelgesta og þeirra sem lengra að koma sagði hann það einnig vinsælt hjá ýmsum af öllum þeim mikla fjölda er dvelur í sumarhús- um i nágrenninu að „gefa eiginmannin- um frí frá eldamennskunni“ kvöld og kvöld og borða á Bifröst í staðinn. - Þess hefur orðið vart að sumir telja að Bifröst sé aðeins sumarheimili fyrir samvinnumenn? - Já, sá leiðinda misskilningur hefur einhvernveginn komist inn hjá ýmsum. Þó er hér ekkert grænt nema grasið (sagði Guðvarður kíminn). En Bifröst er öllum opin og samvinnumenn auðvitað jafn velkomnir hér og aðrir. - En nóg af gestum samt þrátt fyrir misskilninginn? - Nýtingin á hótelinu hefur verið ákaflega góð í sumar, eða um 90%, sem allir telja mjög gott. Það hefur aldrei fallið niður dagur, aðeins laust eitt og eitt herbergi stökusinnum. Vikudvalirn- ar sem við seljum með verulegum afslætti eru mjög vinsælar. Fólk kemur aftur og aftur og jafnvel dæmi þess að sama fólkið hafi verið hér viku á hverju sumri öll árin sem ég hef verið hér. Einnig er mikil eftirspurn eftir helgar- gistingu. Við hefðum t.d. getað selt gistingu í tvöfalt stærra hótel undanfarn- ar helgar og ég býst við að það verði áfram alvcg út ágúst. Lausatraffíkin hefur þó verið heldur ntinni í sumar en í fyrra t.d. nema í júní. Þá var mjög mikið af ferðafólki hér, þó júní sé yfirleitt ekki mikill ferðamánuður hér á íslandi. - Nú ert þú kokkur í skólanum á veturna líka. Átt þú þá aldrei frí? - Já, ég hef verið hér við eldamennsku í átta ár bæði vetur og sumar, að vísu með aðstoðarmanni síðustu þrjú sumr- in, en á veturna er þetta mötuneyti fyrir nemendur skólans. Mín frí eru í maí og september. Ég þarf ekki að starfa við þetta yfir sumarið en geri það samt sem áður, því þá er þetta svo spennandi og skemmtilegt. Þó um matartilbúning sé að ræða á báðum sviðum, þá er þetta mjög ólíkt. - Svo þú hefur greinilega kunnað vel við þig í Bifröst? - Ég er hér með fjölskyldu minni og að vera hér með krakka er t.d. alveg frábært. Það sama á við um dvalargesti á sumrin, að fjölskyldufólki með börn líkar alveg feiknarlega vel hérna, börnunum þó líklega allra best. -HEI ■ „Hef verið heppin með starfsfólk sem á sinn þátt í hve vel hefur gengið“, segir Egill Egilsson í veitingahúsinu Stillholti á Akranesi. vill fara út að borða í rólegheitum og síðan að sjá um veislur fyrir fólk í bænum. Þess vegna skipti ég húsnæðinu þannig að enginn þurfi að trufla annan, slem hefur gefist prýðilega. - Hafa Akurnesingar notfært sér veisluþjónustuna? - Mjög mikið, enda held ég að við hefðum ekki lifað af nema af því að við undirbjuggum okkur undir að geta tekið við öllu sem bauðst. Þegar minna er í einu bætir annað það upp. T.d. má segja að við höfum verið með veislur um hverja einustu helgi frá því upp úr áramótum og fram í júnílok, frá 1 til 2 og upp í 10 veislur sama daginn. Mig langar í þessu sambandi líka að taka það fram að ég hef verið sérstaklega heppinn með starfsfólk, sérstaklega nú í seinni tíð, og það á sinn þátt í því hve vel hefur gengið. •HEI ■ Guðvarður Gíslason, hótelstjóri í Bifröst. Botnsskáli Hvalfirði Sími 93-3850 Við bjóðum ykkur áningu í hinum rúmgóða og vistlega veitingaskála í Botnsdal. Grillréttir í úrvali, kaffi, smurt brauð, öl pylsur, ís sælgæti, tóbak. Njótið góðra veitinga í fögru umhverfi. SHELL bensín og olíur. — Verið velkomin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.