Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
17
■ Það var friðsælt og fallegt morgun þann sem Tímamaður vaknaði að Laugum fyrir
nokkru. Yfir veturinn . eru hér skólabörn og unglingar úr öllum hreppum Dalasýslu
en á sumrin er staðurinn starfræktur sem hótel fyrir ferðamenn.
síðastnefndu höfum við verið með
afsláttargjöld.
í Ekki síst fer það vaxandi að fólk sem
er í svefnpokaplássi hjá okkur eða á
tjaldstæðinu er hér um kyrrt allt upp í
4-5 nætur. Við höfum t.d. tekið eftir því
að það fer mjög vaxandi að fjölskyldu-
fólk tekur svæðið fyrir og skoðar það
vel. Er þá jafnvel búið að kynna sér það
vel um veturinn hvað það ætlar að skoða
og undirbúa þannig fcrðina."
- Einhver sagði þetta tjaldstæði
einstætt að því leyti að þar sé rennandi
bæði heitt og kalt vatn?
Okkur er a.m.k. sagt það af ferða-
fólki, að þetta sé eina tjaldstæðið þar
sem það getur þvegið ílát sín og föt í
heitu vatni á tjaldstæðunum. Einnig
erum við þar með lítið útigrill, sem
töluvert hefur verið notað, sérstaklega
þegar um heilar fjölskyldur er að ræða.
- Þú minntist áðan á fólk sem ætlað
er að skoða landið á einni viku. Sýnist
þér það heldur of hratt farið?
- Mér finnst oft farið ansi hratt yfir
með þessa erlendu hópa. Oft á tíðum
virðist eiga að sýna fólki of mikið á of
stuttum tíma. Þegar ferðaskrifstofur eru
að auglýsa þetta erlendis reyna þær að
bjóða upp á sem flest forvitnilegt í
hverjum pakka sem er ósköp skiljanlegt,
en mér sýnist þó að það þurfi að fara að
stokka þessi mál svolítið upp. Jafnvel að
það verði einn aðili sem skipuleggi
ferðirnar sem síðan allar ferðaskrifstof-
urnar selja, því þær eru oft að ferðast
með fáa farþega í stórum bílum hverjum
á eftir öðrum. Þetta má ekki skilja svo
að ég sé á móti samkeppni, nema síður
sé, en ég held að þetta sé í sumum
tilfellum komið út í öfgar. Með auknu
skipulagi og samvinnu væri hægt að
bjóða fólki bæði betri þjónustu og
ódýrari. -HEI
■ Jóhannes, hótelstjóri gaf sér tíma til að skreppa með gestum sínum í
Skallagrímsgarð, sem er stór og fallegur skrúðgarður sem kvenfélagskonur hafa séð
um í áratugi með miklum sóma.
Aðsíaða a 2ja manna herb. með hancMaug og
útvarpi. Bókasafn, versiun og setustofa. Sturtur,
gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöö
og sími. Rómuð náttúrufegurð.
Fæði Stakar máltíðir eða afsláttar matarkort,
hálft eða fullt fæöi. Sjálfsafgreiðsla.
Börn Frítt fæði með gistingu fyrir börn orlofsgesta
til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði /fyrir 8—12 ára.
Matur Og kaffi Fyrireinstaklinga, starfshópa,
fjölskyldufagnaði og hópferðir.
Pantið með fyrirvara.
Ráðstefnur — fundir — námskeið
Fyrir allt að 90 manns. Leitið upplýsinga og
verðtilboða.
1 Sumarheimilid
iIFRöST
Borgarfiröi 311Borgames
Sími 93-7500 - 7505
imiiiiiiiinil
!!!!!!I!!!iiiiiii
Skreppiö í Stykkishólm, skoöiö Snæfellsnes
og Breiöafjarðareyjar -perlur íslenskrar náttúru-
slakiö á í friösæld á fyrsta flokks hóteli.
Hótel Stykkishólmur
Cisting í tvær nætur og sigling
meö Baldri fram og til baka yfir
Breiöafjörö, meö viökomu í Flatey,
fvriraðeins 645 krónur.