Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 4
14 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Jóhanna Leópoldsdóttir á Vegamótum Frá Hreðavatni kringum hnöttinn til Vegamóta ■ Þótt kunnugir segi fallegt að aka vestur Mýrar og Snæfellsnes er það vissulega tilbreytingarlaust þegar aðeins sést nokkra metra framundan vegna rigningar og svarta þoku. Fleirum en undirritaðri hlýtur að finnast þægilegt við slíkar kringumstæður að sjá húsin á Vegamótum birtast allt í einu fast við veginn. „Já, hér er eiginlega hálfgerð vin í eyðimörkinni, sumar jafnt sem vetur. Á vetrum er þetta líka eins konar sæluhús fyrir ferðalanga sem ekkert hafa annað að leita á þessum slóðum og því mikið öryggi í því fyrir fólk að staðurinn er alltaf opinn", sagði Jóhanna Leópolds- dóttir, sem verið hefur útibússtjóri og veitingamaður á Vegamótum á Snæfells- nesi á fimmta ár. Veitingasala byrjar í tjöldum á 3. áratugnum „Veitingarekstur hefur verið hérna allt frá því fyrir 1930, fyrst reyndar í tjöldum og þá aðeins að sumrinu. Elsti hluti byggingarinnar hér er gamalt norskt timburhús er áður stóð niður í Skógarlundi en var flutt hingað 1930“, sagði Jóhanna. Verslun á staðnum kvað hún fyrst hafa hafist með vörudreifingu úr litlum skúr. En síðan hafi smám saman verið byggt við og bætt við þjónustuna. Fyrsti veitingamaðurinn á Vegamótum mun hafa verið Jón nokkur Sigurðsson, en frá 1964 hafa Vegamót verið útibú frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Þegar komið er inn á Vegamótum er verslun öðru megin og veitingastofa hinu megin en allt opið í gegn. Jóhanna var því spurð hvort þetta væri frekar veitingastaður eða verslun. Dýralyf, frímerki og hænsnafóður í sömu búðinni „í rauninni er þetta ein allsherjar þjónustumiðstöð. Á sumrin er hér meiri veitingasala en frekar verslun á vetrum og í heild er veltan í versluninni heldur meiri yfir árið, þó hún hafi heldur dregist saman. Menn eiga nú ekki lengur aðeins gamlan Villisjeppa með kerru. Það eru orðnir tveir bílar á flcstum bæjum og ■ Húsið á Vegamótum ber það með sér að hafa stækkað smám saman, en ^elsti hluti þess er timburhús sem flutt var þangað árið 1930. ■Hjónin Hlíf Steinsdóttir og Pétur Geirsson í Botnsskála, sem þau í vor innréttuðu mjög laglega. Pétur Geirsson, í Botnsskála: „Þötti lítið vit ad fara úr öruggu starfi” ■ „Ég held að mönnum hafi nú ekki þótt mikið vit í þessu á sínum tíma og álitið mig meira en lítið vitlausan að fara úr því sem heitir öruggt starf og út í þá óvissu sem slíkan atvinnurekstur út í sveit, ekki síst á þeim tíma“, sagði Pétur Geirsson, sem ásamt konu sinni Hlíf Steinsdótlur hefur rekið Botnsskála í Hvalfirði frá árinu 1966 og Hreðavatns- skála frá 1980, en síðan hefur Hlín séð um rekstur Botnsskálans. Pétur nam mjólkurfræði í Danmörku og hafði starfað í Mjólkursamlaginu í Borgarnesi í 12 ár áður en þau hjón hófu rekstur Botnsskála. - Hefur umferðin ekki aukist og breyst á þessum tíma? - Ætli að bílaeign fólks hafi ekki þrefaldast á þessum árum, auk þess sem sumarfrí eru nú orðin almenningseign, sem þau voru tæpast í byrjun þessa tímabils, ásamt með styttri vinnudegi nú orðið og helgarfríum. Sumarbústöðum í Borgarfirði hefur t.d. fjölgað úr um 100 upp f að vera nú í kringum 800 hundruð, svo maður taki dæmi um hvað frí og ferðahættir fólks hafi breyst á þessum tíma. Meðalumferðin um Hvalfjörð mun vera um 700 bílar á dag að jafnaði yfir árið, en auðvitað eru það um 3 mánuðir sem taka meirihlutann af því. T.d fara yfir 10.000 bílar á dag um fjörðinn á verslunarmannahelgum. - Hefur þú ekki í hyggju að bæta frekar við þig í Botni? - Ég er eiginlega búinn að kistuleggja frekari plön þarna syðra. Eignarhald á landi og annað er í höndum sumarbústaðaeigenda þarna, sem ég held að hafi engan sérstakan áhuga á meiri ferðamannaumferð. Maður reynir því að halda friðinn ef hægt er. Hins vegar hef ég talið að eðlilegt væri að tengja Hvalfjörðinn og Þingvalla- svæðið, enda var héðan gömul leið á Þingvöll og er nú jeppaslóð. Þetta gæti t.d. orðið nýr hringur fyrir trúrista, að aka langleiðina upp á Botnssúlur og siðan ofan í Hvalfjörð og taka svo Akraborgina til Reykjavíkur eða eitt- hvað slíkt. Væri tilbreyting frá Gull- fossi/Geysis leiðinni, sem er það eina sem farið er með ferðamenn sem hafa hér skamma viðdvöl. Auk þess er þetta auðvitað prýðileg gönguleið, ekki nema um 12 kílómetrar héðan á Þingvelli. - Svo þú hefur frekar snúið þér að Hreðavatnsskála? - Já, tók við honum fyrir tveim árum og hef þar opið allt árið utan þess að við fáum okkur gott jóla - og áramótafrí. ■ Raunar hefur Hlíf verið húsbóndinn í Botnsskála síðan Pétur tók við Hreðavatnsskála, fyrir tveimur árum. Jú, þetta er gamli Fúsa-skálinn. Raunar stóð hann fyrst þar sem Bifröst er nú. En seinna hóf svokallað „Milljónafélag“ að byggja þar hótel, svo Vigfús færði skálann á núverandi stað, líklega árið 1947. Hins vegar kláruðust milljónirnar hjá Milljdnafélaginu en hótelið ekki og þá var það sem Samvinnuhreyfingin kom inn í myndina og byggði þar sinn skóla. - En nú er skólinn líka orðinn hótel. Er þó nægilegt að gera fyrir ykkur báða? - Já, og eðlileg samkeppni er alltaf af hinu góða. Það sem ég tel vanta er að Borgfirðingar taki sig saman um að koma upp stóru og myndarlegu útivist- arsvæði einhversstaðar miðsvæðis í Borgarfirði, í stað þess að nú er hver að pukra í sínu horni. Kristleifur á Húsafelli hefur staðið sig vel, en ræður varla við miklu meira en á hann kemur nú þegar. Þetta svæði þyrfti að geta tekið nokkur þúsand matws, þar sem auk tjaldstæða væri ráðist í eitthvað dýrara, svo sem sundlaugar með góðri aðstöðu, hótel og skemmtistaði, golfvelli og fleira og jafnvel hafa þetta yfirbyggt að hluta. Og til að ríkið fengi eitthvað til að rétta við kassann mætti allt eins vera þarna spilavíti. Við erum hvort sem að ala upp góða spilakynslóð við Rauðakross kass- ana, þar sem börnin spila frá því þau geta farið að standa upprétt og þurfum því að hafa eitthvað handa henni þegar hún stækkar. - Telur þú að nógu margir sæktu slíkan stað? - Það vantar fyrst og fremst meira upp á að bjóða. Fallegt landslag er of einhæft til lengdar a.m.k. fyrir okkur íslendinga, til að ætla sér að halda fólki út á það eingöngu. Við erum ekki bara í samkeppni um að fá útlendinga til okkar heldur jafnframt í samkeppni við erlenda aðila sem keppa um að fá íslendinga sjálfa. Þessvegna þurfum við að geta boðið upp á miklu meira til að fólk þurfi ekki allt að fara úr landi til að finna það sem það leitar að. - HEI FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 i 15 vegir hafa batnað, svo fólk verslar orðið hlutfallslega meira í stærri verslunum, t.d. Borgarnesi. Þetta er því fyrst og fremst þjónusta við fólk, t.d. að það þurfi ekki að aka kannski 60 km. í slæmri færð á vetrum eða í heyönnum á sumrin eftir brýnustu nauðsynjum, en á svona stað verður aldrei hægt að hafa meira en brýnustu nauðsynjar. Jú, þær geta líka verið margvíslegar. Við seljum hér t.d. svo ólíka hluti eins og dýralyf, frímerki og hænsnafóður auk auðvitað allra algengustu matvara.“ - Meðlætið með kaffinu á Vegamót- um var að því leyti óvenjulegt að allt var það heimabakað, bæði brauð og kökur. „Já, líklega er þetta orðinn einn af, fáum stöðum þar sem nær alltaf er til heimabakað brauð og kökur. Það eru konurnar hér í sveitinni sem baka þetta fyrir okkur og við höfum reynt að halda í betta svið“ „Viljum alveg eins hafa karlmenn í vinnu, en...“ Starfsliðið sagði Jóhanna um 10 1 manns að sumrinu en 3-4 á vetuma, allt ungar stúlkur og húsmæður úr nágrenn- inu. „Það er alls ekki svo að við viljum ekki hafa karlmenn í vinnu, heldur virðast þeir ekki hafa áhuga. Hvort það er vegna þess að þeir eru viðkvæmir fyrir því að hafa konu sem yfirmann veit ég ekki. Fyrsta sumarið mitt hér unnu hérna tveir strákar, sem þurftu þá að vinna það sama og bekkjarsystur þeirra, en síðan hafa strákar ekki haft áhuga. En stúlkurnar una hér vel. í sumar er aðeins ein ný, allar hinar hafa verið hér 2-3, jafnvel 5 sumur áður. Jú, það er allt öðruvísi að vera hér á sumrin en veturna, þá er oft ansi dauft. Á sumrin er allt opið til hálf tólf á kvöldin og mikið líf og fjör. í rauninni eru Vegamót líka hálfgerð félagsmið- stöð. Þetta er eini staðurinn hér um slóðir sem þú hittir örugglega fólk án þess að fara beinlínis í heimsókn. Fullorðnir koma í búðina til að kaupa eitthvað sem þá vanhagar um, en líka kannski - ómeðvitað - til að hitta eitthvert fólk að spjalla við, sérstaklega á vetrum þegar dauft er í sveitinni. Krakkarnir koma síðan á kvöldin til að kaupa sér kók og franskar og strákarnir þá líka til að kíkja á stelpurnar," sagði Jóhanna kankvís. Fékk ferðabakteríuna af Fúsa vert? Sjálf er hún ekki langt að flutt á Vegamót. Frá 4ra ára aldri ólst hún upp á Hreðavatni þar sem foreldrar hennar ráku veitingastað í 17 ár. Ekki fór hún þó beinustu leið þarna á milli? „Nei, það hefur verið sagt við mig, að líklega hafi ég fengið ferðabakteríuna af honum Fúsa vert á Hreðavatni, en hann ferðaðist alltaf á veturna. Þegar ég var tvítug fór ég sem skiptinemi til Nýja-Sjálands í eitt ár, auk þess sem ég ferðaðist töluvert um Suður-Evrópu á leiðinni heim. Síðan ég kom hingað hef ég reynt að fara út einu sinni á ári, styttri ferðir, t.d. til Norðurlandanna, Eng- lands og víðar. í vetur fór ég síðan út í 3 mánuði m.a. til Hawai, Fiji-eyja, Cook-eyja, Nýja-Sjálands, Djakarta, Hong-Kong, Kadtmandú og Parísar". - Sem sagt kring um hnöttinn öðru hverju, en unir þér síðan í fámenninu á Snæfellsnesinu þess á milli? „Mér finnst mjög gott og gaman að eiga heima uppi í sveit. Ég þarf t.d. ekki bíó, böll eða annað slíkt til að hafa ofan af fyrir mér. Ég reyni að skapa vinnustað sem gott er að vera á, það er indælis fólk sem býr hér í kring og síðan reyni ég að taka þátt í mannlífinu eins og það er á hverjum stað, sem er m.a. eitt af því sem maður lærir sem skiptinemi. Ég tek líka töluverðan þátt í félagsstarfi hér í sveitinni". Formaður HSH en þó aldrei stundað íþróttir - Mér skilst að þú sért m.a. formaður HSH. Ert þú kannski íþróttakappi? ■ „Á sumrin er hér mikið líf og Qör“, segir Jóhanna Leópoldsdóttir, útibús- s.ýóri og veitingamaður á Vegamótum á Snæfellsnesi. - Nei, ég stunda engar íþróttir og hef- aldrei gert, en er hins vegar félagslega sinnuð. Kvenfélögin og ungmennafélög- in eru einu alþýðufélögin úti á landi og má raunar segja að ungmennafélögin séu einu félögin sem eitthvað vinna fyrir æskuna. Hitt eru bara karlaklúbbar. Ekki fæ ég t.d. inngöngu í Lionsklúbba, hef reyndar ekki áhuga. En ég gekk í ungmennafélagið þegar ég kom hingað sem endaði með því að ég hef nú verið formaður Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í hálft annað ár, en innan þess eru 9 ungmennafélög. Já, ég hef ofsalega gaman af þessu og mikið að gera. Við erum með sumarbúð- ir og síðan þurfum við að halda mót og senda keppendur á alls konar mót. Rétt nýlega vorum við t.d. með 45 Dani í heimsókn í 8 daga. Nú svo verður héraðssambandið 60 ára í haust og verður nóg að gera í kringum það. Langferðabflstjórar og alþingismenn í kosningabaráttu Þar sem næsti áfangastaður voru Búðir á Snæfellsnesi var Jóhanna spurð hvort hótelið þar hefði eitthvað minnk- að hjá henni viðskiptin á V egamótum. „Ekki nema st'ður sé. Fólk fer að Búðum og gistir þar kannski eina helgi, en stoppar gjarnan hjá okkur í báðum leiðum. Þetta eru svo ólíkir staðir að ég held frekár að þeir bæti hvor annan upp en að annar dragi frá hinum. Ég fer t.d. aldrei svo að borða á Búðum að ég sjái ekki einhverja sem komið hafa við hér. Já, ég skrepp þangað stundum. Það er svo gaman að koma út að Búðurn". - Að lokum Jóhanna, hvað heldur þú að stór hluti þeirra sem framhjá fara líti inn hjá ykkur á Vegamótum? „Ekki vcit ég það, en þeir eru mjög margir, sérstaklega á veturna. Þá verður maður nánast undrandi að sjá andlit sem maður hefur ekki séð áður. Þá eru það fyrst og fremst menn sem ferðast vegna atvinnu sinnar sem leið eiga hér um flutninga- og langferðabílstjórar að ógleymdum alþingismönnum , í kosn- ingabaráttu", sagði Jónína kímin. -HEI FLJUGANDI Hjá okkur fáið þið allar upplýsingar varðandi ferðalög um Vesturland Hvort sem þið fljúgið, akið eðafarið sjóleiðinaí IJ afþreyih, "eiðiieyfj j G: ani/vötnUm VEITINGAR/VERSLUN 17 veitingastaðir ' g1STIMÖG«LE1KAR Tjaldstseði Svefnpo^ptóss • l HjóVbÝsastseði \ sumarhns \ • \ SuruarVtóteV \ Bót el árið) ougaveiði 22 söluskálar alm. verslanir augar 21 sérverslun rotta vellir 24 bensín og olíusölur estaferðir/ Hestsi • • ”esta]eigur sýnisfíug 20 véla- og bifreiðaverkst 12 hjólbarðaverkstæði inkaheiruWuru Gistiug 5 smurstöðvar A Vesturlandi er náttúrufegurð mikil og mörg náttúrufyrirbrigði ■ ■■ VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN Á VESTURLAND Ferðamálasamtök Vesturlands Borgarbraut 61 - Sími 93-7537, Borgarnesi. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.