Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 8
18 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 „Upplagður stadur fyrir stressada til að slappa af” — segir Sigurður Skúli hótelstjóri í Stykkishólmi ■ „Hvers ég sakna, það er þá helst að ég skuli ekki hafa meiri „trafTik“ hér allt áríð“, svaraði hinn ungi og áhugasami hótelstjóri, Sigurður Skúli Bárðarson, sem tók við stjórn hins nýja Hótels Stykkishólms fyrir txpu ári síðan. En áður var hann í mörg ár verslunarstjórí í Reykjavík. Og Sigurður getur tekið stoltur á móti gestum sínum, því Hólmarar hafa tekið sig saman um að byggja og reka veglegt heilsárshótel í Stykkishólmi. Að því standa hreppsfélagið, fyrirtæki og ein- staklingar á staðnum sem greinilega eru stórhuga menn. Sambyggt hótelinu er nýtt félagsheimili, sem óhætt er að telja með fallegustu skcmmtistöðum lands- ins, að Reykjavík ekki undanskilinni. „Jú það er erfitt að reka svona hótel úti á landi með takmarkaða nýtingu og því mjög vcigamikið að hægt væri að lengja ferðamannatímabilið", sagði Sig- ■ „Mér fmnst of mikið um að menn einblíni á Ferðamálaráð og telja að það eigi að gera alla hluti. Frá mínum bæjardyrum séð eiga þeir einstaklingar sem standa í þessum bransa sjálfir að ríða á vaðið - hver í sínu héraði - og athuga hvað þeir hafa að bjóða. Við eigum ekki alltaf að bíða eftir að allt komi að sunnan“, segir Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri í Hótel Stykkis- hólmi. hafi farið vaxandi í sumar. Til þessa hefur þó meira verið um skipulagða hópa, t.d. er Ferðaskrifstofa ríkisins okkar stærsti viðskiptavinur. Það eru hópar sem koma af Vestfjörðum, með Baldri frá Brjánslæk og gista þá hér í tvær nætur. Jú, mest eru þetta útlend- ingar, en væri auðvitað ekki síður góð ferð fyrir landann. Einnig er alltaf töluverð hreyfing í sambandi við Baldur, ekki síst á veturna. Það þarf bara að gera bátinn betur úr garði þannig að hann geti flutt fleiri bíla og fleiri farþega. Það er mín skoðun að þetta eigi að vera þjóðleiðin vestur á firði. Spurður um fleiri nýjar hugmyndir kvað Sigurður ýmislegt í bígerð, en ekki fullmótað enn sem komið er. Er hann þar m.a. með sjóstangaveiði í huga, þar sem að í Breiðafirði sé að finna bestu lúðumið í heimi fyrir stangveiði. Sigurður, sem sjálfur er hestamaður, hefur auðvitað einnig áhuga á að koma upp vísi að hestaleigu, sagðist reyndar hafa útvegað hesta handa þeim sem langað hefur á bak. Það má ljóst vera að Sigurður hefur fullan hug á að geta boðið gestum sínum sem mesta og besta þjónustu. Ef þér eigið leið um Hvalfjörð er sjálf- sagt að koma við i Sölu- skálanum Okkar ágætu afgreiðslumenn sjá um að láta oliur og bensin á bilinn og á meðan getið þér fengið yður hress- ingu. Við bjóðum: • Samlokur • Smurt brauð • Nýbakaðar Skonsur • Kleinur • Pönnukökur ásamt fleira bakkelsi. • Gott viðmót Nýlagað kaffi, te og súkkulaði. Heitar pylsur, gos- drykkir og sælgæti. Olíustöðin Hvalfirði Simi 93-5124 jííii*nÍS*MMaS,"íS ll uiiiih—**r~ ?; sniinnrHRHHllllIiB ■ Hótel Stykkishólmur er myndarleg bygging. Lága álman vinstra megin hýsir félagsheimilið. -HEI * -j .mSsí '■ '.« HREÐAVATNSSKALI BORGARFIRÐI — SÍMI 93-7511 V7ið höfum reynsluna. — Veitingarekstur frá árinu 1933. Við höfum endurbætt og stækkað húsnæðið verulega og getum boðið 3 veitingasali. 35, 40 og 70 manna. Veitingar og gisting. SHFLL bensín og olíur. Verið velkomin. urður, enda hefur hann fullan hug á því. Nú í ágúst auglýsir hann m.a. í þeim tilgangi tveggja daga „pakka" vestur, þ.e. tvcggja nátta gistingu með morgun- verði og siglingu með flóabátnum Baldri um Breiðafjörðinn - fram og til baka til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey - fyrir 645 kr. á manninn. Einnig sagði hann markmiðið að reyna að byggja staðinn upp sem ráðstefnustað, „Því aðstaðan til þcss er hér ein sú besta á landinu, utan Reykjavíkur. Raunar tel ég líka að eins og Reykjavík er í dag - þ.e. margir fullir af stressi og að sligast undir mikilli vinnu, eins og ég þckki af eigin raun - að þetta sé upplagður staður fyrir fólk að koma til að slappa af og eyða tíma sínum eins og það vill“, sagði Sigurður. Eftir að dvelja dagstund í Stykkis- hólmi hefur undirrituð a.m.k. fullan áhuga á að hcimsækja staðinn aftur í góðu næði. Bærinn er í einstaklega fallegu umhverfi, þar er t.d. mikið að skoða fyrir unnendur gamalla húsa. Bátsferð lengra eða skemmra út í eyjarnar er skemmtileg, m.a.s. þótt eitthvað skorti á sólskinið, og gæti t.d. verið notalegt að dunda sér í sánabaði í hótelinu á eftir. Enginn ætti síðan að vera svikinn af krásum kokksins, sem fólk getur notið með vínglasi ef því býður við að horfa. Spurður - að gefnu tilefni - sagði Sigurður mikla áherslu Iagða á fisk- og skelfiskrétti og svo allan íslenskan mat. En auðvitað geti allir fengið hvað annað sem þeir vilja. -En er fólk ekki farið að uppgötva þetta ennþá? - Of lítið, en samt finnst mér að það Láttu m.s. Baldur ferja þig og bílinn yfir Breiöafjörö. Þaö sparar bensíniö og styttir leiöina vestur á Firöi. Þú stígur óþreyttur á land á Brjánslæk, eftir ánægjulega ferö meö viökomu í Flatey, sem er sannkölluö perla Vesturlands. Sumaráætlun m.s. Baldurs: Mánudaga: 1. júní til 30. sept. Miðvikudaga: 1. júlí til 31. ágúst. Föstudaga: 1. júní til 30. sept. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 18.00. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 18.00. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síðdegis. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síðdegis. Siglt um inneyjar. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Þriðjudaga: 1. júlí til 31. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Fimmtudaga: 1. júní til 30. sept. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 19.00. Laugardaga: 1. júlí til 31. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Siglt um Suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 19.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.