Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 4
Kynna hár- greiðslu- taekni á Broadway ■ Samband hárgreiðslu- og hár- skerameistara mun halda hársnyrti- sýningu sunnudaginn 21. nóvember í veitingahúsinu Broadway. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matargesti en sjálf sýningin hefst kl. 21. Á sýningunni munu koma fram um eitt hundrað módel unnin af starfsfólki á 21 stofu á stór Reykja- víkursvæðinu. Sambandið hefur á undanfarandi árum haldið tvær sýningar á ári og hafa þær verið það vel sóttar að uppselt hefur verið mörgum dögum fyrir sýningar. Sýningar þessar hafa verið liður í því að kynna það sem er að ske í hártískuheiminum og um leið gefa hársnyrtifólki tækifæri til að sýna hugmyndaflug sitt og tækni við hárgreiðslur sem ekki tíðkast dags- daglega. Blágras- hátíð í Waterloo ■ Fjörutíu mínútna þáttur frá Blágras- hátíð í Waterloo verður í sjónvarpinu á laugardagskvöld. í þættinum flytja Mic- hael, McCreesh og Campbell bandaríska sveitatónlist af írskum uppruna. Um- sjónarmaður þáttarins er Halldór Hall- dórsson. Föstudagsmynd sjónvarpsins: „Því dæmist rétt...” Mynd um mann sem sat saklaus í fangelsi í níu ár ■ „Því dæmist rétt...“ nefnist sann- söguleg nýsjálensk bíómynd frá árinu 1980 sem sjónvarpið sýnir í kvöld klukkan 22.35. Árið 1970 voru bóndahjón myrt á heimili sínu skammt fyrir sunnan Auck- land í Nýja Sjálandi. í fyrstu hafði lögreglan lítið til að byggja á við rannsókn málsins; líkin fundust ekki og ekki var sjáanleg nein skýring á því hvers vegna hjónin höfðu verið myrt. í þrjá mánuði var allt reynt til að finna líkin og loks fundust þau í nálægri á. Féll þá grunur á bónda í nágrenninu, Arthur Allan Thimas, og við réttarhöld var hann fundinn sekur um morðin. Vini og fjölskyldu hins sakfellda grunaði að ekki væri allt með felldu og héldu þau stöðugt fram sakleysi hans. Fyrir þeirra tilstilli var efnt til nýrra réttarhalda 1973, þegar Arthur Allan hafði setið í fangelsi í þrjú ár. Enn var hann fundinn sekur. Þrátt fyrir niðurstöður tvennra réttar- halda trúðu margir Nýsjálendingar enn að Arthur Allan væri saklaus. Blaða- menn véfengdu sönnunargögn lögregl- unnar og að lokum tókst að sýna fram á sakleysi hans, en það var ekki fyrr en árið 1979, níu árum eftir að hann var fyrst fundinn sekur. ■ Arthur AUan Thomas fékk milljón doUara í skaðabætur eftir að hafa setið í níu ár í fangelsi vegna morða sem hann ekki framdi. á ekki heima hér lengur ■ „Alice á ekki lengur heima hér“ er Nítján ára gömul giftist Alice bandarísk bíómynd frá árinu 1975 sem Graham, sem ætlaði sér að verða sjónvarpið sýnir á laugardagskvöld söngkona, Don Hayatt, manninum sem klukkan 22.05. hún taldi sig elska. Þau eignast fljótlega ■ Samamir eiga erfitt með að sætta sig við atvinnuþróunina nyrst í Skandinaviu. Sjónvarp sunnudag kl. 22.20: Frá Samabyggðum — Heimildarmynd frá finnska sjónvarpinu ■ „Frá Samabyggðum" er finnsk heim- ildarmynd um Samana á Finnmörk, sem lifað hafa á hreindýrarækt, fiskveiðum og landbúnaði, en eiga nú í vök að verjast vegna ásælni iðnaðarsamfélags- ins. Undanfarin ár hafa mörg vandamál herjað á byggðir norðarlega í Skandina- viu. Stærst þeirra er atvinnuleysið og til að vinna bug á því hafa stjórnvöld landanna þriggja, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar, sem þarna eiga land, reynt að skapa nýja atvinnuvegi. Námagröft- ur, virkjun vatnsafls, skógarhögg, ferða- mannaiðnaður og fleira er meðal þess sem stjórnirnar hafa reynt að efla. Engin þessara atvinnugreina er vinsæl meðal Samanna. Myndin er tekin við Varangerfjörð- inn. Viðtöl eru við Sama sem hafa atvinnu af sjóróðrum og Sama sem búa' Finnlandsmegin við Tan ,-ána. Sýning myndarinnar tekur 75 mínút- ur. L V" ■ EUen Burstyn fer með hlutverk Alice í laugardagsmyndinni. soninn Tom og þegar hann er tólf ára stendur Alice frammi fyrir því eins og svo margar bandarískar húsmæður að vera óánægð með tilveruna. Skyndilega verður breyting á högum hennar; eiginmaðurinn bíður bana í mjög vofeiflegu umferðarslysi.Viðbrögð hennar og Tom við tíðindunum einkenn- ast af blöndnum tilfinningum. Don hafði Jodie Foster og Kris Kristof f erson í laugardags- myndinni: hvorki reynst fyrirmyndar faðir eða eiginmaður. Alice ákveður að flytja á æskustöðv- amar og reyna fyrir sér á söngsviðinu. Hún fær vinnu á píanóbar og fljótlega kynnist hún 25 ára gömlum manni, Ben Eberhart, og verður hrifin af honum. Tom, sonurinn, er ekki mjög ánægður með hegðun móður sinnar. Fljótlega kemur í ljós að Ben er kvæntur og eiginkona hans, Rita, er með barni. Endar með því að Alice og Tom stinga af. Þau fara til bæjarins Tucson og þar fær Alice vinnu á veitingahúsi. Dag nokkurn hittir hún ungan mann, David, og með þeim takast ástir. Samvistir þeirra verða sögulegar. Leikstjóri er Martin Scorsese. Aðal- hlutverk: Ellen Burstyn, Alfred Luter, Kris Kristofferson og Jodie Foster. -Sjó ■ Hársnyrtifólk sýnir hugmyndaflug sitt á Broadway á sunnudagskvóldið. ■ Kris Kristofferson og Alfred Lutter í hlutverkum sínum í myndinni „Alice á ekki heima hér lengur“ sem verður í sjónvarpinu annað kvöld. sjónvarp Mánudagur 22. nóvember 19.45 Fróttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veóur 20.25 Auglýalngar og dagskrá 20.40 Tomml og Jennl 20.45 Iþfóttlr. 21.15 Tilhugaltf Annar þáttur. Breskur gamanmyndallokkur. Þýðandi Guðhi Kolbeinsson. 22.00 Góðan dag, veröld. Fjölbreytt dagskrá Irá sjð Evrópuþjóðum, sem gerð var I tilefni af degi Samelnuðu þjóðanna, 24. oktðber 1982, og helguð er friði og afvopnun f heimínum. Sýnd eru atriði frá Svlþjóð, Noregl, Grikklandi, Frakklandi, Itallu, Júgóslavlu og Sviss, en inngangs- orö ftytur leikkonan Uv Ullman. Þýðandi Veturliði Guðnason. (Evrovision - Sesnska sjónvarpið) 23.05 Degskrártok mánudagur ■ Þórunn Elfa Magnúsdóttír les sógu sína „Hver ar frú Bergson“. útvarp Mánudagur 22. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn. Séra Áre- lius Níelsson flytur (a.v.d.v.) Gull i mund. 7.25 Leiktimi. 8.00 Fróttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ferða- ævintýri Þumals litla“ úr Grimms- ævintýrum. 9.20 Lelktimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmil 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.) 11.00 Létt tónllst 11.30 Lystauki 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurtregnir. Tilkynn- ingar. Mánudagssyrpa. 14.30 Á bókamarkaðlnum 15.00 Miðdegistónlelkar: Tónllst ettlr Bela Bartók. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Bamalelkrit: „Brjóstsykursnáman“ eftir Rune Petterson. (Áður utv. 1963) 17.00 Um íþróttamá! 17.40 Skékþáttur Umsjón: Jón Þ. Þór 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál 19.40 Um daginn og veginn Þóranna Gröndal talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús- son kynnir. 20.40 Frá tónleikum I Norræna húslnu 12. mars s.l. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtlllinn" ettir Kristmann Guðmundsson. 22.15 Veðurtregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Hver var frú Bergson" 23.00 Frá tónlelkum Sinfóníuhljómsvelt- ar fslands I Háskólabfól 18. þ.m. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 23. nóvember 19.00 Vetraríþróttir Frá heimsmeistara- móli kvenna í listhlaupi á skautum i Bröndbyhöllinni í Kaupmannahötn. 19.45 Auglýslngar 20.00 Fréttir og veður 20.20 Auglýsingar 20.30 Vantraust á ríkisstjórnina. Bein útsending frá umræðum i sameinuðu Alþingi um tillögu til þingsályktunar, sem allir þingmenn Alþýðuflokksins tlytja, um vantraust á rikisstjórnina. Hverþingllokk- ur hefur hálftíma tii umráða og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sama tima. Um- raeöum lýkur með atkvæðagreiðslu sem einnig verður sjónvarpað Irá. 23.30 Dagskrárlok ■ Dr. Þór Jakobsson fjallar um vísindi í þættinum Spútnik. útvarp Þriðjudagur 23. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull I mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegl mál 8.00Fréttir. 8.15 Veðurtregnir. Morgun- orð. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Komm- óðan hennar langömmu" ettir Birgit Bergkvist. 9.20 Leikfimi. Tiikynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Man ég það sem löngu leið" 11.00 Islenákir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Kirkjan - Fjársvelt og einangruð I rfkisapparatlnu 12.00 Dagskrá. Tónteikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Þriðjudagssyrpa. 14.30 Á bókamarkaðlnum 15.00 Miðdeglstónlelkar: 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnlr. 16.20 Lagið mltt 17.00 „SPÚTNIK". Sitthvað úr,heimi vls- Indanoa ' 17.20 Sjóndelldarhringurinn 18.05 Tónleikar. Tilkýnningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar ~~ 20.00 „Söngvakeppni BBC 1981 “ 21.05 Planókonsert í a-moll op. 17 eftir Ignaz Paderewski 21.45Útvarpssagan: „Norðan við strlð“ eftir Indriða G. Þorstélnsson Höfundur byrjar lesturinn. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns 22.35 „Oeining eða eining" 23.15 On/kjainn 23.45 Fréttir. Dagskrárlok., M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.