Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 14 íþróttirl enska knattspyrnan UVERPOOL VORU HEPPNIR I FYRRI HALFLEIK GEGN COUNTY ■ Þeir Dave Watson Stoke og Paul Mariner Ipswich eru í baráttu um knöttinn á þessari mynd. Mariner hefur betur og hið sama var uppi á teningnum á laugardaginn, en þá töpuðu Watson og félagar gegn Norwich, en Ipswich vann góðan sigur í Southampton. Unnu 2-1 og tryggðu sér f jögurra stiga forystu ri. deild Watford sigraði Brighton 4-1 og eru f 2. sæti ■ Ekki blés byrlega fyrir ensku meisturunum Liver- pool í Ieik þeirra gegn Notts County þegar flaut- að var til leikhlés. Þá var staðan 1-0 fyrir heimalið- inu, en leikið var í Notting- ham. Það var Trevor Christie sem skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu. Áhangendur Notts County vonuðu að leikmenn liðs- ins myndu gefa félaginu, sem er elsta knattspyrnu- félag Englands þá afmælis- gjöf að vinna Liverpool. Sú von þeirra brást og það geta leikmenn Liverpool fyrst og fremst þakkað Ken Dalglish. Á 7. mínútu síðari hálfleiks átti Dalglish skot að marki Notts County. Júgóslavinn í markinu Avramovic varði vel, en boltinn lenti hjá Craig Johnston, sem þakkaði fyrir sig og skoraði og jafnaði. Sigurmarkið skoraði Dalglish' svo sjálfur tveimur mínútum síðar. Hann fékk sendingu frá Graham Soun- ess og sendi knöttinn örugglega yfir markvörðinn og í netið. Grobbleaar, markvörður Liverpool varði tvisvar mjög vel í fyrri hálfleik frá John Chiedozie, sem er landsliðsmaður fyrir Nígeríu, en hann fékk tvö mjög góð marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Ekki er að vita hvernig leikurinn hefði endað, hefði honum tekist að notfæra sér þessi marktækifæri. Notts County fagnar um þessar mundir 120 ára afmæli félagsins og það var von þeirra að sigra Liverpool, og þannig að minnast áfanga í sögu félags- ins. Aston Villa á uppleið Aston Villa, sem byrjaði mjög illa í deildarkeppninni hefur verið heldur Rush og Blissett með jaf n mörg mörk ■ Þeir lan Rush og Luther Blisset hafa báðir skorað 11 mörk í 1. deildárkeppninni ensku í knatt- spyrnu. Þar af skoraði Rush sjö mörk í tveimur leikjum, en Blissett hefur skorað jafnt og þétt fyrir lið sitt. Annars eru nokkrir markahæstu leikmennirnir í 1. deild sem hér segir: Luther Blisset Watf. 11 mörk lan Rush Liverp. llmörk Brian Stein Luton 10 mörk John Deehan Norw. 9 mörk Bob Latchford Swansea 8 mörk betur á uppleið að undanförnu. Á laugardag fengu þeir ManchesterUnited í heimsókn til Birmingham á Villa Park og gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan sigur. Leikurinn þótti mjög vel leikinn og sóknarleikur var í heiðri hafður. Gary Shaw skoraði fyrir Aston Villa strax á 11. mínútu, en Frank Stapleton skoraði sitt þriðja mark í þessari viku er hann jafnaði með góðu skoti frá vítateig. Það . gerðist á 20. mínútu. Það var svo Peter Withe sem innsiglaði sigur Aston Villa og leikmenn Manchest- er United verða að taka sig saman í andlitinu, ætli þeir ekki að missa af lestinni í baráttunni í 1. deildinni. Hitt Manchesterliðið Manchester City fékk Birmingham í heimsókn. Þar var ekkert mark skorað, en það sögulegasta í leiknum var þáttur hunds, sem hljóp inná völlinn og af hans völdum tafðist leikurinn um tíma og ákvað dómarinn að láta leikmenn fara af leikvelli meðan seppi væri handsamaður. Ekki gekk það ýkja greiðlega, en tókst þó að lokum Góður sigur Ipswich. Leikmenn Ipswich fóru suður til Southampton og léku þar við heima- menn á The Dell. Ipswich sigraði með marki Hollendingsins Frank Thiessen. Mark hans var sérlega glæsilegt og átti Peter Shilton enga möguleika á að verja það. Notthingham Forest er í miklu stuði um þessar mundir. Á laugardag unnu þeir Sunderland á útivelli með einu marki gegn engu. Það var lan Wallace sem skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu, en hann ásamt markverðinum hollenska Hans van Breukelen sýndi mjög góðan leik Elton og félagar unnu stórt Liðið sem oftast er kennt við formann sinn Elton John, eða Watford vann stóran sigur á Brighton og komst fyrir bragðið í 3. sæti í 1. deild. Luther Blisset skoraði tvívegis, í bæði skiptin úr vítaspyrnum. Þá bætti John Barnes einu við og loks skoraði meiðsvæðisleikmað- urinn Les Taylor fjórða mark liðsins, áður en Gerry Ryan náði að koma Brighton á blað. Watford, sem kom upp úr 2. deild í vor hefur hlotið 27 stig eða fjórum færra en Liverpool og á hæla þeirra koma Notthingham Forest með 26 stig Það var víðar en í Brighton sem ekki tókst að skora. Á Goodison Park gerðu Everton og W.B.A. markalaust jafn- tefli, en það er frekar óvenjulegt að W.B.A. nái ekki að skora. Swansea fengu Arsenal í heimsókn á Vetch Field í Swansea. Þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Lundúnarliðinu, en það hefur reynst mörgum liðum örðugt að vinna Swansea á heimavelli. Swansea tóku forystuna með marki Bob Latc- hford á 59. mín., en Tony Woodcock jafnaði 17 mínútum fyrir leikslok. Lee Chapman kom síðan inná fyrir Wood- cock og honum tókst að fylgja eftir fordæmi landsliðsmannsins og skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leiks- lok. Hagstætt mark fyrir Chapman, sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Arsenal. Hörkubarátta Lundúna - liðanna Stórliðin í Lundúnum Tottenham og West Ham léku á White Hart Lane. Þar kom Steve Archibald Tottenham fyrst á blað í síðari hálfleiknum, en Van der Elst jafnaði fyrir West Ham. Það dugði þó skammt, því Archibald tókst að skora sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok, eftir að Phil Parkes hafði ■ Van der Elst skoraði eina mark West Ham gegn Tottenham, en það nægði þeim ekki til sigurs. mistekist að halda föstu skoti Gary Brooke. Góður sigur hjá Spurs. Stoke eru óútreiknanlegir. Þeir veita stórliðunum mjög harða keppni, en taka svo upp á að tapa fyrir botnliðum. Á laugardag fóru þeir til Norwich og töpuðu þar 4-2 fyrir heimamönnum. Norwich tókst að skora þrívegis á níu mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þar með út um leikinn. Fyrsta markið skoraði Sammy Mcllroy, en John Deeh- an skoraði tvívegis úr vítaspymum á 49. og 57. mín. Það var svo Mark Zarham sem skoraði með skalla á 55. mínútu, en Stoke skoraði síðasta mark leiksins, en þar var O’Callaghan á ferð. Coventry sigraði Luton 4-2. Góður sigur, en Steve Whitton og Garry Thompson tókst að skora eftir að staðan hafði verið 2-2. Mörk Luton skoruðu Brian Horton og Brian Stein. Drjúgur við að skora mörk Brian Stein, en hann á rætur að rekja til Suður-Afríku. Annars urðu úrslit leikja sem hér segir: Aston Villa - Man. Utd. 2-1 Coventry - Luton 4-2 Everton - W.B.A. 0-0 Man. City - Birmingham 0-0 Norwich - Stoke 4-2 Notts County - Liverpool 1-2 Southampton - Ipswich 0-1 Sunderland - Nott. For. 0-1 Swansea - Arsenal 1-2 Tottenham - West Ham 2-1 Watford - Brighton 4-1 Q.P.R. sem leikið hafa 16 leiki í 2. deild eru nú í 1. sæti deildarinnar, en Fulham og Sheffield Wed. eru með einu stigi minna og hafa leikið einum leik færra. Úlfarnir virðast vera alveg heillum horfnir um þessar mundir og töpuðu á heimavelli fyrir Fulham4-2. Úrslit leikja í 2. deild urðu annars sem hér segir: Blackburn - Bolton 1-1 Cambridge - Q.P.R. 1-4 Carlisle - Newcastle 2-0 Charlton - Rotherham 1-5 Chelsea - Shrewsbury 1-2 Derby - Oldham 2-2 Grimsby - Barnsley 1-2 Leeds - Middlesbro 0-0 Leicester - Crystal Palace 0-1 Sheff. Wed. - Burnley 1-1 Wolves - Fulham 2-4 Rotherham undir stjórn Emilyn Hug- hes vinnur stóran sigur á Allan Simonsen og félögum í Charlton og ekki vegnar liðinu hans alltof vel sem stendur. Stadan l.deild: Liverpool 15 9 4 35 13 31 Watford 15 8 3 4 30 15 27 Nottingham Forest 15 8 2 5 25 21 26 West Ham 15 8 1 6 29 23 25 Man Utd. 15 7 4 4 20 14 25 Aston Villa 15 8 1 6 23 18 25 Man City 15 7 3 5 19 18 24 Tottenham 15 7 2 6 27 20 23 West Bromwich 15 7 2 6 24 23 23 Stoke 15 6 3 6 30 25 21 Coventry 15 6 3 6 17 21 21 Ipswiich 15 5 5 5 24 16 20 Arsenal 15 5 5 5 16 16 20 Everton 15 5 4 6 25 24 19 Swansea 15 5 3 7 22 25 18 Notts County 15 5 3 7 18 26 18 Brighton 15 5 3 7 15 32 18 Luton 15 3 7 5 30 32 16 Southampton 15 4 3 8 14 26 15 Norwich 15 3 5 7 19 26 14 Sunderland 15 3 5 7 18 29 14 Birmingham 15 2 7 6 9 24 13 2.deild: Q.P.R. 15 9 4 3 25 13 31 Fulham 15 9 3 3 36 21 30 Sheffiled Wedday 15 9 3 3 30 17 30 Woleverhampton 15 8 3 4 23 15 .27 Leeds 15 6 7 2 20 14 25 Oldham 15 ( j ( 1 26 20 24 Grimsby 15 1 2 6 22 23 23 Shrewsbury 15 1 2 6 20 21 23 Bamsley 15 5 6 4 20 18 21 Crystal Palace 15 f ; 56 4 16 14 21 Carlisle 15 6 3 6 31 31 21 Leicester 15 6 2 7 26 17 20 Newcastle 15 5 4 6 23 24 19 Rotherhan 15 4 7 4 21 23 19 Chelsea 15 4 6 5 13 17 18 Blackburn 15 5 3 7 22 28 18 Middlesbrough 15 4 6 5 13 27 18 Charlton 15 5 2 8 22 33 17 Burnley 15 4 2 9 21 28 14 Cambridge 16 3 4 9 19 28 13 Bolton 15 2 4 9 11 24 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.