Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Tónleikar uni helgina: íþróttir helgarinnar: Vikingur — Dukla Prag ■ Aðalíþróttaviðburður helgarinnarer án efa seinni leikur Víkings og Dukla Prag í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Fyrri leikurinn var háður á mánudag í Prag og tapaði Víkingur þá með 8 marka mun. Viggó Sigurðsson leikur nú í ár að nýju með Víkingum eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Hann hafði þetta um leikinn á sunnudags- kvöldið að segja: „Dukla Prag er alls ekki eins sterkt lið og við hefði mðatt búast. Forlögin voru okkur andstæð í Prag - við vorum aðeins tíu og því var slæmt að missa Þorberg Aðalsteinsson meiddan. Pá voru dómar- arnir dæmigerðir heimadómarar - Tékk- arnir fengu að brjóta á hrottalegan hátt af sér, svo sem sjá má á Þorbergi og einnig slæmt brot á Guðmundi Guð- mundssyni. í Laugardalshöll verður annað upp á teningnum. Ef áhorfendur styðja vel við Viggó Sigurðsson. Leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudagskvöld. sh. ■ Viggó Sigurðsson á fullri ferð. bakið á okkur þýðir það fjögur mörk og ég tel að Víkingur hafi styrkleika til að vinna hin fjögur mörkin upp,“ sagði JOLATONLEIKAR ■ Níunda starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst með jólatónleikum í kirkju óháða safnaðarsins við Háteigs- veg klukkan 17. sunnudaginn 12. des- ember. Á dagskrá tónleikanna eru verk eftir T. Albinoni, G.F. Handel, E Couperin og G. Torelli. Einleikarar með Kammersveitinni verða Hörður Áskelsson á orgel og Gunnar Kvaran á celló. Enn á ný leitar því Kammersveitin víða fanga í verkefnavali og nú eins og áður en allt starf hljómlistarmanna á hennar vegum unnið af áhuga á að takast á við ný og vandasöm verkefni.“ Á fyrstu tónleikunum sem fram fara á sunnudaginn leikur þrettán manna strengjasveit ásamt einleikurunum hefð- bundna jólatónlist; barokktónlist frá síðari hluta 17. aldar. Styrktarfélagar Kammersveitarinnar fá afhent áskriftarkort við innganginn gegn framvísun gíróseðils, þar er einnig unnt að kaupa áskriftarkort eða miða á jólatónleikana. Kór Kennaraháskóla íslands heldur tónleika í Norræna Húsinu Laugardaginn 11. des. kl.14.oo og kl. 17.00. Á efnisskránni verður norræn tónlist, þar má nefna tónlist eftir Leif Thuresson, Vagn Holmboe og Lars Edlund. Af íslenskri tónlist má nefna verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og frumfluttur verður laga- flokkurinn „Fríarí og Bríarum" eftir Gunnar Reynir Sveinsson við vísur Æra Tobba. Eins og fyrr segir verða tvennir tónleikar hjá kómum, þeir fyrri kl. 14.oo og þeir síðari kl. 17.oo laugardag- inn 11. des. Stjórnandi kórsins er Herdís H. Oddsdóttir. Sýningar ■ Á sunnudagskvöldið lýkur sýningu Guð- mundar Pálssonar í Ásmundarsal við Freyju- götu. Sýnd eru tuttugu málverk unnin í acryl á striga. Öll eru þau tilbrigði við sama stef, spurningu sýningarinnar: Hver ert þú frjálsa lína? Þetta er önnur einkasýning Guðmundar, sú fyrri var haldin í Ásmundarsal í desemb- ermánuði 1981. Hefur einnig sýnt á samsýn- ingu F í M á því sama ári. Sýningin er opin frá 14-22. Gallerí Djúpið Hafnarstræti 15, er í desembermánuði á vegum félaga í Upp og Ofan. Á veggjum eru myndverk eftir félaga til sölu og sýnis. Þá hafa félagar og gestir þeirra staðið fyrir samkomum - misformlegum þó - og verður framhald á slíkum samkomum - og verða þær væntanlega tíðari - út mánuðinn. Föstudagskvöldið 10. desember munu nokkur af Ijóðskáldum yngri kynslóðanna lesa upp ljóð sín. Þetta eru Ijóðskáldin : Bjami Bemharður Martin Götuskeggi Þorri Jóhannsson Bragi Bergsteinsson og Guðrún Edda Káradóttir Samkoman hefst klukkan 21., en annars er Djúpið öllum opið frá kl. 11 til 23.30. Aðgangseyrir er ókeypis Laugardagskvöldið 11. desember verður einnig samkoma í Djúpinu, að þessu sinni til heiðurs Guðlaugi Óttarssyni, afmælisbarni. Samkoman hefst kl. 21, og er aðgangseyris ekki krafist við innganginn. Allir em vel- komnir, félagar sem aðrir. Kaupmannahafnar? Byrjið Kaupmannahafnardvölina vel — borðið í , rvdupmaiuiaiiai uai u vui nid vel — borðið í 171 öntaa lijrtn Wx * :/jjj 4. Jernbanegade, DK 1608, - > Copenhagen V, sími 01 — 110295. $ V % Muniö Vinkjallarann músik og dans. FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA LAUGARDAGA. KIDDI VILHELMS SPII.AR OG SYNGUR. l ^ íá Aí.l Borðapantanir t' sima 01 110295 liczlu kvcdjur Htiltlur llcii)tlul. Muryjcl Kjtirltinulótlir Æ -.. j* 'rme ° *7 iy. roA RAKARASTOFAN BISTY s/f Smiðjuvegi 9. Kóp. Húti Axels Eyjólfstonar Tímapantanir í síma 43929 útvarp Fimmtudagur 16. desember 7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. Gull I mund. 7.25 leikfimi. 7.55 Daglegt mál a00 Fréttir. 8.15 Veöurlregnir. Morgun- orð. Þórður B. Sigurðsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Komm- óðan hennar langömmu" eftir Birgit Bergkvist 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. • 10.45 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús Geirdai. 11.00 Við Polllnn Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK) 11.40 Félagsmál og vinna. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa. - Asta R. Jóhannesdóttir. 14.30 Á bókamarkaðinum 15.00 Miðdegistónleikar: 15.20 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir. Tilkynningar fimmtudagur ■ Sigriður Ella Magnúsdóttir syng- ur einsöng í útvarpssal. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Jóiasaga eftir Seimu Lagerlöt i þýðingu Frey- steins Gunnarssonar. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. 16.40 Tónhornið: 1(7.00 Bræðingur. 17.40 Snerting. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskré kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar 20.00 Fimmtudagsstúdíólð - Útvarp unga fóiksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason (RUVAK).! 20.30 Einsöngur í útvarpssal: Sigriður Ella Magnúsdóttir syngur. 21.00 Maðurinn í næsta húsf Þáttur í umsjá Guðrúnar Heigu Sederholm 21.45 Almennt spjall um þjóðfræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson sérumþáttinn. 22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Samleikur i útvarpssal. 23.00 „Fæddur, sk(rður...“ Umsjón: Be- nóný Ægisson og Magnea Matth í asdóttir 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.