Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 4
4 9R WBSs&i i'jj i j.i' FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 5 helgarpakkinn helgarpakkinn Þættir úr félagsheimili: Að loknu atómstríði Dans- og söngva- myndin „Með allt á hreinu”1 frumsýnd á ÞETTA ER ÖRLAGARÓMANS TVEGGJA EINSTAKUNGA’’ ■ Dans- og söngvamyndin „Með allt á hreinu “ verður frumsýnd í Háskólabíói á morgun, laugardag, en þessi mynd hefur verið ein þrjú ár í vinnslu og tekið ýmsum stökk- breytingum á þeim tíma. I endanlegri útgáfu er þetta „ör- lagarómans tveggja einstak- linga“ eins og einhver orðaði það á blaðamannafundi sem aðstandendur myndarinnar boð- uðu til en það eru Stuðmenn og Grýlurnar, eða Gærurnar eins og þær heita í myndinni. Þessir tveir einstaklingar eru þau Krist- inn Styrkársson Proppé eða Stinni stuð leikinn af Agli Olafs- syni og Harpa Sjöfn Hermundar- dóttir leikin af Ragnhildi Gísla- dóttur. Þau eru í sitthvorri hljómsveitinni og hafa báðar sveitirnar bókað saman ýmsa tónleika víðsvegar um landið. Er örlaga rómansinn fer síðan í vaskinn geta þessar sveitir ekki hugsað sér að leika saman og því er ákveðið að sú sveit sem komi fyrst á hvern stað fái tónleikana. Inn í þennan söguþráð er síðan blandað hinu og þessu og ekki er að efa að endanleg útkoma er hinn ágætasti kok- teill, enda var sagt á ofangreindum fundi að „myndin er á vissan hátt pólitísk enda Stuðmenn allir á vissan hátt framsóknar- menn“ hvort sem þú trúir því eða ekki. Sem dæmi má nefna að inn í söguþráðinn blandast Dúddi rótari, kall- aður „fjöregg Stuðmanna" en hann er leikinn af Eggert Þorleifssyni, upphaf- lega aðeins smáhlutverk en óx í með- förum og ekki má gleyma Sigurjóni digra, illvígum umsjónarmanni félags- heimilis eins, leiknum af Flosa Ólafssyni og að lokum skal geta þess að Konni kemur fram í myndinni, í fyrsta sinn án hins ómissandi félaga síns Baldurs. Leikstjóri myndarinnar er Ágúst Guðmundsson og er þetta þriðja kvik- mynd hans í fullri lengd. Kvikmyndtöku önnuðust þeir Dave Bridges og Ari Kristinsson. Hljóð önnuðust þeir Gunnar Smári og Júlíus Agnarsson og leikarar eru Stuð- menn og Grýlurnar sem óþarfi ætti að vera að kynna. Hlutverkin eru hinsvegar auk Stinna stuð, Hörpu og Dúdda, að hálfu Stuðmanna Lars Himmelbjerg rythmakóngur leikinn af Valgeiri, Skafti Sævarsson leikinn af Þórði, Hafþór Ægisson leikinn af Ásgeiri, Baldur Roy Pálmason leikinn af Tómasi og að ógleymdum Frímann Flyering,leikinn af Jakobi. Gærurnar eru auk Hörpu þær, Gefjun Iðunn leikin af Herdísi, Dýrleif leikin af Ingu og Guðfinna leikin af Lindu. -FRI ■ Sigurður í hlutverki sínu. ■ Þættir úr félagsheimili eru á dagskrá sjónvarpsins á laugardagskvöldið og nefnist þátturinn að þessu sinni Leitin að hjólinu. Stórkvikmyndafyrirtækið Mammouth Film í Hollywood hyggst kvikmynda stórmyndina The Wheel Hunter á íslandi en myndin á að gerast eftir atómsyrjöld sem lagt hefur heiminn í rúst. Eftirlifendureru aðreyna aðfinna upp hjólið á ný. Island verður fyrir valinu sem töku- staður því samkvæmt hugmyndum hand- ritshöfundar Iíta íslensk öræfi nákvæm- lega út eins og heimurinn að lokinni atómstyrjöld. Höfundur þessa þáttar er Þorsteinn Marelsson. Kvikmyndagerðar maðurinn Skúli Þór Hannesson, leikinn af Sigurði Sigurjóns- syni hefur tekið að sér að sjá um undirbúning fyrir kvikmyndafyrirtækið hér heima og velur hann félagsheimilið sem stjórnstöð sína. Allir í krumma- skuðinu eiga því von á helling af furðufólki og skepnum í heimsókn. Með aðalhlutverk fara, auk Sigurðar, Þau Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Ása Svavarsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson. ■ Tvær af Gærunum á fullu morgun: ■ Hljómsveitin lendir í vandræðum með félagsheimilisstjórann Sigurjón digra. ■ Lögreglan hefur þarna náð tökum á hljómsveitinni. ■ Hrafn leikstjóri leiðbeinir fyrir töku. sjónvarp Mánudagur 20. desember 19.45 Fréttaágrlp á táknmáll og auglýs- Ingar 20.00 Fréttir og veftur 20.25 Auglýslngar og dagskrá 20.40 Tommi og Jennl 20.50 fþróttir Umsjónarmaðúr Bjarní Felix- son. 21.35 Tílhugalíf Sjötti þáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur. Þýöandi Guöni Kol- beinsson. 22.10 Skólastýran (The Schoolmístress) Breskur gamanleikur eftir Arthur Wing Pinero. Leikstjóri Douglas Argent. Aðal- hlutverk: Eleanor Bron, Jane Carr, Char- les Gray, Nigel Hawthorne og Daniel. Abineri. Leikurinn gerist i kvennaskóla á jólum áriö 1886. Skólastýran tekur aö sér hlutverk í söngleik á laun til aö vinna sér inn aukaskilding og skilur skólann eftlr í umsjá eíginmanns síns, sem er ættstór en fremur léttúöugur og heldur sig ríkmannlega. Hann notar þetta tækifaeri til aö bjóða vinum sínum til jólaveisiu sem lengi verður í minnum höfö. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok ■ Þorsteinn frá Hamri les „Jólin á Gili 1917“ útvarp Mánudagur 20. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Sigurður Sigurösson á Selfossi flytur (a.v.d.v). Gull í mund. Stefán Jón Hafstein - Sigríður Árnadóttir - Hildur Eiriksdóttir. 7.25 Leikfimi, Umsjón: Jón- ína Benediktsdóttir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orö: Hulda Jensdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 9.20Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaóarmál. Umsjónatmaður- 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.). 11.00 Létt tónlist. 11.30 Lystauki. Þáttur um lífið og tilveruna I umsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Mánudagssyrpa —Ólafur Þórðar- son. 14.30 Á bókamarkaðlnum. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.20 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnalelkrit: „Elsku Níels" eftir Ebbu Haslund (áöur á dagskrá 5.6 '60) 16.40 Barnaiög sungin og lelkln. 17.00 „Jólin á Gili 1917“ eftir Tryggva Emilsson. Þorsteinn frá Hamri les. 17.20 Skákþáttur. Umsjón: Jón Þ. Þór. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veglnn. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar. 20.00Lög unga fólksins. 20.40 Tónlist eftir Franz Schubert. 21.45 Útvarpssagan: „Norðan við stríð“ eftir Indriða G. Þorsteinsson. Höfundur iýkur lestrinum (10). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þýddar bækur. Umsjá: Sigmar B. Hauksson. 23.15 Tónlist eftir Igor Stravinsky. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. mánudagur sjórtvarp Þriðjudagur 21. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs- ingar 20.00 Fréttlr og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Jólatréssögur Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. Þýöandl Jón Gunn- arsson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 20.50 Andlegí líf f Austurhelml (Spirit of Asía) Nýrflokkur 1. Indónesia. Skugga- veröld. Breskur heimildamnyndaflokkur í átta þáttum um lönd og þjóðir i Suður- og Suðaustur-Asíu. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 22.00 Því spurði enginn Evans? (Why Didn't They Ask Evans?) Nýr flokkur. Bresk sakamálamynd I fjórum þáttum gerð eftir sögu Agatha Christie. Leikstjór- ar: Tony Wharmby og John Davis. Með helstu hlutverkfara: Francesca Annís.'sir John Gielgud, Eric Porter, James Warwick, Madeline Smith og Leigh Lawson. Spurning af vórum deyjandi manns beinir aðalsöguhetjunum, Bobby og Frances, á slóð siurigins og kaldrifjaðs morðingja. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.55 Þingsjá. Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson. 23.50 Dagskrárlok. ■ Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama útvarp Þriðjudagur 21. desember 7.00 Veðurfreghitv^réttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfími. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Bjarni Karlsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.00 íslensklr einsöngvarar og kórar syngja. 11.30 Þjónustuhlutverk Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Þáttur önundar Bjöms- sonar. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Þriðjudagssyrpa-Páll Þorsteins- son og Þorgeir Ástvaldhson. 14.30 Á bókamarkaðinum. 15.00 Síðdegistónlelkar. • 15.20 Tilkynnmgar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 17.00 „Spútnik'1. Sitthvað úr heiml vfs- Indanna. Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn. Umsjón-' armaður: Ólafur Torfason (RÚVAK). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfrengir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Gömul tónlist f nýjum búníngl. 21.45 Útvarpssagan: „Söngurinn um sorgarkrána" eftir Carson McCullers. Eyvindur Erlendsson byrjar lestur þýð- ingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Óeining eða eining. Þáttur I umsjá Hreins S. Hákonarsonár. 23.15 Oni kjölinn. Umsjónarmenn: Krist- ján Jóhann Jónsson og Þorvaldur Krist- insson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.