Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 7 jóladagskrá útvarps og sjónvarps ■ L’nnii) við upptökur á Stundarfriði en það leikrit er á jóladagskrá sjónvarpsins. Alfreð Alfreðsson skrifar um jóladagskrána: FÚLASTA DAGSKRÁIN ■ Sjónvarp um jólin? Á mann nú að fara að glápa á kassann hennar mömmu gömlu um jólin? Til hvurs er ég hér? Ég hef ekkert að segja um þetta - ha? Er ég hinn almenni borgari? Sko, Frikki minn, við skulum hafa eitt á hreinu. Ég er Alfreð Alfreðsson; er það klárt? Ókei, þá getur mann sossum sagt álit sitt.Hvar á ég að byrja? Á aðfangadegi? Klukkan 14.35 er ég að hugsa um að horfa á Köttinn Bran, það er að segja ef ég verð búinn að meika allt fyrir jólin, þú veist, Þó ég sé sagður rebbalegur, þá hef ég gaman af kisum. En mann skal sko aldrei láta sig hafa það að horfa á þennan bangsa, þennan Pappington, og hver er eilea þessi Skafti krybba? Og svo mann haldi nú áfram, þá finnst mér nú að það eigi ekki að vera enska knattspyrnan á jólunum. Ég veit að Uxi og Rammi- slagur verða límdir fyrir framan tækið, en ég attla sko ekki að horfa á fótbolta á jólunum. Einhvern veginn efast ég um að ég horfi mikið á það sem verður um kvöldið. Hurðu, má ég ekki sleppa núna? Jóladagur? Þjóðlög frá þrettán löndum? Er það ekki eitthvað dö? En auda horfir mann á Stundina okkar ef mann hefur ekkert betra að gera. Sko, ég er alltaf veikur fyrir jólasveinum ■ „Litla stúlkan með eldspýturnar" verður sýnt í jóladagskránni. síðan pabbi iék Stekkjastaur fyrir okkur Lolla bróður í gamla daga. Það var rétt áður en hann fór á þorrablótið. So er ég að huxa um að horfa á hléið. hahaha. Var þessi ekki dúndur hjá mér? Ha, Frikki? Má ég senda ein skilaboð niðrá sjónvarp? Ókei, sko; mann er búinn að fá hundleið á Litiu stúlkunni með eldspýturnar. Ég hef engan áhuga á landsbyggðinni og ég hef engan áhuga heldur á Svanavatninu. Svanavatninu, maður. Ekki attla ég að horfa á sjónvarpið á jóladag, það er eitt sem víst er. Fúlasta dagskrá sem ég hef séð. Nú er ég... Annar í jólum? Nei, hurðu mig. Arfur attlar að halda partí í lauískálanum. Nei, sko: Gríman fellur. Kannski mann horfi á það. Veistu, ég hef svoddan áhuga á þessum Heinrich Schliemann. Mann er nú ekki ómenntaður, þó manni hafi ekki gengið sem best í Austurbæjar- skólanum, það var bara út af því að... Orræt. Ég attla ekki að horfa á Jólatréssögur frá Tékkóslóvakíu og ég huxa að enginn annar geri það. Og hvað kemur það okkur við þó einhver finnsk mamma kaupi spegla á línuna? Stundarfriður, var það ekki í leikhúsinu? Jú, ég vissi það. Kannski mann láti sig hafa það að horfa á það, ef mann hefur ekkert betra að gera. En Jólasöngvar í Betlehem, það er eins og mann kannist eitthvað við það.' Veistu eitt, Frikki? Ég er á því þetta sé fúlasta dagskrá sem sjónvarpið hefur boðið uppá um jólin. Það er á hreinu. Alfreð Alfreðs- son skrifar útvarp Fimmtudagur 23. desember Þorláksmessa 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátturÁrna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Þörður B. Sigurðsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kommóðan hennar langömmu" eftir Birgit Bergkvist. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 10.45 Árdegis i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 11.00 Við Pollinn. Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlista (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna. Umsjón: Skúli Thoroddsen. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannesdóttir. 15.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur, óstaðsetiar kveðjur og kveðjur til fólks, sem ekki býr í sama umdæmi. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Jólakveðjur - framhald. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningár. Tónleikar. 19.50 „Helg eru jól“ Sinfóníuhljómsveit islands leikur jólalög i útsetningu Árna Björnssonar; Páll P. Pálsson stj. 20.00 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks í sýslum og kaupstöðum landsins. Flutt verða jólalög milli lestra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Jólakveðjur - framhald. Tónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) Ingibjörg Magnúsdóttir talar. 8.30 Folustugr. dagbl. (útdr). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kommóðan hennar langömmu" eftir Birgit Bergkvist. Helga Harðardóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (24). 9.25 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Kveðjur til sjómanna á hafi úti. Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Sig- urðardóttir lesa. 14.30 „Jólabarn“, smásaga eftir Ingi- björgu Þorbergs. Höfundur les. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Nú líður senn að jólum. Umsjón- armaður: Gunnvör Braga. Aðstoð: Ágústa Ólalsdóttir. Nokkur börn bíða jólanna í útvarpssal. Gestir þeirra eru: Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jenna Jensdóttir rithöfundur, Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar og Skólakór Kársnes- og Þinghólsskóla sem syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur; Mar- teinn H. Friðriksson leikur á pianó. 17.00 Hlé. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni. Séra Hjalti Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þóri Stephensen. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í útvarpssal. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 20.00 Jólavaka. Umsjón: Dr. Gylfi Þ. Gislason. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Jólaþátturinn úr „Messiasi", óra- toríu eftir Georg Friedrich Hándel. Joan Sutherland, Grace Bumbry, Kenn- eth McKellar og David Ward syngja með Sinfóníuhljómsveit og kór Lundúna; Sir Adrian Boult stj. 23.30 Miðnæturmessa í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurbjörn Einarsson fyrrv. biskup prédikar. Organleikari: Hörður Áskels- son. Barnakór syngur. Stjórnandi: Þor- gerður Ingólfsdóttir. Mótettukór syngur: Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Séra Karl Sigurbjörnsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson þjóna fyrir altari. Dagskrárlok um 00.30. Laugardagur 25. desember Jóladagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur sálmalög. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta i Langholts- kirkju. Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari: Jón Stefáns- son. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12120 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónleik- ar. 13.00 „Petite messe solenelle" (Lítil há- tiðarmessa) eftir Gioacchino Rossini. Hljóðritun frá tónleikum Passiukórsins i Akureyrarkirkju 5. þ.m. Stjórnandi: Roar Kvam. 14.30 Leikrit: „Söngur msturgalans" eftir Shelagh Delaney. Þýðandi: Mar- grét Jónsdóttir. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Anna Guðmundsdóttir, Briet Héðinsdóttir og Hákon Waage. 15.25 Jól í Austurríki. Johan Speight syngur jólasálma við gitarundirleik Simonar H. ívarssonar. 15.40 „Jól“ - Þáttur úr bókinni „Úr minningablöðum" eftir Huldu. Gunnar Stefánsson les. 16.05 Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Við jólatréð - Barnatimi í útvarps- sal. Stjónandi: Gunnvör Braga. Kynnir: Helga Thorberg. Séra Agnes M. Sigurð- ardóttir talar við börnin. Jón Júliusson les söguna „Jólalandið" eftir Magneu Matt- híasdóttir, Magnús Pétursson stjórnar hljómsveit og kór Melaskólans i Reykjavík. Von er á jólasveininum Skyr- gámi og fleirum úr fjölskyldu Grýlu og sungin veröa barna- og göngulög við jólatréð. 17.45 Frá tónleikum Kammersveitar Reykjavikur í kirkju Óháða safnaðar- ins 12. þ.m. Einleikarar: Hörður Áskelsson og Gunnar Kvaran. 18.45 Veðunregnir. Ðagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 20.25 Kvöldtónleikar. a Brandenborgar- konsert nr. 1 í F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Jean- Francois Paillards leikur. b Fiðlusónata í A-dúr eftir Franz Schubert. Christian Altenberger og James Levine leika. 21.15 Dagskrá um skáldið og baráttu- manninn Björnstjerne Björnsson. Umsjón: Ulfar Bragason. Lesari með umsjónarmanni: Vigdis Grímsdóttir. 22.20 „Gamli Björn á Skák", smásaga eftir Áslaugu S. Jensdóttur á Núpi. Ásta Valdimarsdóttir les. 22.35 Karlakórinn Fóstbræður syngur jólasálma. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar. 00.50 Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 24. desember aðfangadagur 13.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs- ingar. 14.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning. 14.20 Jólatréssögur Barnamyndir frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnars- son. Sögumaður Sigrún Edda Björns- dóttir. 14.35 Kötturinn Brandur Bandarísk teiknimynd um kettling sem stelst að heiman. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 15.00 Paddington fer í bió Barnamynd um ævintýri bangsans Paddingtons. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Mar- grét Helga Jóhannsdóttir. 15.20 Jól krybbunnar Bandarisk teikni- mynd um Skafta krybbu og félaga hans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 15.45 íþróttir Enska knattspyrnan. Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 16.10 Hlé. 22.00 Aftansöngur jóla i sjónvarpssal Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirs- son, predikar og þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju og Barnakór Tónlistar- skólans á Akranesi syngja. Haukur Guðlaugsson leikur á orgelið. Upptöku stjórnar Maríanna Friðjónsdóttir. 23.00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Sinfóníuhljómsveit l’slands leikur í Háskólabíói. Stjórnandi Jean Pierre Jacquillat. Verkin eru þessi: Sin- fónía nr. 3 I D-dúr op. 18 nr. 4 eftir J. Ch. Bach. Toccata eftir G. Frescobaldi. Kóral úr kantötu nr. 147; Slá þú hjartans hörpustrengi, eflir J. S. Upptöku stjórnaði Valdimar Leifsson. 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 25*desember jóladagur 16.30 Þjóðlög frá þrettán löndum Þjóðlög, söngvar og þjóðdansar frá ýmsum löndum um víða veröld. Þýðandi Veturtiði Guðnason. (Evróvision - Þýska sjón- varpið) 18.00 Jólastundin okkar Nokkrir nemend- ur i Bjarkarási flytja jólaguðspjallið. Ása fer að leita að jólasveininum, því að karlanginn hefur villst, og lenda þau í ýmsum ævintýrum. Kannski rekast þau á álfa og tröll, a.m.k. eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn á kreiki. Kór Kársnes- skóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og svo verður gengið kring- um jólatréð. Umsjónarmenn Ása Helga Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Upptöku stjórnaði Viðar Víkingsson. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning 20.15 Litla stúlkan með eldspýturnar Söngleikur sem Magnús Pétursson samdi eftir hinu fræga ævintýri H. C. Andersens. Leikstjóri er Kolbrún Hall- dórsdóttir en leikarar eru 10 til 12 ára börn úr Fellaskóla. Aðalhlutverk: Rósa Jósefsdóttir (litla stúlkan), Óla Björk Eggertsdóttir (amma), Halldór Snorrason (pabbi), Berglind Waage (mamma), Matt- hías Arngrimsson (götustrákur). Undir- leik og kórstjórn annast Snorri Bjamason. Leikmynd er eftir Baldvin Björnsson og má i henni sjá eftirlíkingu af húsi H. C. Andersen i Óðinsvéum. Upptöku stjórn- aði Viðar Vikingsson. 20.40 Landið okkar Ljósmyndallokk þenn- an hefur Björn Rúriksson gert fyrir Sjónvarpið, og eru Ijósmyndirnar I þátt- unum valdar úr safni landslagsmynda hans. „Landið okkar" verður á dagskrá á þriggja vikna fresti fram að páskum. Hver þáttur fjallar um afmarkað lands- svæði og myndar samstæða heild. Markmiðið er að þetta sjónvarpsefni stuðli að aukinni þekkingu og áhuga fólks á landi sinu. Myndirnar í þessum fyrsta þætti eru frá Öskjusvæðinu og úr Ódáðahrauni. Upptökg annast Marianna Friðjónsdóttir. 21.00 Svanavatnið Ballett eftir Pjotr Tsjæk- ovski. Sýning í Covent Garden óperunni i Lundúnum í júli 1980. Helstu dansarar eru rússneska ballettstjarnan Natalia Makarova og breski dansarinn Anthony Dowell ásamt Konunglega breska ballett- inum. Tsjækovski samdi Svanavatnið fyr- ir Bolshojleikhúsið í Moskvu, þar sem það var frumflutt 1895. A þeim árum, sem siðan eru liðin, hefur þessi saga um kóngsdóttur I svanaham og prinsinn semd uppgötvar hin illu álög, öðlast meiri hylli en nokkur annar ballett. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 23.20 Dagskrárlok Sunnudagur 26. desember annar jóladagur 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjálmar Jónsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni Stórir strákar Bandariskur framhaldsflokkur um land- nemaljölskyldu. Þýðandi Óskar Ingim- arsson. 16.55 Gríman fellur Bresk heimildarmynd.. í meira en öld hefur þýski kaupmaðurinn Heinrich Schliemann notið viðurkenning- ar sem „faðir fornleifafræðinnar. I þessari mynd er lýst rannsóknum banda- rískra færðimanna, sem véfengja sögu Schliemanns og varpa rýrð á fornleifa- rannsóknir hans i Trójuborg. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 17.45 Hlé 18.00 Jólatréssögur Barnamynd frá Tékkó slóvakiu. Þýðandi Jón Gunnarsson Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.05 Átta speglar Finnsk sjónvarpsmynd um átta.manna fjölskyldu, sem býr á eyju og viðbrögð hennar þegar mamma kaupir spegla handa öllum hópnum. Þýðandi Borgþór Kærnested. (Nordvis- ion - Finnska sjónvarpið) 18.45 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20,00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Stundarfriður Leikrit eftir Guðmund Steinsson. Hér er um að ræða leikgerð Þjóðleikhússins sem frumsýnd var árið 1979 og öðlaðist meiri vinsældir en áður voru dæmi til um nýtt íslenskt leikrit þar. Leikritið gerist á heimili reykviskrar nútímafjölskyldu þar sem tímaskortur og tæknivæðing koma í veg fyrir allt eðlilegt fjölskyldulíf og heimilið líkist helst um- ferðarmiðstöð þangað sem fjölskyldan kemur til að skipta um föt, borða og góna á sjónvarp. Upptaka var gerö í sjón- varpssal í sumar. Leikendur eru: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Sigurður Sig- urjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Rand- ver Þorláksson og Sigurður Skúlason. Myndataka: Ómar Magnússon. Hljóð: Baldur Már Arngrimsson. Lýsing Ingvi Hjörleifsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir.* Leik- stjóri: Stelár. Baldursson. Stjórn upptöku: Kristín Pálsdóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Tónlist og leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Stjórn upptöku: Kristin Pálsdóttir. 22.25 Jólasöngvar f Betlehem Blandaðir kórar frá ýmsum löndum flytja jólalög frá heimalöndum sinum fyrir framan fæðing- arkirkjuna i Betlehem og enda á „Heims- um ból“. Jafnframt er brugðið upp svip- myndum frá helgiathöfnum ýmissa krist- inna kirkjudeilda. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.