Tíminn - 11.01.1983, Page 4

Tíminn - 11.01.1983, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 14 fþróttir enska knattspyrnan DERBY SKELLTI FOREST Ovæntustu úrslit ensku bikarkeppninnar um helgina ■ Annarrar deildar botnliðið Derby Countv lagði eitt af toppliðum fyrstu deiidar Nottingham Forest að velli á laugardag. Það var gamli jaxlinn ARC- HIE GEMMILL fyrrum landsliðsmað- ur Skota, sem lagði grunninn að því að sökkva sínum gömlu félögum í Notting- ham með frábærri aukaspyrnu. Auka- spyrna þessi var á 62. mínútu, og ANDY HILL gulltryggði sigurinn með góðu marki á 90. mínútu. Leikur þessi var eins konar samkeppni þeirra Brians Clough og Peters Taylor framkvæmdastjóra liðanna, en þeir eru gamlir félagar. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir Clough og Taylor mætast með lið sín, síðan leiðir skildu í fyrra, eftir mörg góð og árangursrík ár í samvinnu. Það var Taylor sem vann að þessu sinni. Þessi úrslit voru ein þrjátíu og tveggja á laugardag í þriðju umferð e’.nsku bikar- keppninnar, hverrar flest úrslit á laugar- dag komu ekki á óvart, þó síst þau sem hér hafa verið nefnd. Utandeildar liðið Bishop Stockford náði einna óvæntustu úrslitunum á laugardag, þegar þeim tókst að jafna 2-0 forskot Middlesborough í Middlesbor- ough Steven Bell skoraði tvisvar fyrir Middlesborough. Malcolm Allison og drengirnir hans frá Middlesborough verða því a ð fara til Stockford í kvöld. Ncwport sem er í þriðju deild náði að halda jöfnu gegn Everton á Somerton Park, og annað þriðju deildarlið, Sheff- ield United hélt markalausu jafntefli gegn Stoke. Það urðu allir rasandi þegar Simon Garner skoraði fyrsta mark Blackburn í Blackburn gegn Liverpool, en David Hodgson jafnaði fyrir Liverpool, og markamaskínan lan Rush skoraði sigur- mark Liverpool. Gott mark Mike Ha/.ard færði bikar- meisturum Tottenham sigur gegn Sout- hampton á White Heart Lane. Mark- vörður Southampton, Peter Shilton lék stórkostlega í markinu, en Tottenham með Ray Clemence í markinu ákveðið í að verja tiltilinn og vinna hann þar með þriðja árið í röð lék of vel til þess að gestimir fengju nokkru um úrslitin breytt. Fleiri risar í klípu Ipswich Town var ekki beint í skemmtilegri aðstöðu í Charlton, voru undir 2-0, en þeim strákunum í Ipswich tókst samt sem áður að jafna 2-2 og bæta síðan þriðja markinu við og tryggja sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru Martin Robson og Derek ■ John Wark var á skotskónum á laugardag. Hann skoraði tvö mörk fyrir Ipswich gegn Charlton. Hales sem virtust hafa komið Charlton á sigurbraut, en Frans Thijsscn hollenski landsliðsgarpurinn skoraði 2-1 og John Wark jafnaði úr vítaspyrnu. Wark landsliðsmaðurinn skoski var síðan aftur á ferðinni seint í leiknum og skoraði sigurmarkið. Everton þurfti mark seint í leiknum frá Kevin Sheedy til þess að forða sér frá tapi í Newport, þar sem heimamenn höfðu náð forystu með marki David Gwyther. Birmingham City slapp með skrekk- inn gegn þriðju deildar liðinu Walsall, þar sem spilandi framkvæmdastjórinn Alan Buckley klúðraði vítaspyrnu á þriðju mínútu. Þar endaði því 0-0. Fyrrum miðvallarleikmaður með enska landsliðinu, Terry Mc Dermott skoraði jöfnunarmark Newcastle gegn Brighton, sem hafði náð forystu með marki Andys Ritchie. Norwich City varð að jafna fyrst til þess að geta skorað sigurmark sitt þegar þeir fengu Swansea í heimsókn, í annað sinn á átta dögum. Swansea virðist ekki sækja gull til Norwich, það er víst. Það var Darren Wood sem kom Swansea yfir en Keith Bertschin skoraði tvisvar fyrir Norwich fyrir leikslok, og klúðraði auk þess vítaspyrnu. Sérfræðingarnir í markalausum jafn- teflum, Sunderland fengu uppáhalds úrslitin sín þtgar þeir léku spennandi leik á Roker Park. Manchester United og Ipswich örugg Það voru STEVE COPPELL og FRANK STAPLETON sem skoruðu fyrir Manchester United í 2-0 sigri þeirra gegn West Ham á Old Trafford. Coppell skoraði í fyrri hálfleik og Stapleton í þeim síðari. Arsenal sigraði Bolton örugglega á Highbury. Paul Davis, skoraði fyrir Arsenal eftir aðeins fimm mínútur, og Graham Rix skoraði seinna markið í síðari hálfleik. Neil Whatmore lagaði stöðuna fyrir Bolton seint í leiknum. West Bromwich Albion kom loks fram hefndum fyrir tapið í undanúr- slitum bikarsins í fyrra, þegar þeir lögöu Queens Park Rangers 3-2 á Hawthorns. ■ Andy Ritchie gerði mark fyrir Brighton gegn Newcastle. Þar varð jafntefli. Það var Peter Eastoe sem rak smiðs- höggið á útslátt síns gamla félags, þegar hann skoraði þriðja mark Albion, eftir að garðverðir drottningar höfðu jafnað tvisvar. Það var Gary Owen sem skoraði tvö fyrstu mörk Albion, en Terry Fenwick og Garry Micklewhite jöfnuðu fyrir Ranges. Evrópumeistararnir Aston Villa þurfti að berjast fyrir hverjum þumlungi á sigurleið sinni gegn fjórðu deildarliðinu Northampton. Það var vinstrifótarskot hins átján ára gamla framherja Mark Walters á 34-mínútu sem gerði út um þann leik. Brian Horton (víti), Ricky Hill og Paul Walsh skoruðu fyrir Luton í ákveðnum ■ Frank Stapleton skoraði fyrir Manchester United um helgina í 2-0 sigri gegn West Ham. Dregið í bikarnum ■ í gær var dregið í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Drátturíun fór sem hér segir: Arsenal-Leeds Aston ViHa-WoIves B. Stortford/Middlesbro-Notts Co. Bumley/Cariisie-Swindon Cambridge-Barnsley Coventry-Norwich Cr. Palace-Birmingham/Walsall Derby-Chelsea/Huddersfield Everton/Newport-Shrewbury Ipswich-Grímsby/Scounthorpe Liverpool-Stoke/Sheff. Utd. Luton-Manchester United Newcastle/Brighton-M.City/Sunderland Torquay/Oxford-Sheff.Wed./Southend Tottenham-W.B.A. Watford-Fulham £ gST 8‘S, * rt sigri gegn nágrönnunum Peterborough, meðan Justin Fashanu, áður Notting- ham Forest skoraði tvisvar fyrir Notts County í 3-2 sigri gegn annarrar deildar liðinu Leicester. Fashanu gerði bæði mörk sín í fyrri hálfleik, og félagi hans Iain McCulloch skoraði þriðja markið áður en Leicester lagaði stöðuna með mörkum þeirra Bobby Smith og Ian Wilson. Mörk gerð af Wilf Rostron og hinum nýja landsliðsmanni Englands, Luther Blisset voru nóg fyrir Watford til þess að sigra Playmotuh Argyle enda fór 2-0. Skrekkur í Coventry Coventry áhangendur fengu fyrir hjartað þegar Worchester City, utan deilda lið fékk dæmda vítaspyrnu á átjándu mínútu á Highfleld Road. Það var PAUL MOSS sem skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Worchester, en STEVE WHITTON (2) og MARK HATELEY gerðu að engu vonir áhuga- mannanna. Weymouth, annað utandeilda lið sem komst í þriðju umferð, tapaði 0-1 í Cambridge, en þar var það John Reilly sem skoraði fyrir háskóla bæjarliðið. Nýliðarnir í annarri deild, Fulham og Wolverhampton Wanderers náðu bæði góðum útisigrum til að komast meðal þrjátíu og tveggja í fjórðu umferð. Wolves sigraði 1-0 í leik gegn Tran- mere Rovers í Tranmere, þar hljóta heimamenn að hafa verið ánægðir með áhorfendainnkomuna, því þar komu 10803 áhorfendur. Kenny Hibbitt skor aði eina mark leiksins. Fulham hefndi nýlegs deildar ósigurs með því að slá út Oldham 2-0. Ray Lewington klúðraði víti fyrir Oldham áður en Dean Coney og Ray Houghton skoruðu mörkin tvö í síðari hálfleik. Þá var einnig sendur í kælingu með rautt spjald fyrir augunum Oldhambakvörð- urinn John Ryan. En það var Swindon Town sem var markalið dagsins á laugardaginn. Fram- herjarnir Howard Pritchard og Andy Rowland skoruðu báðir „hat-trick“ eða þrennn þegar liðið sökkti Aldershot 7-0. Markahæstu leikmenn ■ Markahæstu leikmenn fyrstu og annarrar deildar á Englandi eru: 1. deild: Ian Rush, Liverpool 22 Bob Latchford, Swansea, 17 Luther Blissett, Watford 16 Brian Stein, Luton 15 2. deild: Kevin Drinkell, Grimsby 22 Bobby Davison, Derby 18 Gary Linker, Leicester 17 Bobby Davison skoraði sín fyrstu 16 mörk fyrir Halifax áður en hann var seldur til Derby. Úrslit ■ Úrslit í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag urðu þessi: Arsenal - Bolton Wanderers 2-1 Blackburn Rovers - Liverpool 1-2 Brighton - Newcastle United 1-1 Bradford City - Barnsley 0-1 CambridgeUnited-Weymouth 1-0 Charlisle United - Burnley 2-2 Charlton Athletic - Ipswich 2-3 Coventry City - Worcester City 3-1 Crystal Palace - York City 2-1 Derby County - Nott. Forest 2-0 Huddersfield Town - Chelsca 1-1 Leeds United - Preston 3-0 Leicester City - Notts County 2-3 Luton Town - Peterborough 3-0 Man. Utd. - West Ham United 2-0 Midd)esbr.,-Bishop‘sStortford 2-2 Northampton Town - A. Villa 0-1 Norwich City - Swansea City 2-1 Oldhain Athletic - Fulham 0-2 Oxford Unt. - Torquay Unt. 1-1 Scunthorpe Unt. - Grimsby 0-0 Sheflield Unt. - Stoke City 0-0 Shrewsbury - Rothcrham Unt. 2-1 Southend Únt. - Sheffield Wed. 0-0 Sunderland - Man. City 0-0 Swindon Town - Aldcrshot 7-0 Walsall - Birmingham 0-0 Watford - Plymouth Argyle 2-0 Wcst Bromwich - Q.P.R. 3-2 Newport County - Everton 1-1 Tottcnham - Southampton 1-0 Tranmere R. - Wolverhampton 0-1 Ekkcrt var leikið i fyrstu og annarri deild á Englandi um helgina vegna bikarkeppninnar. En nokkrir leikir voru í þriðju og fjórðu deild. Þar var mörguin leikjum einnig frestað vcgna vatnsgangs víða í landinu. Úrslit á laugardag: 3. deild: Brentford - Wigan Athietic 1-3 Doncaster R. - Bristol R. 1-2 Gillingham - Exeter Citv 4-4 4. deild: Chester - Rochdale 5-2 Darlington - Crewe Alexandra 1-1 MansfieldTown-HalifaxTown 1-2 Wimhledon - Hull City 1-2 Bury - Port Vale 0-1 ■ Þrátt fyrir að ekkert hafi verið leikið í fyrstu og annarri deild á Englandi um helgina birtuin við hér stöðuna:- Staðan ■ Staóan i t. dt-ild: l.iterpuul 23 15 IVatford 23 12 Vlanchtster l nited 23 11 N'ollingham l urt-st 23 12 VVcsl Hant C'oventrs Aston V ílla VV.B.A. Tollenliant Mancbe.sler C'ily Ipsoieh Slokc Kverton Arsenal Soolliainpton Notls County Norvtich Rrighton Stvansea l.uton Sunderland Slaðan t 2. deild: VVolverhampton CJ.P.R. Kulham Leicesler Sheff. Wednesdaj Shrewsbury Grimsbv Oldham Leetls Rothcrham Barnsley Newcastle Cry#»l Palace Ulaótbum ('hdsea Middlesbrough Carlisle Bolton Charlton C.'ambridge Derbv Bumlev 3 58 7 42 5 31 7 39 9 40 8 32 10 34 8 36 3 10 34 5 9 29 7 8 37 4 10 35 6 9 38 9 28 10 28 11 31 11 25 11 21 12 29 9 38 8 10 25 11 8 18 21 50 25 40 18 40 31 40 32 37 29 37 31 35 34 33 33 33 36 32 29 31 36 31 32 30 32 30 38 29 42 28 36 26 .42 24 36 23 46 23 37 23 32 23 23 15 23 13 23 12 23 11 23 10 23 10 23 10 23 7 12 23 7 II 23 8 8 23 7 10 7 9 7 4 46 20 49 6 35 22 43 6 45 32 41 9 40 25 36 7 38 31 36 8 30 30 35 9 34 41 34 4 39 31 33 5 26 24 32 7 28 31 32 6 32 27 31 7 34 34 30 7 26 26 30 9 34 35 30 9 25 29 28 8 27 42 27 11 42 47 26 10 24 31 25 12 34 49 25 11 25 34 24 10 24 36 19 14 32 43 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.