Tíminn - 03.03.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 03.03.1983, Qupperneq 6
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983 6 F spegli tímans Nastassia Kinski NEHAHAÐ GRÐBA SÉR FYRIR SJÓN- VARPSMtTT ■ Hún Naslassia Kinski leik- kona þykir fögur kona, en ósköp er að sjá hárið á henni á þessari mynd. Nastassia (sem gal scr mikla frægð í Cat l'cople) álti að koma fram í sjónvarps- þælti í New York. Þátturinn nefnist Late Night With David Letterman. Nastassia kom beint frá tískusýningu á Man- hattan, þar sem hár hcnnar var kiippt og greitt eftir „nýbylgju- stíl“. Stjórnandi viðtalsþáttar- ins, sem ætlaði að tala við hana um nýjustu myndina hennar, þar sem Nastassia og Rudolf Nureycv leika saman í spenn- andi njósnamynd sem nefnist „Exposed“, sagði eitthvað á þá leið, - að hann vissi að það risi hárið á mönnum við að sjá þennan „þriller“, en þetta væri einum of mikið að sjá hárið á henni, og hvort hún vildi ekki greiða sér aðeins, áður en hún kxmi fyrir sjónvarpsmynda- ■ Meira að segja hún Öskubuska kæmist ekki í þessa skó! Skógerdarmeistarinn skemmtir sér ■ Berni Schwarz heitir þessi hráðflinki skógerðarmeistari, sem heldur hér á myndinni á sýnishornum af skóm og stígvélum, sem hann gerði að gamni sínu. Þessi fótabúnaður er allur hinn vandaðasti að gerð, nýtískulegur og vel unninn, - en eins og sjá má væru skórnir frekar mátulegir á dúkkufætur en venjulegra kvenna. Schwarz er með skóframleiðslu í heimabæ sínum Pirmasens ■ Vestur-Þýskalandi, nálægt frönsku landamærunum. Hann hefur ekki boðið þessa skó til sölu, en nú eru skórnir og stígvélin til sýnis í búðarglugganum hans. ■ Nastassia ber höfuðið hátt með „heysátu-greiðsluna" vélamar. Nastassia var ekki alveg á því, hún sagði, að búið væri að greiða sér. Hún væri með alveg nýjustu greiðslu samkvxmt „nýbylgjunni", og þar við sat. Hún kom hin keikasta fram í sjónvarpinu og þótti forkunnar fögur, þó hárgreiðslan líktist helst heysátu á höfði hennar. ELTON FÓR í FÝLU ■ Þetta var erfitt kvöld hjá tónlistarmanninum Elton John. Hann hélt tónleika i London, og ólánið byrjaði með því, að trommuleikari hljóm- sveitarinnar mætti bara ekki á konsertinn, en varamaður var fenginn í grænum hvelli. Síðan brotnaði píanóstóllinn undan hetjunni Elton John. Hann datt þó ekki, en fékk annan stól til að sitja á. Ekki líkaði kappanum betur við þann stól en svo, að hann tók hann og kastaði honum frá sér fram í sal, og lenti stóllinn í einum aðdáenda hans. Lista- maðurinn reyndi að bæta úr þessu, með því að bjóða aðdá- anda sínum í partí, sem haldið var Elton John til heiðurs í næturklúbbi. Forstöðumenn gleðskapar- ins og fleiri urðu þó hálfsúrir, og samkvæmið var endasleppt, þegar Elton John sjálfur setti fljótlega upp kúreka-hattinn sinn og stmnsaði út án nokk- urra afsakana eða skýringa. urssamkvæmi sitt í fússi. Skrifað um fslenska danskeppni í breska blaðið „Dance News” „Dance News” mun standa fyrir keppni í s-amerískum dönsum hér á landi á þessu ári ■ Nýlega var send til Tímans úrklippa úr bresku blaði, „Dance News“, þar scm sagði frá danskeppni á íslandi, þar sem keppt var í gömlu döns- unum í barnaflokkunum frá 6 ára aldri til 14 ára, og sömu- lciðis var kcppni fyrir full- orðna. Keppnin fór fram á sunnudögum, og tók fjóra sunnudaga. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum skipulagt svona keppni“, sagði Níels Einars- son, sem var heimildarmaður Dance News. Níels sagði að aðsókn að danskeppninni hefði verið góð, og bæði almenning- ur og fjölmiðlar fylgst vel með henni. Úrslitin urðu þessi: Börn í 6-8 ára flokki. Þar urðu sigur- vegarar Jón Helgason og Jóna Einarsdóttir og Haukur Garð- arsson og Elín H. Sigurjóns- dóttir. 9-11 ára: Þar unnu Nikulás Óskarsson og Heiðrún Níels- dóttir (þau eru á myndinni) og í 12-14 ára flokki unnu Vignir Svcinbjörnsson og Erna M. Guðmunds (þau eru líka á myndinni). í flokki fullorðinna sigruðu Guðmundur H. Einarsson og Kristín Vilhjálmsdóttir. Bobby Short, ristjóri Dance News ætlar að standa fyrir Evrópukeppni í suður-amer- ískum dönsum á íslandi á þessu ári, og verður það í fyrsta sinn, sem erlendir dans- arar koma til íslands til að taka þátt í keppni þar, eftir því sem segir í greininni í Dance News. viðtal dagsins Einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður Svía í heimsókn hér: VIÐSTADDUR FRUMSYNINGU Á nVrri mynd sinni hér langar að gera söngleik eftir Atóm stöðinni segir Hasse Alfredson H Umþcssarmundirerstaddur ber á landi sænski rithöfundur- inn, leikarinn og leikstjórinn Hasse Alfredsson en margir munu kannast við kvikmyndir eins og Eplastríðið og Ævintýri Picassos, sem báðar hafa verið sýndar hér á landi, en þær mynd- ir eru gerðar af þeim Hasse og Tage Danielsson í sameiningu. Hefur Hasse skrifað handritið að þeim myndum sem þeir félag- ar hafa unnið í sameiningu og jafnframt verið framleiðandi þeirra en Tage hefur verið leik- stjóri. Ef talið berst að sænskum húmör mun mörgum fyrst koma í hug Hasse og Tage, skopskyn manna er mismunandi en mörg- um þykja þær myndir tvxr sem nefndar hafa verið hér að ofan hreint óstjórnlega fyndnar. Hasse Alfredsson er nú stadd- ur hér á landi vegna frumsýning- ar á mynd hans „Den enfaldiga mördarcn," eða „Einfaldi morð- inginn,“ hann leikstýrir þeirri mynd sjálfur og semur handrit eftir eigin sögu, „Den onde man“ eða Vondi maðurinn." Jafnframt kom Hasse fram á bókmenntakynningu í Norræna húsinu um síðustu helgi og las upp úr verkum sínum. Hvers konar mynd er Einfaldi morðinginn? spurðum við Hasse er við fengum örstutt spjall við hann á dögunum. Er þetta grínmynd, ádeilumynd, samfé- lagsdrama..? „Þetta er drama, eiginlega harmleikur. Hún fjallar um ungan pilt sem er meðhöndlað- ur eins og hann væri hálfviti. hann er í vist hjá manni að nafni Höglund, sem kúgar hann og reyndar marga aðra. Höglund er svona stórjarðeigandi. Svo drep- ur pilturinn Höglund og þá er myndin búin, það er annars ómögulegt að vera að lýsa henni í lengra máli en þú verður endi- ■ Hasse Alfredson (Tímamynd Atni)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.