Tíminn - 03.03.1983, Side 7

Tíminn - 03.03.1983, Side 7
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983 7 Öfunds- verður lítill grís ■ Alison h e it ir rós, seni ga rð- eigendur í Bretlandi hafa mikið dálæti á, - rósin er heitin eftir þessari fallegu stúlku, sem heldur á smágrís í fanginu á myndinni. Stúlkan heitir AIi- son Wheatcroft, og er Wheat- croft-fjölskyldan fræg fyrir rósarækt í marga ættliði. Það hefur verið venja í ættinni, að kalla nýjar rósategundir eftir stúlkunum í fjölskyldunni. Sagt ert að Alison sem er 24 ára, sé eins falleg og ilmandi og þrílita rósin sem kölluð er eftir henni, - en í staðinn fyrir að hún færi í rósaræktina, sneri hún sér að annarri starfsgrein, sem ekki er eins vel Iyktandi, - sem sagt grísauppeldi! Alison fór i landbúnaðar- skóla í Wales, og sérgrein hennar í skólanum var svína- rækt. Hún var svo krýnd „Drottning landbúnaðarsýn- ingarinnar í Shropshire." En þar með er ekki alit upptalið af frægðarverkum hennar, en hún hefur líka verið ein aðal- manneskjan í kvenna-fótbolta- liði. Hún hefur t.d. skorað 50 mörk fyrir Notts County - kvennaliðið auðvitað — og er framarlega í keppni í tennis og fleiri íþróttum. ■ Hann er ánægður með sig litli grísinn, það er engu líkara en hann sé skellihlæjandi. Kannski hefur Ijósmyndarinn sagt honum að brosa blítt. Allt er svo hreint og fínt í grísauppeldisstöðinni hennar Alison, að hún líkist helst skurðstofu á spítala, að því að sagt er. Hvort þar er rósailmur fylgir ekki sögunni. Alison er ógift og barnlaus, og segist ekki eiga neinn kær- asta, en úthella allri ástúð sinni á uppeldis,',börnin“ sín! ■ Frá keppni barna i gömlu dönsunum. lega að fara að sjá myndina." Undirritaður er harðákveðinn í því að fara að ráðleggingu leikstjórans, enda hefur hann góða reynslu af myndum hans. En hvernig móttökur hefur hún fengið erlendis? „Jú, hún var frumsýnd í Sví- þjóð 1981 og fljótt eftir frumsýn- inguna var hún sýnd á kvik- myndahátíð í Beriín og þar fékk aðalleikarinn Stellan Skarsgárd silfurbjörninn fyrir bestan leik í karlhlutverki. í haust fékk hún tvenn gullverðlaun sænsku kvik- myndastofnunarinnar, það er að segja Stellan fékk önnur og myndin hin. Hún fékk ennfrem- ur verðlaun á kvikmyndahátíð í Chicago og nú nýverið fékk hún verðlaun í Danmörku sem besta mynd ársins. Betri en E.T. það er mikill heiður. Fyrir alllöngu siðan las ég það í einhverjum slúðurdálk í blaði hér í Reykjavík að þú og Tage Danielsson hefðuð hug á að gera kvikmynd eftir Atómstöð Hall- dórs Laxness. Er eitthvað hæft í því? „Nei, það er ekki rétt. Hins vegar fékk ég einu sinni þá hugmynd að semja söngleik við Atómstöðina. Ég skrifaði Hall- dóri Laxness og bað hann um leyfi til þess arna. Ég fékk ljúf- mannlegt bréf til baka þar sem Halldór sagðist álíta að það að semja söngleik við Atómstöðina væri ekki gerlegt, en ef ég vildi reyna, þá væri það velkomið. Mig langar enn til að vinna þetta verk, en það hefur ekki ennþá orðið af framkvæmdum." Hvaðan kemur þér þessi áhugi á Atómstöðinni? „Ég hef lesið mikið eftir Lax- ness og mér þykir geysilega mik- ið til hans koma. Mér finnst Atómstöðin vera orðin aktúell á ný. Við erum núna að berjast við kjarnorkuna fyrir tilveru okkar sem aldrei fyrr. Á sænsku eigum við tvær þýðingar á Atómstöð- inni. Önnur er bein þýðing á íslenska titlinum, en hin heitir á sænsku „Land till salu,“ eða „Land til sölu.“ Sá titill þykir mér eiga verulegt erindi við Evr- ópubúa, sem mér sýnist vera að selja Ameríku öll sín lönd.“ J.G.K. erlent yfirlit ÞÓTT þeir Helmut Kohl og Hans-Jochen Vogel séu aðal- keppinautar um kanslaraemb- ættið í kosningabaráttunni í Vestur-Þýskalandi hefur þriðji maðurinn dregið að sér öllu meiri athygli en þeir. Einkunt er það áberandi að erlendir fréttamenn, sem fylgzt hafa með kosningabaráttunni, hafa gert sér meira far um að fylgjast með honum en þeim Kohl og Vogel. Þessi maður er Franz Josef Strauss. Eftir að Franz Josef Strauss beið ósigur fyrir Helmut Schmidt. þegar þeir kepptu um kanslaraembættið í þingkosning- unum haustið 1980, töldu flestir að afskiptum hans af þýzkum stjórnmálum væri lokið. Hann myndi að vísu gegna áfram for- sætisráðherraembættinu í Bæj- aralandi enn um hríð, en ekki beita sér öllu meira í landsntál- unt. Þeir, sem reiknuðu á þessa leið, hafa ekki þekkt Strauss fyllilega. Hann er ekki maður- inn, sem gefst upp. Hann freistaði þess að vísu ekki að keppa við Kohl sem kanslaraefni fyrir næstu kosning- ar, enda varð það úr sögunni, er Kohl varð óvænt kanslari, þegar Frjálslyndi flokkurinn hljóp úr stjórn Schmidts síðastl. haust. Strauss ákvað þá að gera sér ■ Brésnjef og Strauss í Bonn á síðastliðnu ári Strauss getur hreppt sæti utanríkisrádherra Vaxandi líkur þykja nú á því flokkinn. Hannværi þegarbúinn að tryggja sér nægilegt fylgi. Allra síðustu kannanir gefa til kynna, að þetta hafi brcytzt að nýju. Fylgisaúkning Frjálslynda flokksins virðist stöövuð, cn kristilegu flokkarnir eru að auka fylgi sitt að nýju. Það virðist jafnvel ekki útilokað, að þeir fái meirihluta á þingi. Svo viröist, aö bylgjan, scm Vogcl tókst að rcisa um skeið, hafi heldur hjaönað aftur. Efna- hagsmálin hafa orðið öllu meira dagskrármál en eldflaugamálið. Kristilegu flokkunum virðist heppnast sá áróður, að þeim sé bctur að trcysta en sósíaldcmó- krötum til aö örva atvinnulífið. FARI svo að kristilegu flokkarn- ir fái meirihluta, án stuönings Frjálslynda flokksins, þarf ekki að efa það, að Strauss veröur varakanslari og utanríkisráð- herra. Strauss hefur verið og er mikill andstæðingur kommúnista. Margir spá því, að það gæti haft óheppileg áhrif á sambúð austurs og vcsturs, cf Strauss vcrður utanríkisráðherra. Aðrir segja, að þctta sama hafi margir álitið, þegar Nixon varð forseti. Reynslan varð önnur. Rússar hafa gert sér far um að sýna Strauss scm mestan sóma. ÞegarBrésnjcfheimsótti Vestur- Þýzkaland á síðastl. sumri, átti hann alllangt viðtal við Strauss. Gromiko ræddi við Strauss í tvær klukkustundir, þegar hann hcimsótti Bonn í janúarmánuði síðastliðnum. Eftir þær viðræður tók Strauss ákveðna afstöðu gegn núlltillög- unni svonefndu, því að hún væri ekki raunhæf, eins og sakir stæðu. Hann hefur svo hamrað á því í öllum kosningaræðum sínum. að Helmut Schmidt ætti hugmyndina um staðsetningu mcðaldrægra eldflauga í Vestur- Þýzkalandi. Rangt væri að cigna Bandaríkjastjórninni hana. að góðu að stefna að því að vcrða varakanslari og utanríkis- ráðherra. Vegna þess markmiðs hans hefur honum verið veitt sérstök athygli í kosningabarátt- unni nú. Fréttaskýrendur velta því verulega fyrir sér, hvaða áhrif það myndi hafa á þýzk stjórnmál, ef Strauss næði þessu marki. TIL ÞESS að ná þessu marki, þarf Strauss að ryðja Frjálslynda flokknum úr vegi og tryggja kristilegu flokkunum meirihluta á þingi. Kohl kanslari hefur haft nokk- uð annað sjónarmið. Hann hefur talið það aukna tryggingu fyrir því, að stjórn hans héldi velli, að Frjálslyndi flokkurinn væri á- fram í þinginu, og að formaður hans Genscher, héldi stöðu sinni sem kanslari og utanríkisráð- herra. Kunnugir menn þykjast einnig vita, að Kohl kærir sig ekkert um að fá Strauss scm varakanslara og utanríkisráðherra. því að hann yrði erfiðari samstarfsmað- ur en Genscher. Óbeint hafa því Kohl og fylgis- menn hans reynt að styrkja Frjálslynda flokkinn og frekar ýtt undir það en hið gagnstæða, að einhverjir af fylgismönnum kristilegu tlokkanna veittu hon- um liðveizlu. Þetta virðist óneitanlega hafa borið nokkrun árangur, því að síðustu skoðanakannanir hafa bent til þess, að Frjálslyndi flokkurinn væri að rétta við aftur og myndi jafnvel fá meira fylgi en þau 5% greiddra atkvæða, sem nægja til þess að fá þing- ntenn kjörna. Strauss hefur ekki sýnt Frjals- lynda flokknum sömu tillitssemi og Kohl. Þvertámótihefurhann ráðizt sízt minna á hann en flokk sósíaldemókrata í kosninga- ræðum sínum. Þessir tveir flokk- ar séu samsekir og beri eiginlega Pórarinn Þórarinsson, rítstjóri, skrifar ■ Missir Genscher cmbætti utanríkisráðherra? sameiginlega ábyrgð á flestu því, sem miður fer í Vestur-Þýzka- laridi, Það væri augljós þrifnaður að því að losna við þá báða. cða a.m.k. að losna við áhrif þeirra á stjórn landsins. Um skeið virtist þessi áróður Strauss gegn Frjálslynda flokkn- um falla í hcldur grýttan jarðveg. En það sannast í þessu tilfelli cins og oft áður, að dropinn holar stcininn. Áróður Strauss tók að bera árangur, þcgar skoð- anakannanir virtust leiða í Ijós, að Frjálslyndi flokkurinn væri að auka fylgi sitt á kostnað kristi- legu flokkanna. Jafnvel Kohl fór að óttast þetta og fylgismenn hans fóru að vara kjósendur kristilegu tlokk- anna við því að kjósa Frjálslynda

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.