Tíminn - 03.03.1983, Side 19
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983
19
og leikhús - Kvikmyndir og leikhús
útvarp/sjónvarp
O 1« ooo
Verðlaunamyndin:
Einfaldi morðinginn
Afar vel gerð og leikin ný saensk
litmynd, sem lengið hefur mjög
góða dóma og margskonar viður-
kenningu. - Aðalleikarinn Stellan
Skarsgáard hlaut „Silfurbjörninn"
i Berlín 1982, fyrir leik sinn i
myndinni. - f öðrum hlutverkum
eru Maria Johansson, Hans Al-
fredson, Per Myrberg
Leikstjóri: Hans Alfredson
Leikstjórinn verður viðstaddur
frumsýningu á myndinni.
Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.
Hættuleg hugarorka
Mjög sérstæð, mögnuð og spenn-
andi ensk litmynd um mann með
dularfulla hæfileika, með Richard
Burton, Lee Remick, Lino Ven-
tura
Leikstjórí: Jack Gold
Islenskur texti
Bönnuð innan 16ára
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05,
11.05
Óðal feðranna
Eftir Hrafn Gunnlaugsson
Endursýnum þessa umdeildu
mynd, sem vakið hefur meiri hrifn-
ingu og reiði en dæmi eru um.
Titillag myndarinnar er „Sönn ást“
með Björgvin Halldórssyni
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.Í0,
11.10
Hörkutólin
Hörkuspennandi litmynd. um hið
æsilega götustríð klikuhópa stór-
borganna, með Richard Avila og
Danny De La Paz.
fslenskur texti
Bönnuðinnan 16 ára
Sýnd kl. 3.15,5.15, 9.15,11.15
Blóðbönd
(þýsku systurnar)
Hin frábæra þýska litmynd um
örlög tveggja systra, með Barbara
Sukowa - Jutta Lampe
Leikstjóri: Margarethe von Trotta
Islenskur texti
Sýnd kl.7.15
bT3783" - '
Auga fyrir auga
CHUCK NORRiS
DOESNT NEED
AWEAPON..
HE IS
AWEAPON!
CHIICK NORRIS
AS ' KANE ' IN
f ■3?
Hörkuspennandi og sérstaklega
viðburðarík, ný bandarisk saka-
málamynd I litum.
Aðalhlutverk:
Chuck Norris
Christopher Lee
SPENNA FRÁ UPPHAFI
TIL ENDA.
TVlMÆLALAUST EIN HRESSI-
LEGASTA MYND VETRARINS.
isl. texti
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 5,7,9og 11
lonabíó
3 3-1 1-82
Ríkir krakkar
(Rich Kids)
RICH
KIDS
**r ?*"***' *'*'V 1>
Þegar faðir lánar 12 ára syni sínum
glaumgosaíbúð sína og hann fer
að bjóða þangað stúlkum um
helgar, þá sannast máltækið,
„Þegar kötturinn er úti, leika mýsn-
ar sér.“
Leikstjóri: Robert M. Young
Aðalhlutverk: Trini Alvarado,
Jeremy Levy
Sýnd kl. 5,7 og 9.
■3*3-20-75
Tvískinnungur
I One woman by DAY ;'.7
. . . another by NKjKT ■
A VERY EROTICJ
»T*T|
Spennandi og sérlega viðburðarik
sakamálamynd með ísl texta.
Aðalhlutverk Suzanna Love,
Robert Walker.
Sýnd kl. 9og 11
Bönnuð börnum innan 16 ára.
EX
Tilnefnd til 9 Oskarsverðlauna
Síðasta sýningarvika
Sýnd kl. 5 og 7.10.
3 2-21-40
Með allt á hreinu
BEEBBI
Ný kostuleg og kátbrosleg islensk
gaman- og söngvamynd, sem
tjallar á raunsannan og nærgætinn
hátt um mál sem varða okkur öll.
Myndm sem kvikmyndaeftirlitið gal
ekki bannað.
Leikstjéri: Ágúst Guðmundsson,
Myndin er bæði i Dolby og Ster eo
Sýnd kl. 5
Sankti Helena
(Eldfjallið springur)
i .tfl_ rp
Hörkuspennandi og hrikaleg mynd
um eitt mesta eldfjall sogunnar.
Byggð á sannsögulegum atburð-
um þegar gosið varð 1980.
Myndin er i Dolby Stereo
LeÍKStjóri: Emest Pintofl
Aðalhlutverk: Art Gamey, David
Huffman, Cassie Yates
Sýnd kl. 10
Kabarettsýning kl. 8.
A-salur
Keppnin
(The Competition)
islenskur texti
I Stórkostlega vel gerð og hrifandi
ný bandarisk úrvalskvikmynd I
litum sem fengið hefur frábærar
viðtökur viða um heim.
Ummæli gagmýnenda: „Ein besta
mynd ársins". (Village Voice).
„Richard Dreyfuss er fyrsta
flokks". (Good Morning America).
„Hrífandi, trúverðug og umfram
allt heiðarleg". (New York Maga-
zine).
Leikstjóri. Joel Oliansky. Aöal-
hlutverk. Richard Dreyfuss, Amy
Irving, Lee Remic.
Sýnd kl. 5,7.10 og 9.30
B-salur
Hetjurnar
frá Navarone
Hörkuspennandi amerisk stór-
mynd Aðalhlutverk: Robert Shaw,
Harrison Ford o.fl.
Endursýnd kl. 5,7.15 og 9.30
Bönnuð börnum innan 12 ára.
31-15-44
mk
Ný mjög sétstæð og magnþrungin1
skemmti- og ádeilukvikmynd frá
M.G.M., sem byggð er á textum og
tónlist af plötunni „Pink Floyd -
The Wall“.
I fyrra var platan „Pink Floyd -
The Wall“ metsöluplata. í ár er
það kvikmyndin „Pink Floyd -
The Wall“, ein af tiu best sóttu
myndum ársins, og gengur ennþá
vlða fyrir fullu húsi.
Að sjálfsögðu er myndin tekin i
Dolby Sterio og sýhd í Dolby
Sterio.
Leiksljóri: Alan Parker
Tónlist: Roger Waters og fl.
Aðalhlutverk: Bob Geldof.
Bönnuð börnum. Hækkað verð.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
ÞJÓDLKIKHÚSIÐ
Þrumuveður
yngsta barnsins
bandariskur gestaleikur
Bread and Puppet Theater.
Frumsýning i kvöld kl. 20
2. ogsíöari sýning föstudag kl. 20.
Oresteia
2. sýning laugardag kl. 20
Lína langsokkur
laugardag kl. 12 Uppselt
sunnudag kl. 14 Uppselt
sunnudag kl. 18 Uppselt
Ath. breytta sýningartima
Litla sviðið:
Súkkulaði
handa Silju
i dag kl. 16 Uppselt
i kvöld kl. 20.30 Uppselt
sunnudag kl. 20.30
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200
’HTrKKKUíT"
ri;ykiavík[ík
Skilnaður
i kvöld Uppselt
þriðjudag kl. 20.30
Forsetaheimsóknin
föstudag Uppselt
miðvikudag kl. 20.30
Salka Valka
laugardag Uppselt
Jói
sunnudag kl. 20.30
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30
simi16620.
Hassið
hennar mömmu
miðnætursýning í Austurbæjarbió
laugardag kl. 23.30
Miðasala í Austurbæjarbió kl.
16-21 simi 11384.
ISLENSKAl
ÓPERANp
LITLI SÓTARINN
sunnudag kl. 16.00
MÍKAbð
eftir Gilbert & Sullivan
i isl. þýðingu Ragnheiðar H.
Vigfúsdóttur
Stjórnandi: Garðar Cortes
Leikstjóri: Francesca Zambello
Leikmynd og Ijós Michael Deeg-
an
Frumsýning:
föstudaginn 11. marskl. 20.00
sunnudag 13. mars kl. 20.00
Forsala aðgöngumiða helst föstu-
daginn 4. mars og er miðasalan
opin milli kl. 15 og 20 daglega.
Ath. Styrktarfélagar íslensku óper-
unnar eiga forkaupsrétt að miðum
fyrstu þrjá söludagana.
Útvarp kl. 23.15:
Sigmar B
ræðir við
Alfredson
■ Það er sá merki listamaður,
Hasse Alfredson, sem Sigmar B.
Hauksson ræðir við í hljóðvarpinu
kl. 23.15 í kvöld, en Sigmar er
listamanninum að góðu kunnur og
hefur m.a. komið fram í einum
sjónvarpsþátta hans í Svíþjóð.
Hasse Alfredson lauk fil. kand
prófi í bókmenntum, listasögu og
heimspeki frá háskólanum í Lundi.
Þar var línan lögð er hann m.a.
samdi stúdentafarsann („spexið")
Djingis Kahn og lck hann sjálfur
aðalhlutverkið.
Hið fræga samstarf hans og Tage
Danielsson hófst 1961 er þeir stofn-
uðu Hlutfélagið Sænsk orð (AB
Svenska Ord). Þeir hafa síðan verið
eitt af stóru nöfnunum í sænsku
skemmtanalífi og vinsældir þeirra
hafa síst minnkað. Þeir hafa samið
og komið fram í ótal revíum og
kvikmyndum m.a. með Gösta
Ekman, Lenu Nyman og Monicu
Zetterlund.
Hasse Alfredson er ekki við eina
fjölina felldur, því að hann hefur
samið kvikmynda- og sjónvarps-
handrit, leikrit, leikstýrt og leikið
bæði í kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum. Þá hefur hann skrifað marg-
ar bækur og má m.a. nefna „Ágger
ár löst“, „Den befjádrade ormen“,
„En ond man“, „Tiden ar ingenting"
og um ferð sína til íslands skrifaði
hann bókina „Básta vágen till
Muckle Flugga" (1976), en þá fór
hann einnig til Færeyja, Orkneyja og
Hjaltlandseyja. Af kvikmyndum
■ Hasse Alfredson.
hans hafa „Ágget ár löst", „Áppel-
kriget" og „Picassos áventyr" verið
sýndar hér. Og þó að grínið og
gamanið sé alls ráðandi er alvarlegur
undirtónn í myndunum t.d. í „Áppel-
kriget", þar sem náttúruverndarmál
eru tekin fyrir. „Den enfaldiga Mör-
daren" heitir nýjasta mynd Hasse
Alfredson, en hann samdi handrit og
leikstýrðiKvikmyndiníékk verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Berlín á sl.
ári. Myndin verður væntanlega sýnd
í Regnboganum meðan á heimsókn
Hasse stendur. Þá verður frumsýning
á sjónvarpsmyndinni „Fröken
Fleggmans mustasch" í Norræna hús-
inu að viðstöddum sænskunemum
við háskólann og öðrum gestum. í
þeirri mynd leika auk Hasse Alfred-
son, Tage Danielsson, Gösta
Ekman, Lena Nyman og Gunnar
Svensson.
útvarp
Fimmtudagur
3. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna
Böðvarssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Ásgeir Jóhannesson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn
hennar Karlottu" eftir E.B. White.
Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (10).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Vedurfregnir.
10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi
Hrafn Jónsson.
10.45 Árdegis í garöinum með Hafsteini
Hafliðasyni.
11.05VÍ6 Polllnn Gestur E. Jónasson
kynnir létla tónlist (RÚVAK)
11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúll
Thoroddsen.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R.
Jóhannesdóttir.
14.30 „Vegurinn að brúnni", eftir Stefán
. Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (14)
15.00 Miðdegistónleikar.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að
Ljúdmílu fögru" eftlr Alexander
Púskin. Geir Kristjánsson þýddi. Erlingur
E. Halldórsson les (3).
16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna
Hannesdóttir.
17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard
Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
17.45 Hildur - Dönskukennsla 6. kafli -
„Mad og drikke"; seinni hluti.
18.00 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna
Bjamason, Jóhannes Gunnarsson og
Jón Ásgeir Sigurðsson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Fimmtudagsstúdióið - Útvarp
unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már
Barðason (RÚVAK).
20.30 Ferðalög og sumarleyfi á fslandi.
Steingrimur Sigurðsson segir (rá.
20.45 „Skandinavia to-day“; tyrri hluti.
Frá lónleikum í Washington D.C. 12.
desember sl.
21.15 „Tregaslagur", Ijóð eftir Jóhannes
úr Kötlum. Herdis Þorvaldsdóttir les.
21.30 Almennt spjall um þjóðfræði. Dr.
Jón Hnefill Aðalsteinsson sér um þáttinn.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Lestur Passíusálma (28).
22.40 Leikrit: „Heima vil ég vera'1 eftir
Roger Avermate. Þýðandi: Þorsteinn Ö.
Stephensen. Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. Leikendur: Árni Tryggvason,
Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Páls-
son og Margrét Ólafsdóttir.
23.15 Hasse Alfredson. Slgmar B. Hauks-
son segir frá sænska fjöllistamanninum,
sem nú er staddur hér á landi.
23.50 Fréttir Dagskrárlok.
★★★ Pink Floyd The Wall
★★★ Fjórirvinir
★★ Með alltáhreinu
★★★★ E.T.
★★★ Being There
★★ Blóðbönd
Stjörnugjöf Tímans
* * * * frábær - * * * m|ög góð - * * gAÖ - * sæmlleg - O léleg