Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1983 ERFIÐUR í TAUMI ■ Danzas heitir þessi háfætti „Dane“- hundur, og hefur hann komist í heimsmeta- bók Guinness, sem hávaxnasti hundur heimsins. Eigandi Danzas er Peter Comley í Milton Keyes, en nágranni hans er Richard litli Donovan fjögurra ára, sem hundurinn er mjög vinalegur við. Á myndinni sjáum við hvar Danzas kemur til hans og heldur í göngubeislið sitt til að sýna Richard litla, að hann vilji fara í gönguferð. Richard lét til leiðast, en honum gengur illa að hafa taumhald á þessum stórvaxna leikfélaga sínum, sem von er þegar stærð þeirra er höfð í huga. ánægöur með árangur og nokkuð ánægður með taflmennskuna. Ég tel allavega að þetta sé besti árangur sem ég hef náð eftir að ég flutti hingað". Er mikill munur á skáklífi hér á landi og í Svíþjóð? „Já, það er mikill munur þar á. Það er miklu almennari skák- áhugi hér á landi en þar. Þetta stendur sjálfsagt í einhverju sambandi við það að þið eignuð- ust Friðrik Ólafsson, sem náði mjög langt og keppti um réttinn til að skora á Botvjnnik 1959. Svo var heimsmeistaraeinvígið haldið hér og það hefur vafalaust haft sín áhrif. íslensk blöð fjalla miklu meira um skák en sænsk blöð gera og það gildir um aðra fjölmiðla. Skákkunnátta er líka miklu al- mennari hér, meðalskákmaður- inn á íslandi er miklu sterkari en meðalskákmaðurinn í Svíþjóð. Menn sem aldrei tefla á mótum fylgjast með skákfréttum hér og kunna mikið í skák. Þar fyrir hefur skákáhugi Svía, einkum ungra Svía aukist að undanförnu og þar kemur sjálfsagt að ein- hvcrju leyti til árangur Ulfs Andersoris, sem óefað er núna í tölu sterkustu skákmanna heims. Eru einhver mót framundan hjá þér á næstunni, „Ékkert sem ég hef ákveðið en ég hef áhuga á að taka þátt í World open í Bandaríkjunum í sumar. Jú. hugsanlega gerir sigurinn núna það að verkum að auðveldara verði -fyrir mig að komast á sterk mót. Ég lauk einum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli áður en ég kom hingað og auðvitað stefnir maður að því að ná fullum titli." Hugsarðu þér að tefla áfram á íslandi og kannske gerast ís- lenskur ríkisborgari? „Já, ég hef engin áform um að flytjast frá íslandi aftur. Ég kann mjög vel við mig hér og fæ nóg tækifæri til að iðka skáklistina." - JGK. erlent yfirlit ■ ERLENDIR fréttaskýrend- ur hafa nú á orði. að lokið sé hveitibrauðsdögum Juris And- ropov. sem leiðtoga Sovétríkj- anna. Hann hafi yfirleitt þótt fara vel af stað og virzt ákveðinn í því að beita sér fvrir umbótum bæði inn á við og út á við. Margt af þessari viðleitni hans hafi spáð góðu í fyrstu. en brevt- ingarnar orðiö hægari en hann muni hafa gert sér vonir um. Erfiðleikunum hafi ekki verið rutt úr vegi. enda muni þurfa lengri tírna en hveitibrauðsdag- ana til aö, sigrast á þeim. Sntám saman hafi ílest sótt aftur í hið fyrra horf. Það virtist Ijóst að Andropov ætlaði að láta þaö vcrða fyrsta verkcfni sitt inn á við að auka hagræðingu í framleiöslunnL ög h'amla gegn seinagangi, skipu- lagsleysi. aðhaldsleysi og vinnu- svikum. sern tvímælalaust hafa aukizt í Sovétríkjunum hin síðari ár. Sérstaklcga virtist Andropov ætla að lcggja áherzlu á eflingu ncyzluvöruframleiðslunnar. eink- um þó á sviði landbúnaðarins. ■ Claude Cheysson utanríkisrádherra Frakka heimsótti Moskvu í vetur og ræddi m.a. við Andropov. Þá var spáö hatnandi sambúð Rússa og Frakka, en síðan hefur kastast í kekki vegna brottvísunar 47 rússneskra sendiráðsmanna frá Frakklandi vegna meintra njósna. Hveitibraudsdögunum er lokid hjá Juri Andropov Bætast veikindi vid erfidleikana? og endurskipulagningu sam- göngukerfisins. Ymsar mannabreytingar, sem bentu til þessa. áttu sér stað í cfstu stöðum, en mesta athygli vakti þó. þegar Geidar Aliyev, 49 ára gamall leiðtogi kommún- ista í Azerbaijan, var skipaður fyrsti varaforsætisráöherra. Al- mennt var þá talið, að hann ætti að taka fljótlega við af hinum 77 ára gamla forsætisráðherra, Nik- olai Tikhanov. Það er talið að barátta And- ropovs fyrir bættum framleiðslu- háttum hafi borið nokkurn ár- angur og benda hagtölurnar fyrir janúarmánuð til þess. Hinsvegar kemur fréttaskýrendum yfirleitt saman um, að miklu mciri breyt- ingar séu nauðsynlegar og þá reyni fyrst á, hvort Andropov geti eitthvað lagað kerfið, þcgar hann rcynir að koma þeim fram. Eins mikil hætta þykir á, að þá sæki í gamla horfið. ÝMSAR breytingar mátti fljótlega marka á stefnunni út á við eftir að Andropov hófst til valda. Þetta kom m.a. fram varð- andi viðræðurnar um meðal- drægu eldflaugarnar í Evrópu. Rúmum mánuði eftir valda- töku hans, buðu Sovétríkin að fækka meðaldrægum eldflaugum í Evrópu til jafns við samanlagð- ar meðaldrægar eldflaugar Breta og Frakka. Óneitanlega gengu Rússar mun lengra en áður til samkomulags meö þessu tilboði. Slík niðurstaða myndi þó verða þeim hagstæð. Þetta tilboð markar athyglisverðan viðræðu- grundvöll. en ckki endanlegan samningsgrundvöll. Ríkisstjórnirnar í Vestur-Evr- ópu hafa viljað svara þessu til- boði með jákvæðu gagntilboði. Þær hafa enn ekki fengið Reagan til að ganga nema lítið skref til móts við það. Jafnframt hefur Reagan kallað Sovétríkin full- trúa hins illa og boðað vígbúnað- arkeppni í háloftunum. Þetta hefur aukið-tortryggni Rússa, sem var næg fyrir. Eins og nú horfir, bendir margt til þess, að ekkert sam- komulag náist um meðaldrægar eldflaugar, en í stað þess magnist ’ vígbúnaðarkapphlaupið. Það yrði Andropov óhagstætt. því að ■ Andropov. hann þarf að vcrja fjármagninu í vaxandi mæli til framfara innan- lands. Tortryggni Rússa í garð vcst- rænu ríkjanna cr hins vegar svo mikil, að þcir myndu sennilcga nú sem fyrr taka á sig auknar byrðar vegna vígbúnaðar. Málflutningur Reagans auð- vcldar Andropov að fá almcnn- ing til að sætta sig við vígbúnaö- arkapphlaupið. cf sú yrði niður- staðan, að það færðist í aukana. Andropov lét það í Ijós í viðræöum við einræðishcrra Pakistans og ýmsa fleiri fljótlega eftir valdatöku sína. aó hann vildi ná samkomulagi um Afgan- istan, scm cr orðið Rússum þungur baggi. Viðræður um þetta eru nú að hefjast undir forustu Sameinuðu þjóðanna, cn Rússar cru orðnir svo flæktir í eigin neti íAfganist- an, að flestar útgönguleiðir verða þeim erfiðar. Hætt cr því við, að Afganistan verði þeim áfram. crfiður baggi, a.m.k. í náinni framtíð. Viðræöur við Kínvcrja voru hafnar áður en Andropov tók við forustunni. Hann hcfur látið í Ijós áhuga á bættri sambúð viö Kínvcrja. Margt bcndir þó til að þaö taki langan tíma að ná sæmilcgum árangri, þótt hcldur miöi í þá átt, cn hingaö til hcfur það þó vcrið mcira í oröi cn á borði. í Austur-Evrópu, cjnkum þó í Póllandi, hefur ekki dregið úr hinum cfnahagslegu erfiðleikum. Pólitísk vandamál fylgja í kjöl- farið. Þannig cr staða Andtopovs og Rcagans ckki ólík að því lcyti, aö lítið sér út úr þcim crfið- lcikum, scm við er að fást, bæði inn á viö og út á við. Það virðist ekkert sældarbrauð að vera leið- togi risaveldis. VAFALAUST gildir (rað líka um Andropov eins og Reagan, aö þeir valdamenn og ráðunaut- ar. sem liann hefur við hliö sér. eru ekki sammála um lciðir til lausnar hinum margháttuðu vandamálum. Þar mun bæði að finna hauka og dúfur, líkt og vestanhafs. Ólíklegt er, að Andropov sé cnn búiiin að ná svipaöri stöðu og Stalín, að gcta ráðið einsam- all. Enn viröist hann ekki hafti náð lengra i framkvæmdaráði flokksins, cn að vcra fremstur meðal jalningja. eins og upphal- lcga var sagt um Brésnjcf. Vafasamt er að Andropov nái lengra. Þar er m.a. aldurinn til fyrirstöðu. Andropov vcrður 69 ára á þessu ári. Við þetta bætist að heilsa hans e.r ckki talin traust, þótt crfitt sé að fullyrða um það af þeim mismunandi sögusögnum, scm gcngið liafa um hcilsufar hans. Þaö vakti t.d. mikla athygli í síðastliönum mánuöi, að hanri kom hvcrgi viö sögu í 10 daga cða frá 15. marz til 25. marz. Sennilegast þótti, að fjarvcra hans stafaði af cinhvcrjum vcik- indum. Fréttaskýrcndur hafa síðan grafið það upp, aö Andropov hafi haft óvcnjulegar fjarvistir tvö síðustu árin. Þctta cr byggt á því, að rússncsk blöð fylgjast vel mcð hvcnær lciðtogar cru á sjónarsviðinu. Samkvæmt þcssum heimildum var Andropov fjarvcrandi 1982 frá 29. janúar til 1. marz, frá 25. marz til 22. apríl og frá 1. scptcmbcr til 26. októbcr. Á árinu 1981 virðist hann hafa vcrið fjarvcrandi frá því snemma í júlí og fram í miðjan ágúst og síðan frá 25. ágúst til 6. nóvem- bcr. Það gerðist á nteðan Andro- pov kom ekki fram á sjónarsvið- ið í síðastliðnum mánuði, að Gromyko var skipaður fyrsti vara- forsætisráðherra við hlið Aliy- evs. Sumir tclja að það hafi styrkt Andropov, því að þeir Gromyko og Andropov virðast hafa verið samherjar hin síðari ár- Aðrir telja, að Gromyko hafi verið settur við hlið Aliyevs til þess að hann yrði ekki of áhrifa- mikill, en flest var áður talið benda til þess, að Andropov ætlaði Aliyev forsætisráðherra- embættið. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.