Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 19S3 9 fréttafrásögn ■ Chicago á sér ekki stolta stjórnmála- sögu. Pólitísk fyrirgreiösla, spilling og hrein kosningasvik eru jafn þekktir þætt- ir í borgarsögunni og eldurinn sem brenndi mestan hluta borgarinnar 1871. Carl Sandburg og A1 Capone. Flókið og öruggt fyrirgreiðslukerfi var styrktarstöðin í svonefndri vél demó- krata, sem Richard J. Daley kom upp á ferli sínum sem borgarstjóri Chicago í tvo áratugi. Þessi vél felldi og fékk kosna hvaða héraðsframbjóðendur sem henni þóknuðust, réði að líkindum úrslitum í forsetabaráttu þeirra Kennedys og Nixons, og tryggði Daley sjálfum óhemjumikil pólitísk völd, á borgar- fylkis- og landsvísu. Óhreinindin hurfu ekki með Daley. Þegar Adlai Stevenson þriðji reyndi að fella Jim Thompson úr embætti fylkis- stjóra Illinois, fyrir nokkrum mánuðum síðan, reyndist ógerlegt að Ijúka talningu atkvæða frá Chicago fyrr en nokkrum vikum eftir kjördag, vegna þess að urmull atkvæða hafði blotnað og skemmst, talningavélar störfuðu skringi- lega, og dómstólar fjölluðu um gagn- ■ „Borgin vindasama", eins og Chicago er stundum nefnd. Verður Harold Washington næsti borgarstjóri, eða nægir Bernard Epton kynþáttaandúðin? Jane Byrne hefur að líkindum sagt sitt síðasta orð að sinni. Svört barátta í Chicago kvæmar ásakanir frambjóðendanna um kosningasvik og kröfur um endurtaln- ingu. Östaðfestar sögur birtust í fjö1- miðlum um atkvæðaseðla sem sést hefðu fljóta eftir Chicago-ánni áleiðis í Michiganvatn. Orðatiltækið að „stela kosningum" hefur enn lifandi merkingu í Chicago. í nýlegum forkosningum demókratasak- aði einn frambjóðendanna sitjandi borg- arstjóra, Jane Byrne, um að hafa látið seinka ferðum borgarlesta, í ákveðið borgarhverfi, til þess að kjósendur þar, sem álitnir voru andsnúnir borarstjóran- um, kæmust ekki í tæka tíð á kjörstað. Þannig hefur til skamms tíma ríkt andrúmsloft frumskógarins í pólitík borgarinnar. Tortryggnin hefur verið á háu stigi, tilgangi valdsins helguð óvönd- uð meðul. Svartur og hvítur Með þennan þunga sögulega bagga á herðunum stendur Chicagoborg nú frammi fyrir nýjum borgarstjórnarkosn- ingum, þann 12. apríl. í aðdraganda kosninganna hefur mátt sjá mörgum gömlum brögðum beitt, en að ýmsu leyti, eru aðstæður breyttar. Gamla demókratavélin er ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri tíð, enda hafa staðið átök uin forræði fyrir henni allt síðan gamli Daley féll frá fyrir 7 árum. Jane Byrne, núverandi borgarstjóri, þóttist hafa náð tökum á vélinni en Richard Daley yngri var ekki sömu skoðunar og gerði tilkall til föðurarfsins með því að bjóða sig fram á móti Byrne í forkosningum demókrata fyrir nokkrum vikum. Niður- staðan í forkosningunum varð hins vegar sú að hvorki Byrne né Daley sigruðu. Því verðurenginn fulltrúi vélar- innar í kjöri til borgarstjóra að þessu sinni. Við önnur eins þáttaskil vonuðust margir eftir ferskri byrjun. lítið eitt vandaðri pólitík. En vonir þeirra hafa brugðist. Kosningabaráttan er að vísu ólík þeim sem áður hafa verið háðar, vegna þess að hvorki frambjóðandi dem- ókrata, Harold Washington, lögfræð- ingur og þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, né frambjóðandi rep- úblikana, Bernard Epton, lögfræðingur og fulltrúi á fylkisþingi Illinois, geta nú misnotað borgarkerfið sér til framdrátt- ar. En ný lágkúra hefur tekið við. Kosningaslagurinn hefur þegar vakið landsathygli og boðið af sér illan þokka vegna þess að kynþáttafordómar hafa sett svip á hann. Sumir hafa átt erfitt með að trúa því að þessi slagur stendur ekki í einhverju Suðurríkjanna, heldur við eitt af vötnunum miklu þaðan sem í góðu skyggni má sjá norður til kanadisku landamæranna. Megin kosningamálið hefur orðið litarháttur frambjóðend- anna. Washington-er dökkur á hörund, Epton er hvítur. Hrópaður niður Skýrasta dæmið um eðli baráttunnar er frá pálmasunnudegi, og skal hér rakið lauslega eftir blöðum. Harold Washington hugðist þiggja boð föður Ciezadlo, kaþólsks prests í norðvesturhluta borgarinnar, þar sem hvítir eru í miklum meirihluta, um að koma í messu. - Prestur hafði einnig boðið Epton, en hann hafnað boðinu. - Washington hafði í fylgd með sér Walter Mondale, fyrrum varaforseta, sem var staddur í borginni til að styðja framboð hans. En þegar þeir Washington og Mondale komu að kirkjunni við Melvina Avenue, beið þeirra hópur fólks, líklega um 200. Þetta voru ekki stuðningsmenn heldur báru þeir flestir spjöld með nafni Eptons. Og þeir létu andúð sína á gestunum í Ijós með háreisti. Svo aðgangsharður var hópurinn, og óvandaður í orðavali, að þeir félagar ákváðu að hverfa af vettvangi, heldur en að hætta á frekari vandræði, ef ekki beitingu ofbeldis. Borgarstjóraefnið, og varaforsetinn fyrrverandi höfðu í reynd verið hrópaðir niður. Nokkrir þátttakendur í hrópinu reyndu eftir á að réttlæta hegðun sína með því að segjast hafa verið að mót- mæla stuðningi Washingtons við fóstur- eyðingar. En faðir Ciezadlo gerði þá skýringu að engu þegar hann upplýsti að Epton og Washington hefðu nákvæm- lega sömu afstöðu til fóstureyðinga. „Ég hef verið prestur hér í 37 ár,“ bætti Ciezadlo við,“ en kannski hef ég ekki komið boðskap mínum til skila. Mér þykir leitt að viðurkenna að sum sóknarbörn mín eru haldin fordómum. “ Til þess að átta sig betur á að hér var um nýjan kapítula í sögu borgarinnar að ræða sannreyndu menn við söguskoðun að aldrei hefði hvítur frambjóðandi verið hrópaður niður í hverfum þar sem svartir búa nær eingöngu. Epton hefur reynt að sverja af sér tengsl við ævintýrið í Melvina Avenue, og við önnur not af kynþáttafordómum í kosningabaráttunni. Hann hefurvitnað til atvika sem átt hafa að sýna frjálslynd- ar skoðanir hans sjálfs í kynþáttamálum, og sagst m.a. hafa lagt á sig ferð til Alabama til að taka þátt í göngu með Martin Luther King á sjöunda áratugn- um. En gögn um afstöðu hans til mála á fylkisþingi Illinois sýna að hann hefur heldur betur færst í íhaldsátt frá þeim tíma. Sjónvarpsauglýsingar hans í kosningabaráttunni hafa verið skreyttar lykilorðum. sem hafa augljósan kynþáttaboðskap, eins og: „Epton - áður en það er of seint." Dagblaðið Chicago Tribune tók svo sterkt til orða í leiðara fyrir skömmu að barátta Epto- ns höfðaði „til þess versta sem til er í Chicago." Skipt borg Tortryggni milli kynþátta og þjóð- félagshópa er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í Chicago. Það nægir að aka um borgina vítt og breitt til að átta sig á hversu vendilega hún skiptist í hverfi cftir— kynþáttum og þjóðaruppruna þess fólks sem þar býr. Blökkufólk býr aðal- lega í austurhluta borgarinnar, en suð- vesturhlutinn og norðvesturhlutinn eru að mestu byggðirhvítum. Hvítu hlutarn- ir skiptast svo í smærri hverfi eftir því hvort fólk er af írskum, pólskum, eða ítölskum ættum. Eitt hverfið gengur undir nafninu „Litla Holland," og kín- verska hverfið er greinilega afmarkað. Svo eiga spænskumælandi aðallega frá Mexikó og Puerto Rico, sitt hverfi. Það sem meira er. lengi hefur viðgeng- ist að fólk hafi valist að nokkru leyti til embætta innan demókrataflokksins og borgarkerfisins eftir því hvaða borgar- hóp þeir tilheyrðu. írar hafa löngum verið valdastéttin í Chicago, en bæði Daley og Byrne komu úr þeirra röðum. Hins vegar hafa Pólverjar átt rétt á embætti skrifstofustjóra borgarinnar. Blökkumenn hafa aftur á móti jafnan setið í fáum embættum, þrátt fyrir að þeir hafi í fimmtíu ár átt drjúgan þátt í að tryggja demókrötum sigur í kosning- um. Það hefur oft verið gengið fram hjá þeim, eins og gerðist á síðasta ári þegar innanhússleit hjá lögreglunni leiddi í ljós að þrír svartir lögreglumenn væru hæf- astir til að taka við embætti yfirlögreglu- manns, en Byrne borgarstjóri gekk fram hjá þeim öllum og valdi hvítan. Þessi saga ligguraðbaki kosningaheits Harold Washingtons nú um að allir borgarhóparnir skuli í framtíðinni „eiga jafnan hluta að borgarkerfinu." hún kann sömuleiðis að varpa ljósi á ásakanir Byrne borgarstjóra um að Washington hyggist „rífa niður borgarkerfið." Sterkasta aflið „Washington keppir ekki að því að verða borgarstjóri svartra í Chicago, og heldur ekki hvítra í Chicago. Hann sækist eftir því að verða borgarstjóri allra Chicagóbúa,“ sagði Jay Jackson, blaðafulltrúi Washingtons er ég ræddi við hann í höfuðstöðvum frambjóðand- ans við Jackson Avenue í miðri borginni í páskavikunni. Jackson og aðrir forkólfar framboðs- ins geta þó hvorki né vilja horfa fram hjá því að Washington byggir fylgi sitt að langstærstum hluta á svörtum íbúum Chi- cago, og er fulltrúi þeirra. Talið er að hann nafi hlotið stuðning 80% þcss blökkufólks sem þátt tók í forkosning- um demókrata. Blökkufólk getur orðið 'myndaö gcysi- stcrka pólitíska fylkingu í borginni. Nú munu 40% afskráðum kjósendum borg- arinnar vera svartir. (Hér í landi verður fólk að skrá sig formlega á kjörskrá, nokkrum vikum fyrir kosningar, enginn cr skráður sjálfkrafa.) Sigurmöguleikar Washingtons byggjast á því, scgja þeir scm raunsæir eru, að hann hljóti aftur jafn ákveðinn stuðning blökkufólksins og í forkosningunum, og a.m.k. fimmt- ung af öðrum borgarhópum til viðbótar. Kreppureiði Svo ótrúlega sem það kann að hljómá þá er það mcst Ronald Reagan og stjórn Repúblikana að þakka hvað hlökku- menn hafa orðiö sterkt pólitískt afl á síðustu misserum, í Chicago sem annars staðar í landinu. Þeim hefur fundist að sér hert, og séð nauðsyn þess að fylkja sér saman. Reagan hefur gert beina atlögu að viðkvæmum framfaramálum svarta minnihlutans, lagst gegn þving- aðri blöndun í skóla landsins, og reynt að veikja svokölluð kosningaréttarlög, sem frá því á sjöunda áratugnum hefur verið ætlað að auðvelda þátttöku minni- hlutahópa í kosningum. Reagan hefur einnig skorið verulcga niður ýmis hjálparprógröm ríkisins, svo sem fátækraaðstoð, matvælaaðstoð, og lögfræðihjálp, sent hafa verið blökku- fólki mikilvæg vegna erfiðrar þjóðfélags- stöðu, sprottinni af aldagömlu misrétti. Síðast en ekki síst hefur Reagan efnt til róttækra samdráttaraðgerða í efna- hagslífinu, sem alið hafa af sér lengstu og dýpstu kreppu í Bandaríkjunum frá því á fjórða áratugnum. Það gildir einu hvaða mælikvarði er notaður. Þessi kreppa sem gerði í fyrra 24 þúsund fyrirtæki gjaldþrota, hefur leitt til þess að þriðjungur af framleiðslutækjum þjóðarinnar er ekki nýttur, og kom fjölda atvinnulausra í 12 milljónir um síðustu áramót, atvinnuleysingjafjöld- inn hefur ekki verið meiri síðan Frankl- in Roosevelt tók við þrotabúi Herbert Hoovers. Fjöldi heimilislausra hefur að sama skapi aukist, er um 2 milljónir í öllu landinu, þar af um 25 þúsund í Chicago. Krepputíðin hefur eins og vænta má lagst sérlega þungt á blökkufólk, eins og sjá má af því að á meðan hlutfall atvinnulausra af öllu vinnusæknu fólki í landinu hefur um skeið verið 10-11%, hefur atvinnuleysishlutfall blökkumanna verið ríflega 20%. Það er aftur á móti demókrataflokkur- inn sem finnur mest fyrir, og gæti síðar hagnast mest á hinu nýja afli blökku- manna í Chicago; Flokkurinn er nú klofinn í borginni, og sjö af fimmtíu hverfaformönnum hans hafa lýst stuðn- ingi við Epton, frambjóðanda republik- ana. En demókrataflokkinn þyrstir í að njóta stuðnings samstæðrar fylkingar blökkuíólks, ekki síst á næsta ári, þegar á ný verður kosið um forseta, og auk þess mörg þingsæti og fylkisstjóraemb- ætti. Bíði Harold Washington ósigur óttast margir að blökkufólk fái á tilfinn- inguna að svindl sé í spilinu innan demókrataflokksins; þcgar þeirra fólk sé í framboði skorti flokkinn áhuga og kraft til að fá það kosið, jafnvel á hefðbundnum demókratasvæðum eins og Chicago. Því muni það síðar ineir kjósa að sitja heima. Það cr því ekki undarlegt að leiðtogar flokksins, þ.á.m. flestir vonbiðlar fiokksins um útncfningu til forseta, hafi flykkst til Chicago undanfarnar vikur til að styðja Harold Washington. Persónugallar? Keppni Washingtons ogEptons hefur lítið sem ekkert snúist um borgarmál- efni, en hún hefur ekki eingöngu fjallað um kynþáttamálið, Vaxandi athygli hafa vakið skattayfirsjónir Washingtons fyrr á árum. Honum mun hafa yfirsést í ntu ár aða tclja fram til skatts. Ekki þar með sagt að hann hafi ekki greitt skatt, eiu mistökin gerðu það samt að verkum að hann varð að sitja í mánuð í fangelsi eftir að skattadómstóll hafði tckið málið til meðferðar. „Við höfum sagt allt sem við þurfum að segja um þessar yfirsjónir. Washing- ton hc-fur sagt að þær séu vissulega réttmætt kosningamál. En við höfum gert rækilega grein fyrir hvað mistökin þýddu, og fyrir allt tímabilið skuldaði hann 500 dollara í skatt. Viö vonum að málið sé fyrnt, og fólk sé tilbúið til að fyrirgefa mistökin," upplýsti Jay Jackson. Ýmsir telja að skattamálið muni gefa hvítum dcmókrötum tylliástæðu til að standa með rcpúblikönum í kosningun- um. Ekki svo aö skilja að Epton geti státað af flekklausum fcrli. Hann hcfur verið sakaður um aö draga taum tryggingafé- laga í starfi sínu á Illinosþingi, en það er einmitt á tryggingaviðskiptum scm hann sjálfur hefur orðið vellauðugur. Og hon- um hefur einnig verið borið á brýn að hafa rcynt að hafa ósæmilcg áhrif á dómara í dómsmálum sem snert hafa lögfræðifyrirtæki hans og skjólstæðinga þess. Og daginn sem ég hitti Jay Jackson hafði Epton viðurkennt að hafa tvisvar verið lagður inn á geðdeild sjúkrahúss í Chicago, að því er sagt var vegna inagasárs. „Thomas Eagleton gerði svip- aða játningu þegar hann varvaraforseta- efni McGoverns og grciddi fyrir með að draga framboðið til baka,“ sagði Jackson og brosti við. Báðir hafa frambjóðendurnir til að bera marga kosti sem vega á móti þessuru göllum. Washington hefur til að mynda hlotið lof fyrir löggjafarstarf sitt, og var af blöðum valinn í hóp tíu bestu fulltrúa á Illinoisþingi, fyrrá ferli sínum. Hann er orðlagður fyrir mælsku sfna. Beðið um frið Fjölmennt lögreglulið mun á kosningadaginn og nóttina reyna að sjá til þess að sá sem héfur réttilega unnið kosninguna verði næsti borgarstjóri Chicago, og koma í veg fyrir að nokkur „steli kosningunni". Þeir verða minning1 um þann skugga sem leggur af pólitískri sögu borgarinnar. Faðir Ciezadlo lét menn á páskadag heyra hvaða áhrifum hann vonaðist eftir af þessum kosningum; „Af öllum borgar- stjórum sem við höfum haft þá held ég að Washington hafi besta möguleika á að innleiða frið og samvinnu í Chicago.“ Jónas Guðmundsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.