Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjolfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvoldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Atvi n n uley sispost- ular Geirsliðsins ■ Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur knú- ið fram bráðabirgðalög um fjárhagslega aðstoð við fyrirtæki í sjávarútvegi. Markmið þessara aðgerða er að koma í veg fyrir stöðvun fyrirtækjanna næstu daga og vikur og þar með atvinnu- leysi víða um land. Ljóst er að án þessara aðgerða hefði fjöldi fólks misst atvinnu sína á næstunni. Gömlu leiftursóknarpostular Geirsliðsins í Sjálfstæðisflokknum afhjúpa skeytingarleysi sitt um atvinnu fólks með andstöðu sinni við þessar ráðstafanir. Morgunblaðið gengur svo langt að kalla þessi nauðsynlegu bjargráð „kosningasjóð“ Framsóknarflokksins. Lengra er varla hægt að ganga í flokkspólitísku ofstæki. Hins vegar þarf þessi afstaða Geirsliðsins ekki að koma á óvart. Hún afhjúpar aðeins hið rétta eðli forystumanna Sjálfstæðis- flokksins - það eðli sem reynt er í kosningabaráttunni að breiða yfir til að villa um fyrir kjósendum. Þetta er eðli leiftursóknarinnar gegn lífskjörunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í kosningun- um 1979. Þeirri leiftursókn var hafnað af kjósendum. Sjálfstæðis flokkurinn vék hins vegar ekki frá þeirri stefnu; hann faldi hana bara og hyggst draga hana upp eftir kosningar ef hann kemst í stjórnaraðstöðu. Þetta ætti þjóðin að vita m.a. vegna þess að Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, staðfesti þetta í eftir- minnilegri kveðjuræðu sinni á Alþingi fyrr í vetur. Þá sagðist forsætisráðherra hrjósa hugur við að heyra það kæruleysi, sem oft kæmi fram í tali sumra Geirsmanna „um þetta geigvænlega böl atvinnuleysisins, eins og það snerti ekki einn einasta hjartastreng í brjóstum þeirra“. Nei, atvinnuleysi snertir ekki „einn einasta hjartastreng í brjóstum" ráðamanna Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna eru lág- marksráðstafanir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi víða um land fordæmdar af Geirsliðinu. Þar lifir enn trúin á „hæfilegt atvinnuleysi" í anda Margrétar Thatchers, og trúin á leiftursókn gegn lífskjörunum. Kjósendur þurfa nú að varast þá stefnu, og boðbera hennar, engu síður en í kosningunum 1979. Víðtæk samstaða er nauðsynleg Haraldur Ólafsson, dósent, skipar annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík. í ítarlegu viðtali, sem birtist í Tímanum um helgina, fjallar hann m.a. um nauðsyn þess að ná víðtækri samstöðu eftir kosningar um stefnu Framsóknarflokksins í efnahagsmálum. „Það, sem við viljum ná fram í efnahagsmálum, er fyrst og fremst að hægja á verðbólgunni, sem sannarlega er að grafa undan öllum atvinnurekstri í landinu", segir Haraldur Ólafsson í viðtalinu. Hann bendir á að hindra verði víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, og draga úr opinberri fjárfestingu. Einnig vekur hann athygli á því, að erlendar skuldir landsmanna eru orðnar svo miklar, að þær geta gert erfitt fyrir um ýmsar framkvæmdir á næstu árum ef ekki verði gripið í taumana strax. „Þessu takmarki okkar, að vinna bug á verðbóigunni, teljum við að ekki verði náð nema með nokkurs konar þjóðarsamningi, samkomulagi milli hagsmunaaðila. Við þurfum að koma á bæði verðstöðvun og stöðvun kauphækkana, og hindra hækkun búvöru og fiskverðs, og koma á jafnvægi í peningamálum. Við vitum að þetta er hægt og við vitum líka að margt af þessu er bókstaflega nauðsynlegt vegna þess, hve þjóðarframleiðsian hefur dregist saman. Ég held að æskilegast væri að mjög víðtæk samstaða, jafnvel þjóðstjórn, tækist til að hrinda þessu í framkvæmd“ sagði Haraldur Ólafsson ennfremur. Þótt ekki virðist miklar líkur nú í miðri kosningabaráttunni á að víðtæk samstaða náist um nauðsynlegar aðgerðir í efnahags- málum, þá hljóta ábyrgir menn að sjá hversu brýnt er fyrir þjóðfélagið að sú almenna samstaða, sem Haraldur Óíafsson talar hér um, náist strax að kosningum loknum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur sínar um efnahagsaðgerðir til tveggja ára. Á grundvelli þeirra ætti að vera hægt að ná þjóðarsamstöðu um baráttu gegn verðbólgunni og verndun atvinnu og lífskjara landsmanna. -ESJ skrifad og skrafað Full atvinna er veigamesti árang- urinn ■ Helgi H. Jónsson skipar annað sæti á lista framsókn- armanna í Reykjaneskjör- dæmi. í grein sem hann skrifar í Ingólf lítur hann yfir hið pólitíska svið, nú þegar þáttaskil eru í vændum. Hann rifjar upp það sem áunnist hefur og miður hefur farið í stjórnarsamstarfinu og skrifar m.a.: Nú, þegar stjórnarsam- starfinu er í reynd lokið og menn eru sem óðast að tygja sig til kosningabaráttu, hljótum við að glöggva okk- ur á reikningsskilum þeirrar. ríkisstjómar sem verið hefur við völd undanfarin ár. Mér er engin launung á því, að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hennar í efnahagsmálum. Stjórnin lagði upp með gott veganesti í þeim málum, efnahags- stefnu, sem að verulegu leyti var byggð á tilllögum fram- sóknarmanna. Þegar til átti að taka, reyndist stjórnin þó ekki megnug þess að halda á efnahagsmálum í samræmi við þær tillögur. Tvær góðar atrennur voru þó gerðar í þeim anda og í bæði skiptin kom í ljós, að árangurinn varð eins og til var ætlast - vérðbólgan minnkaði, án þess að kaupmáttur rýrnaði. Mönnum hefur verið gjarnt að kenna þvergirðings- hætti Alþýðubandalagsins einum saman um, að ekki tókst betur til. Og það er auðvitað rétt, svo langt sem það nær. Alþýðubandalaginú virðist eins og fyrri daginn um megn að skilja orsaka- samhengi í efnahagsmálum. En hinu má ekki gleyma, að fleiri skipa þessa ríkisstjórn með framsóknarmönnum en alþýðubandalagsmenn. í henni sitja líka sjálfstæðis- menn. Og ekki verður komist hjá því að minna á, að þeir hafa ekki veitt ráðherrum og þingmönnum Framsóknar- flokksins þann stuðning sem nauðsynlegur var, ef knýja átti Alþýðubandalagið til þess að taka þátt í aðgerðum í efnahagsmálum. Málefnalega er staða Framsóknarflokksins því góð, en mér sýnist fulljóst eftir þetta stjórnarsamstarf, að forystumenn flokksins verða eftirleiðis að sýna meiri snerpu í stjórnarsamstarfi. Alþýðubandalagið virðist því miður ekki skilja annað tungumál en hörku, og ráð- herrar sjálfstæðismanna hafa látið sér lynda að sitja með hendur í skauti. Mikilvægasti árangur þess- arar ríkisstjórnar er sá, að henni hefur tekist að bægja atvinnuleysi frá - og það er sannarlega mikils vert. Tæp- ast er nokkurt böl svartara en stórfellt atvinnuleysi eins og nágrannaþjóðir okkar hafa rækilega fengið að kenna á. þar ganga tugir milljóna manna atvinnulausir. At- vinnuleysi er ekki aðeins spurning um efnahag fólks. Ekkert er jafn sálardrepandi og siðspillandi og atvinnu- leysi. Margir fslendingar þekkja atvinnuleysi ekki af eigin raun. En nú stöndum við ef til vill á vegamótum í þeim efnum. Stjórnarstefna á næstu árum ræður miklu um það hvernig til tekst í atvinnumálunum. Full á- stæða er til þess að hvetja alla, og þá ekki síst ungt fólk, til þess að skoða hug sinn vel með tilliti til þess hvaða flokkur er líklegastur til þess að hamla gegn atvinnuleysi í framtíðinni, áður en það merkir við á kjörseðlinum. Reynsfan erlendis sýnir, að það er ekki hvað síst unga fólkið, sem er að byrja að vinna, og svo þeir sem teknir eru að reskjast, sem verða fyrir barðinu á atvinnuleys- inu. Framsóknar- flokkurinn þarf aukinn styrk Nú eru ýmsar blikur á lofti í íslenskum þjóðmálum, sem fyrr er varir geta breyst í skrugguél, ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna er mikilvægt, að menn geri sér nú glögga grein fyrir því og íhugi það vel, hvernig þeir ráðstafa atkvæðum sínum. Efnahags- og atvinnu- stefna framsóknarmanna miðar að því að hefta verð- bólguna án atvinnuleysis. Sá tími er liðinn, þegar hluti landsmanna gat leyft sér með nokkrum rétti að hugsa sem svo, að verðbólgan færði þeim gróða. Nú er hún öllum til bölvunar, einstaklingum og fyrirtækjum. En til þess að bregðast við henni, þarf meira en vilja og heillavæn- lega stefnu. Það þarf afl - þingstyrk. Þann styrk þarf Framsóknarflokkurinn að fá. Vilji, kjarkur, heilindi Grein sinni lýkur Helgi með þessum orðum: Að ýmsu leyti er skiljan- legt, að margir kjósendur séu orðnir hvort tveggja, leiðir og reiðir, vegna margvíslegra einkenna í íslenskum stjórn- málum, sem reyndar eru einnig alþekkt fyrirbæri ann- ars staðar. Auðvitað þar oft - og oftar en ekki - að miðla málum í íslcnskum þjóðmálum eins og jafnan hlýtur að vera í lýðræðisþjóðfélagi. En mála- miðlanir sem ekki eru annað en útþynning um útvötnun á hugmyndum, sem í upphaf- legri mynd kunna að hafa verið góðar, eru stundum verri en ekki. Fólk er skiljanlega búið að fá sig fullsatt á stjórnmála- mönnum, og flokkum, sem segja eitt í dag, en annað á morgun - eitt í stjórnarand- stöðu en annað í stjórn. Vilja þurfa menn að hafa, einnig kjark til þess að standa við skoðanir sínar, jafnvel þótt það kunni að kosta þá einhver atkvæði og hugsan- lega stundaróvinsældir, og heilindi eru til þess að söðla ekki um frá einum degi til annars af ótta við mögulegan atkvæðamissi. Vilji, kjarkur og heilindi - í þeim orðum felast þær eig- indir sem eiga að vera í öndvegi í íslenskum stjórn- málurn." starkaður skrifar AÐVARANIR HAFA AHRIF ■ FORYSTUMENN stjórnmálaflokkanna og annarra fram- boðsaðila mættu í útvarpinu á iaugardag og sunnudag til þess að svara spurningum fréttamanna um helstu kosningamál og þær lausnir, sem flokkarnir leggja áherslu á að því er varðar helstu vandamál, sem við er að etja og takast þarf á við eftir kosningarnar. Það vakti nokkra athygli í þáttum þessum, að svo virðist sem aðvaranir Framsóknarflokksins um hvílíkt glapræði sé að efna til tvennra kosninga á þessu sumri á meðan efnahagsmálin bíða órlausnar, séu farnar að hafa áhrif á forystumenn annarra flokka. Þeir virðast vera farnir að gera sér grein fyrir því ábyrgðarleysi, sem tvennar kosningar í sumar cru. Það var sem kunnugt er eitt meginmál Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins á síðasta þingi að knýja fram tvennar kosningar á þessu sumri án tillits til þess, hvort eitthvað yrði gert í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar eða ekki. Það eru vissulega ánægjuleg tiðindi ef forystumenn þessara flokka eru nú loks að átta sig á því, að sú stefna þeirra er glapræði. Batnandi mönnum er best að lifa, og vonandi fer svo, að forystumenn þessara flokka átti sig sem fýrst á því að í öðrum málum er einnig skynsamlegast að fara að stefnu Framsóknar- flokksins. Þá kynni að nást eftir kosningar sú þjóðarsamstaða um aðgerðir í efnahagsmálum, sem er flestu öðru nauðsyn- legra. SVAVAR Gestsson mætti í útvarpið fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins. Þar eins og annars staðar í áróðri Allaballanna að undanförnu gætti aðeins árásar á einn flokk: Framsóknar- flokkinn. Svavar var ekki að berjast við íhaldið, heldur Framsóknarflokkinn, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni. Auðvitað mega framsóknarmenn láta sér það vel líka, því það sýnir að Allaballar óttast stefnu og ábyrg vinnubrögð Fram- sóknarflokksins og átta sig á því, að flokkurinn á af þeim sökum góðan hljómgrunn. En það afhjúpar líka leynda þrá forystu Alþýðubandalagsins: drauminn um sögulegar sættir, um samstjórn með íhaldinu. Þess vegna tala forystumenn Alþýðubandalagsins ekki iUa um Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir. Þess vegna ráðast þeir bara að Framsóknar- flokknum. Það má ekki skemma fyrír möguleikanum á sögulegum sáttum íhalds og komma eftir kosningar. ÓLAFUR Jóhannesson svaraði spurningum af hálfu Fram- sóknarflokksins í þessum útvarpsþætti og gerði þar Ijósa grein fyrír tillögum flokksins um aðgerðir gegn verðbólgu og til verndar atvinnu landsmanna. Sú stefna er skýr og augljós og nýtur vaxandi stuðnings meðal almennings, sem gerir sér grein fyrír því að hún er raunhæf og tU þess fallin að draga skipulega úr verðbólgunni án þess að leiða tU atvinnuleysis. Ólafur svaraði spurningum fréttamanna af hUdeysi og ákveðni og mUrílli þekkingu á málefnum þjóðfélagsins. Slík þekking var hins vegar ekki tU staðar hjá sumum öðrum forystumönnum, sem mættu tU leiks. Sérstaklega var þó áberandi hvað fuUtrúar KvennaUstans voru upplýsinga- og stefnulausir um öll helstu vandamál íslensks þjóðfélags í dag. Þaðan er sýnUega ekki að vænta lausna á verðbólgumálum eða aðgerða tU að tryggja fuUa atvinnu í landinu. -Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.