Tíminn - 30.12.1930, Síða 2
268
T 1 M I N N
fengið farm með skipinu heim, og
var það gott ofanálag á þeirri tíð.
Frá kaupmennsku- og braskara-
sjónarmiði eru þessi kaup talin
hvít eins og nýfallinn snjór. —
Kveldúlfur kaupir Borg ytra, fyrir
sína peninga. Svo þarf J. M. að fú
skipið fyrir landið og landsins
peninga og þá hefir það hækkað á
markaðnum um 300 þús. kr. og
lilunnindi. Sem kaupahéðinn er Ó.
Thors í sínum fulla rétti með
hækkunina. En fyrir borgara í fá-
tæku landi, sem á ótal hlutvcrk ó-
leyst, er verzlun af þessu tægi
ekki mikið í „sjálfstæðis“átitna.
Ól. Th. liefir haft slór orð og ill
út af því, að landið keypti Súðina
og Þór notuð skip, og bæði svo
ódýr, að kaupverð þeirra saman-
lagt er hér um bil jafnt álagning-
unni á Borg. En Kveldúlfur var
ekki hissa á að kaupa gamalt skip
og meira að segja selja landinu
það með prýðilegri verðhækkun.
Nú er þess að gæta, að Borg reynd-
ist er áleið óliæf til flutninga liér
við land; vélin var of veik til þess
að skipið væri öruggt milh liafna
í ofviðrum hér. Hvað eftir annað
var síðar látið athuga hvort nota
mætti Borg til strandferða hér
eins og Súðina nú, og hvað eftir
annað lýsti Emil Nielsen því yfir,
að hún væri með öllu ófær til þess.
Að lokum var hún seld xir landi
fyrir hér um bil 10% af þvi, sem
Kveldúlfur hafðif fengið fyrir
hana á neyðarstund þjóðarinnar.
íhaldsmenn hafa hneykslast
mjög á því, að nýi Þór skuli vera
8 ára. En þeir voru allshugar glað-
ir yfir gamla Þór, sem var um 20
ára, er hann kom fyrst hér til
lands. Var hann þá keyptur fyrir
meir en 100 þús. kr. og síðan gert
við hann í Kliöfn fyrir nálega 80
þús. kr. Siðan var honurn siglt upp
til Vestmannaeyja á vertíðinni
1920. Ekki er getið um nein óveð-
ur, sem hann hreppti, en skipið
var meir en hálfan mánuð á leið-
inni, varð að leita neyðarhafnar i
Noregi og ausa þurfti hann með
skólpfötum alla leiðina til fslands,
því að dælurnar voru i ólagi,
þrátt fyrir liina dýru viðgerð.
Vestmannaeyjar áttu nú skipið
í sex ár, og höfðu ærinn kostnað
af stöðugum viðgerðum. En árið
1926 ákveður íhaldsflokkurinn að
kaupa skipið sem strandgæzluskip
og var vitað, að Ól. Th. var þess
mjög fýsandi. Hvaða kápphlaup
var þetta? Skipið var þó lcomið
hátt á þrítugsaldurinn. Það var ó-
venjulega kolafrekt, en þó sein-
skreitt. f því var engin lest að kalla
mátti og það var ónothæft bæði til
fiskveiða og flulninga. Það dugði
til þess að gæta báta við Vest-
mannaeyjar, en þó með ærnum
reksturskostnaði.
En Ól. Th. var fús til þessara
skipakaupa. Gamalt skip, óhæft
til veiða og flutninga, kolafrekt,
og þurfandi geysidýrrar aðgerðar.
Ekkert af þessu stóð í vegi fyrir
því að ihaldið beitti sér fyrir kaup-
um á Þór 1926. Skipið var keypt
fyrir 80 þús. kr. og á næstu tveim
árum varð að gera við það fyrir
nálega jafnmikla upphæð. Gamli
Þór var þá orðinn landinu í kaup-
um og viðgerðum nálega eins dýr
og nýi Þór er nú, þó að 20 árum
muni á aldrinum og meir en þriðj-
ung á kolaeyðslu. En ekki g'ekk nú
betur með þessi skipakaup Ól. Th.
en svo, að árið eftir, litlu eftir
stjórnarskiptín, skrifar Friðrik
Ólafsson skipstjóri á Þór og telur
skipið óhæft til strandgæzlu, m. a.
fyrir það, hve seinskreitt það var.
Stjórnin lagði bréfið fyrir þingið,
sem gekk inn á röksemdaleiðslu
Fr. Ól. og ákvað að láta byggja
Ægi. Framkvæmd íhaldsins um
Þór sem strandgæzluskip liafði
staðið liðlega eitt ár, og á meðan
þurfti að lappa upp á skipið fyrir
80 þús. kr.
En hinn virðulegi húsbóndi
Gisla vélstjóra, liinn framboðni
sjálfboðaliði til skipakaupa fyrir
ríkið, Ól. Th., hafði fleiri afreks-
verk á samvizkunni á þessu sér-
staka sviði.
Svo sem margan mun reka
minni til lét íhaldið byggja Óðinn
til strandgæzlu. En er skipið kom
úr smiðjunni var það vanskapað,
i meira lagi. Skipið var allt of
stutt, og svo valt, að því liafði ná-
lega livolft í mynni Siglufjarðar
um mitt sumar, er það var í fyrsta
sinni við gæzlu fyrir norðan. Um
haustið var það sent til aðgerðar
út, og var þá svo lítil trú á sjó-
færni þess að vandamenn skip-
verja bjuggust tæplega við að sjá
skipsmenn aftur hér í þessari til-
veru. Til allrar hamingju fékk
skipið góð veður og komst klak-
laust í þurkvi i Kliöfn. Þá vai leit-
að til Eimil Nielsen hvað gera
skyldi. Hann ráðlagði að lengja
skipið um liðlega 12 fet. Það var
gert, og síðan hefir það reynst við-
unanda sjóskip.
En ílialdið hafði ekki leitað til
reyndra manna eins og E. Nielsen
meðan verið var að teikna skipið
og ákveða gerð þess. íhaldið hafði
þá á að skipa manni í þinginu, sem
taldi sig beinlínis sjálfkjörinn til
að vera ráðunautur flokks síns í
þessu máli. Sá maður var Ólafur
Thors.
Ól. Th. er ináske ekki mjög les-
inn i ritningunni, en þó mun hann
liafa rekið minni til að skaparinn
liafði búið Adam til eftir sinni
mynd. Án samanburðar að öðru
leyti stóð nú svo á að Ólafur átti
að fara að skapa strandvarn iskip.
Og liann gat ekki fundið neilt há-
leitara „ideal“ heldur en togara
Kveldúlfs. Nýja skipið skyldi vera
jafnlangt cg meðal Kveldúlfstog-
ari. En það þurfti að vera drjúgum
hraðskreiðara til að geta elt ttt-
lenda togara úr landhelginni, og
haldið henni lireinni og óspilltri
fjTÍr íslenzkum botnvörpungum.
En úr því skipið átti að vera mildu
hraðskreiðara en togari, þá varð
vélin að vera stærri og þyngri. Og
það var vélin sem steypti Óðni,
eins og Ó. Tli. hafði ákveðið að
hann skyldi vera.
Að þessu athuguðu, er það ekk-
ert undarlegt, þó að hlegið yrði
um íand allt, þegar Ó. Tli. nú
býðst til að annast skipalcaup fyr-
ir ríkið. Hann er sannarlega eng-
inn nýliði í þessum efnum. Enginii
íslendingur hefir eins mikið af
gönuskeiðum og heimskupörum á
samvizkunni í sambandi við
strandvarnir og björgunarmál og
hann. Ól. Th. er á þingi aðalmál-
svari veiðiþjófa í landhelgi. Hann
hefir biðið ósigur í dyggðakapp-
hlaupi við Einar Þorgilsson. Hann
er aðalmaður í því firma, sem seldi
landinu Borg, með þeim atvikum
sem þar að lúta. Hann réði miklu
um það, að landið keypti Þör
gamla, nærri jirítugan, til strand-
gæzlu, ári áður en Friðrik Ólafs-
son dæmdi hann ófæran til strand-
varna. Og hann lét gera Óðinn að
vanskapning lil þess að hann
skyldi líkjast togurum Kveldúlfs.
Húnvetningum þótti skrítið að
sjá Ólaf Thors klæða sig úr treyj-
unni á ræðupalli á Hvammstanga.
Og þeir glöddu hjarta hans með
því að hlæja að fíflalátum hins
pólitiska trúðleikara. Það hefir
líka verið brosað að sætt þeirra
Gísla vélstjóra og Ólafs Thors nú
i sumar, eftir allt sem þar var á
undan gengið. Og það er áreiðan-
lega eftir að brosa töluvert að Ól.
Tli. sem sjálfboðaliða við skipa-
kaup ríkisins. í því efni hefir þessi
smáleikari í íslenzkri pólitík nú
gert meira að fyrir þjóðina alla
heldur en hann gerði fyrir Hún-
vetninga. Þá tók hann af sér vtra
hjúpinn, til þess að gera sig' mátu-
lega skemmtilegan. Með framboði
sínu um að velja nýja „Borg“
handa ríkinu hefir liann afhjúpað
sig svo mjög, að betur verður það
ekki gert. Og með hláturinn getur
liann verið öruggur. Hin þunga al-
vara íslendinga stenst ekki við að
sjá þennan mann, með þessa for-
tið, fara að bjóða þjóðinni lið-
veizlu við skipakaup og siglinga-
mál.
Nokkur orö til Mbl.
og Gísla Jónssonar.
Tæpt ár er nú liðið síðan Skipa-
útgerð ríkisins var sett á stofn. A
þeim tíma hefir Morgunblaðið
ekkert tækifæri látið ónotað til að
spilla fyrir útgerðinni, og er lítill
efi á því, að blaðinu liefir tekizt
að baka landinu stórtjón með þvi
óbeinlínis að hvetja fólk til að nota
lieldur útlendu skipin en þau skip,
er útgerðin hefir yfir að ráða.
I mig persónulega hefir blaðið
verið að narta öðru hverju, og hefi
ég látið mér það i léttu rúmi
liggja. En nú, þegar Þór var
keyptur, virðist blaðið hafa ætlað
að láta til skarar skríða. Ekki var
skipið fyrr komið i höfn undan ó-
veðrinu en sendill blaðsins var
kominn þar um borð. Sjálfsagt
hefir blaðið verið þeirrar skoðun-
ar, að Gísli Jónsson vélstjóri væri
öðrum mönnum betur fallinn til
að breiða út óhróður um skips-
kaupin og' mig persónulega, og er
það eklcert undarlegt, hafi því t. d.,
sem sennilegt er, verið kunnugt
um níðbréfið, sem þessi sami
dánumaður, fvrir nokkrum árum
síðan, skrifaði stjórn Eimskipafé-
lagsins um nær alla yfirmenn á
skipum þess. Fyrir þá framkomu
gagnvart starfsfélögum sínum
hefir G. .1. löngu hlotið dóm að
verðleikum.
Fyrstu blekkingar G. J. voru
uxn skipið sjálft; bjóst hann auð-
sjáanlega við að geta talið fólki trú
um að það væri ill-sjófært og lé-
legt í alla staði. Sú aðferð lians er
kunn orðin. Úr öllum áttum voru
ósannindi hans rekin ofan í hann
aftur með útlendum og innlend-
um óhrekjandi vottorðum. En G.
J. var ekki af baki dottinn fyrir
það. I Morgunblaðinu 19. þ. m.
heldur liann áfram og beinir þar
aðallega árásum sínum á kaup-
verð skipsins.
Þó G. J. sé nú kominn út fyrir
það, sem var aðallega upphaf deil-
unnar, og liin marghröktu ósann-
indi hans ættu að vera nægileg til
að sýna mönnum sem ekki hafa
þekkt G. J. áður (þvi aðrir þurfa
varla sannana við) live mikið er
að byggja á skrifum lians, ætla ég
samt i þetta skifti að svara honum
nokkrum orðum.
í greinum sínum hefur G. J.
haldið fram togaranum „Sindra“;
telur hann vel fallinn til björgun-
arstarfsemi vegna þess live skipið
sé sterkt og vandað. Öðru vísi var
samt litið á það í síðasta togara-
verkfalli. Þá var Sindri gerður út
á línuveiðar, og sú ástæða færð
fvrir því, að skipið væri naumast
nægilega traust til þess að stunda
togaraveiðar að vetri til, enda
skrifar þá eitt af dagblöðum bæj-
arins um það á þessa leið:
„Á línuveiðar er nú togarinn Sindri að
búa sig. Mun sú ákvörðun tckin sökuni
þess, að hann sé naumast talinn nógu
traustur til ]>ess að vera á botnvörpuveið-
um meðan vetur er hœstur“.
G. J. gerði sjálfum sér þann
greiða,að bera Þór saman við linu-
^ veiðarann „Ólaf Bjarnason“. Sem
betur fer, eru ekki allar aðgerðir
G. J. gleymdar þeg'ar hann keypti
þá báta, „Ólaf Bjarnason“ og„Þor-
móð“. Þeir bátar voru keyptir
til að stunda þá tegund fiskveiða,
sem minnstar kröfur gera um
traustleik skipa, svo að ætla mætti
að ekki liefði verið vandamikið að
finna skip, sem ekki þurfti mikið
að gera við áður en þau gætu tek-
ið til starfa. En það reyndist á
annan veg. Bátar þessir voru
naumast komnir hingað, er byrjað
var á meira háttar aðgerð á þeim,
og er sagt að sú aðgerð hafi kost-
að 15—20 þúsund krónur á hvern
bát. Meðal annars varð að endur-
nýja stýrishúsið á Þormóði að
nokkru leyti, sem Iiætt var með
galvaniseruðu blikki af líkri þykkt
og því, sem blikksmiðir nota í
þakrennur. Hætt er við að sagan
um blikkið hefði aldrei komizt á
loft, ef báturinn hefði á uppleið
lent í öðru eins veðri og Þór
hreppti 1. desember síðastliðinn,
Og fyrir skömmu fékk þessi sami
bátur aðgerðir fyrir 700 £. Enn-
fremur má geta þess, að reykháf-
ur annars bátsins leit eigi út ósvip-
að því að liann liefði verið í sjó-
orustunni við Jótlandsskaga, enda
var liann fljótlega endurnýjaður.
Margir sem komið hafa um
borð í Þór, hafa leitað að öllum
þeim bótum, sem G. .1. fann á ket-
ilreisninni en reynst ófundvísir á
þær. En allt á sér einhverja orsök,
og er ekki ólíklegt að í þessu til-
felli megi rekja liana i smásögu
þá, er hér fer á eftir.
„Þorgeir skorargeir“ er togari
nefndur. Hann er eign Kárafélags-
ins. G. J. er umsjónarmaður sldps-
ins. Eitt sinn fór skipstjórinn fram
á að gert yrði við ketilreisnina áð-
ur farið yrði á síldveiðar. G. J.
sagði allt í lagi og nógu örugt. Tólc
þá skipstjóri smáhamar og rak
gegnum ketilreisnina. Varð þá G.
J. að gefa eftir og láta bæla reisn-
iua. Þetla atvik er ekki óliklegt að
hafi orðið honum minnisstætt, því
að maðurinn hefur reynzt í frek-
ara lagi fundvis á bætur síðan.
Lengi mætti halda þannig á-
fram að gefa G. J. meðmæli sem
vélfræðing og skipaeftirlitsmanni,
en það yrði of langt mál í einni
blaðagrein.
í Morgunblaðinu 19. þ. m. segir
G. J. meðal annars: „í fyrri grein-
uin minum hefi ég bent á tilboð,
sem sanna að alll of mikið verð
er gefið fyrir skipið“.
Eitt. af þessum tilboðum og það
álitlegasta sein G. J. taldi, var tog'-
arinn Seewolf; að vísu bælti G. .1.
50 hestöflum við vél skipsins þeg-
ar hann birti tilboðið. Þessi togari
segir G. J. að sé til sölu fyrir 6,500
£. Rétt eftir, að G. J. skýrði frá
þessu sendi cg símskeyti til Ham-
borgar og spurðist fyrir hjá eig-
endum Sewolfs um lægsta verð
sem skipið væri fáanlegt fyrir og
fékk það svar aftur, að lægsta
hugsanlega verð væri 8000 £. Hér
litur því út fyrir að um sé að ræða
ósannindin enn hjá G. J. Ætti
þetta dæmi að sanna hve mikið er
að marka þau tilboð, sem G. J.
flaggar með.
G. .1. virðist furða sig á því, að
ég skuli halda því fram, að ekki
sé sama, hvernig ásigkomulag
skipsins er, þólt um sama aldur og
stærð sé að ræða. Engum manni,
sem á annað borð þekkir eitthvað
til siglinga og sjómennsku, mundi
þykja slik skoðun athugaverð
nema G. J. Eg ætla að leyfa mér
hér að setja nokkur tilboð á tog-
urum, sem ég fékk í sumar, til að
sýna hvernig verðið var á mark-
aðinum um það leyti, sem Þór var
keyptur:
1. Þýzkur togari, byggður 1922,
stærð 39,30x7x3,45 m„ vél 400
hestöfl, verð 10,000 £.
2. Þýzkur togari, byg'gður 1924,
stærð 40,31x7,29x3,90 m., vél
400 hestöfl, verð 14000 £.
3. Tveir enskir togarar, byggðir
1922 --23, stærð 131x24x12,9
fet, vél 500 hestöfl, vei'ð fyrir
hvorn 10,500 £.
4. Þýzkur íogari, byggður 1922,
stærð 39x7, 37x3, 73 m„ vél 450
hestöfl, verð 8,750 £.
Ef maður athugar togara, sem
byggðir eru 1920 eða fyrir þann
tíma, er verðið miklu lægra, sem
dæmi sýna: togari, byggður 1919,
stærð 38,40x7x340 m„ vél 420
hestöfl, verð 5000 £. Þenna togara
hefði ég ekki viljað kaupa þó fyrir
minna hefði verið, af því ég hefði
ekki treyst honum til þeirra starfa,
sem Þór voru ætluð.
G. J. talar um að verið sé að
berja ryð1) af Þór og mála að riýju
frammi fyrir þúsundum manna.
Býst ég við að flestar þessar þús-
undir manna skilji það betur en
G. J. að venjulegt er að mála skip
þegar tími og tækifæri gefst. Gef
ég því liti'ð fyrir skip, sem G. J.
hefir umsjón með, ef hann er ein-
ráður um viðhald þeirra og liefir
1) Auðvitað er það ósatt, að þurft hafi
að berja ryð utan af skipinu. Skoðunar-
gerðin ber það með sér, að það er óryðgað.
ekki meiri skilning á því en kem-
ur í ljós af þessum ummælum
hans. Hin dýrkeypta reynsla sið-
ustu ára ætti þó að liafa kennt
liónum að átök Ægis við ströndu
vora eru stundum svo mikil, að
ekki veitir af að skipunum sé vel
við haldið, ef þau eiga að standast
þáu.
G. J. segir, að ég' hafi bannað
sér að fara um borð í Þór. Her fer
sögumaður með órétt mál. En hití
er annað mál, að þegar G. J.
hringdi til mín og spurði, hvort
hann mætti ekki fylgjast með því,
sem gert væri um borð í Þór, setti
ég það skilyrði, að liann segði satt
frá því, sem fyrir augu bæri. Hef-
ur þá G. J. ekki treyst sér til eða
ekki mátt segja satt frá, þar sem
hann tók þetta sem neitun af
minni hálfu.
G. J. hefir það eftir niér að ég
hafi tekið við stöðu riiinni af föð-
urlandsást. Þetta hefi ég auðvitað
aldrei sagt. En sé svo, að skrif G.
J. um skipakaup mín, séu sprott-
in af tómri föðurlandsást, getur
hann sjálfsagt djarft úr hópi tal-
að. Eg myndi a. m. k. veigra mér
við að fóriia mannorði mínu fyrir
föðurlandið á þann hátt, sem liann
hefir gert i meðferð sinni á sann-
leikanum.
Pálmi Loftsson.
Ólíkir sjómenn.
Sú undarlega blindni hefir komið fram
hjá Ólafi Thors, að hann hefir talið sér
fært að bera sig saraan við Pálma Lofts-
son skipstjóra um efni sem lýtur að sjó-
mennsku. Ól. Th. þykist þess um kominn
að gagnrýna kaup á skipi, sem Pálmi
hefir keypt. Hvað hefir Ói. Th. til brunns
að bera i Skipafrœðum? Ekkert nema að
hann eyðir í átakanlegu óhófi árlega
nokkrum tugum þúsunda af þvi fé, sem
fátækir sjómenn afla á slsip þau sem
Thor Jensen hefir 'kevpt. Á sjó liefir ÓI.
aldrei komið til að starfa eða ráða,
nema þegar hann bannaði einum áf
helztu skipstjórum Kveldúlfs, í vor sem
leið að sigla í bliðskaparveðri frá Eski-
firði til Norðfjarðar. Var hlegið að
bleyðiskap Ólafs um allt Austurland, þvi
að allir vissu að honum gekk hugleysi
til að mæta andstæðingum sínum á Norð-
firði. Er bjart sólskin og sunnanvindur
síðan kallað Ólafsþoka á Austurlandi.
I’essi grunnfærni, kjarklitli málskrafs-
lómur þykist geta dæmt um gildi slcips,
sem liann sér liggja liér á höfninni, hefir
alls ekki skoðað, og hefði ekki fremur vil
á að dæma um, þótt liann skoðaði, heldur
en kötturinn um sjöstirnið.
Ef ÓI. Th. hefði átt að stýra Þór
lieim i mannskaðaveðrinu á dögunum,
mjmdi lítið hafa orðið úr sjómennsku
lians.
Og hvcr er svo málstaður Pálma Lofts-
sonar? Hann hefir verið sjómaður liér við
land. Hann er viðurkenndur að vcra i
einu einn hinn bezt gefni, bezt mennti og
slyngasti skipstjórnarmaður i öllum ís-
lenzka flotanum. Hann hefir hlotið hið
mesta lof frá gamla húsbónda sínum
Emil Nielsen fyrir yfirburði í sinni
mennt.
Með löngum undirbúningi, ferðum og
alhugunum velur Pálmi skip sem er mjög
ódýrt miðað við gæði, sem er sennilega
sparara á kol, en nokkur togari hér við
land, og sem hefir reynst sjóskip með af-
brigðum. Auk dóms Pálma, auk dóms
reynslunnar, hcfir það skipabyggingar-
firma, sem haft hefir trúnaðarstöðu við
nálega öll liin merkari islenzk skip, látið
skoða Þór, áður en hann var keyptur og
lokiö miklu lofsorði á alla gerð skips-
ins og verð þess, miðað við gæði.
Hvort á nii að meta meira um nýja
björgunarskipið, rógmælgi fáfróða hug-
leysingjans úr Heyðarfjarðarmynni, Ól-
afs Thors, eða dóm eins hins hæfasta ís-
lenzka skipstjóra, dóms skipafræðings frá
einu þeklitasta skipafirma á Norðurlönd-
um, eða dóin mannskaðaveðursins mikla?
Dómur Jijóðarinnar er þegar fallinn.
Almenn fyrirlitning er lögð á rógbera
Mbl. í þessu efni. Fáfræði þeirra og ill-
viljinn hefir eins og endranær orðið þeim
að fólakefli.
Kári.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Ásvallagötu 27. Sími 1245.
Gutenberg.