Tíminn - 10.01.1920, Page 4

Tíminn - 10.01.1920, Page 4
4 TíMINN gagnalausu stofuna, þar sem hann var vanur að vera á nóttinni, ásamt með einum fimmtíu piltum öðrum. Þeir þyrptust inn með litlu lírurnar sínar og harmóníkurnar, seldu manni peningana af hendi, sem var með stutt skegg á efri vör og blés þykkum reykjarmekki af svörtum vindli. Því næst sett- ust þeir og borðuðu »makaróní«, áður en þeir háttuðu. Hann var víst geðvondur í kvöld, því að hann hreytti einhverju í einn af drengjunum sem kom of seint, og f hina sem voru að gefa íkornan- um sem sér af matnum, eða litla rauðskrýdda apanum sem sat á öxl þeim. — Nú lá drengurinn alveg meðvitundarlaus úti á göt- unni, en litla stúlkan inni í hús- inu tísti sí og æ, eins og brjóstið á henni væri búr, fult af söng- fuglurn. þegar klukkan sló niu í ítalska skólanum í Old Comptongötu, stóð kennarinn upp, leit út um glugg- ann og sagði: »Nú höfum við sagt söguna um hina löngu leið til föðurlands okk- ar, en á meðan hefir komið hríð, svo við munutn eiga fult í fangi með að rata heim«. Börnin hlógu og svöruðu örugg: »Góða nótt, herra læknir«. »Góða nótt drengir. Guð fylgi ykkur«, sagði kennarinn. Hann var maður roskinn, tígu- legur yfir ennið og með sítt skegg. Mildi hvíldi yfir raunalegu and- litinu, röddin var mjúk, mildi var i fasi hans. Þá er drengirnir voru farnir vafði hann um sig rauð- fóðraðri yfirhöfn og hélt á eftir lærisveinum sínum. Hann sá það fljótt, að aðvörunin hafði ekki verið ástæðulaus: »Til allrar hamingu«, hugsaði hann, »er að eins örstutt heim til mín, það er annað en gaman að rata í þessu myrkri«. Hann komst loks heim að húsi sinu við Sóhó-torg og þá er hann ætlaði að ganga inn um hliðið, var hann rétt búinn að stíga ofan á litinn líkama, sem lá í kút upp við hliðarsúluna. »Drengurl« tautaði hann, »vesa- lingur, sem sefur undir berum himni i þessu veðri! Vaknaðu, barnið gottl Þetta má ekki« — sagði hann hátt um leið og hann beygði sig til þess að vekja hann. Drengurinn svaraði honum ekki, en fór að tauta með þeim róm sem var yfirkominn af svefni: »Ó, berjið mig ekkil Það er vegna snjóarins. Eg skal koma heim á réttum tíma næst! Níu pence, já, þeir eru hér — en litla Jinny er svo kalt«. Maðurinn stóð kyr eitt andar- tak og hugsaði sig um, því næst þrýsti hann fast á dyrabjölluna. götuna, til þess að beiðast ölmusu, eða deyja úr hungri«. »Vesalingurinn litlil« »Þegar eg hugsa um þjáningar þeirra, þá svellur mér blóð í æð- um — einkanlega af því það eru börn rníns elskulega föðurlands sem eru saklaus fórnardýr þessara mannhunda«. »Hve þung mun hún vera, refs- ingin, sem drottinn veitir þessum þorpurum, í öðru lífi!« »Það lítur út fyrir, elskan min, að hann gleymi því alveg í þessu lífi og það er ærin ástæða um að við höfumst eitthvað að. Eg skal sjá um að þessir glæpamenn fái að kenna á lögunum, séu nokkur lög til á Englandi sem ná til þeirra«. Tíðln. Árið hafði endað kulda- lega, norðanátt og 10 stiga frost víðast hvar um land. Laugardag- inn 3. janúar hefir dregið nokkuð úr frostinu, logn og sumstaðar sunnanandvari. Hitinn í Þórshöfn 1 stig. Á mánudaginn þann 5. er kominn 5.5 stiga hiti í Færeyjum, 1.5 stig í Vestmannaeyjum. Suð- vestanátt víðast hvar á landinu. Daginn eftir sama vindstaðan, en hitinn minni í Færeyjum, en hláka hér á landi. Miðvikud. 7. jan. er komin norðanátt, frost í Reykja- vík liðug 8 stig, á Grímsstöðum 13 stig, en þýtt í Færeyjum. Þar rokhvast á vestan og snjókoma. Sænskur konsúll. Það mun nú fullráðið að Svíar sendi hingað í sumar konsúl, með meira valdi og verksviði en áður hefir verið, en ófrétt er enn hver það veröur. Hannesarsjóður. Auglýstur er til umsóknar styrkur úr sjóði Hann- esar Árnasonar, 2000 kr. á ári í fjögur ár. Er það í fjórða sinni sem hann er auglýstur, hafa þrír áður fengið styrkinn, prófessorarnir Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Finnbogason og Sig. Nordal. Umsóknir sendist háskólaráðinu innan 6 mánaða frá birting aug- lýsingarinnar. Pjóðvinafélag8bækurnar eru seint á ferðinni í þetta sinn. Al- manakið kemur inn úr dyrunum 7. jan. og Andvari »kemur ein- hverntíma seinna«. Enn heldur háskólinn danski einkaréttindum sínum, því að stimpill hans er framan á. Hvað á það lengi að haldast? Og nú eru gömlu dýrð- lingarnir komnir aftur á dagana, í stað árstíðaskrárinnar. stjórnin er seljandi og er söluverð- ið 150 þús. kr. Endurskoðun Landsbankans. Pétur Jónsson alþm. frá Gaut- löndum, sem kosinn var af þingi í sumar endurskoðunarm. Lands- bankans, kvað hafa sagt af sér því starfi og stjórnin skipað Guð- jón Guðlaugsson alþm. til starfans til bráðabirgða. Eimskipafélagið hækkar farm- gjöld á vörum frá Ameríku um 10°/o, vegna sívaxandi útgjalda þar vestra. Nýárssundið féll niður af þessu sinni, vegna ónógrar þátttöku vænt- anlega. Bæjarsíminn. Nýtt skipulag er nú að komast á um miðstöð Reykjavíkur, enda var hún orðin alt of lítil. Er verið að bæta við nýrri miðstöð. Verða 800 lægri númerin í gamla miðstöðvarborð- inu, sem kallað er A, en yfir 200 nýjir talsimanotendur fá samband við nýju miðstöðina B. Prentunarteppa varö hér í Reykjavík frá ársbyrjun til 7. þ. m. Hafa prentarar lengi haft með sér félag og hefir það samið við prentsmiðjueigendur um öll kjör hvers einstaklings innan stéttarinn- ar, nemafjölda o. fl. Hafa samn- ingar lengst af gilt um ár í senn, og í hvert sinn sem endurskoðun þeirra hefir átt sér stað, hefir fé- laginu tekist að bæta að einhverju kjör prentara, annaðhvort um laun, vinnustundafjölda, borgun fyrir veikindadaga, sumarhvild o. s. frv. Hefir félagið löngum stilt í hóf kröfum sínum og notið virðingar. Er langt síðan að það tók að semja um átta stunda vinnudag, en nú mun það einkum hafa verið sú krafan jafnhliða 40°/o kauphækkun, sem olli því að félag prentsmiðju- eigenda hætti að semja, kvaðst mundi taka afleiðingunum, og or- sakaði vinnuteppuna. Þótti prent- urum prentsmiðjueigendur skera upp herör með þessu tiltæki. Sam- heldni þeirra er mikil og er ósagt hve lengi hefði á teppunni staðið, ef Jón Magnússon forsætisráðherra hefði ekki gengið í málið og kom- ið því til vegar að tekið var til samninga að nýju. Varð þeim lok- ið á einum degi. Vinna prentarar 9 stundir þetta ár, gegn skilyrðis- lausu loíorði vinnuveitenda um 8 stunda vinnudag næsta ár. Öðrum kröfum sínum munu prentarar hafa fengið fullnægt að öllu eða einhverju leyti og fulla borgun fengu þeir fyrir 3 daga af 5 sem teppan stóð, en prentsmiðjurnar fá að fjölga nemum til muna. Fjárkláða hefir orðið vart 1 Norðurárdal. »Borgin eilífa«. Hall Caine, höf- undur sögunnar sem nú hefst í blaðinu, er talinn einhver allra mest lesin núlifandi skáldsagnahöf- undur í heiminum, og »Borgin ei- lífa« er einhver besta og frægasta sagan sem hann hefir ritað, en hann hefir ritað mesta fjölda af bókum. Einu af skáldritum hans, »John Storm«, hefir verið snúið í leikrit og var leikið hér í bænum um árið, við hina mestu aðsókn, það hefir sömuleiðis verið sýnt hér á kvikmyndaieikhúsi. Ein skáld- saga hans, »G!ataði sonurinn«, ger- ist að mestu leyti á íslandi, enda ferðaðist Hall Caine hingað til lands laust eftir aldamótin. — Tim- inn ræður mönnum til þess að lesa söguna, jafnóðum og hún kemur út og halda blöðunum vel saman, því að sagan verður ekki sérprentuð og valda sumpart annir í prentsmiðju, sumpart kostnaðúr, og á hinn bóginn kemur sagan fyrir svo margra augu í Tímanum. Kappskák. Taflfélög Reykjavík- ur og Akureyrar stofna tíl kapp- skákar. Á að tefla fimm skákar, allar í senn, allar i nótt og senda II. Hálfum klukkutíma síðar lá litli drengurinn á legubekk í lækn- ingastofu læknisins. Það var nota- leg stofa, eldur í arni og lampi og dró ljóshlíf úr birtunni. Hann var meðvitundarlaus enn þá, en það var búið að færa hann úr blautu fötunum og ullarábreiðum var vafið um hann. Læknirinn sat við höfðalagið og vætti varir hans í Koníakki, en góð kona, hún var eins og dýrlingur í and- litsfalli, kraup hinumegin við legu- bekkinn, og strauk um fætur hans og iljar. »Nú er hann að rakna við, mamma«, tautaði læknirinn. »Já loksins!« sagði kona hans. »Veslings litli landi minn. Eitt fórnardýrið enn, þessara þrælasala, sem gera sér ítalska drengi að fé- þúfu. Þeir ferðast frá einu þorpi til annars og tæla börn frá for- eldruin sínum, með loforðum um 50—60 krónur. Með fölsuðum námssamningum fara þeir í kring um iögin og reka þessa litlu, varnarlausu vesalinga til Englands, eins og sauðahjörð. Þeir koma þeim fyrir í húsum sem eru verstu hrákasmíði, láta þá hafa harmón- íku, líru, apa, ikorna, eða búr með hvítum músuin, og reka þá út á Samskot eru að herast smám- saman til lýðháskólans í Færeyj- um og verða birt síðar hér í blað- inu. Munið að senda þau fljótlega, sem hafið í hyggju að gera það! Embætti. Síra Ólafur Stephen- sen hefir fengið veiting fyrir Bjarnanesprestakalli. Síra Þorvald- ur Jakobsson í Sauðlauksdal hefir fengið lausn frá embætti, frá næstu fardögum, sökum heilsubrests. Ásmundnr Guðmundsson skóla- stjóri á Eiðum kom til bæjarins rétt fyrir jólin og dvelst hér þang- að til hann fær ferð austur aftur. Er það erindið að ráðgast við stjórnarráðið um byggingu handa skólanum, samkvæmt því sem samþykt var á síðasta þingi. Verð- ur væntanlega byrjað á henni á vori komanda. Slys. Maður féll nýlega útbyrðis af seglskipinu »Muninn« og drukn- aði. Skipið var á heimleið frá út- löndum. Bjorgunarskip Vestmanaeyinga. Vestmannaeyingar hafa keypt fiski- rannsóknarskipið »Thor«, sem siglt hefir mörg ár hér við land og á að verða björgunarskip. Danska Búnaðarnámsskeið verður að Eiðum nú í vor, 14. maí — 30. júní. Enn fremur mun á sama tíma haldið námsskeið í vefnaði, og hafi nemendur með sér fyrirvaf. Aðrar upplýsingar um það námsskeið gefur frú Sigrún Blöndal, Eiðum. Umsóknir um námsskeiðin séu komnar til mín fyrir miðjan apríl, og mega umsækjendur ganga út frá því að þeim verði veitt inntaka, svo framarlega sem þeim verða engín orð gerð þegar um hæl. St. í Revkjavík 5. jan. 1919. Asmundur Guðiimtidasoii. Eins og kunnugt er, brann hluthafaskrá H.f. Eimskipafélags íslands í aprílmánuði 1915. Hefir að mestu tekist að koma henni í samt lag aftur á þessum tíma sem liðinn er frá því að hún brann, en samt sem áður vantar oss enn þá nöfn og heimilisfang eiganda eftirfarandi hlutabréfa: A-flokkur: 257 265 302 1046 1053 1677 4003 4752 4808 258 297 303 1047 1054 1821 4004 4753 4809 260 298 304 1048 1590 3940 4068 4756 4815 262 299 305 1049 1670 3997 4069 4757 4818 263 300 455 1051 1671 3998 4748 4793 4959 264 301 1045 1052 1676 4001 4751 4800 ... JB. -flolílcui-: 58 964 966 980 1083 1190 1219 ... 960 965 970 1082 1188 1216 ... ... C-Íiolíltui': 1005 1116 1117 Er því hér með skorað á eigendur ofangreindra hlutabréfa, að gefa sig fram liið allra fyrsta, skriflega eöa munnlega, á skrifstofu félagsins I Reykjavik. Stjórnin. Hérmeð skal vakin athygli þeirra hluthafa félagsins, sem eigi hafa fengið greiddan arð af hlutabréfum sinum fyrir árið 1915, á því, að samkvæmt 5. gr. félagslaganna eru arðmiðar ógildir, ef ekki hefir verið krafist greiðslu á þeim áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga þeirra. Eru menn því aðvaraðir um að vitja arðsins fyrir 1915, í siðasta lagi fyrir 23. júní þ. á., þar eð hann fæst eigi greiddur eftir þann tíma. Stjórnin. XJ in b o ö. Peir hluthafjársafnendur og aðrir, sem kynnu að vanta eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja aðalfund félags- ins 26. júní þ. á. eru beðnir að gera aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík aðvart, og tiltaka hversu mörg eyðublöð þeir giska á að þeir þuríi. H.f. Eimskipafélag íslands. leikina um síma. Hefir landsíma- stjórinn lánað símann. Skipstjón. Vélbáturinn »Guðrún« úr Reykjavík, hefir að líkindum farist. Hefir ekki spurst til hans í nokkra daga og leit orðið árang- urslaus. Sást siðast til hans af Akranesi. Fjórir menn voru á bátn- um: Júlíus Sigurðsson frá Bygð- arenda, skipstjóri, Sigurður Jó- hannesson, frá Móakoti, vélamað- ur, Sigurður Guðmundsson og Benedikt Sigurðsson. Slys. Það slys vildi til á gaml- árskvöld, vestur á Þingeyri við Dýrafjörð, að skot úr gamalli fall- byssu hljóp í handlegg á manni og varð þegar að taka handlegg- inn af upp við öxl. Varþað Óskar Jóhannesson Ólafssonar póstaf- greiðslumanns og fyrverandi al- þingismanns. Leikfélag Iteykjavíkur byrjar að leika »Sigurður Braa« eftir Jo- han Bojer, annað kvöld. Ritstjóri: Tryggvl Þórhallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.