Tíminn - 07.01.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN S Hiisq¥&irma sanmavélar eru smíðaðar úr völdu sænsku síálí. Engar saumavélar eru þeim fremri að gæðum og endingu. Samband ísl. samvinnuíél. hefir í umburðarbréfi til allra bamaskóla 1 landinu lagt svo fyrir að kenslu bama skuli verða hagað með það fyrir augum, að bömin verði góðir facistar er þau vaxa upp, enda skuli þau öll taka þátt í æskulýðshreyfingu Fac- ista. — I snjóflóði norðarlega í Japan fómst fyrir skömmu 24 stúdentar. — Samkvæmt símfregnum frác London hefir merkt læknablað skýrt frá árangri tilrauna að lækna krabbamein með radíum. Eru þær taldar hepnast betur og betur. Af 117 sjúklingum batn- aði helmingnum og er talið að einungis 15% þeirra myndu hafa þolað uppskurð. — Ríkisbankinn sænski hefir lækkað forvexti um V2%- — Skærur miklar hafa orðið í Nicaragua í Mið-Ameríku. Hef- ir uppreistarmönnum þar og her- liði Bandaríkjanna slegið saman í ákafa bardaga og féllu á annað hundrað Bandaríkjamenn. Banda- ríkjastjóm hefir nú sent liðstyrk á vettvang til þess að skakka leikinn. — Danir og Spánverjar hafa nýlega gert með sér verslunar- samning. I aukaákvæðum hafa Danir lofað að upphefja aukatoll á vínum og hækka ekki toll á Spánarvínum. Aftur á móti eiga Danir að njóta vildarkjara um tollákvæði á Spáni þannig að ýms- ar vömr þeirra og þar á meðal saltfiskur falli undir lægra toll- gjald en alment gerist. Innflutn- ingstollur á dönskum saltfiski hef- ir verið 32 pesetar á 100 kíló en verður samkv. samningnum 25.60 pesetar. Fréttir „Leikur lífsins" heitir nýútkomið leikrit eftir dr. Björgu C. þorláksson. „Skuggsjá" nefnist leikur, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þess- ar mundir. Höfundurinn er Sutton Vane. Var í fyrra sýndur hér leikur hans „Á útleið“ og þótti mjög frum- legur og sérstœður. Má svipað segja um þennan leik og fjallar hann um samband þessa heims og annars Aðalefnið er för nokkurra persóna inn i jarðiífið, gegnum það og aftur yfrum til sama staðar. Er brugðið upp myndum úr lífi þeirra. Og er leikurinn skörp ádeila á sumar stéttir manna, eigi síst dómara og heimshyggjumanna ýmissa stétta. Enda verður órangurinn af jarðvist- inni enginn og að því e.r virðist verri en enginn fyrir suma. Virðist leik- urinn óskynsamlega bygður en ein- stakar sýningar hans góðar og er hann afbrigðilega vel settur á leik- svið. TJm meðferð hlutverka verður ekki dæmt hér. Hún mun hafa tek- ist misjafnlega, en sum hlutverkin eru þó talin vera prýðilega leikin. Slysfarir. Skömmu fyrir jólin vildi til það slys í verksmiðjunni Gefjun a Akureyri, að verkamaður einn, Friðgeir Jónsson að nafni, meiddist stórkostlega í vélunum og andaðist hann á þorláksmessu af afleiðingum slyssins. — Á þorláksmessu varð og úti 11 ára gamall drengur frá Knaramesi á Vatnsleysuströnd í Guilbringusýslu, sonur bóndans þar. Hafði hann gengið ásamt fleiri mönn- um til kinda, verið sendur heim með fjárhóp, en snúið af réttri leið er dimmviðri gerði. Fanst hann örend ur daginn eftir. Ritstjóraskifti. Hallbjöm Halldórs- son lætur af ritstjóm Alþýðublaðs- ins nú um áramótin en við tekur Haraldur Guðmundsson alþm. Hall- björn tekur við forstöðu Alþýðu- prentsmiðjunnar. þá hefir og Krist- ján Albei-tsson látið af ritstjóm en við tekur Ámi Jónsson fró Múla. Enn heíir heyrst að Jóni Bjömssyni hafi verið sagt upp starfi við Morg- unbl. Mun ritstjórum blaðsins vera lítið um það gefið að hafa með- starfsmenn, sem geta stórlýtalaust komið orðum að hugsun sinni. Kristsmynd kvað páfinn ætla að gefa hinni nýreistu Landakotskirkju. Er hún gerð úr sedrusviði og eftir spænskan listamann. Campanya frá Barcelona. Sigurður Kristjánsson bóksali hefir nú um áramótin selt Herbert M. Sig- mundssyni framkvæmdastjóra bóka- verslun sína og forlag, hús og lóð. Verslunin verður rekin áfram undir nafni Sigurðar. Fomrit. Nokkrir menn hér í Reykjavík hafa bundist samtökum um að beitast. fyrir úgófu íslenskra fornrita. Eru forgöngumennimir þessir: Tryggvi þórhallsson forsætis- róðherra, Jón Ásbjörnsson hæstarétt- ariögmaður, Matthías þórðarson, þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor og Pétur Halldórsson bók- sali. Verður bráðlega hér í blaðinu greint, nánar frá þessu merkilega fyrirtæki. Dr. Alexander Jóhannesson hefir sent fró sér nýtt málfræðirit um við- skeyti í íslensku, ritað ó þýsku og er fylgirit með Árbók Háskólans. Er það einnig gefið út sérstakt hjá Niemeyer í Halle. Togari strandar. þýskur togari, „Kroman“ frá Cuxliaven strandaði á Garðskaga skamt frá Útskálum á gamlárskvöld. Mannbjörg varð. Sjóhrakningar. Vélbáturinn „Hösk- uldur“ úr Vestmannaeyjum fór 22. f. m. úr Ryík áleiðis til Eyja undir stjórn Gísla Magnússonar útgerðar- manns þar. þegar komið var fyrir Reykjanes bilaði vél bátsins, síðan rifnuðu segl hans og hrakti hann fyrir sjó og vindi langt af siglinga leið. Bæjarfógeti Vestrriannaeyja sneri sér til stjórnarráðsins, sem brá þegar við og sendi Óðinn til hjálpar. Fann Óðinn bátinn 15 mílur utan við venjulega siglingaleið og dró hann til Vestmannaeyja. Hafði bát- urinn þá verið 72 klst. ó ferðinni. Hafði hann meðferðis 15 farþega og má telja slíkt vítaverða óvarkárni af bátstjóranum. Hefði meira borið út af með veður og skygni myndi bát- urinn liafa farist með allri áhöfn. Samkv. frásögn Mbl. eru Vestmanna eyingar mjög þakklátir bæjarfógeta sínum, skipherranum á „Óðni“ og skrifstofustjóra í dómsmáladeild (lengra nær þakklætið ekki í þá átt- Bændanámskeið verður haldið á Hvanneyri vikuna 29. jan. til 5. febr. næstkom- andi. — Flytja þar fyrirlestra menn frá Búnaðarfélagi íslands, Stúdentafélaginu og bestu fyrirlesarar innan sveitar. Dvalarkostnaður á námsskeiðinu verður 25 kr. um vikuna fyrir hvern mann. Umsóknir um dvöl á námsskeiðinu sendist skólastjóranum hið fyrsta. . . Hvanneyri 6. jan. 1928. Halldór Vilhjálmsson ina!) fyrir skjótar björgunarráðstaf- anir. „Helsingjar“ heitir ljóðabók ný- komin út, eftir Stefán frá Hvítadal. þingmálafundir hafa nýlega verið haldnir á Akureyri og ísafirði. Sam kvæmt símskeytum, sem borist hafa fréttastofúnni, hafa verkamenn verið öllu ráðandi á fundum, enda sam- þykt tillögur í anda jafnaðarmanna. A ísafirði tóku íhaldsmenn ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Athugasemd. í 187. tölublaði Morgunblaðsins frá 17. ágúst, er undir fyrirsögn- inni „Aðvörun“, að tilhlutun Verslunarráðs Islands, birt bréf frá Islandsk Handelsforening í Kaupmannahöfn. Vegna innihalds þessa bréfs, sem er nokkuð óvenjulegt, vil eg leyfa mér að gera nokkrar at- hugasemdir við „Aðvörunina'. Menn taki eftir því, vegma þess sem síðar kann að verða ritað um þetta mál, að Islandsk(!) Handelsforening í Kaupmanna- höfn er hagsmunasamband danskra verslana, sem viðskifti hafa við Island. Verslunarráð íslands mun einnig vera hagsmunasamband íslenskra (og útlendra?) kaup manna og íslensk stofnun, sem ekki verður efast um að vill láta gott af sér leiða. Það mun og njóta almenns trausts, eins og vera ber. En viljinn til þess að láta gott af sér leiða er ekki einn nógur. Það þarf að hafa vakandi auga með því, sem gerist á versl- unarsviðinu utanlands og innan. Og ekki má Verslunarráð Islands vera við riðið neitt það mál, sem skaðvæn áhrif kann að hafa í för með sér, né heldur standa á B. P. KALMAN hæstaréttarmál aflutningamaður. JÓN ÓLAFSSON cand. juria. Málflutningur. skuldainnheimta. Hafnarstræti 15. Rvík. bak við útsendingu þeirra upplýs- inga, sem vera kynnu til fjár- hagslegs tjóns fyrir þá, sem trúa þeim. I umgetinni „Aðvörun", kvart- ar Islandsk Handelsforening (þ. e. danskir kaupmenn) yfir því, að vegna auglýsinga, sem dreift hafi verið út hér á landi viðvíkj- andi sölu á lýsi, færist lýsisversl- unin frá Kaupmannahöfn til Hamborgar. Þetta er sennilegt. Og varla þurfa íslenskir lýsis- framleiðendur að harma þá breytingu, þar sem verð á iðn- aðarlýsi er ávalt hærra í Ham- borg en í Kaupmannahöfn. Með- an íslenskir lýsisframleiðendur sannfæra sig ekki alment um hið sanna í þessu máli, var það í meira lagi leiðinlegt og alveg ó- viðeigandi, að Verslunarráð Is- lands skyldi stuðla að birtingu þessa bréfs sem „Aðvörun". Sú gætni hefði verið öllu samboðn- ari Verslunarráði Islands, að gera tilraun til þess, að afla sér ein- hverra upplýsinga, áður en það rauk með bréfið í blöðin. I þetta sinn verður ekki farið lengra út í þetta mál. En þegar frekari upplýsingar eru fyrir hendi, og ef tilefni verður gefið til, mun eg smámsaman birta alt sem málinu kemur við og það er ekki alt óskemtilegar upplýs- ingar. £. Jóni Þorl. er nú samt orðið ljóst, að hann getur ekki hvít- þvegið þá félaga sína Mbl.-menn- ina af óspilun um fjármál í stjómartíð Jóns M. Og til að bjarga sér út úr því öngþveiti grípur hann til tveggja örþrifa- ráða. Hann skrökvar upp að skuldasúpa þjóðarinnar sé að kenna landsverslun stríðsáranna. Og hann afneitar þeim samherj- um sínum Mbl.-mönnum, sem setið hafa í stjóm áður. Að því er virðist hefir flokkur þessi stöðugt verið að skifta um nöfn, — kallað sig spamaðarbandalag, borgaraflokk, íhaldsmenn eða flokkleysingja sitt á hvað — til þess að geta afneitað hver öðr- um og til að blekkja fáfróða kjósendur. Ámi frá Múla bauð sig fram utan flokka, eða jafn- vel sem samvinnumann. En alt kjörtímabilið átti íhaldið þar sem hann var trygt atkvæði. M. Guðm. hefir ef til vill einhvem- tíma talið sig utanflokka, en alt frá því hann kom á þing 1916 hefir aldrei gengið hnífurinn milli háns og heitustu Mbl.-eigenda. B. Kr. hét eitt sinn sjálfstæðismað- ur, síðan þversum-maður, og hefir á síðustu ámm tekið öll- um nafnbreytingum Mbl.-manna, og þar á meðal stundum talið sig hálfpartinn utan flokka. En hver leggur trúnað á slíkar afneitanir. B. Kr. er hinn sami nú eins og þegar J. M. valdi sér hann sem meðhjálp í árslok 1916, auð- mjúkt og þægt atkvæðapeð Mbl.- hagsmunanná í landinu. Þá vill Jón Þorl. láta sem J. M. hafi eig- inlega engu eða litlu ráðið um stjóm landsins meðan hann var forsætisráðherra. Þetta er undar- leg ályktun, þegar þess er gætt, að maðurinn er í einu forsætis- ráðherra, myndar þrem sinnum stjóm, hefir að baki sér stærstu þingflokkana, og ræður að sjálf- sögðu miklu, ef ekki mestu um hverjir sitja í stjóm með honum. Það er á allra vitorði, að fyrir stjómarmyndunina í árslok 1916 vom undangengin mikil launráð milli J. M. og B. Kr. Þegar næst var mynduð stjórn, 1920 réði J. M. vali beggja samstarfsmanna sinna í stjóminni, og tókst með sínum ráðum að hindra það, að Framsóknarflokkurinn ætti sinn fulltrúa í þeirri stjóm, einn hinn reyndasta og besta mann, sem þá sat á þingi. Nafnsskiftin duga hér ekki og heldur ekki neinar afneitanir. Mbl.-stefnan hefir verið hin sama frá upphafi. Feður hennar hafa myndað hagsmunasamtök kaupbralls- og eyðslustéttanna í landinu. Jón M., B. Kr., M. Guðm., Jón Þorl. og allir þeir þingmenn, sem hafa hlýtt forustu þessara manna, hafa frá 1916 verið fremj- endur Mbl.-stefnunnar í landinu. Þá er sú hliðin á vöm Jóns Þorl., að landsverslun stríðsár- anna hafi valdið hinum varanlegu ríkisskuldum. Rök J. Þ. er á þessa leið. Kaupmenn höfðu áður haft verslunina og lagt í hana fé. Á stríðsárunum tekur landið versl- unina. Kaupmenn draga saman fé sitt og hafa það handbært. Þaðan streymir féð svo í eyðslufyrir- tækin. Niðurstaðan er sú, að með landsverslun stríðsáranna hafi asninn verið leiddur í herbúðirn- ar. Þaðan stafi skuldimar. Þó undarlegt sé virðist Jón Þ. ekki vita það, að landsverslun stríðsáranna er nú fyrir löngu hætt, o g hefir ekki eingöngu borgað allar skuldir sínar heldur beinlínis skilað landssjóði fullum vöxtum af hverjum eyri, er hann hefir lánað versluninni og auk þess gefið landinu í beinan arð mörg hundruð þúsund krónur. Það þarf blygðunarleysi meira en alment þekkist fyrir mann, sem hefir verið fjármálaráðherra landsins, til að geta haldið því fram að ríkisskuldir þjóðarinnar séu að kenna landsverslun, sem hefir borgað allar sínar skuldir og gefið mikinn beinan arð. En hvað myndi þá hafa verið um beinan arð af landsverslun stríðsáranna, ef Mbl.-menn hefðu ekki komið því til leiðar, fyrir atbeina fulltrúa sinna í lands- stjóminni, þeirra J. M. og M. G., að landsverslun keypti í tvö skifti stórkostlegar kolabirgðir, vegna togaraflotans og stórskaðaðist í bæði skiftin. Þá heimtuðu Mbl,- menn að kolum væri mokað inn í landið, frá Ameríku, Belgfu og fleiri fjarlægum löndum, hvað sem þau kostuðu. Á eftir létu Mbl.-menn hina hörðustu gagn- rýni dynja á landsverslun fyrir tapið, sem varð á þeirri grein verslunarinnar, sem þeir höfðu skapað til að geta grætt sem mest sjálfir. Þó að það komi ekki beint skuldasöfnun landsmanna við, er rétt að athuga landsverslunar- kenningu J. Þ. Hann álítur að | vísu að landinu hafi borið að j kaupa inn nauðsynjavörur á stríðsárunum, en ekki að skifta milliliðalaust við borgarana. J. Þ. vill að kaupmönnum hefðu verið afhentar vörumar, og þeir síðan skift við landsfólkið. Hugmynd J. Þ. var reynd í ráð- herratíð E. Á., þegar Olgeir Frið- geirsson stóð fyrir landsverslun. Þá hækkuðu kaupmenn út um alt land vöruna eftir því sem við yarð komið. Dæmi voru til að var- an var hækkuð um þriðjung af milliliðunum. Af álagningu milli- liðanna á stríðsárunum myndað- ist sú skoðun, sem síðán hefir styrkst, að jafnan verði að treysta á kaupfélagsskap og ríkis- verslun til að halda í skefjum verðhækkun kaupmannastéttar- innar. En skoðun Jóns Þorl. um að ríkið hefði átt að afhenda milliliðunum nauðsynjavöruna, sýnir tvent um hann sjálfan. Fyrst að kaupmannsandinn ber stjómmálamanninn ofurliða, því að hann lítur fyrst á stéttarhaga- muni, þó að um alment mál sé að ræða, og í öðru lagi sýnir þessi verslunarfræði Jóns að hon- um er alveg sama þó að almenn- ingur sé féflettur, .eins og gert var með matvöruverslun stríðs- áranna þar til leiðtogar Fram- sóknarmanna, Sig. í Ystafelli, Hallgrímur Kristinsson og Magn- ús Kristjánsson björguðu lands- mönnum frá yfirvofandi hungurs- neyð og hallæri með hinni ágætu landsverslun, sem Jón Þorl. vill, sökum hefndarhugs milliliðanna, telja uppsprettu skuldanna í land- inu. Skoðun Jóns er hin mesta þjóðlýgi. Landsverslun bjargaði borgurum landsins frá hungurs- neyð og vægðarlausri féflettingu, og hefir auk þess gefið ríkissjóði verulegan tekjuafgang. Um síðasta hlutann af verslun- arkenningu Jóns Þorl., nefnilega að handbært fé kaupmanna hafi lent í óskilum af því það losnaði úr matvömverslun, skal ekki fjölyrt hér. Jón virðist með þessu gefa í skyn, að fjármálavit kaupmanna sé fremur lítið, ef þeir hafa steypt sér í ógæfu, þótt sumiv þeirra kunni að hafa haft hand- bært fé um stundarsakir. Jón fer ekki út í einstök atriði, og al- ment er ekki kunnugt um að saga hans sé á rökum bygð. Virðist sú kenning vera meira móðgandi fyr- ir stórkaupmennina en ætla hefði mátt að þeim bærist úr þeirri átt. Frh. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.