Tíminn - 07.01.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1928, Blaðsíða 2
2 TÍMIMK Miklu fé hefir verið algerlega fórnað við þessa stórstígu til- raun, að hefja okkur með skyndi- ráðum úr fátækt og úrræðaleysi. Og þetta fé er sokkið, án þess að tekist hafi að tryggja grunn ný- myndunarinnar eða framtíð bæj- anna. Samtímis þessum atburð- um við sjóinn er bygðin tekin að falla í sveitum landsins. Allmikl- ar upphæðir hafa að vísu verið lagðar í stórfeld áveitufyrirtæki á Suðurlandi, en með lítilli ráð- deild og er enn lítt séð, hversu þau gefast. Að öðru leyti hefir verið lítt um það hirt að bedta fullnægjandi ráðum gegn þeim ó- famaði, sem atvinnubyltingin og stóriðjuhættimir við sjóinn hafa leitt yfir landbúnaðinn. Því mun tæplega verða neitað, að horfumar til lands og sjávar séu allkvíðvænlegar og að betur myndi þjóðin hafa verið á vegi stödd, ef nokkrum hluta af þeim mörgu miljónum, sem fómað hefir verið í stórútgerð og stór- kaupmensku hefði verið varið, til þess að brjóta íslenska mold til mergjar og reisa sterkari bygð í sveitum landsins, þar sem þjóð- in hefir átt höfuðaðsetur og ræt- ur sínar frá öndverðu. Við kosningamar 9. júlí gerð- ust þeir atburðir, er vel mættu crka stefnuhvörfum í löggjöf og atvinnuháttum þjóðarinnar. I- haldinu íslenska var steypt af stóli. Hefir þeirri stefnu reitt til falls víðar á Norðurlöndum á síðustu ámm. Þjóðimar vænta sér betri árangurs af samstarfi manna og skipulagsþróun en af illvígri baráttu og hagsmunaá- átökum þeirra manna, er vinna að framleiðslustörfum og at- vinnustjóm. Kosningarnar juku til muna liðstyrk þess flokks í þinginu, sem skilur hver höfuð- nauðsyn það er þjóðinni, að reisa við hin föllnu vígi í sveitum landsins og leggja meira af fjár- munum og orku hverrar kjmslóð- ar í sjóð gróandi jarðar. Ennfremur má vænta að í fari þeirra flokka, sem áttu hlut að falli Ihaldsvaldsins þróist skiln- ingur á þeirri nauðsyn að gera verkalýðinn, gegnum skipulag at- vinnurekstursins, meira hluttak- andi í kjöram atvinnuveganna sjálfra. Samvixmuskipulagið fer um það bil beggja, þar sem það tryggir hverjum hlutdeild eftir verðleikum, án þess að hefta framtakið. Samvinnuskipulagið í JMr i lensin" ------ Frh. Eins og áður er sagt, hafði J. Þ. Þá aðferð, er hann vildi verja framkomu íhaldsmanna á undan- fömum árum, og gefa upp alla vörn í öllu sem ekki snerti beint skuldasúpu landsmanna, er aðal- lega hefir safnast í ráðherratíð J. M., M. Guðm. og Jóns Þorl. Er þá að líta á aðstöðu þeirra félaga í þessu efni. Svo sem kunnugt er var landið nálega skuldlaust þegar Jón Magnússon tók við stjómarfor- ustu í árslok 1916. Síðan hafði hann stjómarforustu til 1922 og þar á eftir höfðu þeir nafnar leiðsögu í landsmálum frá því snemma á árinu 1924 til hausts- ins 1927. Nú vill svo vel til að Jón Þorl. hefir sjálfur gert upp skulda- reikninginn fyrir nafna sinn, og M. Guðm. Það skiftir ekki máli, þó að Jón gerði þann reikning til að lækka þá félaga sína í því skyni að geta bolað sér fram fyr- ir þá í vegtyllubaráttu 1924. Hvorki J. M. né M. G. mótmæltu þessum reikningi. Heldur ekki B. Kr. — Jón Þorl. hefir heldur ekki svo mexm viti tekið aftur þennan framslátt sixm. Fyrir Jón Þorl. er reikningurinn í Mbl. frá 14. febr. 1924 fullkomlega bind- andi. rekstri vélbátaútvegsins er þegar að nokkru hagnýtt víða í land- inu. Er fyllilega tímabært að hafin verði rannsókn um hversu : þeirri skipun verði komið til i leiðar í atvinnurekstri lands- raanna. Enn má við stjómarskifti þau, sem orðið hafa, vænta aukinnar | viðleitni, að halda þjóðinni til , réttra laga, ábyrgðar á opinber- um stöxrfum og siðmennilegra skila í viðskiftum. Sérstaklega virðist þjóðin fagna þeim byrj- unarráðstöfunum, sem gerðar hafa vei’ið, til þess að ýta við | þjóðmálasamvisku hennar og I trúnaði í opinberam störfum. ! Verða gerðir hinnar ungu stjóm- | ar eigi raktar hér heldur síðar og ! í sérstöku máli. Eigi verður i heldur neinu spáð um árangur af i góðum vilja og viðleitni og á- ; gætri starfhæfni þeixra manna, i sem nú hafa tekið við stjómar- störfum. Er það hverjum manni ljóst að Ihaldið hefir skilið við : fjárhag þjóðarinnar í rústum ! atvinnufyrirtæki hennar skipu- lagslaus og í upplausn og opin- bera starfsrækslu hennar eftir- litslausa og víða í óreiðu. Er því bert að mjög verður við ramman reip að draga fyrir þing og stjórn að færa í nýtt og betra horf mál- efni þjóðarinnar. Eigi að síður leggjum við út á árið nýbyrjaða með aukna birtu fyrir augum. Gamla árið hefir fæi*t þjóðinni gjöf, sem vel mætti verða henni holt veganesti. Það hefir veitt henni aukinn þjóð- málaskilning og skipað víðsýxmi mönnum um almennings hag til forastu í landsmálum. Þjóðmála- viðleitnin, sem hefir komið sam- kepnisstefnunni í þingi þjóðar- innar á kné, er eins og handa- band á tímamótum í lífi þjóðar- innar. Að svo mæltu óskar Tíminn lesendum sínum fjær.og nær árs og friðar! ----o----- Nýr spitali. Nýlega fóru þeir til Vestmannaeyja landlæknirinn og húsameistari ríkisins, til þess að yfir- líta þar nýtt og veglegt sjúkrahús, sem þar er verið að reisa um þessar mundir. Á það að rúma 30 sjúklinga og taka til starfa 1. mars. Hefir Gísli Johnsen ræðismaður gengist fyrir byggingunni og gefið til hennar stórfé. 'Á víðavangí. „Kommúnisminn og bændur“ Brynj. Bjamason ritar í síð- asta hefti Réttar niðurl. greinar sinnar um ofanskráð efni. Telst það vera dómur um Framsóknar- flokkinn, stefnu hans og starf. Sem tímaritsgrein er hún fágæt að gerð, með því að hún ber ein- kenni þess sem lakast er skrifað í blöð, af ábyrgðarlitlum sleggju- dómuram og ofstopamönnum. Ekki telur höfundur það væn- legt, „til að þroska samvinnu- menn pólitískt, að þröngva þeim til að lesa Tímann“! Ekki nefnir hann samt hverskonar þvingun- arráðstöfunum sé beitt,til þess að koma slíku fram, enda verða ekki færð rök fyrir svo heimskulegri álýgi. — Þá segir þessi fræðari, í að „versta sök flokksins“ sé, að S foringjarnir haldi fram samvinnu- stefnunni sem úrlausnarráði á vandamálum manna og þjóða, því að þetta glepji bændum sýn og varni þeim „skilnings á nauð- syn stéttabaráttunnar“. Fyllir höfundur flokk þeirra oflátunga í hópi jafnaðarmanna, seni gera stöðugar tilraunir að kveikja róg í sveitunum og etja smábændum gegn þeim, sem teljast einhvers megandi. En samvinnumenn viija frábiðja sér þessháttar þjóðmála- uppeldi. Þeir trúa ekki á heim- speki illviljans og telja nógu illa farið, að fáfróðum og æstum verkalýð sé byrlað eitur haturs og öfundar úr pennum slíkra flóna. — „Framsóknarflokkurinn þreytist ekki á því, að telja bú- andlýð landsins trú um, að sam- vinnufélög séu töframeðöl, sem muni færa honum öll heimsins gæði upp í hendurnar fyrirhafn- arlaust“, segir höf. Hvar og hve- nær hefir flokkurinn haldið slíku fram? Aldrei. Þvert á móti hefir það verið brýnt fyrir bændum. að að þeir yrðu með eigin fram- takssemi, dugnaði, sparsemi og samstarfi að ráða bót á vand- kvæðum sínum, en treysta ekki á forsjá oddborgaravaldsins í Reykjavík né á fortölur slíkra of- látunga og fróðusnakka sem þessa Brynjólfs Bjamasonar. — Þá segir höf. að í samvinnuskipu- laginu eigi samkepnin að halda áfram óhindruð! og kenningamar um að samvinnufélögin eigi að keppa við einstaka atvinnurek- endur og bola þeim út, sé ekki annað en orðin tóm hér á landi, I því að engum detti „í hug að | stofna framleiðslusamvinnufélag“. í Sést af þessu hvorttveggja: Skiln- ! ingur hans á eðli samvinnunnar | og aðgæsla hans í rökræðum. Til- ! gangur samvinnunnar er ekki sá, | að „bola út“ einstökum atvinnu- 1 rekendum með samkepni, heldur j að fylkja þeim til samstarfs. Þá ; eru og byrjunarspor til samvinnu- ! framleiðslu nokkuð gömul í land- ! inu og má nefna sláturfélögin, rjómabúin gömlu, gærurotun, ; gamaverkun o. fl. Ennfremur era að hefjast samvinnufyrirtæki í mjólkurvinslu. — Út yfir tekur, er höf. þykist bregða upp mynd af væntanlegum kjörum bænda undir kommunistisku fyrirkomu- lagi. Þar sem svo háttar til, segir höf., „greiðir búandinn ekki af- gjald af jörðinni“.---------„Enn- j fremur mun skuldafarginu og ■ tollabyrðinni verða létt af bænd- um“. Ekki era nú loforðin smá! Má spyrja: Er þetta svo í Rúss- landi? Og hverjir eiga að bera uppi ríkisgjöldin ef bændur eiga að verða lausir við alla skatta og tollabyrði og ef þar á ofan á að greiða fyrir þá skuldir þeirra? Af því að höfundur kemur hér alls- nakinn fram fyrir lesendur, verð- ur ekki litið á þetta eins og blekk- ingu heldur bara eins og ósvikna vitleysu. — Loks þykist höfund- ur sanna ágæti og óbrigðileik ríkisreksturs í búskap og bendir á Vífilstáðabúið. En slíkt er grip- ið úr lausu lofti, þegar litið er á það, að í Vífilstaðabúskapinn hef- ir verið ausið ómældum upphæð- um af ríkisfé og að ríkið leggur til óbrigðulan markað. — Hér hefir verið gripið niðri á nokkr um stöðum í greininni en öll er hún broslegur hugsanagrautur og munu fræði kommunista þurfa að vera öðravísi saman sett, ef þau eiga að ganga inn í höfuðið á þeim, sem eitthvað hafa fengist við að hugsa. Fræðimenskuheiðurinn é ögmund- arstöðum. Margeir Jónsson á ögmundar- stöðum í Skagafirði hefur feng- ist dálítið við fræðimensku. Meðal annars hefir hann tekið saman í bók hrafl af kveðskap alþýðu- skálda og nefnir „Stuðlamál“. Fyrsta heftið kom út fyrir tveim- ur árum. í formálanum segir safnarinn að bókin eigi að vera einskonar „met“ í ferhendugerð. Fyrsta heftið var stóram mis- hepnað. Nú er annað heftið ný- lega komið og er talið mun lak- ara. J. B. segir um það í Mbl., að með litlum undantekningum sé þar saman komið sviplaust „flat- rím“. Fyrverandi ritstjóri Dags á Akureyri, en núverandi rit- stjóri Tímans deildi nokkuð á safnarann fyrir frágang fyrsta heftis og taldi hann skorta nægi- lega vitsmuni,smekkvísi og vand- virkni, til þess að vinna svo merkilegt verk. Margeiri þótti fræðamenskuheiðrinum misboðið og höfðaði meiðyrðamál á hend- ur ritdómaranum. En með því að hann hafði í „leiðréttingar“-skrifi um ritdómarann verið óþarflega ör á vissri tegund af ummælum, þá höfðaði fyrv. ritstjóri Dags gagnsóknarmál á hendur honum. Dómur er fyrir nokkra genginn í þessum málum fyrir undirrétti á Akureyri og fóra svo leikar, að sakir féllust að öllu í faðma. Má það teljast ver farið en heima setið. Þessi reynsla Margeirs eins og samskonar reynsla sumra sam- sýslunga hans, sem kallaðir era meiri menn en hann, ætti að geta orðið sannfærandi um, að leið- réttingaviðleitni þeirra ætti að byrja héima fyrir. ----o--- Frá Mlöndum. Kuldar miklir voru í mið- og suðurhluta Evrópu í desember síðastl. Snjóaði þá jafnvel sunn- arlega á Italíu. 1 Englandi rak niður svo mikla fönn að jám- brautarlestir teptust. Urðu að því mikil vandræði svo að jafnvel lá við hungursneyð sumstaðar vegna flutningateppunnar. Vora flugvélar notaðar til matvæla- flutninga. — Italir hafa nýlega verðfest gjaldmiðil sinn, lírana. Tóku þeir til þess tuttugu og fimm miljóna verðfestingarlán erlendis. Er mælt að ráðstöfun þessi mælist vel fyrir meðal Itala og viðskifta- þjóða þeirra. — 1 Hoboken, sem er borg í New Jersey, við Hudsonána, gegnt New York brann nýlega farþegaskip, átta vöraprammar og tvær byggingar. Er tjónið metið á tvær og hálfa miljón dollara. — Kenslumálaráðherra Itala Á fyrsta stjómarári J. M. 1917 verður tekjuhallinn á ríkis- búskapnum tæpar tvær miljónir króna, eftir útreikningi J. Þorl. — B. Kr. er þá fjármálaráðherra. Næsta stjórnarár J. M. 1918 fer tekjuhallinn upp í liðugar tvær miljónir og fimm hundrað þús- und. Þá eru, fyrir tilhlutun manns sem J. Þorl. hefir fram að þessu verið sérlega lítið um gefið, samþykt nokkur tekjuaukafrv. og árið 1919 verður tekjuafgang- ur ein og hálf miljón. Um vorið 1920 fær J. M. sér til meðhjálp- ar M. Guðm. er alla tíð frá 1916 hafði verið náinn samherji Mbl. og allra þeirra er þar stóðu að. Á þessu ári verður tekjuhallinn á fjárlögunum hjá þeim J. M. og M. G. tvær miljónir og tvö hundruð þúsund. Að sögn Jóns Þorl. í Mbl. tókst þeim félögum ekki betur árið eftir 1921, því að þá verður tekjuhallinn tvær milj- ónir og liðug sex hundruð þús- und krónur. Síðasta árið sem þeir félagar sátu við stjóm í það sinn, þó að ekki entu þeir árið út, er tekjuhallinn líka um tvær miljónir og sexhundruð þúsund krónur. Um aðstöðu flokkanna á þessu tímabili er þess að gæta að flokk- ur þeirra J. M. og J. Þ. var lang- stærstur og hlaut því að ráða mestu um meðferð allra þingmála og þá ekki síst fjárlögin. Fram- sóknarflokkurinn var minstur af aðalflokkum þingsins frá 1916— 1920, eins og sést á því að hann kom í lok þess tímabils engum manni að með hlutfallskosningu í lögjafnaðamefnd. Flokkur þeirra Jónanna kom að Jóh. Jóh. „Þversum“-menn komu að Bjama frá Vogi og „langsum“-menn E. Amórssyni, en lögfræðingur bú- settur utan Reykjavíkur, sem Framsókn bauð fram fékk fæst atkv. En raunar stóð svo á því að J. M. hafði svo marga menn í flokki sínum að hann gat bæði komið Jóh. Jóh. að og líka lánað ,,langsum“, nógu marga til að koma þeirra manni að en bola frá manni Framsóknar. Að nafni til voru „langsum“-menn and- stöðuflokkur J. M. en heilindin frá hálfu hans og liðsmanna, er honum fylgdu, virðast ekki hafa verið meiri en dæmi þetta ber vott um. Til að fella úr lögjafn- aðamefnd trúnaðarmann Fram- sóknar gerir stjórnarformaðurinn |! eða fylgilið hans laun-bandalag við svokallaða andstæðinga sína. En þetta dæmi sýnir raunveru- lega andann frá 1916—1920. Flokkur J. M., „langsum“-menn og E. A., M. P. og G. Sv. var alt í laun-makki við Mbl. og aðra þá sem stóðu að hinu taumlausa fjársukki. 1 „þversum“-flokknum áttu menn þessir örugga banda- menn 1 öllu er snerti fjársóun ij milliliðastéttarinnar þar sem þeir voru B. Kr., Bjami frá Vogi o.fl. Eftir 1920 tókst J. Þorl. loks- ins aÖ komast á þing með hlut- fallskosningu í Reykjavík. En honum virðist alls ekki hafa ver- j ið ljóst hvert stefndi með fjár- ! haginn. Hann virðist beinlínis ! hafa verið léttúðarfullur á hæsta ; stigi um fjámiál landsins, því j að eftir öll þessi tekjuhallafjár- ! lög sem nú hefir verið lýst, þá vill hann hefna sín á eftirmönn- um J. M. og M. G. með því að láta þá fá tekjuhallafjárlög og lýsir þessu beinlínis yfir í þing- ræðu. Helst er að sjá svo sem Jón Þorl. hafi alls ekki skilið hvað hér var á seyði, fyr en bú- ið var að skrifa um fjáraukalög- in miklu í Tímann, og hann hins- vegar sjálfur er að brjótast fram fyrir þá félaga sína Jón M. og M. G. Rétt er, áður en skilið er við þessa hlið málsins, að bera saman fjárstjórn ráðuneyta J. M. með öll sín tekjuhallafjárlög, og yfirlýsingu J. Þorl. um að andstæðingamir verðskuldi tekju- halla á fjárlögum, við þá stað- reynd að Framsóknarmenn á þingunum 1924—27 vöktu meir yfir fjármálum landsins heldur en íhaldsflokkurinn. Tr. Þ. hafði áður en hann kom á þing vakið þjóðina af svefni í þessum efn- um. Og í fjárveitingamefnd Nd., þar sem fjárlögin mótast, vöktu trúnaðarmenn Framsóknar yfir gætilegri fjárstjóm öll þessi ár, þó að þeir væru í minnihluta. Fyrir þeim vakti ekki að hefna sín á Jóni Þorl. og liði hans með því að ateypa fjárhag ríkissjóðs, þó að andstæðingar sætu við stjóm. Þar ofan á bættist að and- stæðingar Jóns Þ. á þingi lögðu til hugmyndimar í tekjuauka- frv. þau sem samþykt voru á þingi 1924. Og að síðustu bætt- ist það þar á ofan að Jón Þorl. og flokkur hans kastaði burtu tekjum með því að létta skatta á síldarútveginum og hlutafélögum til stórgróða, og minkaði þannig tekjur landssjóðs. En á þingi í fyrra feldi J. Þ. og samherjar hans í Ed. frv. um að létta að einhverju eða öllu leyti útflutn- ingsgjaldi af landbúnaðarafurð- um. Sést af þessu að Jón Þ. hefir ekki séð fjárhagsvoðann af tekjuhallafjárlögum fyr en Tím- inn hafði vakið almenna andúð gegn fjársukkinu. Ennfremur að J. Þ. gat ekki fundið nýjar skattaleiðir, heldur urðu andstæð- ingai’ hans svo að segja að rétta honum peninga í landsjóðinn. Jafnvel þetta var ekki nóg. Það varð að höfuðsitja Jón, að hann ekki kastaði burtu sjálfsögðum tekjum frá ríkissjóði, eins og sást á því, er hann vildi ekki að gróði togarafélaganna 1924 kæmi landssjóði til tekna á venjulegan hátt. Allir aðrir sem græddu ár- ið 1924 urðu vafningalaust að greiða tekjuskatt af gróða sínum. Pólitískir vandamenn J. Þorl. í hópi stóratvinnurekenda urðu einir aðnjótandi þessarar ein- stöku umhyggju fjármálaráð- herra landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.