Tíminn - 03.01.1927, Blaðsíða 3
TÍMINN
3
pfP* Þeir sem hagsa sér
að panta hjá oss grasfrœ,
girðingarefni og tilbúinn
ábnrð til næsta árs, eru hér-
með vinsamlega beðnir að
senda pantanir sínar hið
allra fyrsta.
Samb.isl. samvinnufél.
íslenska dósamjólkin tzr
nú komin á markaðinn.
Af þjóðlegum ástæð-
um og yðar eigin
hagsmuna vegna er
það vinsamleg til-
mæli vor, að þér
kaupið Mjallarmjólk-
ina. Og munið þér
Vinðingapfylsh
H.f. Mjólkupfélagið Mjöll.
Umboðsmaður
Sig. B. Runólfsson,
Reykjavík. Sími 1514.
sannfærast um, að:
„Drjúgur er Mjallar-
dropinn“. Að kaupa
íslenska framleiðslu
er sama sem að
borga peninga i sinn
eiginn vasa.
braut niður bæði bæjar- og úti-
hús. Fólkið bjargaðist undan, með
naumindum og búpeningi varð og
bjargað með miklum erfiðismun-
um. Hefir tjón orðið mjög mik-
ið af skriðunni. Innanstokksmun-
ir nálega allir gjöreyðilagðir, og
heyin sömuleiðis, auk húsanna.
Þá er og mikill hluti túnsins eydd-
ur og sömuleiðis stór skák úr
engjum. Tugir manna hafa síðan
unnið að því daglega að grafa í
bæjarrústirnar.
Jón Þórðaxson, rennismiður,
Fljótshlíðarskáld, sem hann var
oft kallaður, dó hér í bænum á
jóladag.
Stórhneiksli má kalla það sem
nú er kunnugt orðið um strand-
varaaskipið nýja: óðinn. Eins og
áður hefir verið skýrt frá hér í
blaðinu reyndist Óðinn afleitt sjó-
skip og því var það ráðið að senda
skipið til Kaupmannahafnar til
eftirlits. Segja stjórnarblöðin nú
svo frá þeirri rannsókn, „að kom-
ið hafi í ljós, að þyngdarpunktur
véla og katla var rangt gefinn
upp til skipabyggingarteiknistof-
unnar. Var þyngdarpunktur skips-
ins þess vegna ekki á þeim stað,
er átti að vera„ og er það orsök
þess, að skipið reyndist ekki gott
sjóskip“. En um hitt upplýsa
stjórnarblöðin ekki hversvegna
íslenska stjórnin vanrækti alveg
að líta eftir því, eða láta líta eft-
ir því þýðingaijmkla atriði að
þyngdaipunktur skipsins væri á
réttum stað. Það kemur fyrst
fram við rannsókn löngu síðai- og
er það meir en meðalhneiksli að
hafa stofnað mörgum mannslífum
í voða með vanrækslu þessari.
Og nú verður að gera stórkost-
legar breytingar á skipinu, láta í
það 20 smálestir — 40 þúsund
pund — af kjölfestu, lækka reyk-
háfinn reykháfinn og lengja skip-
ið um hvorki meira né minna en
13 fet o. fl. Og þó að skipasmíða-
stöðin, að sögn stjómarblaðanna,
beri meginhlutann af kostnaðin-
um, þá lendir altaf töluvert á
ríkissjóði. Það mun vera Magnús
Guðmundsson sem ábyrgðina ber
á þessu máli öllu, og var þó ekki
bætandi á það sem hann hefir að
bera.
Gömlu vísumú, sem kveðin var
áður en dönsku kaupmennirnir
keyptu Isafold, og fjallaði um að
einlægni, að blessun geti af þeim
leitt fyrir mannkynið. Gifta ræð-
ur hvernig þeim gengur að túlka
Krist og vinna fyrir þá hugsjón
hans að stofna guðsríki á jörðu
niðri. — En aldrei hygg eg að
nokkur Fróða-fnður muni stafa
af þeim prestum, sem af upp-
blásnum kenningahroka, hafa
hvarvetna er bryddir á skoðunar-
mun öxi í höfði samþjóna sinna,
gruna þá um svívirðilegar hvatir,
jafna þeim við þjófa og ræningja
eða kalla þá úlfa innan um safn-
aðar-sauðina,
Þessi skoðun séra Gunnai's, að
presturinn þurfi að ímynda sjer,
að drottinn hafi sent hann eins
einhvern útvahnn höfðingja,
bendir einnig á dramb og ofstæki.
Langsennilegast þykir mér, að
drottinn (í sama skilningi og
kirkjan leggur í orðið, þ. e. guð)
sendi þetta fólk til jarðar-
innar, sem þar vex upp. Hitt
væri furðu mikið traust á fjand-
anum, að álíta, að hann hafi lang-
mestar afurðir af búskap guðs á
jörðinni, en drottinn fái aðeins
stöku sauð eins og t. d. séra
Gunnar og skoðunarbræður hans.
VIL
1 niðurlagi greinar sinnar hnýt-
ir séra Gunnar mjög ómaklega að
guðfræðideild háskóla vors og
kennurum hennar. Virðast honum
þeir fremur vinna móti kærleik-
anum til Krists og efling trúar-
innai'. Þetta eru hinar furðuleg-
ustu öfgar og mundu fáir nem-
. enda þeirra verða til að bera
ísafold væri blaðabest, lesin mest
o. s. frv. hefir nú verið snúið
eftir því sem nú standa efni til
og er þá svohljóðandi:
ísafold eg enn hef kynst,
ísafold er viskugrynst,
Isafold hefir eitthvað þynst,
því Isafold er lesin minst.
Leikfélagið hóf að leika leikrit
eftir Shakespeare á annan jóla-
dag: Vetrai'æfintýri. Er það eitt
mesta viðfangsefni sem félagið
hefir færst í fang, un allan út-
búnað og vegna þess að leikenda
fjöldinn er óvenjulega mikill. Og
að nokkru hefir félagið kikhað
undir byrðinni. Að vísu er sér-
lega vel vandað til útbúnaðarins,
búningar t. d. fengnir sunnan frá
Þýskalandi, að því er sagt er, með
óvenjuléga miklum kostnaði og í
annan stað er vert að geta þess
að leiðbeinandinn, Indriði Waage,
hefir leyst mjög mikið starf af
hendi og leikur sjálfur betur í
þessu leikriti en hann hefir
nokkru sinni gjört áður. En leik-
urinn fer mjög í mola hjá ýms-
um nýgræðinganna sem félagið
hefir orðið að nota, vegna þess
hve hlutverkin eru mörg. En einu
sinni verður það að vera fyrst
að Leikfélagið takist á hendur
svo stór hlutverk. — Indriði Ein-
arsson þýddi leikritið.
Suðurlandsferðirnar til Borgar-
ness hafa verið ákveðnar sem hér
segir: Jan. 5., 14., 21., febr. 1., 9.,
17., 24. Mars: 4., 14, 22., 30.
Apríl: 6., 12., 20. Komið verður
við á Akranesi í hverri ferð ef
veður leyfir.
Þetta tölublað er prentað fyrir
áramótin, til.þess að það næði í
landpóst, þó að dagsett sé fyrsta
virka dag ársins. Er og ekki
alveg óhugsandi að vinnuteppa
verði í prentsmiðjunum úr ný-
árinu, vegna kaupdeilu.
Látin er hér í bænum frú Guð-
rún Jónsdóttir kona Magnúsar
Ólafssonar ljósmyndara, merk
kona og mikilhæf. Hún var dóttir
Jóns bókbindara á Grímsstaða-
holti við Reykjavík, Áraasonar
sýslumanns í ísafjarðarsýslu,
Þorsteinssonar bónda á Krossnesi
í Eyrarsveit, Runólfssonar bónda
á Vaðstakksheiði, Oddssonar
bónda í Straumhlíð í Helgafells-
sveit, Runólfssonar hafnsögu-
manns í Kumbaravogi. Sex eru
þann vitnisburð — aðrir en Gunn-
ar. Það er landskunnugt, að guð-
fræðiprófessorar vorir eru allir
menn andríkir og rökvísir, og trú-
menn hygg eg að þeir séu allir,
hver upp á sína vísu. Það sem hér
skiftir máli er vafalaust það, að
sennilega hafa þeir talsvert öðru-
vísi trúarhugmyndir en séra
Gunnar. Og að hafa öðruvísi trú-
arhugmyndir en Gunnar, verður
í hans augum sama sem að vinna
móti trúnni! Eg tel það höfuð-
ftost guðfræðiprófessora vorra, að
þeir hafa altaf gert sér far um,
að varast það, að láta kenslu sína
vera litaða af nokkurri sérstakri
stefnu eða persónulegri skoðim,
heldur rannsaka þeir ritningam-
ar eins og vísindamönnum sæmir
og leitast með því við að fá nem-
endur sína til þess, að grafast
sjálfa eftir kjarnanúm í kenning-
um Jesú — til þess að þeir geti
síðan myndað sér sem . hleypi-
dómaminstar og sjálfstæðastar
skoðanir um það, sem á ýmsum
tímum hefir verið nefnt kristin-
dómur. Hefir mér skilist, að þeim
þyki meira verð sú ást á Kristi,
sem menn fá fyrir sjálfstæða
rannsókn og einhvem skilning á
starfi hans og kenningum, en sú
ást, sem mönnum er innrætt, sem
skyldukredda. I þessum efnum
virðast mér prófessorar háskóla
vors standa miklum mun framar
en ýmsir guðfræðiprófessorar,
sem eg hefi hlýtt á við aðra há-
skóla.
Guðfræði á að kenna eins og
vísindi en ekki eins og trú. Það
börn þeirra hjóna, dætur tvær og
synir fjórir, þar á meðal Ólafur
ljósmyndai’i og Kari læknir á
Hólmavík.
Kíghósti er fárinn að breiðast
út hér í bænum. Var von um að
getur aldrei farið eftir neinum
fyrirskipunum eða reglugerðum
hvernig hugsandi maður trúir.
Það fer aðeins eftir eðli hans
sjálfs og innræti. Og í sjálfu sér
er aldrei hægt að kenna einum
eða öðrum að „trúa“ eða lifa
bænalífi, nema með því að hjálpa
honum til að öðlast skilning á
sjálfum sér. En þetta hvort-
tveggja sprettur einkum upp af
lífsreynslu hvers einstakhngs og
þörf og þrá hverrar sálar, að
finna í hverju sér er ábótavant.
Þeir, sem með gaumgæfni hugsa
um kenningar Jesú og trúa á
þær af því að þeirn virðast þær
betri en aðrar kenningar og vit-
urlegri og koma betur heim og
saman við lífsreynslu sína, þeir
geta naumast borið þeim kennur-
um sínum, sem lagt hafa sig
fram um að gera þeim þetta
skiljanlegt, þann vitnisburð, að
þeir vinni móti trúnni og kær-
leikanum til Krists.
Jafnmikil firra er það, að Há-
skólinn eigi sök á daufu kirkju-
lífi meðal þjóðarinnar. Ætti sr.
Gunnar að athuga hvort minna
tómahljóð er í kirkjum skoð-
anabræðra hans, þessara „Krists
þjóna“, sem flytja „orðið“ hreint
og klárt, en hinna „sjálfkjömu"
sem Gunriar svo seinheppilega
nefnir þá, sem eru annarar skoð-
unar en hann sjálfur. Og hálf-
gerð vandræða röksemd er það,
að þeir sem heilla áhayrendur sína
með mælsku, meini síður það sem
þeir segja en hinir, sem ekki fari
með sínar eigin hugsmíðar upp í
tekist hefði að stöðva útbreiðslu
hans en brást — eins og endra-
hser. Talið er að helmingur bara-
anna í barna^kólanum hafi ekki
enn fengið veikina og ekkert
barn yngra en sjö ára.
stólinn! Það er venjulegra, að
þeir sem einhverja skoðun hafa
öðlast fyrir sjálfstæða hugsun,
þeir boði hana með meiri sann-
færingarkrafti og mælsku, og þeir
fái þegar til lengdar lætur fleiri
til að hlusta á sig en páfagauk-
arnir, sem læra skoðanirnar utan
að, en hafa í raun og vera enga
sjálfir.
Eitt af því fáa, sem eg get ver-
ið séra Gunnari sammála um er
það, að presti beri að vera auð-
mjúkum. Þó líkar mér ekki auð-
mýktin í Þórðarbænum: „Sem
hundtík til síns herra sér“ o. s.
frv., eða sú auðmýkt, að láta
skoðanir annara manna, þótt jafn-
vel það nú væri einhverra stór-
postulanna Péturs eða Páls, níð-
ast á sinni eigin skynsemi og
dómgreind. Nú er einmitt noklc-
ur von til þess, að nýir tímar í
andlegum efnum muni renna yfir
þessa þjóð. Á guðfræðideild há-
skóla vors drjúgan þátt í því og
þeir frjálslyndu menn, sem þar
hafa lagt fram krafta sína nú um
nokkurra ára skeið. Andlegt líf
getur aðeins þróast í frelsi. Hugs-
unarfrelsi er hið fyrsta nauðsyn-
lega skilyrði sannleiksleitarinnar.
En* þröngsýnin hefir æfinlega
bæði fyr og síðar orðið sér til
minkunar.
VIH.
Eg vil geta þess áður en eg
lýk máli mínu, að þessi grein
mín er ekki nein ádeila á séra
Gunnar einn, þótt Bjarmalestur
hans hafi gefið tilefnið. Því að
Langa grein skrifar V. St. í
aanska Mbl. sitt um vexti af lán-
um til ræktunar. Spumingin eina
sem hann leitast við að svara er
þessi: „Getur íslensk túnrækt
ekki borið 6% vexti af lánsfé“.
Þetta er Ihaldsmönnum aðalatrið-
ið að finna hvað túnræktin geti
borið hæsta vexti og lægri en það
mega vextimir ekki vera. Fram-
sóknarmenn segja hinsvegar:
Aukin túnrækt er þýðingannesta
verklega framkvæmdin sem nú er
unnin á Islandi. Ríkið á því að
veita sérstök vildai’kjaralán til að
vinna þessi verk. Við spyrjum því
ekki hvað túnræktin geti borið
hæsta vexti, því að við viljum, að
í lánskjöranum sé fólgin veraleg
hvatning til að framkvæma verk-
ið. Við spyrjum um hitt. Hver
eru lánskjörin annarsstaðar og í
Noregi era vextirnir 2í/2%- Við
spyrjum um hvað ríkið geti látíð
vextina vera lægsta til þess að
hvötin til framkvæmda verði sem
mest.
Árbók Fomleifafélagsins 1925
—26 er nýkomin út, sérlega. fjöl-
breytt að efni.
Alþingi á að koma saman 9.
febrúar næstkomandi.
Látinn er nýlega Jakob Þor-
steinsson áður bóndi á Hreða-
vatni í Norðurárdal, bróðir þeirra
Bjarnar bónda í Bæ og Kristleifs
bónda á Stóra-Kroppi, í beinan
karllegg kominn af síra Snorra
gamla á Húsafelli. Fróðleiksmað-
ur og greindur pi'ýðilega vai'
Jakob heitinn, svo sem hann átti
kyn til. Kvæntur var hann Höllu
Jónsdóttur, systur Jakobs heitins,
bónda á Varmalæk, og er látinn
fyrir nokkrum árum.
———o——
Samvmnumál.
Grn miðjan október í haust
héidu fulltrúar frá 24 ríkjum
fund í Hamborg á vegum alþjóða-
sambands samvhmufélaganna. —
Fulltrúai- voru um 60. Sex nefnd-
ir störíuðu samtímis, m. a. þær
tvær sem vinna að því að koma
skipulagi á innbyrðis skifti fé-
iagsdeilda í ýmsum löndum, og
aiþjóða-samvinnubanka. — Sár
fyrirlestur Gunnars er ekki fram-
iegur að neinu leyti, heldur er
hann í samhljóðan við alla þá
farandpi'edikara, sáluhjálparher-
meim og heimatrúboða, sem á
undan honum hafa gengið. Þetta
fólk virðist alt hafa þá hugmynd
sameiginlega við fariseana gömlu,
að það heldur sig vera betra og
réttlátara en aðra mexm og hafa
komist í mjúkinn hjá guði sín-
um á einhvem sérstakan hátt.
Þetta er sama suðan, sem að mín-
um dómi á drýgsta söldna á því,
að hafa fælt fólkið út úr kirkjum
landsins eftir að hafa hálfsálgað
því úr andlegum leiðindum.
Allur þorri þjóðar er nú orðinn
langleiður á þessum gamal-gyð-
inglegu guðshugmyndum, þessum
blótguð, sem sífelt heimtai’ blóð
til þess að vera ánægður, eða
krefst þess, að menn trúi einu
og öðru, sem enginn botnar í
lengur, en hótar afarkostum öðra
móti.
Og þegar prestamir fara að
tala eins og afturgöngur utan úr
svartamyrkri miðaldanna í stað
þess að snúast að viðfangsefnum
líðandi stundar og gerast leið-
togar nútímakynslóðarinnar til
andlegrar framsóknar frá þeim
vettvangi, þar sem hún nú stend-
ur, þá er ekki nema von, að hún
taki þann eina úrkost, sem hún á
— sýni þá yfirburði sína með því,
að snúa við þeim bakinu með
þegjandi fyrirlitningu.
Ritað í ágúst 1926.