Tíminn - 08.01.1921, Qupperneq 4
4
Tií'M’I N N
Snlawerðii
er fyrst um sinn frá áramótum ákveðið ki’. 200,00 smálestin.
EflamÆssveffsIwmim
Peningabréí
með innl. kr. 55)°°) uppbót á i hest seldan Utflutningsnefndinni 1919.
Utanáskrift: Jóh. Guð. Guðmundsson, Hvammi, hefur^ekki komist til skila,
og er geymt hjá Utflutningsnefndinni. Eigandi bréfsins er beðinn að gefa
sig fram.
, Utllutningsneíndin.
bNÉnsMi
Skóuerslun Hafnarstræti 15
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir 1 æ g s t v e r ð.
Greið og ábyggileg viðskifti.
Ræðunni var tekið með einróma
fagnaðarlátum, og óðara tók Luigi
til máls.
„Bróðir! f>ér hafið á réttu að
standa. pjóðin er orðin þreytt á
orðunum einum. Nú er kominn
tími til að hefjast handa. Félagið
okkar: Lýveldi mannanna, leggur
oss efnin upp í hendurnar. Við
höfum hálft hundrað þúsund
franka undir höndum og nefnd-
irnar á Englandi, Rússlandi og
þýskalandi senda daglega viðbót.
Byssumar fáum við frá Belgíu og
ungu mennirnir okkar kunna að
nota þær“.
Davíð Rossí stóð upp, en átti
bágt með að fá hljóð.
„Bræður“, hrópaði hann. „það
er rán og morð, sem þið hafið í
hyggju að stofna til. Rán — því
að þið ætlið að nota þau efni til
ófriðar, sem ykkur hefir verið
trúað fyrir í þjónustu friðarins.
Morð — því að þið stofnið í hættu
lífi kvenna og barna, þúsundum
saman. það skal ekki verða. Eg
banna það“.
„þér hótið því að vinna gegn
vilja okkar“, sagði Malatesta.
„Já, af öllum mætti og efnum“.
„Gott og vel“, sagði Malatesta.
„þar eð foringi okkar staðhæfir
að einlcaskylda okkar sé sú, að
hafa áhrif á þingið, þá er eg
reiðubúinn til að hlýða. En“ — og
nú kom blossi í augu honum —
„ef forsætisráðherrann stendur
við hótun sína, og ætlar að hefta
málfrelsi okkar og öll sund eru
okkur lokuð, þá — svo sannarlega
sem Guð er til — þá skýt eg
hann!“
„Eg líka!“ „Eg líka!“ „Eg
líka!“ — Raddirnar gullu við
eins og skothríð.
Rossí stóð enn upp.
„þið hótið því að skjóta forsæt-
isráðherrann í þingsalnum. þið
gjörið þá nákvæmlega hið sama,
sem þið vítið í fari stjórnarinnar.
þið beitið ofbeldi gegn ofbeldi og
breytið eins og féndur laga og
réttar. Hverjar verða afleiðing-
amar? Um endilanga Norðurálfu
mun ahnenningsálitið snúast gegn
ykkui' og þið steypið þjóðinni í
botnlausa glötun. Félagar! Kom-
andi kynslóðir munu bölva ykkur.
þið stöðvið framsóknina um mörg
ár“.
„það skiftir engu máli“, hrópaði
Malatesta. „Við erum reiðubúnir
að taka afleiðingunum. Ragir er-
um við ekki“.
Margir hlógu með honum og
glósuðu um seinlæti Rossís.
Rossí stóð upp.
„Bræður! Ef þið vissuð það hve
litla ástæðu eg hefi til þess að
halda hlífiskildi yfir lífi Bonellís
baróns, ef þið vissuð hversu mikla
freistingu eg hefi til þess að láta
ykkur skjóta hann einsog hund —
þá munduð þið skilja það, að eg
læt leiðast af röddu samvisku
minnar og engu öðru, er eg segi,
að eg sný við ykkur bakinu að
fullu, undir eins og þið hafið
drýgt þennan glæp“.
„Vitanlega“, hrópaði Malatesta,
„farið þér þá yðar leið, til þess að
forða yður. Og hvers vegna?
Blátt áfram af því að þér erað
hræddur! — Iilustið á herrar mín-
ir! Flokkur okkar sundrast af því
að foringi okkar er ragmenni!“
Við þessi orð varð dauðaþögn í
salnum. Rossí stóð hreyfingarlaus
við borðendann.
„Skiljið þér mig ekki, hr.
Rossí?“ hrópaði Malatesta.
„Jú fullkomlega!“
,,Eg er reiðubúinn að veita yður
uppreist hvenær sem er. Ætti það
að vera á morgun?“
„Nei. 1 dag!“
„Og hvar?“
„IIér!“
„Hvenær?“
„Nú þegar!“
Davíð Rossí var náfölur. Hon-
um var erfitt um mál. — Mótmæli
heyrðust. þetta er hryllilegt! En
raddirnar þögnuðu, því að á slík-
um augnablikum verður hið ó-
skiljanlega eðlilegt.
„Lokið hurðinni“, var kallað.
„Korða eða pístólu", sagði
Malatesta.
„Marghleypu", svaraði Rossí
rólega. „þá er fljótast af lokið“.
Malatesta fölnaði.
„Gott“, svaraði hann og beit
saman vörum, en það var aug-
ljóst, að hann var hræddur.
Marghleypumar komu óðara.
Einvígisvottar fengnir og skilmál-
ar ákveðnir. Undireins og hólm-
göngumennirnir væru komnir á
staðinn mættu þeir skjóta. En ef
sá misti marks, sem yrði fyrri til
að skjóta, mátti hinn ganga fram
og skjóta á svo stuttu færi sem
honum leist.
Rossí tók við vopninu án þess
að líta á það. Malatesta leit á það
gaumgæfilega og spenti hanann
með skjálfandi höndum. Hinir
gengu til hliðar. Hólmgöngumenn-
irnir voru látnir snúa bökum sam-
an í miðri stofunni og gengu svo
hvor til sinnar hliðar.
Undir eins og Malatesta náði
veggnum, sneri hann sér við og
skaut. þegar reykurinn var far-
inn, gat að líta, að Rossí stóð ó-
særður og hægri hendin, sém hélt
á marghleypunni, hékk niður með
síðu hans. Hann bærði ekki á sér,
en Malatesta skalf frá hvirfli til
ilja.
„Flýtið yður! Hefnið y,>ar“,
hrópaði Malatesta með titrandi
röddu.
En Rossí bærði ekki á sér.
„Verið miskunnsamir — og
flýtið yður“, hrópaði Malatesta í
dauðans angist.
Rossí gekk feti framar, lyfti
hendi og skaut upp í loftið.
„þetta var nauðsynlegt“, sagði
Rossí. „Eg gat ekki krafist friðar,
ef menn mínir álitu mig hrædd-
an“.
Malatesta kastaði sér fyrir fæt-
ur Rossís:
„Fyrirgefið mér!“ hrópaði hann.
„Fyrirgefið mér!“
„Standið upp! Eg hefi þegar
fyrirgefið yður. En minnist þess,
að héðan af á eg líf yðar!“
------o-------
Fréttir.
Tíðin. Indælasta jólaveður jóla-
dagana, vægt frost, logn og fult
tungl, og hefir ekki komið svo
fagurt veður um jólin í mörg ár.
Síðan þýða, hægviðri og lítil úr-
koma.
Símaskráin 1921 er nýkömin,
með venjulegum frágangi. Jafn-
framt sendir símastjómin síma-
noterdum bréf og skýrir þeim frá
hversu erfið aðstaðan sé um alla
afgreiðsluna. Símastúlkumar of-
hlaðnar vinnu, símaborðin orðin
alt of lítil, áhöldin hætta að segja
rétt til af sliti — og er ekki unt
úr þessu að bæta nema með ærn-
um kostnaði og gjörbreytingu. En
sá hefir veiið siður í bæ þessum,
að kenna símastúlkunum um alt
sem aflaga fer um afgreiðsluna,
og einslega og opinberlega hafa
menn tíðkað það að kasta hnútum
að stúlkunum, eins og kappar
Ilrólfs kraka grýttu Hött vesal-
ing, og þann sönginn syngur a.
m. k. eitt höfuðstaðarblaðið enn.
Sannleikurinn mun þó vera sá, að
illur aðbúnaður og stillingarleysi
símanötenda veldur eigi síður
óreglunni en stúlkurnar. Er það a.
m. k. reynsla þess, er þetta skrif-
ar, að allflestar stúlkurnar hafa
fullan vilja á því að rækja starfið
eins og unt er, eftir kringumstæð-
unum.
Slys. Á annan jóladag hrepti
„ísland“ afarslæmt veður, á leið
sinni til útlanda, tók út einn kynd-
ara skipsins og hindraði veðrið
gjörsamlega alla björgun.
Minningargjöf færðu barna-
skólabörnin Morten Hansen skóla-
stjóra á jólunum — silfurbikar
mjög fagran. Hefir hann gegnt
skólastjórastöðunni í 30 ár.
þorvaldur Thoroddsen prófessor
er sagður á batvegi.
Páll Ísólísson organleikari hélt
hljómleika í Kaupmannahöfn rétt
áður en hann lagði af stað heim.
Einróma lof hlaut hann fyrir í
blöðunum dönsku, bæði fyrir
skilning sinn og leikni. Páll er nú
að undirbúa það að æfa stóran
karla og kvennakór, undir hljóm-
leika í næsta mánuði.
þorfinnur Karlsefni. Stand-
myndin sem Einar Jónsson mynd-
höggvari gerði vestra af þorfinni
Karlsefni, var „afhjúpuð“ og af-
hent Fíladelfíuborg hinn 20. nóv.
síða'stl. og voru mikil hátíðahöld
þvi samfara. íslenski fáninn
blakti þar við hún og íslands var
veglega minst, bæði að fornu og
nýju. Halldór Hermannsson pró-
fessor kom þar fram af íslands
hálfu og þakkaði þann sóma sem
íslandi var sýndur.
Rit. „Morgunn“ er nýútkominn,
1. hefti II. árgangs, prýðilega læsi-
legt hefti og fjölbreytt að efni. —
„Iðunn“ er og nýútkomin, 3. hefti
VI. árg. Flytur meðal annars stór-
merkilegt erindi síra Kjartans
Ilelgasonar, er hann flutti í félag-
inu ,,íslendingi“ um för sína vest-
ur um haf. Aðalgrein ritstjórans
er árásargrein á spíritismann. —
Sig. Ein. Illíðar dýralæknir hefir
gefið út rit um samband manna-
Bítra
í Hraungerðishreppi fæst til kaups
og ábúðar í næstu fardögum.
Semja við eigandann
Þorfínn Jónsson
í Bitru.
Reykjavík.
Pósthólf 122 Sími 228
selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl.
— — alt með lægsta verði. — —
Fljót afgreiösla!
Áreiðanleg viðskifti.
Tapast. hefir frá Hrísum í Helga-
fellssveit brúnn hestur ómarkaður —
má' lþó vera að sé markaður með
fjöður a. v. Hesturinn er klárgengur,
gamaljárnaður og útskeifur á aftur-
fótum. Finnandi er vinsamlega beð-
innjj að gjöra mér aðvart.
Daníel Mattíasson,
frá.jHrísum.
Jörð til sölu og ábúðar.
Jörðin Kleifakot í Mjóafirði í
Reykjarfjarðarhreppi, 6 hndr. að
fornu mati, er til sölu og ábúðar
í næstk. fardögum. íbúðarbær í
góðu standi og peningshús nýbygð
með járnþaki, sem taka 130 fjár.
Jörðin framfleytir í meðalári: 100
fjár, 3—4 hrossum og 1 kú.
Nánari upplýsingar hjá undir-
rituðum eiganda jarðarinnar.
Guðbergur þórðarson,
Bolungarvík.
berkla og nautgripaberkla, og
segir sögu þeirra rannsókna.
Steingr. Matthíasson læknir víkur
að sama máli í „Degi“. Sjálfur
hefir Sigurður fengist töluvert við
berklarannsóknir á kúm við Eyja-
fjörð. Er það vel, að máli þessu sé
haldið vakandi og er á öðrum stað
í blaðinu lauslega drepið á nýjustu
erlendu tíðindin um það. þessi rit-
gerð Sigurðar er mjög þörf og
fræðandi um sögu málsins ytra.
En áður en langt líður ættu dýra-
læknarnir að koma með ákveðnar
tillögur um hvað eigi að gera hér
á landi.
Suðurganga. þrír íslendingar
eru nýfamir til Ítalíu til stuttrar
dvalar: Davíð skáld Stefánsson
frá Fagraskógi, Ríkharður Jóns-
son listamaður og Ingólfur læknir
Gíslason.
Gengið á dönsku krónunni hefir
hækkað jafnt og þétt upp á síð-
kastið.
rannsóknir hófust norður þar,
hefir þeim verið haldið áfram
þyndarlaust, og eru framkvæmdar
árlega meira eða minna. Sú þjóð,
sem mest hefir til rannsóknar á
Spitsbergen lagt, eru Svíar, þá
Norðinenn, þó ekki fyr en um
aldamót, Frakkar, þjóðverjar,
Austurríkismenn, Englendingar,
Ameríkumenn o. fl. Hafa Svíar
ekki gert út færri en um 30 vís-
indalega leiðangra, með sínum
færustu vísindamönnum, sérfræð-
ingum í ýmsum greinum og varið
fleiri miljónum fjár til þessa.
Norðmenn hafa á síðari áram
einnig gert út marga leiðangra.
Hafá hinar ýmsu þjóðir byggja
látið rannsóknarstöðvar víða um
landið, og vísindamenn hafst þar
að á vetrum. Landfræðismæling-
ar, jarðfræðisrannsóknir, dýra og
jurtalíf á sjó og landi, veðurfræð-
isathuganir, hafstrauma, ísrek o.
fl. o. fl„ sem of langt yrði upp að
telja, hefir verið rannsakað af
mörgum bestu náttúrufræðingum
Evrópu. Á ísland vort langt í
land að verða jafnvel rannsakað
og Spitsbergen er nú orðin. Enda
óliku saman að jafna. því Spits-
bergen telj a náttúrufræðingar,
einkum jarðfræðingar, hreinustu
gullkistu sína. Á þessu norðlæga
heimskautalandi finna menn jarð-
myndanir frá öllum tímablium
jarðsögunnar, og mun það ein-
stakt vera. þar sjá menn að ver-
ið hefir sami gróður einu sinni
sem nú er í Miðevrópu eða suður-
hluta Bandaríkjanna. Má því
lesa myndunarsögu jarðar svo að
segja á þessum litla bletti. — Alls-
konar sýnishom ólíkra bergteg-
unda, þúsundir steingerfinga,
jurta og dýra hafa verið tekin og
flutt heim sér. Fjöldi vísinda-
manna er enn í dag önnum kafinn
við að lesa út úr steingerfingum
þessum lífið sem ríkti hér fyrir
miljónum ára í sjó og á landi.
Margar merkilegar uppgötvanir
hafa þegar verið gerðar á ýmsum
svæðum, og fleiri eiga eftir að
koma. Árin 1898—1902 fram-
kvæmdu t. d. Svíar gráðumæling-
ar, er mjög mikla þýðingu hafa
með tilliti til lögunar jarðarinnar
við heimskautin. Kostuðu mæling-
ar þessar milj. króna, og út-
gáfa ritanna um þær mælingar 50
þús. kr. Landfræðismælingar era
nú gerðar svo nákvæmar sem
frekast má, um land alt, og ná-
kvæm landabréf til. Eftir hvem
vísindalegan leiðangur hafa bæk-
ur verið gefnar út, er lýsa ferðum
og athugunum í stóram dráttum.
Eru þær margar skemtilestur
einn. Síðan koma vísindalegu rit-
in. Hafa t. d. Svíar einir gefið út
ca. *400 vísindaleg rit, er snerta
Spitsbergen, og um 60 landabréf.
Allar þessar rannsóknir hafa nú
auðvitað þeim mun meiri þýðingu
frá náttúrufræðislegu sjónarmiði,
sem land þetta liggur svo norðar-
lega, því menn hafa aldrei átt þess
kost fyr að rannsaka svo nákvæm-
lega hin svonefndu heimskauta-
lönd, og er áreiðanlegt að rann-
sókn þeirra muni fá mikla þýð-
ingu í framtíðinni. Ilugsum bara
um t. d. rannsóknir á hafísnum og
ferðalagi hans, já, fyrir fsland. —
Ilinir vísindalegu leiðangrar hafa
ýmist verið kostáðir af opinberu
fé eða einstökum mönnum með
samskotum, eða hvorttveggja.
Fyrsti norski vísindalegi leiðang-
urinn var t. d. kostaður af furst-
anum í Monacco. Fyrir utan þessa
leiðangra, er beint fóru vísinda-
legra erinda, hefir farið og fer enn
fjöldi feröamiinnaskipa til Spits-
bergen á ári hverju, og er þá
stundum með einn eða annar vís-
indamaður. Dvelja skipin þar
vanalega yfir sumarið. Fólkið fer
þangað til að njóta hvíldar og um
leið hressingar í hinni dásamlegu
fegurð og töfrandi sérkennileik
heimskautalandsins. — Að lokum
skal getið, að alt frá í byrjun 19.
aldar hefir Spitsbergen haft
mikla þýðingu fyrir þá, semreynt
hafa að komast til Norðurheim-
skautsins, og þeirra tala er mikil.
Ilafa menn getað komist með því
að fara til Spitsbergen fyrst sem
svarar hálfleiðis til heimskauts
frá íslandi. En til Spitsbergen
hafa menn getað farið á skipi sínu
án nokkurs sérstaks útbúnaðar,
og var mikið við það unnið. Allir
muna eftir Andrée, sem ætlaði
fyrstur manna að fljúga til Norð-
urheimskauts. Sjást ennþá rúst-
irnar af húsinu er hann lét byggja
á Spitsbergen.
Ýmsar þjóðir hafa gera látið á
Spitsbergen forðabúr, bæði fyrir
þessa heimskautaleitarmenn og
aðra nauðstadda. Lýkur hér svo
þessu yfirliti yfir sögu og rann-
sókn Spitsbergen. Skal nú stutt-
lega lýst landinu, áður en vér för-
um að segja frá kolanámunum og
hagnýting þeirra.
Frh.
------o------
Látinn er hér i bænum Bjarn-
héðinn Jónsson jámsmiður. —
Nýlátinn er ennfremur á Akranesi
Jóhann hreppstjóri Björnsson,
bróðir Guðmundar sýslumanns,
Jóns kaupmanns í Borgarnesi og
þeirra systkina.
Hámarksverð. Verðlagsnefnd
hefir afnumið hámarksverð á rúg-
mjöli í Reykjavík. Hámarksverð í
Reykjavík, í smásölu, á steyttum
sykri er kr. 2,10 kg. og á höggn-
um sykri kr. 2,25 kg„ og á kaffi í
smásölu kr. 4,20 kg.
Tvö íshúsanna eru að stækka
hús sín, vegna hinnar auknu botn-
vörpungaútgerðar.
Nýja Bíó byrjar í kvöld að sýna
kvikmyndina af Sögu Borgarætt-
arinnar eftir Gunnar Gunnarsson,
sem tekin var hér á landi.
Embætti. Sigurjón Markússon
sýslumaður Sunnmýlinga hefir
sagt embætti sínu lausu frá ára-
mótum.
Gullfoss fór í gær norður um
land og til útlanda. þórólfur bóndi
Sigurðsson frá Baldursheimi var
meðal farþega.
Lögrétta minkar ofan í Vísis-
stærð nú um áramótin.
Manntalið. Ábyggileg tala um
fólksfj öldann í Reykjavík er ekki
orðin kunn enn, en búist við að
verði nálægt 18,000,
Embætti. Lárus Bjarnason er
skipaður kennari við gagnfræða-
skólann á Akureyri.
Guðmundur Loftsson er settur
sýslumaður á Eskifrði.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.