Tíminn - 23.12.1949, Page 3

Tíminn - 23.12.1949, Page 3
277. blað TÍMINN, föstudaginn 23. desember 1949 3 Það þarf heiðarleg samtök og ódeiga forustu til að leysa vandamálin Afleiðingarnar af verðbólgustefnu Sjálfstæðismanna og kommúnista blasa nú við í atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar Herra forseti. Góðir hlustenöur. 1942 var háð örlagarík bar- átta um það, hvort verðbólg- j an skyldi óhindruð fá að flæða hér yfir. Framsóknar- flokkurinn barðist á móti því. Hann vildi stöðva dýrtíðina eins og hún var þá og taka sem mest af stríðsgróðanum í vörzlu ríkisins, sem notaði hann svo eftir stríð til al- hliða umbóta. Framsóknarflokkurinn var- aði þá og ætíð síðan við þeim voða, sem fljótt mundi verða fyrir dyrum, ef dýrtíðin fengi óhindruð að flæða yfir land- ið og taldi, að erfitt myndi síðar að ætla sér að ráða við, hvert sú flóðbylgja bæri þjóð ina. Hann varaði einnig við j því óheilbrigða kapphlaupi og þeirri spillingu í viðskipta- og fjármálalífi þjóðarinnar, sem skefjalaus verðbólga mundi leiða af sér, og sýndi fram á, að sú viðureign gæti ekki endað nema á einn veg: að þeir ríkari yrðu ríkari og þeir fátæku fátækari. „Nýsköpunar“-stjórnin. Svo fór í þessu efni, að stefna Framsóknarflokksins beið ósigur. Aðvaranir hans voru að engu hafðar og allar flóðgáttir dýrtíðarinnar opn- aðar. Sú ráðstöfun varð fljót- lega undirstaða hverskonar lausungar, jafnt í stjórnmál- um sem atvinnu- og viðskipta málum, og leidc” til þess 1944, að hin svokallaða nýsköpun- arstjórn var mynduð. Frá upphafi til endaloka hélt þessi stjórn trúlega verndar- hendi sinni yfir skefjalausu kapphlaupi um svo kallaðan stríðsgróða, og lét mjcg' af- skiptalaust margskonar við- skiptasiðleysi, sem þessu kapp hlaupi fylgdi- Og hún virtist láta þetta viðgangast vitandi vits um, að hér yrði ójafn leikur. Þeir æfðustu og hand- sterkustu á þeim leikvangi hlutu að geta sópað til sín meiru en bróðurpartinum, og svo leit út, sem til þess væri leikurinn gerður. Meðan þessu fór fram var athygli þjóðarinnar leidd að öðru. Var þá hampað margs konar umbótalöggjöf, en ekki um það hirt að skapa henni fjárhagsgrundvöll. Það varð hlutverk annarrar ríkisstjórn ar að afla fjárins til fram- kvæmda margra þessara mála, en sum hafa ekki kom- izt í framkvæmd vegna fjár- skorts og önnur lifað á ná- strái svo að segja frá degi til dags. — Fyrir nýsköpunar- stjórninni virtust ýms þessi umbótamál aðeins vera nauð- synlegt ryk í augu almenn- ings. Þess var ekki óskað, að fólkið sæi, hversu mjög stjórn arathöfnum var hagað til hagsbóta fyrir spákaup- mennsku og brask. Rottuholurnar og pennastrikið. Þegar stjórninni var bent á, hversu óþolandi væri, að fáeinum einstaklingum liðist að sópa til sín miklu af hin- Rft'ðí! ISulldórs Ásfjrímssonu r viíf 1. umrtvóu fjárlafianna. um svokallaða stríðsgróða, svaraði forsætisráðherrann því, að sér mundi ekki verða mikið fyrir að seilast inn í rottuholurnar — eins og hann oröaði það —- til þess sækja féð. í annað sinn, þegar svo var komið, að þessi sami forsæt- isráðherra treysti sér ekki lengur að telja þjóðinni trú um blessun dýrtíðarinnar, lagði hann áherzlu á það, að auðvelt yrði að ráða niður- lcgum hennar þegar þurfa þætti. Þá létti mörgum fróm- um sállum í flokki þessa for- sætisráðherra. Sálum, sem hlustuðu á varnaðarorð Fram sóknarflokksins og óttuðust allt gáleysið. Og þá hófst á- trúnaðurinn á hina frelsandi hönd, sem með einu penna- striki mundi laga misfellurn- ar áður en of seint yrði. í árslok 1946 var svo kom- ið fyrir bátaútvegi lands- manna, að alger stöðvun var fyrir dyrum. Útvegsmenn færðu rök fyrir þvi, að síðan verðbólgunni var sleppt lausri 1942, hefðu þeir alltaf verið að tapa og væru nú að þrot- um komnir. Niðurstaðan varð sú, að skömmu áður en sú stjórn, sem ber ábyrgð á því ástandi, sem hæstv- fjármála ráðherra var að lýsa, nýsköp- unarstjórnin, hrökklaðist frá völdum, varð Alþingi að sam- þykkja allt að 50% hærra ábyrgðarverð en útlit var fyr- ir að fiskurinn seldist á i markaðslcndunum. En ekki sótti Ólafur Thors þá féð í rottuholurnar né greip til hinna auðveldu úrræða sinna gegn dýrtíðinni. Stjórn Stefáns Jóh. Stef- ánssonar, sem tók við af ný- sköpunarst j órninni snemma árs 1947, var tilraun til að koma á betri og farsælli stjórnarháttum en ríkt höfðu í tíð fráfarandi stjórnar, og til að bjarga því, sem bjargað yrði, í atvinnu- og viðskipta- málum þjóðarinnar. í því efni var við svo mikla erfiðleika að etja, að ekkert var nauð- synlegra en að fá þjóðina til að horfast í augu við þá stað- reynd, að efnahagsmálum hennar væri svo komið, að mikil hætta væri búin, og jafnvel í voða stefnt, ef ekki væri einhuga snúið af þeirri braut, sem þá hafði verið far- in um árabil. Blekkingunum haldið áfram. Hér skipti fyrst og fremst máli, að stjórnmálaflokkar þeir, sem að þessari stjórn stóðu, ynnu saman að við- reisnarmálunum af fyllsta trúnaði við þau úrlausnar- efni, sem fyrir lágu. Það bar strax mikið út af, að slík við- horf væru til staðar hjá ráð- andi mönnum í Sjálfstæðis- flokknum, og skal það játað, að nokkur mannraun hefði það verið að snúa svo strax við blaðinu. Þeir fundu, að með því hefðu þeir játað, á hvaða villigötur þeir höfðu verið búnir að leiða þjóðina, J hans úr stjórninni ákveðin. og hversu nýsköpunarstjórn- | Og afleiðingar þess voru kosn in hefði blekkt hana, og' ingarnar s.l- haust. vegna flokkshagsmuna var í Framsóknarfl. getur eftir þeim slíkt ofraun. Þetta kom J atvikum látið sér mjcg vel ljóst fram skömmu eftir ’ valdatöku stjcrnar St. J. St. Ólafur Thors lýsti þá yfir í fjálglegri ræðu stuðningi sín- um við þessa nýmynduðu útlönd mun á þessu ári verða óhagstæður um 80—100 millj. kr., og nú hafa átt sér stað miklar hækkanir á erlendum vörum og yfir vofir meira eða minna verðfall á útflutnings- vörum okkar. Af þessum á-, stæðum er ekki annað sjáan- stjórn, en tilkynnti jafnframt j kveðið til þess, að hún tekur alþjóð, að allt væri í lagi um í vaxandi mæli undir kröfu hagi hennar. Hin nýja ríkis- stjórn tæki við cllu í blóma líka úrslit þessara kosninga. legt en að um stórlega minnk Þótt mikið vantaði á, að þa.u ' aðan innflutning verði að yrðu á þann veg, sem þjóð- 'ræða vegna skorts á gjald- inni mátti fyrir beztu verða, eyri og þar af leiðandi skort- þá bentu þau ótvírætt og á- ' ur á nauðsynl. vörum. Ríkissjóður er sokkinn £ skuldir og ábyrgðir og það í krafti fjármála- og atvinnu málastefnu nýsköpunarstjórn arinnar. Hann kvað þjóðina vera að ganga inn í óvenju- lega glæsilegt tímabil með árl. gjaldeyrisöflun fram undir 800 millj- króna. Því hafði einnig fyrr og síðar verið haldið fram, að hinir marg- lofuðu nýsköpunartogarar myndu reynast það flotholt, sem öllu myndi bjarga, því að þeir væru þeirrar náttúru, að fátt mætti verða rekstri þeirra að fjárhagslegu grandi vegna tæknilegra yfirburða fram yfir fiskiskip annarra þjóða. Björgunartilraun eyðilögð- Þá er þessi ekki síður að minnast, hver afstaða blaða Sjálfstæðisflokksins var í þessum efnum. Morgunblaðið þreyttist aldrei á að birta með stórum fyrirsögnum lof- gerðarsöng nýsköpunarmann anna, en þegar Sjálfstæðis- maðurinn í fjármálaráðherra stólnum tók sig til og talaði varnaðarorð til þjóðarinnar um ástand og horfur, var slíkt að jafnaði birt á litt á- berandi stöðum í blcðum flokks hans. Fyrsta boðorð Sjálfstæðismanna virtist vera: Dýrð Ólafs Thors og hagsmunir flokksins, og síð- an þjóðin. Því fór sem fór fyr ir stjórn Stefáns Jóh. Stef- ánssonar, um úrlausn aðal- vandamálanna. Og Alþýðu- flokkurinn á þar einnig sína sök, enda hefir hann nú um langt skeið ástundað pólitík, sem væri sem árekstraminnst við Sjálfstæðisflokkinn. Um Kommúnistaflokkinn þarf ekki að fjölyrða í þessu sambandi. Hann var í stjórn- arandstöðu og vinnubrögð hans slík gegn öllum viðreisn artilraunum, sem hæfði sundrungarstefnu hans og húskarlaskyldu foringjanna við húsbændurna í austri. Afstaða Framsóknar- flokksins. Framsóknarfl. reyndi i lengstu lög að þola þetta sam starf við Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokkinn, i þeirri von, að að lokum fengist samstarf um einhverja raunhæfa bar- áttu við dýrtíðina. Þegar slíkt reyndist vonlaust og sam- starfsflokkarnir létu sér vel líka eða jafnvel áttu þátt i að brjóta sitthvað niður, sem áunnist hafði, þá var þolin- mæði Framsóknarflokksins þrotin og brottför ráðherra Þankastrik í stað penna- striksins. Hvað hefir svo gerzt Framsóknarflokksins um heið ■ svo mjcg, að árlegar greiðsi- arlegt stjórnarfar og raunhæf j ur vaxta og áfallinna ábyrgða ar tilraunir um aðgerðir gegn 1 eru ískyggilega farnar að dýrtíðinni. , nálgast það, sem árlega er ætlað á fjárlögum til ný- bygginga, vega, brúa og hafn- | armannvirkja. Og með þvi a3> í I fara „troðnar slóðir“ er ekki stjórnmálunum síðan að liðn I annað sjáanlegt en að enn um kosningum? Það belzt, að þurfi stórkostlega að auka mynduð hefir verið hrein álögurnar, ef fjárlög næsta flokksstjórn Sjálfstæðisflokks | árs eiga að afgreiðast halla- ins, þess flokks, sem ásamt j iaus. Er þá reiknað með aukn kommúnistum ber mesta á- j Um útgjöldum vegna aðstoð- byrgð á því, hvernig nú er. ar til atvinnuveganna og komið fyrir þjóðinni. Þess! launauppbót til starfsmanna flokks, sem að margra dómi j ríkisins, sem að meðtöldum ætti að vera úr leik um stjórn ! sennilegum hækkunum á arforystu þar til honum hef- eftir- og ellilaunum getur ir auðnast að afplána eitt- nálgast svipaða upphæð og hvað af því, sem hann hefir venjuleg fjárlög fyrir stríð- brotið af sér gagnvart þjóð- inni. Má vera, að hann vilji nú reyna að bæta úr og telji tíma til kominn, að foringinn sýni hin skjótu úrræði, sem hann eitt sinn lét svo mikið af að fyrir hendi væru þegar þurfa þætti. Eitthvað mun þó standa á úrræðunum, því við valda- töku þessarar hæstvirtu rík- isstjórnar tilkynnti forsætis- ráðherrann, að fyrst um sinn yrðu farnar „troðnar slóðir“. Ekki bólar á pennastrikinu, en hæstv. ríkisstjórn er eitt þankastrik. Jólin og jólafríið er í nálægð og engar tillög- ur um úrræði né tekjuöflun í sambandi við þau komnar fram. Og þó þarf bátaflotinn að byrja veiðar strax upp úr áramótunum. Það er svo svart útlit fram- undan, að það þarf því mið- ur meira en svona stjórn til að veita viðunandi viðnám, hvað þá að færa eitthvað til betri vegar, enda mun hún meira til orðin fyrir náð þjóð höfðingjans en traust þjóðar- innar. ískyggilegustu horfur. Ef athugað er ástandið, þá eru staðreyndirnar þessar: Gömlu togurunum hefir fyr- ir löngu verið lagt vegna þess, að ekki er grundvöllur fyrir að reka þá, og sama vofir nú jafnvel yfir sumum nýsköp- unartogurunum. Síldarútveg- urinn hefir dregizt saman og þarf skuldaeftirgjafir, sem nema milljónatugum- Báta- útvegurinn þarf síaukna að- stoð. í ár má búast við, aN. hún nemi beint og óbeint milli 30 og 40 millj. kr. og að óbreyttum aðstæðum þarf sennilega að bæta við tugum milljóna á næsta ári. Verzlunarjöfnuðurinn við Auk þess verður aö óttast verulega rýrnun tollteknanna vegna óhjákvæmilega minnk andi innflutnings. — Þetta eru fyrst og fremst synda- gjöld verðbólgunnar og stjórh arfars nýsköpunaráranna. Krafa þjóðarinnar til Alþingis. Ástandið er svo ískyggilegt, að mcrgum ofbýður og fjár- hagshrun og hverskonar eymd getur dunið yfir, ef ekkt tekst giftusamlega til. — Þaö þarf heiðarleg samtök og ó- deiga forustu, sem leitar aí» varanlegum og farsælum lir- ræðum til bjargar atvinnu- vegunum, sem allt hvílir á. Og jafnhliða þarf að gera réttlátar ráðstafanir á öllum öðrum sviðum, svo að forðast megi óeðlilega lifSkjaraskerð ingu almennings. Þessa kröfu mun þjöðin nú gera til Alþingis. Ef til vill stöndum við nú á þeim vegamótum, þar seta úr verður skorið, hvort gæfu- leysi okkar er svo mikið, að erfiðleikarnir, sem við er að stríða, verða okkur að xóta- kefli og fjötur um fót næstu kynslóða. Slíkt væri sjálf- skaparvíti, sem þrátt fyrir allt þarf ekki að henda, e£ vel er að málunum staðið. ALLT TIL AÐ AUKA ÁNÆGJUNA Kaupum allar tegundur at' flöshum og glösum (lika tóbaksglösum) og tuskum nema stormtau og strig,a. Vcrzlnn Ingþúrs Selfossl j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.