Tíminn - 28.12.1952, Blaðsíða 4
4.
TÍMFNN, sunnudaginn 28. desember 1952.
294. blaff,
Pált A. Jónsson frá Hvítafelti:
Orðið er frjálst
„Góð samkoma - mikið fyllerí"
Eg hefi oröið þess var, að
tillögur mínar um sjálfsvörn
sveitanna gegn samkomu-
spjöllum hafa vakið nokkra
athygli. Einhverjum þótti ó-
trúleg lýsing mín á sam-
komum í sveitum, öðrum
þótti sem rétt væri frá skýrt,
en hins vegar væri ekkert
við þessu að gera og ástand-
ið mundi lagast án aðgerða,
og enn öðrum þótti sem ég
gerði hlut sjávarþorpa og
kaupstaða of slæman en
hlífa sveitafólkinu sjálfu.
Mér þykir hlíða að gera frek
ari grein fyrir málinu, á með
an ég bíð þess að heyra frá
þeim aðilum, sem tillögurn-
ar voru sérstaklega sendar.
Það hefir hver sína skoðun
á því hvað honum þykir hóf
og hvað óhóf. Á dansleik hér
í nágrenninu nú á síðast-
liðnu hausti, voru áflog og
hrindingar ölvaðra manna
svo miklar, að í heilan
klukkutíma, að sagt er, var
ekki reynt að dansa. Hvort
það var á sama dansleik, eða
öðrum, geta þeir, sem kunn-
ugri eru upplýst, sem ölvað-
ur maður fékk löngun til
þess að kyrja einn af sam-
komugestunum, lávaxinn
meinhægan mann. Náði
hann tökum á hálsi hans og
herti að. Fórnarlambinu
barst hjálp rétt áður en önd-
in skauzt úr kroppnum. Þess
vegna fékk ekki sama sveita-
fólkið og stóð fyrir þeim dans
leik, jarðarför í ábætir. Á
öðrum samkomustað var
einn samkomugestanna að
greiða inngangseyri sinn við
neðsta þrep uppgöngu í dans
sal, þegar karlmaður kom
svífandi niður stigann og
lenti á andliti gestsins með
þeim árangri, að blóð stökk
þegar um hann allan. Þótti
þessum aðkomumanni mót-
tökurnar óvingjarnlegar.
Það hefir atvikast svo, að
undanfarin 20 ár, eða rúm-
lega það, hefir oft verið til
mín leitað um ýmiskonar að-
stoð á skemmtunum í byggð-
arlaginu. Mér hefir verið
mjög ljúft að veita þá aðstoð
eftir mætti. Undantekning er
nú hin síðari ár ef hægt er
að segja, að vinnufriður hafi
verið á opinberum samkom-
um. Þori ég ag fullyrða af eig
in reynslu, að þar hefir mjög
breyzt til hins verra.
Snemma vetrar í ár tók ég
allmikinn þátt í aðstoð við
sarr;komu til að afla fjár til
nýja spítalans á Akureyri.
Var þar mikið fjölmenni. Þeg
ar samkoman var sett, dag-
skrá lýst og samkomugestir
boðnir velkomnir, æskti sam-
komustjóri þess, að menn
skemmtu sér án áfengis. „Við
skálum fyrir því“^ hrópaði
ungur maður frammi í saln-
um. Ég átti að lesa þar lítinn
frásöguþátt. Kliöur var mik-
ill og ég bað mér hljóðs.
„Haltu kjafti“, var hrópað í
salnum. Það gerði ungur
sveitapiltur, sonur ágætra
foreldra og alinn upp á prýðis
heimili, en var nú í félags-
skap, sem honum hentaði
ekki. Síðan varð það að sam-
komulagi milli mín og óróa-
mannanna, að þeir færu
fram fyrir dyr á meðan ég
læsi, svo að ég yrði þeim ekki
til truflunar og leiðinda, og
undu báðir aðilar veli þeim
samningi. Næsti dagskrárlið-
ur var söngur, einsöngur, tví-
söngur og kvartett. Kliður
var í salnum allan tímann.
Næst las starfsbróðir minn
upp kvæði af mikilli prýði.
Þá skröfuðu ölvaðir menn
fullum rómi um allan salinn.
Síðin hófst bögglauppboð til
ágóða fyrir hinn heitt þráða
spítala. Ég bauð upp. Ölvað-
ir menn eru ekki sínkir á fé,
en einum þeirra þótti ég ekki
taka til greina rausnarlegt
boð sitt. Þá fylgdi þessi árétt
ing: „Nú, það verður að
drepa mannhelvítið!" Verkn
aðurinn var ekki framinn.
Síðar um nóttina var svo
einn af samkomugestunum
barinn til óbóta er hann átti
leið fram hjá óróasegg, þeim
hinum sama, er fluttur var í
handjárnum, ölóður, af ann-
ari samkomu í héraðinu í
sumar er leið.
Þeir, sem fyrir þessari
samkomu stóðu, fengu við ill
an leik tvo unga menn til
þes$ að hafa með höndum
eftirlit. Þeir reyndu eftir
mætti að standa í stöðu sinni
en fengu ekki að gert. Þess
skal getið, að langflestir
samkomugesta voru hinir
prúðustu og sá fremur fá-
menni hópur ölvaðra manna,
er samkomuspj öllunum olli
var ekki úr sveitinni, þar
sem samkoman var haldin.
Það verður hver að gera
upp við sjálfan sig hvort
hann telur þau dæmi er ég
hefi nefnt samboðin siðuðu
fólki eða ekki. Einnig bið ég
lesendur, að bera þessi dæmi
saman við þeirra reynslu af
samkomu í byggðum lands-
ins.
Ég held að það sé misskiln
ingur, að ég veitist sérstak-
lega að kaupstaðabúum í til-
lögum mínum og greinar-
gerð. Það mun að vísu mála
sannast, að á meðan vegir
eru færir frá kaupstöðum og
sjávarþorpum út um byggðir
landsins eiga menn þaðan
mesta beina og óbeina sök á
samkomuspjöllunum. Ég
spurði einn nemanda minn,
sem heima á í sjávarþorpi,
hvernig ástæður væru í þess-
um efnum heima hjá honum,
Jivort þar væru um samkomu
spjöll að ræða. „Nei,“ sagði
hann, „strákarnir, sem ann-
ars mundu gera þau, fara all
ir á dansleikina í sveitunum".
Hitt sé fjarri mér, að gera
lítið úr sök sveitamanna
sjálfra. Þeir boða samkomur
sínar í útvarpi og blöðum.
Þeir vilja að sem flestir komi
og eru oft fullkomlega kæru-
lausir um samkomuna að
öðru leyti, ef þeir aðeins fá
hinn umbeðna aðgangseyrir.
Þeir valda einnig sjálfir sam
komuspjöllum, sjaldan þó
heima í sínum eigin sveitum.
Og rétt mun það vera, að
þeir, sem koma með mest á-
fengi á samkomurnar koma
úr kaupstööum, eða frá opin
berum Vinnustöðum. Leyni-
vínsalarnir eru líka langflest
ir þaðan.
Um eina slíka samkomu,
sem hér er að framan nefnd,
var spurt í haust. „Hvernig
var samkoman?" „Ágæt
samkoma", var svarið. „Var
ekki ölvun?“ „Jú, mikið
fyllirí“.
Þetta er alvarlegasti hlut-
urinn. Allt of mörgum þykir
ástandið gott, eða a. m. k.
það gott að ekki sé orð á ger
andi. Margir sveitamenn
vilja ekki skipta á tekjuöflun
arsamkomum eins og að fram
an er lýst, og skemmtun,
sem hefir á sér menningar-
snið en gefur minni hagnað.
í sveitunum býr margt af
fólki. Það lifir miklu menn-
ingarlífi og hefir gert, og er
að gera hreina byltingu í
ræktun og byggingum. Það'
æfir söng og sjónleiki með'
ærinni fyrirhöfn og oft með1
furðu góðum árangri. En J
þegar kemur á samkomustaö,
lætur það sér sæma að þola'
bótalaust og án sjálfsvarnar j
samkomuspjöll nokkurra af-
vegaleiddrar, hóflausra ung-
linga, og leggst, þá stundum
sjálft í svaðið í því ástandi,
sem engin skepna jarðarinn-
ar önnur en mannskepnan
lætur sér sæma.
í tillögum mínum er reynt
að benda á raunhæfar leiðir
til úrbóta. Það er leikur einn,
að ráða bót á þessum mann-
lýtum ef vilji er fyrir hendi
— vilji nógu margra, skipu- j
lagðtir og sameinaöur. Þar
er hvergi farið fram á það,
að allir gerist bindindismenn.
Fram á hitt er farið, að allir,
sem minnsta snefil ,hafa af
ábyrgðartilfinningu, geri sig
ekki að skepnum og verra en
það, og hinum verði bægt
burtu frá þeim stöðum, þar
sem þeir valda spjöllum.
Aðalfundur
Frjálsíþróttaráðs
Reykjavíkur
Aðalfundur Frjálsíþrótta
ráðs Reykjavikur fyrir starfs;
árið 1952 var haldinn hinnj
14. desember s. 1. að Café
Höll. Formaður ráðsins,!
Bargi Friðriksson setti fund-1
inn og tilnefndi fundarstjóra'
Þórarinn Magnússon.
Þá flutti formaður árs- j
skýrslu ráðsins fyrir liðið
^íarfsár. Var skýrslan hin ýt
arlegasta og sýndi greinilega,
að F. í. R. R. haföi látið mörg |
jmál til sín taka á árinu og
jfitjað upp á ýmsum nýjung-
|Um. Merkasta nýjungin var
eflaust stofnun mótanefndar,
Jer sæi um framkvæmd allra
j frjálsíþróttamóta í Reykja-
, vík. Þá var skýrsla móta-
nefndar F.Í.R.R. flutt. Af
skýrslu hennar var Ijóst, að
Kr. S. Sig. sendir mér eftirfar-
andi pistil í tilefni af kröfum verka
lýðsfélaganna um styttan vinnu-
dag: |
„— Já, nú er það af, sem áður
var. Sá, sem þetta ritar, man þá
tíð, að vinnudagur var 11 ntundir,'
og engin frí árið um kring. nema
þegar vetrarveðrin leyfðu ekki úti-
vinnu. Launin voru 20—25 aurar á
tímann, og aðeins greitt fyrir unna
stund.
Ég veit vel, að' allir þurfa að fá
há laun, þar sem allar bfsþarf-
ir manna eru komnar í svo hátt
verð. En það verður að vinna fyrir
laununum, sem maður fær. Það
er rangt að heimta laun fyrir þá
daga, eða vikur, sem ekkert er unn
ið. Prá mínum sjónarhóli séð, cr
það löghelgaður þjófnaður. Það
hlýtur hver hugsandi maður að
sjá, að þ.-.ð er ekki sanncjarnt að
láta greiða sér laun fyrir þrjár
vikur, bara til að slæpast, og það
á bezta bjargræðistíma ársins. Það
er meira virði aö hafa vinnu, árið
um kring, þótt kaupiö sé ekki
hærra en þaö nú er, en að það sé
hækkað, og vinna sé engin til. En
það leiðir auðvitað til þess, ef
kaup yrði hækkað, að framleiösl-
an dregst saman, og atvinnan
minnkar. Og um leið hækkar vísi-
talan, og verð á öllum nauðsynja-
vörum.
En það er önnur leiö fær til að
vinna sér kjarabætur. Það er að
lengja vinnudaginn um 1—2 klst.
Það er heilbrigð og vel fær leið.
Það þarf enginn að segja mér, að
það sé ofraun heilbrigðum manni
að vinna 9—10 stundir á dag. Það
þarf heldur enginn að segja mér,
að menn afkasti jafn miklu á 8
tímum sem á 10, þótt menn hafi
haft sér það til afsökunar, þegar
þeir hafa verið að stytta vinnu-
daginn. Þvert á móti er það stað-
reynd, að afköst manna eru lélegri
nú, en þau voru fyrir og um síð-
ustu aidamót, þegar vinnudagurinn
var 11 tímar. Eg er orðinn nógu
gamall til að hafa séð hvort
tveggja. Ég er fæddur 1875. En
I vinnudagur var fyrst styttur nið-
ur í 10 tíma, að mig minnir, 1906, og
var 10 tímar í mörg ár eftir það.
Það hefir enginn þörf fyrir 16
tíma hvíld á sólarhring, enda nota
fáir allan þann tíma til hvíldar.
Svo iangur iðjuleysistími er miklu
frekar til að aia upp í ungum
mönnum slæpingsskap og alls kon-
ar óreglu.
Aukin framleiðsla er það eina,
sem getur bjargað þjóðinni úr því
hörmungarástandi, sem hún nú er
komin í. En aukin framleiðsla fæst
ekki meö hækkuðu kaupi, og stytt-
um vinnudegi. Það þýðir ekkert
lengur að heimta allt af öðrum.
Hver einstaklingur verður að leggja
fram alla sína krafta til að bjarga
því, sem bjargaö verður.
I
1 Eg vil svo að lokum stinga upp
á því, að verkalýðsfélögin falli frá
kröfum sínuin um hækkuð laun, en
í þess stað beittu sér fyrir því, að
vinnudagurinn verði lengdur um
1—2 tíma, með sömu launum og
nú gilda, þannig, að timakaup það,
sem nú gildir fyrir 8 tima vinnu,
verði það sama fyrir 9—10 tíma
vinnu. Ennfremur að öll önnur
stéttasamtök, svo sem fagfélög. fé-
j lög starfsmanna ríkis og bæja, bíl-
stjórafélög, og yfirleitt allir vinn-
andi menn, geri slíkt hið sama.
Það verður hver einasti þjóðfé
lagsþegn að taka höndum saman
við það opinbera, og bjóða fram
alla sína krafta til hjálpar. Hjálp-
in kemur ekki af sjálfu sér, og ekki
heldur með eilífu stríði á milli
launþega og vinnveitenda. Heldur
með því að sameina alla krafta.“
Vill ekki einhver, sem er á ann-
arri skoðun og Kr. S. Sig., láta til
sín heyra?
Starkaður.
(nefndin hafði átt við marg-
'víslega örðugleika að etja á
þessu fyrsta starfsári sínu,
Jen engu að síður þótti sýnt,
j aö fyrirkomulag þetta væri
jmikil endurbót. Nokkrar um-
Jræður urðu út af mótasjóði
F. í. R. R. Áttu félögin þrjú
jÁrmann í. R. og K. R. að
skipta með sér nettóágóða
sjóðsins, eins og. reglugerð
sjóösins gerir ráð fyrir. U.
M.F.R. var óánægt með þessa
ráðstöfun. Var því samþykkt
sú tillaga, að U.M.F.R , skyldi
taka þátt í skiptingu sjóðs-
ins sem svaraöi hlutfallstölu
(U.M.F.R. á þátttöku þess á
mótum á árinu og í fullu
samræmi við þátttöku hinna
félaganna.
Stjórn F. f. R. R. bar fram
tilllögur til samþykktar. Með
al þeirra voru: „Að aðalfund
ur F. í. R. R. samþykkir að
(Framhald á 7. síðu).
Jarðarför mannsins míns
RAGNARS ÖGMUNÐSSONAR
frá Kaldárhöfða, er Iézt af slysförum 23. þ. m„ fer
fram þriðjudaginn 30. desember og hefst með hús-
kveðju á heimili okkar aff Ljósafossi kl. 10 fyrir liádegi.
Jarffsett verffur að Stóru-Borg.
Fyrir mína hönd og ar-narra ættingja
Svava Jónsdóttir.
Ferffir verffa frá Bifröst kl. 8 fyrir hádegi.
....................................................
Lokað
vegna vaxtareiknings
30. og 31. desember.
Sparlsjéðsw* Heykjjavíkiir
i
nágresasiís
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Stúdentafélag Keykjavíkur
verður haldin í Sjálfstæðishúsinu n.k. þriðjudag og
hefst kl. 9 síðdegis.
Fjölbreytt skemmtiskrá.
Aðgöngumiöar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu milli
klukkan 5 og 7 á morgun.
Þetta er síöasta kvöldvaka fyrir „siðaskipti.“
STJÓRNIN.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦i