Tíminn - 09.08.1983, Síða 3

Tíminn - 09.08.1983, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST 1983 fréttir „ER EKKI HLUTVERK IAHDSVIRKIUN- AR AB SAFNA INNEIGNUM BANKA” — segir Valur Arnþórssori, stjórnarmaður í Landsvirkjun, um flutning á 90 milljónunum til Reykjavíkur við þetta mál, þannig að hann væri ekki ■ „Það þýðir ekki að líta svo einhliða á þetta mál eins og það hefur verið túlkað í fjölmiðlum fram að þessu. Það kom auðvitað ekki til greina að halda áfram að safna inncignum í banka - það er ekki hlutverk virkjunarfvrirtækis. Hins vegar má segja að lækkun raforku- verðs hefði komið til greina. En þá er líka viðbúið að þegar fram í sækti hefðum við þurft að kaupa raforku á hærra verði af öðrum virkjunum, kaupa línur eða fara að virkja, sem kostað hefði margfalt meira en þessar 90 mill- jónir króna", sagði Valur Arnþórsson, einn af stjórnarmönnum Landsvirkjun- ar. Tíminn hafði samband við Val vegna fréttar um að um 90 millj. króna inni- stæða Laxárvirkjunar í Landsbankanum á Akureyri muni nú hverfa þaðan suður til Reykjavíkur. Valur tók fram að verið væri að safna fyrir sig vissum upplýsingum í sambandi nógu vel í stakk búinn til að svara öllum spurningum þar að lútandi nú strax. Þess mætti þó geta að nú væru 39-40 millj. króna á bókum og reikningum í Lands- bankanum. Landsvirkjun þurfi aðborga framkvæmdir við stórbyggingu sem verið sé að reisa á Akureyri sem áætlað er að kosti um 25 millj. króna. Þá þurfi Landsvirkjun að yfirtaka verulegan hluta af aðveitustöð á Rangárvöllum við Akureyri. Ekki mætti heldur gleyma því, að vissan tíma hafi Akureyringar þurft að kaupa töluverðan hluta af sinni raforkuþörf út af byggðalínu. Hafi því komið til álita hvort Laxárvirkjun hefði átt að kaupa Norðurlínu frá Brennimel í Hvalfirði að Rangárvöllum, sem líklega hefði kostað í kringum 500 milljónir króna fyrir utan spennistöðvar á leiðinni. í sambandi við hugsanlegar virkjunar- framkvæmdir sagði Valur einnig fróðlegt að athuga hve mikið fjármagn sé komið í Blönduvirkjun og hvað hún konti til með að kosta. Valur benti hins vegar á, að þegar upphaflegt samkomulag var gert um sameiningu Landsvirkjunar og Laxár- virkjunar hafi rekstursafkoma og lausa- fjárstaða beggja fyrirtækjanna verið mjög svipuð og málið því litið mjög vel út. frá sjónarmiði Laxárvirkjunar. Síðan hafi Landsvirkjun af ýmsum ástæðum þurft á mciri raforkuverðshækkunum að halda en Laxárvirkjun. T.d. hafi Lands- virkjun árum saman verið látin tapa í rekstri, með opinbcrum ákvörðunum, sem orsakað hafi að upp hlóðst skulda- hali sem komið hafi mjög illa við fyrir- tækið vegna þróunar á verði Bandaríkja- dollara. Jafnframt haft Landsvirkjun lent í þrem slæmum vatnsárum og þess vegna þurft að standa í framkvæmdum til að tryggja nægt vatn fyrir raforkukcrfi landsins. Ekki megi heldur gleyma því að Landsvirkjun hafi keypt byggðalín- urnar af ríkinu og þar með tekið að sér miklar greiðslur sem óhjákvæmilega vcrði að endurspeglast í raforkuverðinu í stað þess að ríkið hafi áður þurft að standa undir greiðslum af þeim í gcgnum skatttekjur st'nar. Við spurðum Val hvort þörf hefði verið fyrir stórhýsiö sem verið er að byggja á Akureyri. eða hvort einungis væri verið að byggja til þess að nota bankainnistæðurnar. eins og jafnvel hefði mátt skilja af útvarpsfréttum nú um helgina. Hann kvað Landsvirkjun þarfnast þessarar byggingar. „Það má ekki glcyma því að sameining Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar var ekki cndilcga sú höfuðbreyting sem varð í raforkumálunum. Fram að þessu má segja að Landsvirkjun hafi verið eins- konar sérvirkjunarfyrirtæki höfuðborg- arsvæðisins, með tilstyrk ríkisins, en vcrður - fyrir þessa aðgerð Akureyrar- bæjar og við aö kaupa byggðalínurnar - að eiginlegu fyrirtæki nánast allra landsmanna. Við þessa miklu breytingu er sett á fót svæðisskrifstofa Landsvirkj- unar á Akureyri, sem á að hafa umsjón með öllum rekstri Landsvirkjunar frá Holtavörðuheiði, norður og austur um til Hafnar i Hornafirði". Valur kvað þessa skrifstofu strax í byrjun þurfa á að halda a.m.k. heilli hæð í hinu nýja húsi, sem verður fjórar hæðir. Stór hluti af öðru rými í húsinu verði í upphafi leigður opinberum aðila. Valur sagði rétt að byggingin væri við vöxt ef ein- vöroungu væri miðað við Landsvirkjun. En byggingarskilmálar hafi kveðið á um 4 hæða hús á þessari lóð. Hafi því verið um að ræða að byggja á annarri lóð og óhentugri, cllegar að byggja aðeins hluta hússins og eyða fjármunum í bráða- birgðáþak, sem ekki hafi vcrið talinn skynsamlegur kostur. - HEI. „TAKMARKIÐ ER HEILSA FYRIR ALLA ÁRIÐ 2000” — segir Leo A. Kaprio, framkvæmdastjóri WHO ■ „Eg tel að margar þjóðir gætu tekið Islendinga til fyrirmyndar hvað varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eink- um á sviði heilsugæslu og faraldsfræði", sagði Leo A. Kaprio framkvæmdastjóri Evrúpusvæðis WHO, Alþjúðahcilbrigð- ismálastofnunarinnar, en hann er nú um þessar mundir staddur hér á landi í opinberri heimsókn. „Vegna smæðar landsins er gott að fylgjast með því hvernig kerfið virkar, en þróunin hér hefur verið mjög jákvæð og hæfilega stórar heilsugæslustöðvar hafa verið reistar hér. Því miður hefur þróunin verið sú í þróunarlöndunum að þar hafa verið byggðar of stórar heilsu- gæslustöðvar og þjónustan hefur ekki náð til fólksins eins og vera þyrfti. Það er nú takmark WHO, að upplýsa þessar þjóðir um hagkvæmni í þessum efnum og er þá gott að benda á ísland sem fyrirmynd. Ástandið á Evrópusvæði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar er mjög misjafnt, og á ég þá bæði við pólitískt, efnahagslegt og félagslegt ástand. Það segir sig sjálft, að í þeim löndum þar sem þjóðartekjur eru nokkuð rýrar og þjóð- félagsástand ótryggt eins og t.a.m. í Tyrklandi verður erfiðara fyrir heilbrigð- iskerfið að starfa eðlilega. Ég tel það nokkuð æskilegt að fjármunum þeim sem varið er til heilbrigðismála séu um 8-10% af þjóðartekjum eins og er ríkjandi meðal flestra Norðurlandanna og flestra Evrópulanda. Ef við lítum svo á ástandið á þessu sviði í Austur Evrópu þá er því víða nokkuð ábótavant þó þeir verji miklum fjármunum til heilbrigðis- mála. Má í því sambandi benda á Pólland þar sem meira þyrfti að gera í fyrirbyggjandi aðgerðum á sviði heil- brigðismála. Það er t.d. Ijóst að þar eru vinnuslys nokkuð tíð, og áfengisvanda- rnál viðurkenndur vandi. Hér gctur Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin að sjálf- sögðu ekki gripið inní, en hún getur gefið ráð og leiðbeint þjóðum í þessum efnum. Við hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unni erum nú með langtímamarkmið á prjónunum, undir kjörorðunum „heilsa fyrir alla árið 2000". Við tcljum þetta ekki svo nijög fjarlægt og gerum okkur jafnvel vonir um að hægt verði að koma á fót lágmarks heilbrigðiskerfi fyrir alla jarðarbúa um árið 2000. Okkur er að sjálfsögðu Ijóst að til þess að heilbrigð- iskerfið geti starfað í einu landi, þarf viðkomandi þjóð að geta brauðíætt sig og séð meðlimum sínum fyrir lágmarks- þjónustu, auk þess sem pólitískt ástand verður að vera nokkuð tryggt. Þetta hefur horft til betri vegar á undanförnum árum og ástæðulaust annað en að vera bjartsýnn um að það takist", sagði Leo A. Kaprio enn fremur. Leo Kaprio mun dvelja hér til 12. ágúst n.k. og eiga m.a. viðræður hér við forseta íslands, utanríkisráðherra, heil- brigðisráðherra og aðra fulltrúa heil- brigðisyfirvalda um samvinnu íslands og WHÖ. Hann mun verja mestum tíma heimsóknar sinnar til að kynnast skipu- lagi heilbrigðismála hér á landi utan höfuðborgarsvæðisins og heimsækir, m.a. heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, Neskaupstað, Húsavík og Akureyri. -ÞB. ■ Frá fundi með Leo A. Kaprio framkvæmdastjóra Evrópusvæðis WHO. F.v. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Leo A. Kaprio, Almar Gríntsson læknir, og Olafur Ólafsson landlæknir. Tímamynd: Róbert. - ■ Geysir í Haukadal var látinn svelgja í sig sápu s.l. laugardag og lét árangurinn ekki á sér standa. Skömmu eftir að sápan hafði verið látin í hverinn, gaus hann kröftugu gosi við mikinn fögnuð viðstaddra. Menn mynduðu gosið í bak og fyrir, enda telst það til meiriháttar viðburða þegar fyrirbærið kemst í gang á annað borð. Tímamynd: Þorfinnur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.