Tíminn - 09.08.1983, Síða 4
TBB ••
UtveggiaklϚning
fyrir
íslenskar aöstœöur
áótrúlega
hagstœöu veröi!
Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja-
klæðningu fáið þið hjá okkur.
Hentar bæði nýbyggingum og gömlum húsum,
t.d. ef auka þarf einangrun þeirra.
Veggklæðning í hæsta gæðaflokki.
Lítið inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár
veggklæðningarinnar.
BYGGIIMGAVORUVERSLUN fc/T NJ
KOPAVOGS BYKO
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
f réttir |
TIMBURSALAN
SKEMMUVEGI 2 SÍMI:410Q0
T,
Skóladagheimili -
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns á skóladagheimilinu að
Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði er laust til umsóknar.
Laun samkv. kjarasamningi við Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst
n.k. og skulu umsóknir sendast undirrituðum.
Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa samanber
16. gr. laga Nr. 27/1970.
Upplýsingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi hjá
félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, sími 53444.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
1
S/34 Kerfisfræðingur
Kerfisfræðing vantar til þess að annast tölvubók-
hald með IBM s/34.
Upplýsingar gefa Ólafur Sverrisson kaupfélags-
stjóri eða Jón Einarsson fulltrúi í síma 93-7200.
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi.
Einar á Skörðugili
„Viljum að hross hafi
sama rétt og annar
búfénaður"
Skagafjörður: „Ég er alfarið á móti því
að mönnum verði bannað að reka
hross á afrétt. Hvaða réttlæti er í því ef
maður býr aðallega með kýr og á svo
kannski eitthvað af hrossum, að hon-
um sé kannski algerlega bannað að
reka þau á afrétt, en nágranninn - sem
byggi kannski með 500 fjár mætti reka
hverja kind á afrétt? Jarðirnar hafa átt
þessi hlunnindi á afréttinum í alda-
raðir. Því ekki að láta bændur hafa
ákveðnar beitareiningar, og þeir ráði
síðan sjálfir hvaða bústofn þeir hafa og
fyrir hvaða skepnur þeir nota sinn
beitarrétt? Það er líka offramleiðsla á
kindakjöti og því ætti þá frekar að bera
á afréttinn af almannafé og lögvernda
hann fyrir sauðfé. Við bændur viljum
ekki ofbeita afréttinn, en við viljum að
hross hafi þar sama rétt og annar
búfénaður“. Það er Einar Gíslason í
Skörðugili í Skagafirði sem hafði þetta
að segja m.a. er við leituðum álits hans
á þriðjungs til helmings fækkun hrossa
í landinu og banni við því að reka þau
á afrétti, vegna umræðu um þessi mál
að undanförnu.
„Auðvitað eigum við fslendingar
fjölda af hrossum sem eru lítils virði og
getur því verið að ágætt væri að fækka
þeim um tíma a.m.k. Þegar efnahagur
minnkar hjá fólki harðnar markaður-
inn og verður minna um kaup á
hrossum. Kólnandi veðrátta og minni
gróður hefur líka viss viðbrögð.
Hins vegar eru margar hliðar á þessu
máli, misjafnar aðstæður hjá mönnum
og erfitt að alhæfa neitt. Nokkrir menn
hér í Skagafirði lifa t.d. á hrossum
eingöngu, temja þau og selja. Aðrir
eru með nær gagnsiaus og arðlaus
hross, selja kannski eitt og eitt trippi,
en reka líka á afrétt. Þriðji hópurinn
er svo alfarið á sláturmarkaðinum,
þ.e. folaldaslátrun. Þeir eru að vísu
fáir í Skagafirði, en meira í Húnavatns-
og Rangárvallasýslum. í þeim sýslum
hafa líka flestir mikið af heimalandi og
geta nýtt grasið af því með þessu móti.
Þegar haglendið er fyrir hendi og ekki
þarf að reka sfóðið í almenningshaga
er þetta ekki verri framleiðsla en hver
önnur. Það eru því margar hliðar á
þessu eins og ég sagði og erfitt að setja
heildarreglur um hver á að slátra
hverju og hverjir ekki“, sagði Einar.
- HEI
Glimrandi
gangur hjá
Límtrés-
verk-
smiðjunni á
Flúðum
Árnessýsla: „Það hefur gengið mjög
vel hér og jafnvel betur en við höfðum
reiknað með. Það hefur verið mjög
mikið að gera þennan rúma mánuð
sem verksmiðjan er búin að starfa og
þurft að bæta við mannskap,“ sagði
Guðmundur Ósvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Límtrésverksmiðjunnar
á Flúðum. Starfsmenn sagði hann nú
orðna 17, allt fólk úr hreppunum í
kring, Hrunamannahreppi, Skeiðum
og Biskupstungum.
Guðmundur sagði þá búna að af-
greiða 40 pantanir þennan rúma
-mánuð, að segja má allstaðar af iand-
inu og í allar gerðir bygginga, t.d.
leikskóla, raðhús, saltfiskverkunarhús
á Reyðarfirði og nú væri verið að
framleiða bita sem notáeigi í vikursíló
fyrir Steypustöðina Valiá í Sundahöfn,
svo eitthvað sé nefnt.
Spurður um framhaldið kvað Guð-
mundur verksmiðjuna hafa næg verk-
efni út septcmber, einungis vegna
pantana scm nú þegar liggja fyrir.
Eitthvað sé einnig úti af tiiboðum sem
eigi eftir að skila sér. Mjög mikið sé
um að menn sendi tilboð, til kannski
5-6 aðila. Þar cr það innflutningurinn
sem verksmiðjan er í samkeppni við.
Guðmundur taldi að þeir hafi staðist
samkeppnina ágætlega, yfirleitt verið
heldur undir, eða á svipuðu verði. Um
þetta sé þó erfitt að segja þar scm
engar tvær pantanir séu eins - eininga-
vcrð gcti rokkað um 30-40% eftir því
hvað um er að ræða.
í verksmiðjunni vinna 3 smiðir,
rafvirki og vélvirki og síðan verka-
menn.
-HEI.
Ágæt spretta
í N-Þingeyjar-
sýslu
N-Þingeyjarsýsla: „Ég held að það hafi
nú ræst sæmilega úr þessu - það hefur
sprottið vel síðan hann fór að hlýna og
komið ágætt gras“, sagði Hólmfríður
Kristdórsdóttir, húsfreyja á Gunnars-
stöðum er við spurðum hvernig ræst
hafi úr þar um slóðir. Þegar við
töluðum við Óla á Gunnarsstöðum í
júní voru menn að bera á túnin miili
snjóskaflanna.
Heyskap sagði hún þó ekki langt
kominn - sumir séu nýlega byrjaðir og
ekki farnir að hirða neitt ennþá. Þurk-
ar hafi verið litlir, þar sem segja mætti
að varla liði dagur án þess að ekki
kæmi a.m.k. ein skúr. Að öðru leyti
hafi veðrið verið heldur gott á milli.
- HEI
„Heimilið
og f jöl-
skyldan“
— aðalmál fundar vestfirskra
kvenna
Vestfirðir: Garðyrkjumál, orlofsmál, málefni húsmæðraskólans
Ósk á ísafirði og námskeiðahald sem kvenfélögin geta nýtt sér þar
voru helstu umræðuefni á aðalfundi Sambands vestfirskra kvenna
sem haldinn var í Súðavík fyrir nokkru. Aðalmál fundarins hét
„Heimilið og fjölskyldan“. Um það fluttu framsöguerindi þar sr.
Dalla Þórðardóttir og Áslaug Jensdóttir á Núpi.
Það var kvenfélagið Iðja í Súðavík
sem sá um fundahaldið að þessu sinni,
en félögin innan S.V.K. halda fundina
til skiptis. Þorbjörg Bjarnadóttir, sem
verið hefur formaður Sambandsins s.l.
6 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nýr formaður var kosin Jóna Valgerð-
ur Kristjánsdóttir í Hnífsdal og aðrar í
stjórr. Elísabet Agnarsdóttir á ísafirði
og Hildur Einarsdóttir í Bolungarvík.
- HEI