Tíminn - 09.08.1983, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaiur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur :
Magnússon, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson.
Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Siguröur Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sfml: 86300. Auglýslngasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð f lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Tilraunir Alþýðubanda-
lagsins til að verða
forustuflokkur
■ Af hálfu leiðtoga Alþýðubandalagsins er nú unnið að
því að samfylkja þeim fjórum flokkum, sem eru í
stjórnarandstöðu, undir forustu Alþýðubandalagsins.
Þetta er að vísu ekki gert mjög áberandi. Aðallega er talað
um, að þessum flokkum sé nauðsynlegt að vinna saman,
þar sem þeir eigi það sameiginlegt að vera andstæðingar
stjórnarinnar. Eftir að slík samvinna hefur myndazt, ætlar
Alþýðubandalagið sér smám saman að ná forustunni.
Leiðtogar Alþýðubandalagsins gera sér góðar vonir um
að Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn gíni við
þessu agni. Síðar verði svo hægt að láta þau renna saman
við Alþýðubandalagið, líkt og Málfundafélag jafnaðar-
manna á sinni tíð. Vel gæti komið til mála, að Alþýðu-
bandalagið breytti um nafn, enda nafnbreyting ekki ótíð
á þeim flokki.
Spurningin er hvort Alþýðuflokkurinn verður tilkippi-
legur til slíkrar samvinnu. Hjá honum er farið að fenna í
spor þeirra Héðins Valdimarssonar og Hannibals Valdi-
marssonar. Gott væri fyrir Alþýðuflokkinn að rifja upp
sögu þeirra.
Fyrir Alþýðuflokkinn, Bandalag jafnaðarmanna og
Kvennalistann er ekki ófróðlegt að minnast þess, hver
urðu úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga í Reykjavík.
Ósigur fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta þá stafaði
öðru fremur af því, að kjósendur litu svo á, að forustan
væri í höndum Alþýðubandalagsins, þar sem það var
langstærst flokkanna, sem mynduðu meirihlutann. Margir
kjósendur óttuðust, að áhrif Alþýðubandalagsins yrðu of
mikil af þessum ástæðum og yrðu enn meiri, ef sami
meirihluti héldist áfram.
í raun og veru var það þó ekki á rökum reist, að áhrif
Alþýðubandalagsins væru óeðlilega mikil. Borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins höfðu í fullu tré
við borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og stóðu iðulega
saman, þegar Alþýðubandalagið tók að gerast of kröfu-
hart. Það tókst hins vegar ekki að gera þetta nógu ljóst,
enda ráku hinir öflugu fjölmiðlar Sjálfstæðisflokksins
óspart þann áróður, að Alþýðubandalagið drottnaði með
harðri hendi í borgarstjórnarmeirihlutanum.
Sá ótti, sem þannig skapaðist við Alþýðubandalagið,
átti mikinn þátt í að afla fyrrverandi borgarstjórnarmeiri-
hluta óvinsælda. Margar konur, sem höfðu hallazt að
Alþýðubandalaginu, gerðu sér grein fyrir þessu, og vildu
því ekki lengur binda trúss við það. Þetta varð upphaf
kvennaframboðsins þótt fleira kæmi þar til sögu.
Gleggst kom þetta svo fram í sjálfum borgarstjórnar-
kosningunum. Alþýðubandalagið ekki aðeins stórtapaði
fylgi, heldur náði það einnig til samstarfsflokka þess í
borgarstjórninni. Framsóknarflokknum tókst að vísu að
halda velli, miðað við borgarstjórnarkosningarnar 1978,
en rétti hvergi nærri við, miðað við fyrri borgarstjórnar-
kosningar.
Að sjálfsögðu var það ekki eina ástæðan, að margir
kjósendur höfðu vantrú á forustu Alþýðubandalagsins, en
hún var án efa mjög veigamikil.
Af þessu dæmi og raunar mörgum fleiri má hiklaust:
draga þá ályktun, að Alþýðubandalagið getur aldrei orðið
farsælt og sigurvænlegt sem forustuflokkur íhaldsand-
stæðinga. Því valda ástæður, sem liggja í augum uppi og
óþarft ætti að vera að rekja hér.
Það er rétt, að það á ekki að vera markmið umbótasinn-
aðs fólks að kljúfa sig í marga flokka. Það er verkefni, sem
bíður síns tíma, að sameina umbótaöflin. En ráðið til þess
er ekki að Kvennalistinn, Bandalag jafnaðarmanna eða
Alþýðuflokkurinn kalli yfir sig sömu örlög og Málfunda-
félag jafnaðarmanna á sinni tíð. Pólitísk örlög Héðins og
Hamýbals eiga að vera til viðvörunar.
Þ.Þ.
&múmi
Er rétt að stefna að ákvæðisvinnu lækna
á sjúkrahúsum?
„Ákvæðisvirman gefur
okkur betri útkomu”
segir Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri
Landakotsspítala
■ „Fjárhagslega séð álít ég að ákvæðis-
vinnan gefi okkur betri útkomu, þ.e. að
lækniskostnaður mundi vera hærri ef
læknarnir væru á föstum launum. Við
höfum minni kostnað af læknisþjónustu
per. legudag en á hinum spítulunum,
hingað til a.m.k. Á hinn bóginn eru
læknarnir okkar ágætlega haldnir í
launum, þannig að báðir aðilar hagnast
á þessu fyrirkomulagi. Hvað þjónustuna
varðar tel ég hana einnig í góðu lagi,
a.m.k. eru læknarnir okkar ekki í
neinum vandræðum með að fá sjúk-
linga“, sagði Logi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala, spurð-
ur hvort hann telji ákvæðiskerfi í
greiðslum til lækna heppilegra en föst
laun, eins og yfirleitt tíðkast á spítulum.
En breytingar í þá átt hjá ríkisspítulun-
um, hafa nýlega komið til umræðu sem
kunnugt er. Á Landakoti kvað Logi
læknum ávallt hafa verið borgað eftir
ákvæðiskerfi allt frá árinu 1902.
Logi kvaðst þó ekkert vilja fullyrða
um hvort ríkið gæti sparað með slíkri
kerfisbreytingu. Ef t.d. læknalaun á
Landspítalanum væru reiknuð út frá
taxta Landakots taldi hann ekki ólíklegt
að læknar þar mundu telja sig mjög
vanhaldna í launum, vegna þess að
hlutfallslega væru þeir miklu fleiri. Á
Landakoti fari laun lækna algerlega eftir
því hvaða verk þeir inna af hendi, þ.e.
þeir fái ákveðna greiðslu fyrir verk
hvenær sem það sé framkvæmt, en engar
yfirvinnugreiðslur eða slíkt. Útkall að
nóttu til sé t.d. ekki greitt sérstaklega,
nema að viðkomandi þurfi að gera
einhverja aðgerð sem greiða á fyrir.
Með ákvæðiskerfinu kvað Logi heildar-
laun læknanna nokkurnveginn ráðast af
sjúklingafjöldanum, en ekki fjölda
lækna. Ef nýjum lækni væri bætt við
yrðu þvf raunverulega þeir sem fyrir eru
að deila með honum þeim tekjum sem
þeir hefðu ella haft af þeim rúmum sem
sjúklingar hans fengju.
Hjá læknum á föstum launum tækju
þau hins vegar engum breytingum hvort
sem mikið eða lítið er að gera á
viðkomandi spítala.
Logi tók fram að það væru mörg atriði
sem kæmu inn í þetta mál önnur en beinn
kostnaður. Á Landakoti hafi t.d. hver
sjúklingur sinn ákveðna lækni, sem beri
ábyrgð á honum allan tímann sem hann
er á spítalanum, allan sólarhringinn.
-HEI.
■ Stefán Stefánsson talar fyrir minni íslands á íslendingadaginn í Gimli.
Vestur-íslendingar halda upp á íslendingadaginn
íGimli:
„ÍSLAND ÞARF EKKI
AÐ ÓTTAST AÐ VIÐ
MUNUM BREGÐAST”
■ Vestur íslendingar héldu upp á
Islendingadaginn í Gimli, Manitoba,
helgina 31. júlí til 1. ágúst. Hátíðarhöld-
in fóru fram á hefðbundinn hátt með
söng, dans og leiksýningum og 1. ágúst
var hátíðardagskrá þar sem Stefan Stefans-
son fyrrverandi formaður þjóðræknis-
félagsins flutti aðalræðuna og mælti fyrir
minni íslands. Hreinn Líndal mælti fyrir
minni Kanada og Sveinbjörg Björnsson
flutti ávarp fjallkonunnar.
i
Stefán Stefánsson er fyrrverandi yfir-
maður lögreglunnar í Manitobafylki.
Hann hefur unnið lengi fyrir íslendinga-
félögin í Kanada, var m.a. í blaðstjórn
Lögberg-Heimskringla og einn af stofn-
endum Viking Travel sem hefur skipu-
lagt ferðir til íslands síðan 1976.
f ræðu sinni minntist Stefán meðal
annars á hvað íslendingum hefði tekist
vel að varðveita sjálfstæði sitt gegnum
aldirnar og þrátt fyrir að íslendingar
væru fámenn þjóð hefði hún komið sér
upp fullkomnu heilbrigðiskerfi, skóla-
kerfi frá grunnskóla til háskóla og sam-
göngukerfi svo nokkuð væri nefnt. Stefán
minntist einnig á þann árangur sem
konur hefðu náð í jafnréttisbaráttu sinni
á íslandi. Parværi eini kvenforseti heims
sem hefur verið kjörinn í frjálsum kosn-
ingum, og kvennalisti hefði náð að koma
þrem þingmönnum að í síðustu alþing-
iskosningum.
í lok ræðu sinnar sagði Stefán að
Vestur-íslendingar ættu að vera sér þess
meðvitaðir að þeir væru afkomendur
þessarar fjarlægu þjóðar og það sem
Vestur-fslendingar hefðu afrekað væri
tilkomið vegna þeirrar djörfungar og
styrks sem þeir hefðu fengið í arf frá
forfeðrum sínum. Pað yki styrk þeirra til
að halda við arfleifð sinni, tungu og
menningu. „ísland þarf ekki að óttast að
afkomendur þess hér á þessu landi muni
nokkru sinni bregðast því,“ sagði Stefán
að lokum.
-GSH.