Tíminn - 09.08.1983, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
13
á vettvangi dagsins
Tekjuskatts
formið úrelt
■ Hitabylgju júlímánaðar verður enn
ekki vart hvað veðráttuna snertir, en
hinn árlegi glaðningur skattarnir komu
inn um bréfalúguna nú á dögunum.
Síðan hefur mörgum hitnað í hamsi.
Við íslendingar rekum dýrt samfélag
sem þarf á miklum tekjum að halda,
enda grípur köld loppa ríkisvaldsins
víða gjald af vöru og þjónustu.
Tekjuskattur og tekjuútsvar eru ekki
nýtt fyrirbæri. Hér áður fyrr sátu hrepps-
nefndarmenn og áætluðu þessi gjöld
eftir efnum og ástæðum, þeirri tilfinn-
ingu hversu einstaklingarnir væru efnum
búnir.
í dag gera allir menn í landinu flókin
skattaframtöl á tekjum sínum og eign-
um, sem send eru á skattstofur, að
vísu ekki verulega fókin hjá launafólki,
en þeim mun flóknari hjá þeim sem
eitthvað reka sjálfstætt.
Að fela tekjur sínar og eignast þær
sjálfur reynist mörgum auðvelt, án þess
að hafa rangt við. Hinum fjölgar þó með
ári hverju sem semja við náungann um
að gefa ekki tekjurnar upp, afhenda
ekki nótu o.s.frv. Ennfremur færist í
vöxt að menn ráði sig með skilyrðum um
að tekjur séu ekki gefnar upp o.s.frv.,
svo og svo mikið sé greitt undir borðið.
Að kunna að stela undan skatti á íslandi
er dyggð og merki sjálfsbjargarviðleitni.
Því er málum nú svo háttað að tekju-
skattsformið hefur gengið sér til húðar,
er fyrst og fremst skattur sem leggst á
launþegana.
Launafólkið hefur fyrst og' fremst
aflað sér miðlungs og hárra tekna með
vinnusemi, oft við að bjarga verð-
mætum. Það á í raun engra annarra
kosta völ en að vinna langan dag. Vegna
mikillar vinnu renna oft dagvinnulaunin
beint í skattana. Þetta fólk yrði gjald-
þrota ef vinnan minnkaði eða vinnuþrek-
ið dvínaði. Eftir að skattseðlarnir koma
út er oft þetta launafólk, þrátt fyrir háar
tekjur, sest á bekk með allra lægst
launaða fólkinu í landinu.
Eftir að skattseðlarnir koma út er oft
þetta launafólk, þrátt fyrir háar tekjur,
sest á bekk með allra lægst launaða
fólkinu í landinu.
Þeir munu margir gleðjast þessa dag-
ana einstaklingarnir, sem jafnvel eiga
dýr atvinnutæki, vinna mikið og sýnast
burðugir þegnar samfélagsins vegna þess
að þeir búa ríkmannlega og lifa hátt.
Þessum mönnum tókst vel til með skatt-
framtalið, þeir munu skjótast á sólar-
strönd með fjölskylduna, skála þar í.
freyðandi bjór eða endurnýja bílinn
sinn. Þeir sluppu um möskva skattyfir-
valdanna, en í þeim situr launalýðurinn
sem dauður fiskur. Það sama fólk, sem
verst er leikið þegar, kaupið er skert,
það á enga leið fram hjá netum ríkis-
valdsins.
Skattalögin eru þessu fólki ranglátari
en fyrr. Hjón fá ekki lengur að skipta
tekjum sín á milli fyrir álagningu. Lög-
gjafinn hefur nefnilega gert að sínum
ráðgjöfum rauðsokka og öfgahópa, sem
telja hjónabandið slæma stofnun og að
þau hjón séu brengluð, sem telji rétt að
annar aðilinn sé heima að hugsa um bú
og börn.
Okkar dýra samfélag þarf mikla pen-
inga en þá verður að sækja á réttlátan
hátt í vasa einstaklinganná, eigi lýðræðið
að lifa. Þar verða menn að sitja við hið
sama borð. „Með lögum skal land
byggja, en ólögum eyða" eru enn orð
dagsins.
Tekjuskattur af launafólki er ekki
réttlátur, þegar hinir stóru sleppa svo
margir sem raun ber vitni um. Slíkt
ástand skapar aðeins úlfúð og öfund og
ýtir undir svartan markað. Fleiri og fleiri
sækja laun sín og aukatekjur undir
borðið. Skal þó tekið fram að sem betur
fer eru ekki allir menn, sem þess eiga
köst, undir þá sök seldir að stela undan
skatti. Þökk sé þeim.
Hin nýja ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hét því í stefnuyfirlýsingu
sinni að tekjuskattur yrði lækkaður með
auknum persónuafslætti. Ég fæ nú ekki
séð að hækkun persónuafsláttar nú sé
nema verðbólguhækkun á milli ára.
Þess ber einnig að minnast að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem náði því marki
enn einu sinni í síðustu kosningum að
vera langstærsti flokkur landsins, gaf út
fyrir kosningarnar bláa bók, sem bar
nafnið „Með bjartsýni og atorku - Frá
upplausn til ábyrgðar."
Sjálfstæðisflokkurinn lofar kjós-
endum ýmsu, komist hann til valda, s.s.
afnámi tekjuskatts á almennar launa-
tekjur, ennfremur skiptingu tekna á
millihjóna. Hvareru efndir loforðanna?
Við þær aðstæður, sem nú blasa við og
hér hefur verið lýst, verður að fara nýjar
leiðir, Tekjuskattur einstaklinga er nú
ca. 15% af tekjum ríkissjóðs, meðan t.d.
tekjur af seldri vöru og þjónustu er 50%.
Tekjuskatt ber að fella niður og ná þeim
tekjum af neyslunni, ekki síst með því
að skattleggja óþarfa og lúxusvörur.
Hvað þá, kunna menn að spyrja, með
alla hálaunamennina, ráðherrana, al-
þingismennina, læknana, bankastjór-
ana og forstjórana? Staðreyndin er sú að
margir rneð laun á borð við þeirra, bera
■ Guðni Ágústsson
lág og engin gjöld. Það væri þó trúlega
hægt að lækka laun þessara aðila á eftir
og spara þannig útgjöld.
Skattstofurnar, sem nú taka við öllu
pappírsflóðinu, hinum fölnuðu stað-
reyndum um efnahag manna, gætu fækk-
að fólki, skattalögreglan hætt að rýna á
tölur, sem hún ekki skilur. Tekjuútsvars-
álagning ætti að vera verkefni sveitar-
stjórna. Þannig væri ábyrgðin um réttlæti
komin á herðar lýðkjörinna fulltrúa
heima í sveitarfélögunum, sem ekki
gætu lengur horft vatnsbláum augum á
mennina, sem ekki bera vinnkonuút-
svar, en stunda líferni auðjöfra.
Ég hvet að lokum hina ungu ríkis-
stjórn, sem á sér stórt ætlunarverk, að
íhuga þessi mál. Megi réttlætið og jöfn-
uðurinn verða sett í öndvegið, þá verður
hitabylgja næsta júlímánaðar ekki af
mannavöldum.
Guðni Ágústsson
Selfossi
Hugmynda-
fræði Fram-
sóknarflokksins
— eftir Guðmund Jónsson frá Kópsvátni
■ I grein í Tímanum 21. júní sl. ræðir
Ingvar Gíslason alþingismaður um styrk
og stöðu Framsóknarflokksins síðustu
20 árin. Bendir hann á, að í kosningun-
um 1963 hlaut flokkurinn 28,2% at-
kvæða og 19 þingmenn kjörna, en í
síðustu kosningum hlaut flokkurinn að-
eins 19,0% atkvæða og 14 þingmenn
kjörna. í báðum tilfellum hlaut flokkur-
inn tvo þingmenn umfram atkvæðamagn
miðað við fullan jöfnuð milli flokka á
landinu öllu.
Ingvar Gíslason bendir á, að flokkur-
inn hefur átt aðild að ríkisstjórn, en
Ingvar hefur hins vegar engar skýringar
tiltækar á fylgistapi flokksins, en hafnar
þó þeirri tilgátu, að það sé bundið við
ákveðnar persónur í flokknum.
Engin ein skýring mun duga til að
skýra fylgistap flokksins. Réft er þó að
benda á, að síðustu 12 árin hefur mikil
og vaxandi verðbólga verið óleysanlegt
viðfangsefni stjórnvalda, og vafalaust
hefur Framsóknarflokkurinn tapað
nokkru fylgi vegna þessa.
Framsóknarflokkurinn hélt flokks-
þing í mars 1959. Þar flutti Kristján
Friðriksson, iðnrekandi, erindi um
stjórnmálastefnu flokksins, og einnig
gaf hann út bækling um sama efni. Þar
segir m.a.:
„Einu sinni átti flokkurinn helming
þingmanna á Alþingi, en mjög er viðbú-
ið, að eftir tvennar kosningar sem líkur
eru til að í hönd fari, muni hann ef til vill
ekki eiga nema um það bil einn fjórða af
fulltrúunum á Alþingi. Um orsakirnar
fyrir þessu má margt segja, en skal ekki
rakið hér, en aðeins horfst í augu við þá
staðreynd, að útlit er fyrir að áhrif
flokksins í þjóðlífinu fari minnkandi
þrátt fyrir sín góðu málefni og sína góðu
fulltrúa - nema því aðeins að veruleg
breyting verði í þá átt að fylgi flokksins
aukist.
Erindi mitt við ykkur að þessu sinni er
að greina ykkur frá, að ég tel mig sjá
orsakirnar fyrir þessu að nokkru leyti,
og tel mig einnig hafa tillögu til úrbóta,
sem ég reyni hér að koma á framfæri og
bið góða menn að íhuga af velvild og án
fyrirfram ákveðinna hleypidóma.
Það sem ég einkum tel að hafi staðið
flokknum fyrir þrifum í stjórnmálabar-
áttunni er vöntun á þjóðmálalegri hug-
myndafræði (Ideologiu), sem geti verið
leiðarstjarna fyrir flokkinn, þegar taka
þarf afstöðu hinna einstöku mála, sem
fyrir koma í þjóðlífinu."
Kristján gerði síðan nánari grein fyrir
þessari skoðun sinni og nefndi síðan
nokkur dæmi um, hver stefna flokksins
ætti að vera að hans dómi í einstökum
málum. Hér verður ekki farið nánar út í
það en þó má nefna eitt dæmi.
„í kaupgjaldsmálum eigum við að
taka upp nýja og ákveðna stefnu.
Ábyrga stefnu í samræmi við alla okkar
ábyrgu pólitík. Allur hinn menntaði
heimur hefur horfið frá því að láta
hnefaréttinn gilda í samskiptum og sam-
búðarháttum manna. Við eigum að
stefna að því að deilur í launamálum
verði fyrst og fremst útkljáðar með
samkomulagi, en síðar með dómsúr-
skurðum, þegar samkomulagið þrýtur,
alveg eins og í öðrum deilumálum sið-
menntaðra manna."
En málflutningur Kristjáns Friðriks-
sonar hlaut engar undirtektir á flokks-
þinginu, hvorki hjá foringjum flokksins
eða öðrum þingfulltrúum. Samt sýnir
reynslan nú, að Kristján reyndist
sannspár. Fylgi flokksins fer minnkandi
eins og Ingvar Gíslason hefur réttilega
bent á, og örsökin cr án efa að nokkru
leyti sú, sem Kristján benti á fyrir 24
árum, þ.e. að stefna flokksins hefur ekki
verið endurskoðuð og byggð upp á
traustum grundvelli.
Stjórnmálaflokkur er samtök manna,
sem vinna að framgangi ákveðinna
stefnumála, og þá hlýtur það að vera
grundvallaratriði, að félagarnir viti, hver
stefnumál eru og séu sammála um þau í
meginatriðum.
Það er þó rétt að benda á, að Fram-
sóknarflokkurinn er ekki eini flokkur-
inn, sem býr við staðnað hugmyndakerfi,
heldur má segja það sama um alla gömlu
flokkana. Þetta skýrir líka að nokkru
það fylgi, sem nýju framboðin hlutu í
síðustu kosningum. Forsvarsmenn
þeirra settu' fram ýmis athyglisverð mál-
efni, sem vöktu umhugsun og umræður
meðal kjósendanna.
Framsóknarflokkurinn hefur líka
stundum vanrækt að bera fram ákveðna
stefnu, þegarsérstök tilefni gefast. Fyrir
síðustu kosningar varaði flokkurinn ein-
dregið við því að láta kjósa tvisvar til
Alþingis á þessu ári, og það var að vísu
sterkur leikur, en flokkurinn hefði líka
átt að hafa sjálfstæða stefnu í kjördæma-
málinu og bera fram tillögu um að leysa
það mál á einfaldan og raunhæfan hátt
en láta vera að styðja þann skelfilega
óskapnað, sem hinir gömlu flokkarnir
vildu knýja fram.
Sams konar mistök voru gerð 1959,
þegar núverandi kjördæmaskipan var
tekin upp. Þá studdi flokkurinn óbreytta
kjördæmaskipan, en gerði engar tillögur
um endurbætur, sem voru óumdeilan-
lega nauðsynlegar, til þess að kjördæm-
unum fækkaði ekki verulega.
Kópsvatni, 29. júní 1983
Guðmundur Jónsson
Runciman, er trúlega öllum öðrum fróð-
ari um sögu Miklagarðsríkis og landanna
við austanvert Miðjarðarhaf á miðöld-
um. Hann var háskólakennari í Cambþ-
dge á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, en
varð sendifulltrúi við breska sendiráðið
í Sofíu og síðan í Karíó í stríðinu. Síðan
var hann um skeið prófessor í sögu og
listfræði Miklagarðsríkis við háskólann í
Istanbúl. Eftir það var hann búsettur í
Grikklandi um tveggja ára skeið cn
gegndi síðan prófessorsembættum við
ýmsa háskóla í Evrópu og Ameríku.
Hann hefur skrifað mörg rit um sögu
Miðjarðarhafs- og Botnalanda á miðöld-
um og er þriggja binda saga krossferð-
anna þeirra þekktast.
Umfjöllun Sir Stevens um lista- og
menningararf Miklagarðsmanna í þess-
ari bók er einkar læsileg og skemmtileg.
Um liststfl og
mermingararf
Miklagardsríkis
Steven Runciman: Byzantine Style and
Civilization.
Penguin Books 1981 (2. útg.)
238 bls.
■ Þeir, sem komið hafa til Istanbúl,
þar sem áður hét Konstantínópel, en
Mikligarður á voru máli, og gengið þar
á söfn og í moskur mun seint gleyma
mörgum þeim stórkostlegu listaverkum,
sem borgin hefur að geyma. Flest hinna
glæsilegustu listaverka eru frá stórveld-
istíma Miklagarðsríkis á miðöldum, en
vekja enn athygli fyrir sérstæðan stíl og
oft ótrúlcga fagra litasamsetningu.
Þessi litla bók er eitt bindi í ritröð um
evrópskan liststíl og menningu í aldanna
rás. í henni er fjallað um listir og
menningu í Miklagarðsríki hinu forna,
fjallað um hvert listtímabil fyrir sig og
sýnd þróun lista, einkum myndlistar.
Bókin er prýdd fjölmörgum myndum og
geta þeir, semekki nenna að lesa textann
fengið dágóða mynd af þróuninni með
því einu að skoða myndirnar.
Höfundur bókarinnar, Sir Steven
Texti hans er skýr og Ijós og settur fram
á svo einfaldan hátt, að leikmenn fa vel
notið. Sama máli gegnir um myndirnar,
sem bókina prýða. Þær eru vel valdar,
falla vel að textanum þannig að hvort
bætir annað upp og gerir lesturinn
ánægjulegri og fróðlegri. í bókarlok er
myndaskrá, ábendingar um frekari lest-
ur fyrir þá sem vilja kynna sér efnið
nánar og loks nafnaskrá.
Jón Þ. Þór.
r