Tíminn - 08.05.1983, Side 2
SUNNUDAGUR 8. MAI 1983.
■ Ef þu kemur á mannamót og
hlustar eftir því sem fólk segir,
þá er næsta öruggt aö þú þarft
ekki að bíöa lengi, áður en þú
heyrir að fólk er farið að ræða
megrunarkúrinn Scarsdale. Það
er eins og annar hver íslendingur
sé í megrun og allir eru á
Scarsdale, eða svo til allir. Um-
sjónarmanni Eldhúskróksins
fannst vel við hæfi að fá manninn
sem í raun ber ábyrgð á því að
þessi heimsfrægi kúr og leiöbein-
ingar með honum hefur verið
gefinn út í bókarformi hér á
landi, til liðs við sig og kynna
eins og eina mataruppskrift af
Scarsdale kúrnum í Eldliús-
króknum. Maðurinn er enginn
annar en Guðlaugur Bergmann,
(Gulli í Karnabæ) og þegar ég
fór þess á ieit við hann að hann
gerði mér þennan greiða tók
hann mér Ijúfmannlega og kvað
þetta guðveikomið. Eg fór því í
Scarsdaleheimsókn til Gulla og
konu hans Guðrúnar Guðjóns-
dóttur (Gunnu) og sona þeirra
tveggja, Guðjóns og Guðlaugs
yngri.
Gulli var svo faglegur við niðurskurðinn í hrásalatið, að það var alveg augljóst að hann var ekki að gera þetta í fyrsta
sinn. Tímamyndir Árni Sæberg
í Scarsdaleveislu hjá
Gulla Bergmann og Gnnnu
Úthafsrækjur ogkjúklingar BakeSamm á boðstólunum
- Aður en við snúum okkur að
veisluuppskriftinni, fæ ég Gulla til þess
að segja mér frá því hvernig hann
kynntist Scarsdalekúrnum upphaflega:
„Ég fer mánaðarlega til Englands í
sambandi við viðskipti, og einn inaður
sem ég á viðskipti við þar og hitti
reglulega þarer Mr. Solomon, Gyðingur
að sjálfsögðu. Solomon var alltaf mjög
feitur, en svo gerist það þegar ég kem á
eina sýninguna, að hann er orðinn
tággrannur. Ég spurði hann hvað hefði
komið fyrir hann og hann segir mér að
hann hafi farið á Scarsdale og segir mér
síðan frá þessum kúr. Hann sagðist hafa
farið að hitta gamla skölafélaga, sein
hefðu útskrifast nteð honum,-og þar á
meðal hefðu verið gamlar vinkonur
hans. Ein þeirra hefði sagt við hann að
hann hcfði alltaf vcrið flott og smart gæi,
en nú væri hann orðinn feitur, ljötur
gamall karl. Þetta sagði hann að hefði
verið scr talsvert áfall og hann hefði því
farið að lcita sér að hentugum kúr, og
fundið þetta ameríska kerfi, Scarsdale.
Hann sagði mér svo hvar ég gæti fcngið
bókina, ég fór og keypti hana og byrjaöi
á Scarsdalc. Þetta var í endaðan febrúar
1981 og um mánaðamót júní júlí, var ég
búinn að léttast um 23 kíló.
Matvælasérfræðingar geta fyrir mér
rætt um að það vanti hitt og þetta inn í
kúrinn og deilt á hann, eins og þeir hafa
gert í blöðum hér upp á síðkastið. En
það hreytir því ekki að mataræðið á
þessum Scarsdalc kúrum er ákveðið af
lækni sem er hjarta- og magasérfræð-
ingur. Hann hefur, með því að prófa sig
áfram í mörg ár, sett saman þessa
matseðla, og þeir gefa árangur - það er
staðreynd. Auðvitað ættu þeir sem eiga
við meiriháttar þungavandamál að
stríða, að fara í kúrinn í samráði við
lækni, enda ráðleggur hann það."
- En snúum okkur nú aö matnum
sem þau Gunna og Gulli buðu upp á, en
Gunna á heiðurinn af eldamennskunni,
(Gulli aðstoðaði við hrásalatið). Forrétt-
urinn er ljúffengar úthafsrækjur með
sítrónubát og hálfri trefjabrauðsneið,
ristaðri.
Aðalrétturinn er úr Sælkerakúr Scars-
dale, og er það kjúklingaréttur, sem
nefnist Bake Samm.
Kjúklingur Bake Samm,
réttur fyrir fjóra
Kjúklingur, skorinn í átta hluta, öll húð
fjarlægð og fita skröpuð af
4 matskeiðar kjúklingakraftur
1/4 teskeið svartur pipar
2 brúskar steinselja, niðurskorin
1/4 tcskeið oregano
3/4 matskeið hvítlaukssalt
1 meðalstór laukur, mjög þunnar snciðar
ca. 500 grömm ferskir sveppir, niður-
snciddir,
4 matskeiðar vatn.
2 matskeiðar smátt saxaðar möndlur
Setjið kjúklingahlutana á grunna
bökunarpönnu, penslið með kraftinum
og brúnið hratt allar hliðar. Snúið oft og
haldið kjötinu röku með kjúklingakraft-
inum. Takið út úr ofninum og kryddið
með pipar, steinselju.oregano og hvít-
laukssalti. Hitið ofninn í 180 gráður
(slökkvið á grillinu) Bætið við lauk,
sveppum og vatni. Setjið lok yfir og
bakið þar til kjúklingurinn er meyr og
laukurinn gegnumsoðinn, en það tekur
45 til 60 mínútur. Haldið röku meðan
eldað er mcð því að hella yfir sjóðandi
vatni eða kjötseyðinu, ef með þarf.
Dreifið söxuðu möndlunum yfir, rétt
áður en borið er ftam.
Með þessu báru Gulli og Gunna frani
hrásalat úr fersku grænmeti eins og
tómötum, gúrkum, séllerí o.fl.
Hitaeiningasnautt „dressing1- var
einnig á boðstólunum fyrir þá sem vildu.
Skemmst er frá því að segja að þegar ég
snæddi þennan sannkaliaða veislumat,
þá var mjög svo erfitt að gera sér í
hugarlund, að ég væri að snæða fæði sem
ráðlagt er í megrunarkúr, cnda er það
höfuðgaldurinn við Scarsdale, eftir því
sem Gulli sagði: „Málið er það, að þetta
mataræði á ekkert sérstaklega við feita
menn. Þetta á við alia menn, öll börn -
alla fjölskylduna. Galdurinn er að í
Scarsdale felst grundvallarbreyting á
hugsunarhætti til mataræðis, og skýring-
in á vinsældum þessa kúrs et einfaldlega
sú, að hartn virkar."
Með öðrum orðum, þið sem þurfið að
ná af ykkur nokkrum pundum, þiö ættuð
að kynna ykkur Scarsdale - það gerði ég!
Verði ykkur að góðu.
■ Er hann ekki proffalegur hann Gulli með húfuna,
er hann lítur á Kjúklinginn Bake Samm hjá henni
Gunnu sinni?
■ Ilmurinn hlýtur ágætiseinkunn hjá Gulla og Gunna
fær koss að launum.
■ „Jæja, góði. Varstu á gægjurn," gæti Gunna og
Gulli hafa sagt við Ijósmyndarann okkar hann Árna
Sæberg, þegar hann smellti þessari.
Hörður Sigurjóns-
son, yfirþjónn á
Broadway hristir
fyrir okkur verð-
launadrykkinn
sinn:
Stripper
sem færði honum
Islandsmeistara
titilinn 1983 og
rétt til þátttöku
á HM á næsta ári
■ Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn
á Broadway hefur reyndar einu sinni
áður verið hér í Drykkjarhorninu, en
mér fannst vcl við hæfi að biðja hann
að gefa okkur aðra uppskrift þar sem
hann er nýbakaður íslandsmeistari
og það var drykkur hans Stripper
sem færði honum titilinn í keppni
barþjóna aö Hótel Sögu nú fyrir
skömmu. Yfirburðir Harðar voru
slíkir. aö hann hlaut 59 stig af 60
stigum mögulegum, cn keppnin fór
þannig fram að 20 þjónar hristu eða
blönduðu drykk sinn. í fjögur glös,
og dómararnir, smökkuðu síðan á
fjórum mismunandi drykkjum hver
og gáfu drykkjunum einkunnir. Mest
var hægt aö gefa hverjum drykk 15
slig, þannig að þeir scm dæmdu
drykk Harðar, Stripper hafa gefið
hans drykk toppeinkunn, 15, eða
þrír af tjórum dómurum, og sá ljórði
hefur gcfið honum 14 stig, þannig að
það verður ekki annað séð, en að
drykkur Harðar verðskuldi það að
heita fslandsmeistaradrykkurinn
1983. Hörður hefur nú áunnið sér
rétt til þess að taka þátt í HM í
Hamborg á næsta ári og hugsar hann
eflaust gott til glóðarinnar. Hörður.
sem var hálfpartinn eftir sig, eftir
síðustu helgi, en þá gcrði hann víst
lítið annað í Broadway en að hrista
drvkkinn sinn Stripper fyrir gcsti
staðarins, og hristi líklega hátt í 150
yfir helgina, var svo elskulegur að
gefa okkur uppskriftina að þessum
verðlaunadrykk sínum.