Tíminn - 08.05.1983, Síða 5

Tíminn - 08.05.1983, Síða 5
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983. tT-mmm 5 baki alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Frekar er hér um að ræða dæmi um það hve langt Sovétmenn eru reiðubúnir að ganga til að leysa einstök vandamál sem upp koma í leppríkjum þeirra í Austur- Evrópu. Þessi skýring vekur athygli á atriði sem sérfræðingar starfsemi hryðjuverka- hópa eru nú mjög uggandi um: Mörg ríki eru farin að nota leiðir hryðjuverkanna í stjórnmálaágreiningi við önnur ríki. Staðreyndin er sú, segja þessir sérfræð- ingar, að svo mörg ríki styðja hryðju- verkasveitir að það eitt nægir til að vísa samsæriskenningunni á bug. Hryðjuverk: þriðja tegund stríðsátaka Brian Jenkis, breskur sérfræðingur sem rannsakað hefur starfsemi hryðju- verkahópa, bendir á að hryðjuverk séu að verða þriðja tegund stríðsátaka, hin eru opið stríð og skæruhernaður. „Þetta er sú tegund stríðs þar 'sem veikasta þjóðin getur haft í tré við hina sterk- ustu.“ Sprenging bandaríska sendiráðsins í Beirút á dögunum er að líkindum enn eitt dæmi um ríkisstyrkta hryðjuverka- starfsemi. Ariel Merari sem starfar við hermálastofnun í Tel Aviv í ísrael telur að sprengja sú sem notuð var til að granda sendiráðinu hafi verið of vand- virknislega gerð til að geta verið fram- leidd af trúaröfgahóp þeim sem lýst hefur ábyrgð á hendur sér. Hann heldur því fram að sá aðili sem sprengjunni kom fyrir hljóti að hafa nótið aðstoðar erlendrar ríkisstjórnar - einhverrar sem áhuga hafi á því að valda óánægju í Bandaríkjunum með afskipti þeirra af deilumálum í Líbanon eða vilji þrýsta á Bandaríkjastjórn að beita áhrifum sín- um til að koma ísraelsher út úr Líbanon. Iran og frak beita hryðjuverkum samhliða stríðsrekstrinum við Persaflóa. írakar hafa sakað írani um að bera ábyrgð á tveimur sprengjum sem- sprungu í bifreiðum í Beirút í síðustu viku en þá lét fjöldi manna lífið. írakar hafa gefið í skyn að þeir muni hefna árásarinnar með sömu aðferðum, og skotspónninn verði íranir eða írönsk mannvirki utan írans eða innan. Abu Nidal-hópurinn Það eru írakar sem hafa veitt Abu Nidal-hópnum skjól, en sá hópur hefur klofið sig út úr Frelsissamtökum Palest- ínumanna og myrðir jafnt hægfara Pal- estínumenn sem Gyðinga. Abu Nidal- hópurinn bar ábyrgð á morðinu á sendi- herra fsraels í Lundúnum í fyrrasumar, en sem kunnugt er notuðu ísraelsmenn það sem tylliástæðu til að hefja innrás í Líbanon. Heimildarmaður í einni leyniþjónust- unni á Vesturlöndum' segir að Nawaf Rosan sem dæmdur hefur verið í 35 ára fangelsi fyrir að skipuleggja morðárásina í Lundúnum sé starfsmaður leyniþjón- ustu íraks, jafnframt því að vera annar valdamestur maður í Abu-Nidal hópnum. í fyrra ákvað stjórn Reagans í Bandaríkjunum að fjarlægja írak af lista yfir lönd sem styðja hryðjuverkastarf- semi, og getur því haldið áfra.n að selja þangað vopn. Nýlega stóð Abu Nidal-hópurinn að því að myrða hægfara PLO-sinna á fundi alþjóðasamtaka jafnaðarmanna í Port- úgal; Issam Sartawi. Það morð og fleiri upplýsingar um stuðning íraka við hryðjuverkamenn bendir til þess að Bandaríkjastjórn hafi tekið ranga ákvörðun. Önnur ríki í Miðausturlöndum beita einnig hryðjuverkum í vaxandi mæli. Líbýumenn láta myrða stjórnarandstæð- inga sína á erlendri grund, og vitað er um slík morð nýverið á Englandi, Ítalíu, Þýskalandi, Grikklandi og Líbanon. Sýrlendingar hafa einnig stutt hryðju- verkastarfsemi. Heimildir í Atabaríkj- unum benda til þess að þaðan fái Abu- Nidal hópurinn einnig stuðning. Enn fremur telja frönsk lögregluyfirvöld að það hafi verið erindreki Sýrlendinga sem myrtu sendiherra Frakka í Líbanon árið 1981, og að þeir hafi einnig staðið fyrir blóðugum árásum á Frakka og eignir þeirra í Líbanon, þ.á.m. sprengjuárás- inni á franska sendiráðið í maí á síðasta ári þegar 14 manns létu lífið. Talið er einnig að sýrlenskir leyniþjón- ustumenn hafi komið fyrir sprengjum í bifreiðum í Frakklandi til að ráða af dögum andstæðinga sína. Frakkar hafa nýverið vísað tveimur sýrlenskum sendi- mönnum úr landi, og kallað sendiherra sinn í Damaskus heim. fólk f listum ■ Ásdís Magnúsdóttir í hlutverki fröken Júlíu ásamt Niklas Ek sem dansar hlutverk þjónsins, Jean. I Ingveldur Hjaltcsted fer með hlutverk Santuzzu í óperunni Cavalleria Rusticana. Síðasta frumsýning Þjóðleikhússins á stóra sviðinu á þessu leikári: Óperan Cavalleria Rnsticana og ballettinn Fröken Júlía ■ Sigríður Ella Magnúsdóttir fer með hlutverk Lolu. ■ 1 gærkvöldi 6. maí var síðasta frumsýning Þjóðleikhússins á stóra svið- inu á þessu leikári. Frumsýnd voru tvö verk, óperan Cavalleria Rusticana og ballettinn Fröken Júlía. Óperan Cavalleria Rusticana sem er eftir Pietro Mascagni er nú flutt í leikstjórn Benedikts Árnasonar, en leik- mynd og búninga teiknaði Birgir Engil- berts. Cavalleria Rusticana hefur einu sinni áður verið flutt hér í Þjóðleikhúsinu, það var á jólum árið 1954 og urðu sýningar þá samtals tuttugu. Með hlut- verkin fóru þá Guðrún Á. Símonar, Ketill Jensson, Guðmundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Guðrún Þorsteins- dóttir en María Markan söng sem gestur í tvö skipti. Þau sem fara með hlutverkin í þetta sinn eru Ingveldur Hjaltested (Sant- uzza), Sigríður Ella Magnúsdóttir (Lola), Halldór Vilhelmsson (Alfio), Sólveig Björling (Mamma Lucia) og rúmenski tenórsöngvarinn Constantin Zaharia sem fer með hlutverk Turiddu. Zaharia fæddist í Búkarest og ólst þar upp. Hann stundaði tónlistarnám í Tón- listarakademíunni þar í borg á árunum 1963-68. Strax að námi loknu vakti hann mikla athygli og kom fram í óperum í heimalandi sínu og útvarpi og sjónvarpi. Zaharia er einn af eftirsóttustu yngri tenórum Evrópu um þessar mundir, búsettur í Vín, en syngur mikið í Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki, meðal annars á ýmsum helstu tónlistar- hátíðunum. Óperan Cavalleria Rusticana gerist á Sikiley og er mikið ástardrama, skap- heitt og blóðugt. Óperan sem er stöðugt á verkefnaskrá helstu óperuhúsa heims, gerist öll einn páskadagsmorgun, en fá verk munu vinsælli í óperuhúsum heims- ins. Hún var fyrst flutt í Teatro Constanzi í Róm árið 1890 og fór þegar sigurför um allar jarðir, var t.d. sýnd í Konunglega leikhúsinu þegar árið eftir. Texti óperunnar er saminn eftir þekktu leikriti, sem sikileyska skáldið Giovanni Verga bjó úr einni af smá- sögum sínum, sem birst hafði árið 1884. Pietro Mascagni samdi ýmsar óperur, en þetta er sú eina sem hefur orðið sígild. Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er Jean-Pierre Jacquillat en Agnes Löve hefur æft söngvarana og Þjóðleikhúskór- inn sem gegnir miklu hlutverki í þessari óperu. Kórinn hefur nýlega verið stækk- aður og hafa margar nýjar raddir bæst í hópinn. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur scm endranær í óperusýningum Þjóðleikhússins og sömulciðis í ballettin- um. Ballettinn Fröken Júlía er eftir Birgit Cullberg, sem er einn frægasti dansa- höfundur Norðurlanda og löngu heimskunn. Fröken Júlía er þekktasta verk hennar og hefur verið sett upp í þrettán löndum frá því er ballettinn var frumfluttur árið 1951. Sums staðar hefur hann verið fluttur nálega 1500 sinnum. Ballettinn Fröken Júlía er byggður á samnefndu leikriti August Strindberg, sem margir þekkja og fylgir hann efnis- þræði leikritsins mjög skýrt. Birgit Cull- berg kom hingað til lands og hefur hún sjálf stýrt undirbúningnum, ásamt að- stoðarmanni sínum, Jeremy Leslie Spinks, sem hefur æft verkið. Fröken Júlía var áður sýnd hér á listahátíð 1960 í tilefni tíu ára afmælis Þjóðleikhússins. Birgitta Cullberg stjórnaði þeim flutningi og dansaði einn- ig eitt hlutverkanna, en aðrir aðaldansar- ar voru erlendir. íslenska dansmærin Ásdís Magnús- dóttir fer nú með hið margslungna og erfiða hlutverk fröken Júlíu á móti Niklas Ek, sem talinn er einn fremsti Cullberg-dansari í heiminum. Þess má geta að Niklas Ek er sonur Birgittu Cullberg. Síðar mun annar dansari, Per Arthur Segerström, aðaldansari Stokk- hólmsóperunnar og góðkunningi ís- lenskra dansunnenda, dansa hlutverkið. f öðrum helstu hlutverkum eru Ingibjörg Pálsdóttir, Birgitta Heide, Örn Guð- mundsson og Ólafía Bjarnleifsdóttir og aðrir dansarar í íslenska dansflokknum, auk ballettnema og leikara. Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði síðast uppfærslu Þjóðleikhússins á La Bohéme, sem hlaut mikið lof. Síðan hefur hann meðal annars stjórnað Carmen í Parísar- óperunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.