Tíminn - 08.05.1983, Side 10

Tíminn - 08.05.1983, Side 10
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983. ■ Amma Shany ásamt barnabarnabarni sínu Gjulpari. Amma Shany sótt heim: 110 ára og aldrei til læknis komið „Salam-alcikum, Shany amma. Hvernig líður þér?“ „Mjög vel, þakk fyrir.“ „Hversu oft ferð þú til laeknis?" „Ég hef aldrei komið til læknis á ævinni." „Og hún er þegar hundrað og tíu ára,“ segir Mazair Ibadov, forstjóri Azi Aslanova Ríkisbúsins, þar sem Shany Kulijeva vann áður en hún fór á cftirlaun. Við sitjum í garðinum, drekkum te úr bláum bollum og tölum rólega saman. Andlitið á Shany ömmu, sem í fyrstu virðist hreyfingarlaust, lifnar við þegar hún talar og brosir. Hún svarar spurningum greiðlega og orðum hennar fylgja handahrcyfingar, scm hún gerir til að Icggja áherslu á orð sín. „Hundrað og tíu ára. Það getur margt gerst á þeim tíma. Hefur þú orðið vör við einhverjar breytingar í náttúrunni eða á fólki?“ „Já, bæði í náttúrunni og hjá fólki. Loftið er orðið miklu þurrara eftir að fenin voru þurrkuð upp, sem höfðu svo slænt áhrif á heilsu barna, Nú eru ræktaðar hérsítrónuroggrænmeti, sem í mínu ungdæmi var óþekkt hér um slóðir, Fólk er betra, býr yfir meiri þekkingu og lifir góðu lífi. Það er ekki hæg't að bera saman þetta hús og leirkofann, sem áður stóð hér. Og skólarnir og háskólarnir, sem barnabörn mín og barnabarnabörn stunda nánt i. Ég skipti lífi mínu í tvo hluta: Gamla og nýja. Nýja lífið er núna." „Hvert af bamabörnunum og barnabarnabörnunum er líkast þér, þegar þú varst ung?“ Shany amma leit hugsandi á hóp af stúlkum, sem umkringdu hana. Grönn stúlka með rjóðar kinnar brosti breitt og steig fram. „Það er ég, amma. Ég er líkust þér. Líttu bara á mig. „Já, það cr hún," segir Shany Kulijeva og bendir á hana. „Gjulpari." Gjulpari tekur utan um ömmu sína og við finnum tímann snúa til baka og gerum okkur í hugarlund, hversu fögur Shany hefur verið 17 ára að aldri. Það heyrist smellur í myridavél og Jashar Mamedov, félagi minn hefur fest augnablikið á mynd. „Nú á dögum eru margar konur, sem vilja eiga aðeins eitt barn. Hvað mundir þú segja við unga konu, sem hefur ákveðið að eignast ekki annað barn?“ j „í fyrsta lagi mundi ég segja, að nú j séu góðir tímar til að eignast börn. Fæði, klæði og skólar eru fyrir hendi. Hver og einn þarfnast bræðra og systra. Og ég myndi segja konu, sem teldi, að fæðing gæti haft skaðleg áhrif á vöxt hennar, að það skaðaði hvorki heilsu né fegurð. Ég átti mörg börn og sjáið, hvað ég hef lifað lengi og hvcrsu hamingjusöm ég er með barnabörnum mínum og barnabarnabörnum mínum. Það eru þau, sem lengja líf mitt. Ég væri ekki hér, ef þau væru ekki hér. „Hvernig eru börn alin upp í fjölskyldu þinni?“ „Fyrst á morgnana bjóða þau foreldrum sínum og mér góðan dag, síðan borða þau morgunverð og fara í skóla eða til vinnu. Allir hjálpa til við húsverkin við að halda húsinu og garðinum hreinum og hlýða hinum eldri. Þegar eldri bróðir eða systir segir þeim sem yngri er að gera eitthvað, er það gert tafarlaust og í staðinn hjálpa hin eldri yngri bræðrum sínum og systrum. Börnunum er innrætt kurteisi, árvekni, heiðarleiki og blíða - það er regla í fjölskyldunni." „Ferðu snemma á fætur á morgnana?” „Já, mjög sncmma." „Hvað borðar þú venjulega?" „Hrísgrjón, grænmeti og kjöt. Áður en ég fer að sofa fæ ég mér mjólkurglas." „Vísindamenn hafa nýlega uppgötvað að það stuðlar að heilbrigðum svefni að drekka mjólkurglas fyrir svefninn." „Við erum búin að vita það lengi." „Finnst þér gaman að horfa á sjónvarp?" „Já, einkum söngva og dans.“ „Dansaðir þú, þegar þú varst ung.“ „í síðasta skipti dansaði ég í brúðkaupi eins barnabarns míns fyrir um 25 árum." „Hvernig eyðir þú eftirlaununum þínum?“ „Kaupi það sem ég þarfnast og það scm mig langar í. T.d. keypti ég nýlega þennan gullhring." „Áttu einhverja sérstaka ósk?“ „Mig langar að sjá stóru borginar. Og svo langar mig líka til að fá sírna." Síðari setninguna sagði hún í átt til Nazil Ibadov, formanns staðarráðsins og var augsýnilega að leggja áherslu á, að hér væri um einkamál að ræða. „Hver hringir í þig?“ „Barnabörn mín í Bakú og Sumgait - og þú í Moskvu." Við höfum setið og talað í tvo klukkutíma og sólin var að setjast og farið að kólna. Farkhad tók jakkann sinn og lagði hann yfir axlir ömmu sinnar og kyssti hana. „Finnst þér vænt um ömmu þína?“ „Ef við hefðum ekki elskað hana, hefði hún ckki lifað svo lengi." En einfalt og viturlegt. Fólk verður að elska hvort annað til að lifa. Shany amma bauð gestinum frá Moskvu að borða með sér. Elsta - tengdádóttirin Khjuri fór að baka brauð, yngsta tengdadóttirin fór út í garð að ná í grænmeti og Sarkhad, yngsti sonur hennar klifraði upp í mórberjatréð eftir berjum. Gjulpari sótti nýtt te og einhver náði í nokkra geysistóra tómata og skar þá í sneiðar, sem minntu á blóm. Þrír ungir myndarlegir menn, Farkhad, sem er bakari, Sharafat verkstjóri og Kukhabat, sem vinnur á skurðgröfu lögðu á bo'rðið. Við skáluðum fyrir Shany ömmu og ég lagði enn eina spurningu fyrir hana. „Shany amma. Þar sem þú hefur lifað löngu lífi og ert ein af fáum konum, sem það hefur gert, hver er boðskapur þinn til annarra kvenna?" „Ósk mín til allra kvenna í heiminum er sú, að börn okkar séu heilbrigð." Hún breiddi út faðminn svo að hún næði til allra. „Þá verðum við mæðurnar hantingjusamar." APN Hitler var dópisti Dagbækur einkalæknis hans komnar fram ■ Adolf sáíugi Hitler er mikið í fréttum þessa dagana eins og kunnugt er og ástæðan er auðvitað dagbækurnar nýfundnu sem staðhæft er að hann hafi skrifað með eigin hendi. Það nýjasta á þessum vettvangi eru dagbækur sem einkalæknir Hitlers, dr. Theodore Morell, hélt um heilsu hans og nú hafa í fyrsta skipti komið fram opinberlega og verið gefnar út af breska sagnfræðingnum David Irving. Dagbækur Morells leiða ýmislegt forvitnilegt í ljós um heilsufar Foringjans, t.d. að hann notaði kókaín reglulega, bæði til að lina aðskiljanlegar þrautir og til að hugsa skýrar. Annað lyf sem Hitler fékk er ekki síður merkilegt, karlhormóninn testosterone. Vonandi að hann hafi gagnast Evu greyinu Braun betur með því móti! Þá kemur fram í dagbókunum að Hitler notaði blóðsugur til að taka sér blóð. Blóðtakan var til þess að losna við suð sem Hitler hafði fyrir eyrunum, og eins og kókatnið átti það að auðvelda honum að hugsa skýrar. Dagbækurnar afsanna þá skoðun sumra að Foringinn hafi þjáðst af kynsjúkdómi. Svo varekki. Og tippið á honum var heldur ekki lítið eins og sumir sálfræðingar sem velt hafa margvíslegum komplexum hans fyrir sér hafa getið sér til um. Það kemur fram í bókunum að Foringinn þjáðist af Parkinson-veiki og hefur því átt erfitt með að halda á penna síðustu æviárin. Sagnfræðingurinn Irving, sem upphaflega var þeirrar skoðunar að hinar umdeildu dagbækur, sem kenndar eru við Hitler, væru falsaðar, telur nú að þær séu ófalsaðar vegna þess að skriftin á síðustu blaðsíðum þeirra ber einkenni Parkinonveiki. Falsararnir gátu ekki vitað um þennan sjúkdóm," segir Irving. Þá staðhæfingu hans er aftur á móti unnt að draga í efa, enda margt óljóst um það hverjir höfðu læknadagbækur dr. Morells undir höndum frá stríðslokum og fram til þess tíma að þær komust í hendur Irvings. . Allt um það: læknadagbækurnar um heilsufar og mataræði Hitlers eru fróðleiksnáma fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa áhuga á einkahögum þessa ógeðfellda og ógæfusama manns. Adolf Hitler. Teikning eftir David Levine. Notaðir lyftarar í miklu úrvali 2. t. raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúslyftarar 2.5 t disil 3.21 disil 4.3 t dísil 5.01 dfsil m/húsi 6.01 dfsil m/húsi r 2 f L4 - 1 - K. JÓNSSON & CO. HF. Vitastíg 3 Simi 91-26455 Söngskglinn / Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist i Söngskólanum í Reykjavík næsta vetur verðurtil 19. maí n.k. Umsóknareyð- ublöð fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu Söngskólans, Hverfisgötu 45, R. Sími 21942 - 27366, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar daglega frá kl. 13.00- 17.00. Skólastjóri erlend hringekja

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.