Tíminn - 08.05.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1983, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983. 12 leigupennar í útlöndum Hagfelldi kælivökvinn ■ Eitt mesta hitamál, sem hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi hér í Svíþjóð hin síðari ár er kjarnorkumálið. Fyrir þrem árum síðan var hér allt á öðrum endanum vegna þess, enda var þá greitt þjóðaratkvæði um málið. Þá var annar hver maður í leshring um kjarnorku, hagkvæmni hennar og galla. Framan af héldu menn að á atkvæða- seðlinum yrðu tveir valkostir: annað hvort vildi kjósandinn hafa kjarnorkuver í landinu ellegar þá vildi hann það ekki. En með því að forvígismenn atvinnuveg- anna og stjórnmálanna sáu að slík kosn- ing mundi leiða til sigurs fyrir umhverf- isverndarmenn, andstæðinga kjarnorku- veranna, var brugðið á það ráð að hafa þrjá valkosti í kosningunni. Hinn fyrsti var að kjarnorkunýtingu skyldi haldið áfram til rafmagnsframleiðslu, ogstuddu hægrimenn þá línu. Annar kosturinn var að lokið skyldi við byggingu kjarnorku- vera sem þegar hafði verið byrjað á, en síðan sagt stopp, a.m.k. í bili, og vildu þetta kratar ásamt Þjóðarflokknum. En lína númer þrjú vildi hætta frekari Kjarnorkuvcr í Oscarshamn í Svíþjóð. sporna við fólksfjölgunarvandanum. Sumir tengdu þetta hugmyndum um grimmd lífsins, baráttuna þar sem eins dauði er annars brauð. Þá kom upp sú hugmynd, að þar sem svona væri í pottinn búið væri ekkert við því að segja þótt náttúran hreinsaði svolítið til með því að menn háðu styrjaldir. Það væri „hvort eð er ekki til matur handa öllum. En aðrir sögðu: Víst er til nóg handa öllum. Vandinn er bara að dreifa gæðun- um sem best ogjafnast. Sjálfur dreifing- arvandinn ætti ekki að standa okkur í vegi í dag. Það ætti nú ekki að vera mikið mál að stafla þessum 200.000 tonnum af höfrum í nokkrar flugvélar og koma þessu til hungurlandanna á einum eftir- miðdegi. En hér er komið út í stjórn- málaspurningar. Hér eru atkvæði þeirra 40.000 barna sem bíða bana af völdum hungurs á degi hverjum einskis virði. Hafraeigendum veraldarinnar stendur ef til vill alveg á sama þótt fjórðungur mannkyns líði matarskort. 100 árum síöar Enn eru til menn sem halda að ráðið FJOGUR PÓLITlSK ÞANKASTRIK uppbyggingu þessa iðnaðar og loka starf- andi kjarnorkuverum við fyrstu hentug- leika. Vinstri sósíalistar og Miðflokks- menn kusu þennan kost. Lína númer tvö vann. íslendingum þykir þetta mál kannski ver fjarlægt sér. En nú er það svo að kjarnorkuver hafa verið brennandi um- ræðuefni víða erlendis, og því er ágætt fyrir íslendinga að t'á einhverja innsýn í um hvað það allt snýst. Reyndar má líka bæta við að mér kæmi ekki á óvart þótt við íslendingar þyrftum að fara að huga að smíði kjarnorkuvera ef áfram heldur sent horfir um orkugjöf til crlendra fyrirtækja. í Svíþjóð er mikið til af vatnsorku, rétt eins og og á Fróni. En flest stór fallvötn hafa þegar verið virkjuð, og þeir vatnsvirkjunarkostir sem eftir eru mundu í mörgum tilfellum hafa mikið jarðrask í för með sér; umhverfisverndarmenn verða ólmir þeg- ar stungið er uppá virkjun fljótanna í Norðurbotni. Kjarnaklofnun sú, sem á sér stað í ofninum í hjarta kjarnorkuvers, stafar frá sér geipimikilli orku. Úr einu þungu frumefni (úrani) verða til tvö léttari cfni og þá myndast þessi óskaplegi hiti. Klofnunin gerist afar hægt. Um ofninn þar sem úranið klofnar leikur vatn, og er því pumpað í hringrás til að kæla hann. Vatnið nær mjög háu hitastigi og er notað til að búa til gufu, sem knýr hverfil af líku tagi og notaður er við Kröflu. Gufan býr þar með til rafmagn. Rafork- an sem framleidd eter aðeins brotabrotaf orkunni sem raunverulega losnar við kjarnaklofnunina, en menn hafa ekki fundið upp betri aðferðir. Það er í rauninni kælivökvi kjarnorkuversins sem skapar orkuna, og þeir sem þekkja inn á bíla geta hugsað sér til samanburð- ar að bensínvélin væri látin ganga lausa- gang, en vatnskælingin í bílnum drifi áfram gufuhverfil eða strokk. En nú liggur vandi kjarnorkunnar reyndar ekki aðallega í því að hún nýti afl kjarnaklofnunarinar illa, heldur í hinu, að enginn veit hvað á að gera við úrgangsefnin. Geislavirkni þessara efna er mikil og langvarandi. Maður, sem er óvarinn nálægt geislavirkum efnum eða fær þau í sig, verður fyrir ýmiss konar sjúkdómum og jafnvel dauða eftir þvt hve geislamagnið er mikið. Úrgangsefni kjarnorkuveranna eru stórhættuleg. Vís- indamenn hafa soðið saman ólíklegasta hugarburð um hvcrnig megi koma þessu drasli fyrir. Það á að pakka þessu inn á flöskur og blýhólka og blýhólkunum í steypu og steypugímaldinu í jarðgöng af salti einhvers staðar á mörg hundruð metra dýpi undirsjó. SvonaþaulhuKsað- ar umbúðir duga samkvæmt útreikningum í svo sem 40 ár. Nema til komi jarðskjálft- ar eða annað óvænt. Af því tilefni fara herskarar jarðfræðinga á stúfana til að finna blett í iðrum jarðar þar serrf jarðskjálfta og tærandi efna er síst von, þar sem blý-stcypu-og-salt-ófreskjan sé óhult í hálfan mannsaldur. Og þeir bora og þeir mæla. Og svo skila þcir áliti. En geislavirkni, hún getur varað í 500 ár, - kannski miklu meira. Smátt og smátt veðrast allar þaullíugsaðar pakkningar í sundur og banvænir ísótópar halda af stað út í heiminn til aðgeraafkomendum okkar lífið leitt. Forsvarsmenn kjarnorku hafa einnig_, bundið vonir við endurvinnslu geisla- virka úrgangsins, en slíkar vonir eig við lítið að styðjast. Sá úrgangur sem úr slíkri vinnslu kemur er ekkert minna hættulegur en úrgangurinn sem kerruir úr venjulegum kjarnorkuverum. Svo- nefnd hreinsun úrgangsefnanna er ótrú- lega dýr og afurð slíkrar hreinsunar er pótóníum, efnið sem er svo þægilegt til sprengjugerðar. Eitt er .veikti málstað kjarnorkusinna var að órkuþörfin var ekki eins mikil og af var látið. Eins og nú cr ástatt hefur hins vegar komið upp nýtt vandamál sem enginn átti von á á sínum tíma. Kjarnorkuverin eru nefni- lega alltaf hreint að bila. Af þeim tíu Verum sem hafa verið tekin í notkun hér eru þrjú biluð. Og eitthvað af því eru alvarlegar bilanir, serrt ekki er hlaupið að að gera við. Boltar reynast ónýtir, kælileiðslur springa og ryðga í sundur þannig að geislavirkt vatn rennur út um allt og svo framvegis. Það er ekkert gamanmál að gera við bilaðan kjarna- kljúf. Það gengur stundum þannig fyrir sig að hugrakkur kjarnorkusinni er klæddur í blý frá toppi til táar og settur inn í geisladýrðina: svo vinnur hann þar í hasti í svona 40 sekúndur og þá verður hann að fara út og na»ti maður að taka við. Þeir sem eru lengur veikjast. Þeir menn eru heldur ekki öfundsverðir, sem ciga að rífa niður kjamorkuverin. Meðal- ævi kjamorkuvers er álitin 30 ár. Að því búnu er allt orðið svo geislavirkt í því og úr sér gengið að þar geta menn ekki hafst við lengur. Þá þarf helst að fá sérmenntað blýklætt vinnuafl sem getur grafið mannvirkið vcndilega í jörð eða falið það með öðrum hætti. Maður býst hálfpartinn við að öll saltlög í jarðskorp- unni verði orðin troðfull af notuðum kjarnaofnum eftir nokkur ár. Því fá kjarnorkuver í heiminum eru slokknuð ennþá, þetta er svoddan nýbóla. Af höfrum Kjarnorkan ætlar að reynast ákaflega dýr. Nú lcggja Svíar til hliðar 1,7 aura (4.8 ísl. aurar) per kílóvattstund til að kosta geymslu úrgangsefna úr kjarn- orkuverunum 12, en þá upphæð þarf að margfalda. Þúsundir tonna af úrgangs- _ efnum hrúgast hér upp næstu 30 ár, og er gert ráð fyrir að bara ráðstöfun úrgangsefna muni kosta marga milljarða sænska króna. Þá er ekki furða að menn fari að svipast um eftir öðrum orku- lindum en kjarnaklofningskælingunni. Til eru kol; og blessuð olían er nú víst farin að lækka í verði. Myllur, sólarorka, flísa- og mókynding, allt má reyna. En nýjasta nýtt með Svíum er að kynda með höfrum. Nú eru það ekki lengur tíðindi að ríkustu lönd jarðar eyðileggi matvæli til að tryggja áframhaldandi hungursneyð á kringlu heimsins. Slíkt hefur lengi verið tíðkað og jafnan borið við að það verði að halda verðinu uppi. (Á sama hátt hugsa menn sem lærðir eru í framboði og eftirspum að styrjaidir Séu góðar fyrir verkalýðinn því þá er hann skorinn niður við trog og kaupið snar- hækkar hjá hræðunum sem lifa ósköpin af.) En hitt vissi ég ekki fyrr að þetta væru orðnir svo miklir orkubúskapar- tímar að hindrunarmenn saðningar framleiddu orku úr korninu sem þeir kveikja í. Einu sinni áður veit ég þó til að það hafi gerst: í Bandaríkjunum í kreppunni miklu. Þá var kynt með hveiti í gufuskipum sem fluttu heila farma af korni út á rúmsjó til að sökkva þcim í djúpinu. Þá var hungursneyð í landi í Bandaríkjunum. En þeir héldu verðinu uppi. Fyrir mánuði síðan eða svo kom sú staða upp hér í Svíþjóð að Kornsölu- sambandið átti 200 000 tonn af höfrum og gat ekki selt þá né geymt. Stóð þá til að selja þetta fyrir spottprís til orkufram- leiðslu. Almenningsálitið snerist gegn þessum fyrirætlunum, og tókst loks að hindra þær. En þetta mál getur leitt huga manns að sambandi fólksfjölgunar og matvælaframleiðslu. Einhverjir stungu upp á að Pólverjum yrði sendur þessi afgangsmatur, vegna erfiðleikanna.sem þar hafa ríkt. (Aðrir kváðu þá neyðina víða stærri en þar.) Enskur prestur að nafni Malthus hélt því fram rétt um 1800 að meðan fólksfjölgunin hefði tilhneig- ingu frá hendi náttúrúnnar til að ganga eftir töluröðinni 1,2,4,8,16,32o.s.frv. þá þróuðust framfærslumöguleikar mannkyns eftir hlutfallinu 1, 2, 3, 4, 5 o.s.frv. Ef ekki væru settar markvissar skorður við fjölguninni mundu menn fljótlega fara að deyja úr hungri. Út frá þessu hafa menn lagt ýmisskon- ar bolla. Séra Malthus stakk sjálfur upp á að menn gættu hófs í kynlífi til að Árni Sigurjónsson skrifar frá Stokkhólmi gcgn hörgulsjúkdómum sé takmörkun barneigna. í Kína eru skattbyrðar lagðar á menn sem eiga fleiri börn en tvö, og hefur útburður á stúlkubörnum snarauk- ist við þctta.því bændur vilja heldur eiga syni en dætur í landinu. Postular vest- rænna lyfjagerðarauðhringa narra fá- vísar konur í þróunarlöndunum til að taka getnaðarvarnarlyf (t.d. Depo pro- vera) sem eru sannarlega afar skaðleg . Stundum er þetta fólk gabbað til að gangast undir ófrjósemisaðgerð með því að gefa því ferðaútvarpstæki. Fyrir fimmtíu til sextíu árum skrifuðu vestræn- ir menn doðranta um mannkynbótafræði sem íslenskir höfundar hrifust af, t.d. Guðmundur Finnbogason og margir fleiri. Þessum mönnum þótti ísjárvert hversu fátæklingum fjölgaði í heiminum 'meðin ríka og gáfaða fólkið væri barnfátt. Þeir álitu að þeir ríku væru alltaf gáfaðir og því æskilegt að þeir ættu fleiri börn. Sá sterki var talinn hafa rétt til að kúga. Nokkru urðu menn svo vitrari við að sjá Hitler framkvæma ódæmi þau, sem voru afleiðing slíkrar rökleiðslu. En þó halda Vesturlanda- menn áfram að kveikja í korninu sínu með annarri hendinni og gera bændur í Austurlöndum ófrjóa vegna skorts á korni með hinni. Einn náungi hefur þó staðið upp úr vegna innsýnar í hagræn vandamál af því tagi sem Malthus veltir fyrir sér, og vegna gagnrýni á hagkerfi iðnaðar- landanna og hugmyndunum sem fylgja því. Það er Karl Marx. Hann dó fyrir hundrað árum, og menn minnast hans nú víða um lönd. Allur skrattinn er kenndur við Marx, eins og kunnugt er; sumir segja það marxisma í framkvæmd að Rússar tóku kórónur af keisaraímynd sinni og settu kaskeiti í staðinn. Aðrir kenna meginið af vestrænni samfélags - og menningargagnrýni við Marx gamla. Nú er vitað mál að honum skjátlaðist í sumum greinum, t.d. ofmat hann mögu- leikana á sósíalistabyltingu í ríku lönd- unum, og hann hneigðist nokkuð til nauðhyggju (detqrmínisma: þeirrar trú- ar að sagan gangi eftir lögmálum, lögræn nauðsyn knýi fram sögulega atburði). Karli verður aftur á móti talið til tekna meðal annars að hafa gert sér grein fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.