Tíminn - 08.05.1983, Page 22

Tíminn - 08.05.1983, Page 22
Hallbjörn með nýja kántrýplötu ■ Hallbjörn Hjartarson hefur nú sent frá sér sína þriöju sólóplötu sem hann kallar Kántrý II og eins og nafniö bendir til hcfur hún að geyma kántrýlög en kappinn varð þekktur hérlendis er hann sendi frá sér sína fyrstu Kántrýplötu enda er lítið um að menn gefi sig að þessari tónlist hérlendis. Eftir útkomu þeirrar plötu skemmti Hallbjörn hér víða um land við góðan orðstír. Á nýju plötunni eru 10 lög eftir Hallbjörn sjálfan, tvö lög eftir Jó-. hann G. Jóhannsson auk þess sem hinn landskunni tcxtahöfundur Jón Sigurðsson á tvo texta á plötunni. Aðrir textar eru eftir höfunda sem áður hafa komið við sögu á plötum Hallbjörns en kappinn hefur nú sjálfur tekið til höndum á því sviði á textann í laginu Oskalagið. btns annars atriðis má geta og það er að Hallbjörn brcgður fyrir sig jóðli í laginu Fæ ég þig að sjá. Upptakan fór fram í Stúdíó Stemmu en útgefandi er HJH hljómplötur. _pR| Stubbi og stuð- karlarnir ■ Nýlega kom út tveggja laga hljómplata mcð Stubba og Stuð- körlunum frá Siglufirði. Þctta er fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar, en á henni eru lögin „Með kveðju til þín“ og Ég er táningur." Bæði lögin ásamt textum eru eftir Leó Ólafsson, en hann átti einnig lagið „Eftir ballið“ sem Miðaldamenn gáfu út á smáskífu 1980, og komst í úrslit söngvakeppni sjótivarpsins sama ár. Hljómplatan var fyrst kynnt í Grímsey um páskana og seldist þar í 20 eintökum, en þess er vert að geta að í Grímsey eru um 30 heimiii og þar búa um 100 manns... Hljómsveitina skipa: Kristbjörn Bjarnason söngur raddir, Leó óla- son hljómborð, Lárus Ingi Guðm- undsson gítar og Viðar Jóhannsson bassi. Aðstoð: Viðar Eðvarðsson saxófónn og Guðný Jónsdóttir rödd. Útgefandi er Sigluvík sf. mynd- bandaleiga, en SKÍFAN sér um dreifinguna. BOWIE HEFUR AHU6A Á AÐ KOMA HINGAÐ! ■ Davie Bowie hefur áhuga á að koma til íslands og halda hér tónleika, eina eða fleiri en kapp- inn er um þessar mundir að undir- búa hljómleikaferðalag um heim- inn sem standa mun í allt sumar. Málin eru komin á það góðan rekspöl að sendar hafa.verið út til hans ljósmynd- ir af Laugardalshöllinni, en beðið var um það þar sem athuga þurfti uppsetn- ingu á hljóðkerfi hans þar en að sjálf- sögðu kemur varla annar staður til greina og fullvíst að hægt væri að fylla Höllina oftar en einu sinni ef af þessu verður. Bowie þarf varla að kynna en hann hefur nýlega sent frá sér nýja LP plötu sem fæst í verslunum hér. Annað er það helst að frétta af honum að nýlega kom hann til Bretlands, sæll og sólbrúnn, tii að kynna hljómleikaferðalagið en þá hafði hann unnið um nokkurra mánaða skeið í Ástralíu við gerð nýrrar kvik- myndar Merry Christmas mr. Lawrence og þar á eftir skrapp hann í stutt frí á Suður-Kyrrahafinu. Kvintett Garry Burtons til íslands ■ Þann 10. maí mun ein vinsælasta jazzhljómsveit heims halda tónleika í Gamla bíói í Reykjavík. Er það kvartett víbrafónleikarnas Garry Burtons, en hann skipa auk Garrys: Jim Odgren er leikur á altósaxafón, Steve Swallow er leikur á rafbassa og trommuleikarinn Mike Hyman. Það er Jazzvakning og Menningarstofnun Bandaríkjanna á ís- landi er standa að þessum tónleikum. Garry Burton er nú 37 ára gamall og síðustu fimmtán ár hefur hann verið kosinn víbrafónleikari ársins í lesenda- kosningum down beats og hafa ekki margir jazzleikarar haldið þeim vinsæld- um svo lengi. Burton varð fyrst þekktur er hann lék með George Shearing og Stan Getz en 1967 stofnaði hann eigin hljómsveit og hefur verið með slíka síðan. Garry var einnafyrsturjazzleikara til að nota rokk og náði því jafnframt til jazzunnenda og rokkæskunnar. 1968 var hann kosinn „Jazzleikari árins" í down beat og sama árið hljóðritaði hann verk Cörlu Bley: A Genuine Tong Funeral. Margir stórsnillingar léku í hljómsveit hans ss. gítaristinnLarryCoryell,píanist- inn Chick Corea og trommarinn Roy Haynes að ógleymdum Steve Swallow. Hann hljóðritaði með mörgum meistar- anum ma. Paris Ecounter með Stephane Grapelli og dúóskífu með Keith Jarrett og 1971 kom fyrsta einleiksskífan hans út: Alone At Last. Hin síðari ár hefur Garry Burton hljóðritað fyrir ECM bæði með kvartett sínum svo og dúóskífur ma. meðGhick Corea og Steve Swallow. Þrjár meginstefnur hafa komið upp í jazzvíbráfónleik. Hin elsta er kennd við Lionel Hampton, sem notar harða kjuða og leikur hans sver sig í ætt trommara; í heimsstyrjöldinni síðari kom Milt Jack- son til sögunnar, hann notaði mýkri kjuða og spann sem blásari, svo er það Garry Burton sem notar yfirleittfjóra kuða og leikur hljóma sem píanisti Auðvitað hafa skólar þessir samtvinnast í tímans rás t.d. hefur Hampton mýkt kjuða sína. Það er mikill fengur að fá tækifæri til að hlusta á kvartett Garry Burtöns. Tónlist hans er Ijúf og leikandi, lagræn og full sveiflu. Jim Odgren er ungur efnilegur altisti sem þorir að blása kröft- uglega í hljóðfæri sitt. Trommarann Mike Hyman þekkja íslenskri tónlistar- unnendur að góðu. Hann hefur tvisvar áður heimsótt ísland, í fyrra skipti í kvartett trompetleikarans John McNeil og í það síðara í kvintett Stan Getz. Steve Swallow er ásamt Jaco Pastorius helsti rafbassaleikari heimsins, og hafa þeir skipst á að vera í efstu sætum down beat kosninganna. Forsala aðgöngumiða að þessum jazz- viðburði verður í Fálkanum að Laugar- vegi 24 og hófst mánudaginn 2. maí. Grafík á Grafík - Veitingahúsið Borg 21. apríl ■ Aðeins örfáar íslenskar hljómsveitir eru orðnar það þekktar stærðir að þær geta leyft sér að spila einar, án upphitun- ar. f augnablikinu man ég ekki eftir fleirum en Þursaflokknum og Egó. En þó svo að hljómsveitir geti leyft sér slíkt er það miður að þær geri það, og þess vegna get ég síst af öllu skilið að ísfirskai hljómsveitin Grafík, sem enn hefur ekki sigrað heiminn ísland að fullu, skuli ekki hafa með sér óþekktara band. Áhorf- endur á Borginni þetta kvöld þurftu að bíða allt of lengi eftir hljómsveitinni upp á sviðið og ansi margir voru farnir að örvænta um að þetta hefði allt verið blekking. Afleiðing þessa var sú að samkoman, sem var að venju fámenn, - varð ósköp innihaldslíti! þótt Grafík hafi vissulega glatt viðstadda og alveg örugg- lega komið á óvart. Þetta „óvart“ var m.a. það að hljóm- sveitin lék mikið af instrumental músík, var með víbrafón í frontinu, kassagítar og hljómborðs- og gítarleikurinn var mjög húmorískur. Samt var tónlistin yfirleitt frekar venjuleg miðað við það Borginni sem er að gerast í dag. Fyrri hluti prógrammsins er aðallega instrumental, minnti stundum á Zappa, en va'r uppfull- ur af ferskum hugmyndum. Sungnu lögin voru þar á móti ekki eins frumleg en þó skemmtileg, og persónulega fannst mér 3S3.Siœ©SÍ£ír An þess að vera að reyna að gera lítið úr Grafík, báru þeir þess merki að vera utanbæjarhljómsveit. Tónlistin var alls ekki sveitaleg en framkoma meðlim- anna, sem var hógvær með eindæmum, var eins og þeim væri þvert um geð að spila á Borginni. Að vísu væri það vel skiljanlegt því undanfarið hafa tónleikar þar verið hálfgerðar draugasamkomur. Innan skamms kemur út önnur plata frá Grafík sem heitir Sýn. Þessi konsert var reyndar til kynningar á henni, og ég held ég geti sagt að það efni sem þeir spiluðu af henni lofi góðu. Þótt ekkert lag hafi hljómað eins grípandi og „hit“-ið þeirra, Videó. Hljóðfæraleikur er allur mjög góður og oft „einkennilega undar- legur", þeir eru greinilega reyndir mús- íkantar og góðir raddmenn. Bra

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.