Tíminn - 08.05.1983, Side 24
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983.
Sumir dagar eru merkilegri en aðrir dagar - að minnsta kosti
fyrir suma. Þannig er því yarið um 1. maí í lífi Bjarna
Guðbjörnssonar bankastjóra Útvegsbankans. Bjarni útskrifað-
ist úr Kennaraskólanum 1. maí árið 1941 og hóf samdægurs
störf við Útvegsbankann í Reykjayík. 1. maí árið 1975 byrjaði
hann svo aftur í aðalbankanum í Reykjavík eftir að hafa gegnt
stöðu útibússtjóra Útvegsbankans, fyrst á ísafirði og síðar í
Kópavogi. Og 1. maí síðast liðinn, eða nákvæmlega 42ur árum
eftir að hann hóf störf í Útvegsbankanum, lét hann af starfi sínu
sem bankastjóri, fyrir aldurssakir þó ekki sé það á honum að
merkja.
Það er auðséð, um leið og maður kemur inn fyrir dyr þeirra
Bjarna og Gunnþórunnar, að þau hafa einhverjar taugar til
ísafjarðar. Ljósmynd af ísafirði, málverk frá Hnífsdal og einnig
mynd af fyrsta vélbáti ísfiröinga ásamt teikningum Sigfúsar
Halldórssonar af gömlum húsum í Neðsta-kaupstað - elsta
hluta ísafjarðar kaupstaðar - og af húsum við Silfurtorg og
Hafnarstræti prýða veggi stigagangsins upp í íbúð þeirra. Og
efst trónir stýri úr gömlum báti frá Isafirði. Úppi á stigapallinum
mætir manni svo sá stærsti og „blómlegasti“ burkni sem
undirrituð getur hugsað sér. Inni fyrir tekur svo við ilmur af
blómum sem samstarfsfólk og viðskiptavinir Bjarna færðu
honum, ásamt öðrum gjöfum, er hann lét af störfum.
Og þá erum við koinin inn í stofu og ég byrja að spyrja -
að uppruna fyrst að venju.
■ Bjarni og Gunnþórunn heima í stofu, en Gunnþórunn, sem er mikil hannyrðakona eins og sjá má,
saumaði út rokokóstólinn sem hún situr í og annan til.
■ „Ég er innfæddur Reykvíkingur,“
segir Bjarni, „móðir mín var Jensína
Jensdóttir frá Hóli í Hvammssveit og
faðir minn var Guðbjörn Guðbrandsson
bókbindari, en hann var ættaður úr
Saurbæ í Dalasýslu. Ég ólst upp í
Reykjavík ásamt sex systkinum en er nú
bara einn eftir.
Nú, ég gekk í barnaskóla, fór síðan í
Menntaskólann í Reykjavík og tók
gagnfræðapróf þaðan árið 1930, en það
ár létust móðir mín og tvær systur, en
faðir minn féll frá árið 1927. Ég varð þá
að hætta námi og fara að vinna. Ég
stundaði ýmis störf, var stundum vallar-
vörður á íþróttavellinum, en gerðist
síðan bílstjóri. Fyrst ók ég stöðvarbíl en
síðan gerðist ég strætisvagnabílstjóri í 3
ár, þar til í bensínverkfallinu 1939, þá
var strætisvagnabílstjórum fækkað og ég
var látinn fara.
Pá hóf ég nám í Kennaraskólanum og
fékk að setjast í annan bekk vegna þess
að ég hafði góða undirbúningsmenntun.
Þar var ég svo í tvo vetur, útskrifaðist
1941 og fór þá beint í bankann."
- Þú hefur ekki haft hug á því að fara
að kenna?
„Það æxlaðist nú bara þannig að mér
var boðið starf í Útvegsbankanum og ég
taldi mér ekki fært að neita því, þótt
launin væru lág. Ég fékk tvöhundruð
krónur á mánuði, sem var það sama og
konan fékk á skrifstofu hjá Sambandinu.
Þá fóru margir skólafélagar mínir í
hernámsvinnu og rökuðu saman pening-
um. Gerðust múrarar, gervismiðir o.fl.
og fengu fjórum sinnum meira kaup en
ég“
- Varstu ekki eitthvað í íþróttum á
þessum árum?
„Ég er fæddur Valsmaður og var í
fótbolta, dálítið í frjálsum íþróttum líka
í Glímufélaginu Ármanni. En árið 1930
breyttist margt og þá hætti maður megin-
hlutanum af þessu sprikli. Ég keppti þó
af og til með úrvalsliðinu sem nú er
kallað en hét fyrsti flokkur þá. Ég fór
t.d. með þeim í keppnisför til Noregs og
Danmerkur árið 1931 en svo hætti ég
þessu alveg þegar ég byrjaði að keyra
því þá gat ég ekkert æft. Ég var svo
fulltrúi Valsmanna í Knattspyrnuráði
Reykjavíkur um tíma en hætti því þegar
ég flutti vestur. Ég hef alltaf saknað
samskiptanna við Valsmenn en þau
tengsl rofnuðu þegar ég flutti vestur.
Það breytist margt þegar maður flytur
svona í annað byggðarlag. En ég er
ennþá í Val og fer á flesta leiki þeirra.“
- Hverjir spiluðu með Val á þessum
tíma?
„Þctta var gullaldarlið Valsmanna,"
segir Bjarni brosandi, „skipað Frímanni
Helgasyni. Hrólfi Bcnediktssyni, bræðr-
unum Jóhannesi og Magnúsi Bergsteins-
sonum, Grímari Jónssyni, Ellert Sölva-
syni, Sigurði Ólafssyni o.fl., þetta voru
allt feykilega góðir knattspyrnumenn. í
röðum andstæðinganna, en á þessum
tíma voru nú KR-ingar sterkastir, var
einnig fjöldi góðra manna."
- Hefur knattspyrnan breyst mikið
frá því er gullaldarlið Valsmanna var
upp á sitt hesta?
„Henni hefur farið mikið fram yfir-
lcitt, þótt stundum finnist manni nú
reyndar sem hún standi í stað.“
- En hvað finnst þér uin atvinnu-
mennsku í knattspyrnu?
„Ég sakna þess mjög að missa góða
menn til útlanda, þeir efnilegustu fara
út, en þaö cr ekki auðvclt að sporna við
því þegar gull og grænir skógar eru í boði
erlendis."
Við vendum nú kvæði okkar í kross og
innum Gunnþórunni aðuppruna. „Éger
úr Norður-Þingeyjarsýslu, fædd á Kópa-
skeri og alin upp þar. Móðir mín er
Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í
Öxarfirði og faðir minn var Björn Krist-
jánsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri og
alþingismaöur, Hann er nú látinn. Hann
var mikill samvinnumaður og sat í stjórn
Sambands ísl. samvinnufélaga fram á
efri ár."
„Þá varð maður bara að
gjöra svo vel að vera
heima...“
„Nú ég fór í Héraðsskólann á Laugar-
vatni og síðan í Húsmæðraskólann að
Laugum. Frænka mín fór þá þangað og
mig langaði þá að fara líka. Það þótti
eftirsóknarvert því skólastjóri þar var
þá Kristjana Pétursdóttir frá Gaut-
löndum, alvqg frábær manneskja. Áður
var ég búin að hugsa mér að fara i
Menntaskólann á Akureyri og var búin
að fá þar skólavist en hætti við, og enn í
dagsé ég alltaf eftir því að það varðekki.
Síðan fór ég að vinna hjá Sambandinu
í Reykjavík og hér lágu leiðir okkar
Bjarna saman.
Við giftum okkur árið 1941 og eignuð-
umst fyrsta barnið 1943. Þá hætti ég að
vinna úti því að í þá daga var ekki um
annað að ræða. Þá voru ekki barna-
heimilin og dagheimilin eins og nú er,
maður varð bara að gjöra svo vel að vera
heirna og hugsa um sín börn.
En svo breyttum við til árið 1946,
þegar Bjarni fékk eins og hálfs árs frí í
bankanum, og fórum til Danmerkur."
„Já, ég fór að vinna í Privatbankanum
í Kaupmannahöfn,*' segir Bjarni, „og
var þar í sex mánuði en þá fórum við til
Stokkhólms þar sem ég vann í Skandi-
naviska bankanum."
„Þetta var mjög skcmmtilegur vetur," ■
segir Gunnþórunn, „við leigðum okkur
stóra íbúð sjö saman - tveir bræður
mínir og tveir aðrir ungir menn sem
þarna voru í námi ásamt frænku minni
sem einnigvar í námi-ogég hélt heimili
fyrir allt liðið. Við áttum saman yndisleg-
ar stundir þennan vetur. Þegar líða tók
á veturinn fór ég á námskeið í sama
skóla og frænka mín var í, Handarbetets
vánner, ég gat þá ekki lengur stillt mig
um að taka dálítinn þátt í því sem þar
fór fram.
Við komum svo heim um vorið 1947,
þá var Heklugosið að byrja og farþegar
skipsins héldu sér vakandi heila nótt til
þess að missa ekki af gosinu ef Hekla
skyldi sjást."
Bjarni hélt áfram að vinna í Útvegs-
bankanum eftir að þau komu heim, við
ýmis störf, m.a. var hann deildarstjóri
ábyrgðardeildar um skeið. En þegar
Halldór Halldórsson útibússtjóri Út-
vegsbankans á Isafirði lést í nóvember
1949, var þess farið á lcit við Bjarna að
hann tæki að sér útibúið.
„Hann kom heim einn laugardaginn í
janúar 1950 og sagði: Viltu koma til
ísafjarðar?", segir Gunnþórunn og
Bjarni bætir við að hann hafi átt að svara
þessu á mánudeginum á cftir, „enda
Helgi Guðmuúdsson bankastjóri, sem
bauð mér stöðuna, þekktur að því að
vilja fá skjót svör."
„Ertu vitlaus, sagði ég." segir Gunn-
þórunn, „það kemur ekki til mála, - en
þegar ég fór að hugsa mig um fannst mér
að ég gæti ekki látið á mér standa. Ég
setti þó þau skilyrði að við yrðum alls
ekki lengur en fimm ár, en þau urðu nú
fleiri. Við bjuggum á ísafirði í 23 ár en
sex síðustu árin vorum við hérna á
veturna á meðan Bjarni var á þinginu og
fórum svo vestur á vorin."
- Og hvernig kunnirðu svo við þig
fyrir vestan?
„Ég kunni að mörgu leyti mjög vel við
wkm
■ Gunnþórunn situr hér við myndina af ísafirði. ■