Tíminn - 08.05.1983, Page 25
Heimsókn til Bjarna
Guðbjörnssonar, fyrrverandi
bankastjóra og alþingismanns
og konu hans
Gunnþórunnar Björnsdóttur:
„Neistinn
er alltaf
fyrir hendi"
— segir Bjarni, sem kveðst
vera orðinn einskonar
aukamaöur í pólitíkinni
J’ctta er orðið alveg glórulaust og ekki nema von að fólk hneykslist á útihúafarganinu
mig,“ segir Gunnþórunn, „en mig lang-
aði alltaf suður. En við eignuðumst þar
marga góða vini sem við söknunr. Margir
þeirra eru nú reyndar fluttir suður,
sumir fluttu m.a.s. á undan okkur, en
allt eru þetta vinir okkar enn í dag.“ '
„Svona var nú banka-
stjóralúxusinn í
þá daga...“
(1En ég minnist þess alltaf hvað. mér
fannst skrýtið fyrsta haustið, eftir að fór ,
að dimma og áður en snjórinn kom. Þá
fannst mér ég vera komin ofan í tunnu,
það var svo dimmt og fjöllin þrengdu að
mér. En svo vandist maður þessu eins og
öllu öðru og ég minnist margra fallegra
vetrarkvölda þegar fjöllin og bærinn
spegluðust í pollinum og tunglsljósið var
sem mest.“ ,
„Við fluttum þarna inn í 120 ára
gamalt hús," segir Bjarni „það var
seilingarhæð mín til lofts og er ég nú ekki
hár maður. Þvottahúsið var í óupphit-
uðu útihúsi .og vatnið iðulega frosið.
Eldhúsið var einnig mjög kalt þar sem
það var viðbygging með 3 útveggjum."
„Ég þurfti alltaf að setja þvottapottinn
í samband að kvöldi,“ segir Gunnþór-
unn, „til þess að allt væri orðið heitt að
morgni."
„Svona var nú bankastjóralúxusinn í
þá daga,“ segir Bjarni og brosir við, „við
kyntum húsið fyrst með kolum þó ekki
sé lengra síðan, en sennilega búa ekki
margir ísfirðingar við slíkt í dag. En
1962 fluttum við úr þessu húsi í nýlegt
hús, og það voru mikil viðbrigði."
- Hvernig var atvinnuástandið á
ísafirði þegar þið komuð þangað?
„Það ríkti mikið atvinnuleysi .þegar
við komum, útgerðin var á hausnum. Þá
voru starfandi á ísafirði tvö útgerðarfé-
lög, Njörður h.f. og Samvinnufélag ís-
firðinga. sem var stofnað rétt fyrir 1930
fyrir atbeina Finns Jónssonar alþingis-
manns og með góðri hjálp Jónasar frá
Hriflu er mér sagt. Samvinnufélag ísfirð-
inga var geysimikið átak þegar það var
stofnað. Útgerðarfélögin sem fyrir voru
höfðu selt báta burtu en Samvinnufé-
lagið keypti svo sjö nýja báta frá Noregi.
Það var mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið
á staðnum, þegar bátarnir komu. En
þetta var sem sagt komið að lokum
þegar við komum, útgerðin var að
leggjast niður, bæði hjá Nirði og Sam-
vinnufélaginu.
Þá var byrjað á nýjan leik, nýir aðilar,
heimamenn sem voru miklir dugnaðar-
forkar, stofnuðu tvö ný útgerðarfélög
sem enn eru athafnasöm, Gunnvöru h.f.
og Hrönn h.f. Þessi félög létu Skipa-
smíðastöð M. Bernharðssonar h.f. á
ísafirði smíða sitt hvorn 39 tonna bátinn,
en skipasmíðastöðin hafði verið verk-
efnalítil um nokkurra ára skeið. Enda
var atvinnuleysið svo mikið þegar við
komum árið 1950 að með hverju strand-
ferðaskipi sem kom flutti ein, tvær eða
þrjár fjölskyldur burt. En þegar skipa-
smíðarnar hófust á ný með smíði þessara
tveggja báta fyrir heimamenn batnaði
ástandið. Hinir nýju bátar fóru að leggja
meiri afla á land heima og skipasmíða-
stöðin fékk einnig verkefni annars staðar
frá."
- Þú hefur verið í nánun tengslum við
útgcrðina sem útibússtjóri Útvegsbank-
ans?
„Já, óhjákvæmiiega og ég tel það gæfu
ísfirðinga að árin 1950-51 voru útibús-
stjórar Útvegsbankans og Landsbankans
yngri menn í nánari tengslum við at-
vinnulífið en áður gerðist. Við vorum í
tengslum við'hinn venjulega mann. Mað-
ur var svo farinn að þekkja vélarhljóðið
í hverjum báti fyrir sig þegar þeir voru
að koma inn og það varð að vana að fara
niður á bryggju á kvöldin til að forvitnast
um það hversu mikinn afla bátarnir
hefðu fengið."
- En þú Gunnþórunn, hvað hafðir þú
fyrir stafni á ísafirði?
„Ég var heima með börnin og átti auk
þess alls konar áhugamál. Ég var í
Kvenfélaginu Ósk, í skólanefnd hús-
mæðraskólans, söng með Sunnukórnum
og kenndi líka handavinnu í gagnfræða:
skólanum einn vetur. Ég hafði alltaf nóg
,að gera, Bjarni var líka norskur konsúll
og það var oft mikið að gera í kringum
það. Einu sinni voru t.d. átján nórskir
skipstjórar í mat hjá okkur á hvítasunnu-
dag.“
„Það var vegna þess að það hafði
orðið sjóslys," segir Bjarni, „tvö eða
þrjú norsk skip fórust í Vestur-ísnum
milli lslands og Grænlands í ofsa veðri.
Þá skipulögðu öll norsku skipin sem
voru í Vestur-ísnum leit á þessu svæði og
miðstöðin var ísafjörður þvi að þar var
eina konsúlatið á Vestfjörðum. Um þetta
leyti voru á milli 11 og 1200 Norðmenn á
40 skipum á ísafirði og ekkert gerðist -
ekkert fyllerí eins og oft er hjá Norð-
mönnum. Annars lenti ég aldrei í neinum
vandræðum í þau tuttugu ár sem ég var
norskur konsúll, þurfti aldrei að mæta
fyrir rétti eða neitt slíkt.“
Hlökkuðu alltaf til
páskanna
„Um páska var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni að fá ges'ti frá Reykjavík á
skíðavikuna", segir Gunnþórunn, „þá
voru oft margir gestir eins og gjarnan er
á ísfirskum heimilum um páskana. Ég
var þá alltaf búin að undirbúa allt fyrir
bænadagana og gat síðan átt frí með
fólkinu. Og svo nestuðum við okkur og
fórum upp á Dal." Það er greiuilegt að
Gunnþórunn minnist þessara daga sem
góðra daga.
- Hvað um pólitíkina Bjarni, byrjað-
irðu fyrir vestan?
„Ég var nú eitthvað byrjaður að vinna
í kosningum og öðru áður en ég fór
vestur, vann t.d. fyrir Rannveigu Þor-
steinsdóttur þegar hún var kosin á þing
árið 1949, en hún var fyrsti þingmaður
Reykvíkinga sem Framsóknarflokkur-
inn fékk kjörinn á þing.
Ég var svo í öðru sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í bæjarstjórnarkosning-
unum á ísafirði 1954, en það var í fyrsta
sinn sem Framsóknarflokkurinn bauð
•fram í bæjarstjórnarkosningum þarsjálf-
stæðan lista.
Þá voru tvcir menn frægir fyrir það á
ísafirði og þó víðar væri leitað að geta
sagt fyrir um niðurstöður kosninga,
næstum upp á atkvæði. Þetta voru þcir
Hannes Halldórsson og Stefán Stefáns-
son, góðir vinir og heilinn og sálin í
sitthvorum flokknum. Hannes í Sjálf-
stæðisflokknum en Stcfán í
Alþýðuflokknum. Þeir sögðu okkur að
við værum alvcg vonlausir, það væri
útilokað að við fengjum mann kosinn,
við myndum fá innan við> 100 atkvæði.
Við sögðumst aftur á móti ætla að fá 150
atkvæði en fcngum svo 155 atkvæði og
einn mann inn! En þetta þótti töluvcrð
„sensasjón" vegna þess að þeim félög-
unum, Halldóri og Stefáni, skeikaði
svona mikið. •
Gúttormur Sigurbjörnsson, forstjöri
SundhaHar ísafjarðar, sem var þarna í
fyrsta sætinu, flutti svo suður til Reykja-
víkur 1955 þannig að ég lenti í þessu
undireins." -
- Hvernig gekk bæjarstjórnarsam-
starfið?
„Það myndaðist þarna góður meiri-
hluti Alþýðuflokks og Framsóknar,
bæjarstjóri var Jón Guðjónsson úr Al-
þýðuflokki, traustur og ágætur maður í
alla staði.
Við reyndum að hlynna að atvinnulíf-
inu eftir mætti, bærinn var í sárum frá
því skömmu eftir stríð en var að byrja
að lifna viö aftur um þessar mundir.
Síðar var svo farið út í malbikun gatna
o.fl.
Annars er pólitíska baráttan í svona
bæjum, þar ,sem allt er háð sjávarút-
veginum, fremur einhæf og bar mest á
milli í atvinnumálunum. Þá var aðallega
tekist á um bátaútgerð og togaraútgerð,
en hin síðarnefnda gekk alltaf heldur
þunglega og það voru ætíð miklar deilur
í kringum hana.“
- Hvenær tókstu svo þátt í þingkosn-
ingum?
„Það var við vorkosningarnar 1959, ég
var þá frambjóðandi Framsóknarflokks-
ins en það var í síðasta sinn sem
ísafjörður var sérstakt kjördæmi. Þetta
eru frægar kosningar en sú einkennilega
útkoma varð að Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn fengu nákvæm-
lega jafn mörg atkvæði, 269 hvor. Þetta
þótti mjög merkilegt í þeim rauða bæ
sem ísafjörður hafði verið. Frambjóð-
andi Alþýðufiokksins var Steindór
Steindórsson menntaskólakennari frá
Akureyri.
Eftir þessar kosningar voru öll kjör-
dæmin á Vestfjörðum sameinuð í eitt og
síðan var kosið aftur í október sama ár.
Ég var þá þriðji maður á listanum og
aftur í sama sæti í kosningunum 1963.“
- Hver voru helstu málin í pólitíkinni
þá?
„Það var nú bara þetta venjulega
landsmálaþjark og auðvitað auk þess
ýmis mál sem sérstaklega snertu Vest-
firði, svo sem samgöngumál o.fl. Ég fór
ekki inn á þing fyrr en árið 1967, þegar
Hermann Jónasson hætti, en hafði þó
tekið sæti Hermanns sem varamaður
nokkrum sinnum áður. Síðan sat ég á
þingi í tæp sjö ár.w
Skuttogarakaupin ollu
straumhvörfuni
- Nú varstu samtíma pólitísku kemp-
unum fyrir vestan, Hermanni Jónassyni,
Hannibal Valdimarssyni o.fl., hvernig
kunnirðu við þig í þeim félagsskap?
„Ég kunni mjög vel við mig og reyndar
kynntist ég ákaflega mörgum góðum
mönnum í öllu kjördæminu en kannske
■ í þessu húsi bjuggu þau fyrstu tólf árin á ísafirði. Þar bjó eitt sinn Þorvaldur
Jónsson læknir en í húsinu bebit á móti í sömu götu bjó þá Skúli Thoroddsen. Þeir
voru pólitískir andstæðingar og er sagt að oft hafi þeir sent 1 hvor öðrum tóninn
yfir götuna!