Tíminn - 27.05.1983, Side 1

Tíminn - 27.05.1983, Side 1
Stjórnarsáttmálinn — Sjá bls. 9 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 27. maí 1983 119. tölublað - 67. árgangur '.....................' ■ ' T 1H WSÍÍ I i , * J, ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, undirritar skipunarbréf ráðherra nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum síðdegis í gær. Tímamynd: Róbert Efnahagsrádstafanir ríkisstjórnarinnar koma til framkvæmda: FIMM BRAÐABIRGÐALðG VERÐA GEFIN ÚT í DAG — Gengi krónunnar verður fellt um ■ Þegar gjaldeyrisdeildir bankanna opna á nýjan leik í dag, verður gengi íslensku krón- unnar 14.5 prósentustigum lægra en það var þegar gjaldeyrisdeild- um bankanna var lokað í fyrra- dag. Er þessi gengisfelling ein þeirra aðgerða sem ákveðnar hafa verið til aðstoðar sjávarút- veginum. Aðrar efnahagsráð- stafanir, sem ríkisstjórnin hefur boðað í málefnagrundvelli sínum, verða í formi fímm bráða- birgðalaga settar í dag. Ér Tíminn ræddi við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra um efnislegt innihaid þessara bráðabirgðalaga, sem ríkis- stjórnin gengur frá á fundi sínum I nú fyrir hádegi, sagði hann að bráðabirgðalögin um afnám verðbótavísitölunnar og ákveðna verðbótaprósentu á laun 1. júní og 1. október nk. 8% og 4% og bráðabirgðalög um hert verðlagseftirlit á tíma- bilinu til 1. október nk. yrðu gefin út af honum sem forsætis- ráðherra, en bráðabirgðalög um kjarabætur, sem yrðu greiddar ■ úr ríkissjóði, yrðu sett af fjár- málaráðherra. Þá yrðu sett bráðabirgðalög af viðskiptaráð- herra um gjaldfrest á verðtryggð- um lánum, og síðast en ekki síst yrðu sett bráðabirgðalög um sjávarútvegsmál, gengismun, kostnaðarhlutdeild og fleira sem nauðsynlegt væri til þess að létta á þeim vanda sem fyrir væri og það væri sjávarútvegsráðherra sem setti þau lög. Steingrímur sagði að stærsti liðurinn í bráðabirgðalögunum um aðstoðina við sjávarútveginn væri að sjálfsögðu það að lagður væri niður olíusjóðurinn, auk þess sem olíugjaldið væri lagt niður, en samtals væru þessir tveir þættir 17%. í stað þessara niðurfellinga, kæmi kostnaðar- hlutdeild, sem yrði einhversstað- ar í kringum 25%, en það væri ekki alveg endanlega útkljáð. Tíminn bar undir Steingrím gagnrýni þá sem fram hefur kom- ið hjá launþegasamtökum og 14,5% fleirum á efnahagsaðgeröir þær sem boðaðar eru: „Við boðum harðar aðgerðir í þessum mál- efnasamningi, til þess að forða frá þeirri mestu kjaraskerðingu sem íslenska þjóðin hefur orðið að þola, frá því fyrir stríðið, ef óheft verðbólga er látin geisa hér,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Það er útilokað mál, að það væri hægt að halda atvinnu- vegunum öllum gangandi, með svona ársfjórðungslegum hækk- unum. Ég vil því segja að þetta eru aðgerðir til þess að forða stórri kjaraskerðingu. Það er hins vegar alveg ljóst, að í verðbólgu eins og nú er, þá verður að ná henni nokkuð hratt niður til að byrja með, og slíkt veldur vissri röskun, en við ger- um sérstaklega ráð fyrir aðgerð- um til þess að draga úr þeirri röskun, hjá þeim sem minnst mega við henni. Við viðurkenn- um svo sannarlega að einhver kjaraskerðing er framundan, enda óumflýjanlegt í Ijósi þeirra einföldu staðreynda, að afli og þjóðartekjur hafa minnkað. En ég leyfi mér að efast um að kjaraskerðingin verði meiri, heldur en hún hefði orðið, ef ekkert væri að gert.“ Steingrímur sagði að hann myndi leggja áherslu á að ná fram samsföðu ,með launþegum, en það yrði hins vegar tekið af fullri hörku á niðurrifsöflum. - AB STEINGRÍMS TEKUR VIÐ! ■ „Samkvæmt bciðni yðar, forseti íslands, hef ég tekist á nendur að mynda ráðuneyti, og fengið í ráðuneyti með mér Geir Hallgrímsson, og alþingismenn- ina Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Alexander Stefáns- son, Matthías Á. Mathiesen, Ragnhildi Helgadóttur, Albert Guðmundsson, Matthías Bjarnason og Sverri • Hermanns- son. í trausti þess að yður, forseti íslands, þóknist að skipa ofangreinda menn ráðherra í ráðuneyti íslands, leyfi ég mér, virðingarfyllst að leggja fyrir yður til undirskrift’ar. skipunar- bréf þeim til handa,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra m.a. á rtkisráðs- fundi sem haldinn var að Bessa- stöðum kl. 16.00. í gær. Ríkisstjórn dr. GunnarsThor- oddsen kom til Bessastaða kl. 11.00 í gærmorgun, og baðst dr. Gunnar Thoroddsen þá lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Strax að loknum ríkisráðs- fundinum síðdegis í gær var haldinn fyrsti ríkisstjórnarfund- ur nýrrar ríkisstjóruar undir for- sæti Steingríms Hermannssonar,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.