Tíminn - 27.05.1983, Side 2

Tíminn - 27.05.1983, Side 2
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 ■ Halldór Ásgrímsson og Jón Arnalds ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Tímamynd Róbert „TAKA VERÐUR NÚ A AF FESTU OG SANNGIRNI — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsrádherra ■ „Mér er ljóst að það eru mörg vandamál framundan í efnahagslífinu, ekki síst í sjávarútveginum," sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, er Tíminn spurði hann hvernig starf sjávarútvegsráðherra legðist í hann, en Halldór tók við því embætti síðdegis í gær. „Sjávarútvegurinn er jú sú undirstaða, sem við byggjum á að langmestu leyti,“ sagði Halldór, „og það er því mikilsum- vert að þessi atvinnugrein gangi vel. Fólkið í landinu getur ekki lifað eðlilegu lífi, nema þessi atvinnugrein sé bærilega blómleg. Nú er þannig ástatt í landinu, að afli hefur minnkað nokkuð, og þarf því að gera ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að þessi atvinnugrein geti haldist gangandi. Mitt fyrsta verkefni verður að standa að slíku. Ég er hins vegar sann- færður um það, að íslenskur sjávarútveg- ur á sér mikla og bjarta framtíð, ef vel er á haldið, en til þess að svo megi verða, verður að taka nú á, af festu og sann- girni, þannig að þessi atvinnugrein geti haldið áfram að vera langstærsti stólpinn í þjóðarbúi íslendinga.,, -AB Dagbjört rrVandamálin ekki leyst nema með samstarfi” — segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra af góðum manni, Ragnari Arnalds, og vona að ég verði eins farsæll í starfi og hann,“ sagði Albert. - Munt þú áfram verða forseti borgar- stjórnar? „Ég reikna með að tala um þau mál við borgarstjóra við fyrsta tækifæri og býst við að þá verði gengið svo frá að allir geti vei við unað,“ sagði Albert Guðmundsson. -Sjó. ■ „Ég geri mér ljóst að hin gífurlegu vandamál sem að steðja verða ekki leyst nema með góðu innra samstarfi í ríkis- stjórninni og samstarfi stjórnarinnar við fólkið í landinu,“ sagði Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra nýju ri'kis- stjórnarinnar. „Hvað mitt ráðuneyti varðar verða efnahagsmálin og náttúrlega staða ríkis- sjóðs helstu viðfangsefnin. En ég tek við ■ „Það var óvænt ánægja að sjá þig hér - en þú verður að fyrirgefa að það stendur B á lyklinum, en það er vegna þess að framsóknarmenn sátu svo lengi í ráöuneytinu," sagði Ragnar Arnalds uni leið og hann afhenti nýja fjármálaráðherranum, Albert Guðmundssyni, lyklana. Tímamynd GE. Stúlkan komin fram ■ Stúlka sú sem hvarf á laugardag á leiðinni milli Stokkseyrar og Reykjavíkur og lýst var eftir er kornin fram. Að sögn lögre'glunnar á Selfossi mun stúlkan hafa hringt heim til sín og látið vita að alit væri í lagi með sig en nánari upplýsingar hafði lögreglan ekki er við ræddum við hana í gærkvöldi. Stúlkan heitir Inga Jóna Gunn- þórsdóttir, 16 ára, til heimilis að Engjaseli 12 á Stokkseyri. - FRI „Þarf strax aðgerðir í hús- næðismálum” — segir Alexander Stefánsson, félagsmálarádherra ■ „í fljótu bragði sýnist mér að hús- næðismálin verði stærstu viðfangsefnin í mínu ráðuneyti. Það þarf strax að ná samkomulagi um aðgerðir til að koma þeim málum í viðunandi horf,“ sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra. „Hins vegar er við fleiri viðfangs- efni að fást, t.d. á sviði sveitastjórnar- mála, en þeim er ég sem betur fer vel kunnugur. Þá má nefna málefni fatlaðra, fjölskyldumál og sitthvað fleira." - Ertu bjartsýnn á að stjórnin nái árangri í efnahagsmálum? „Þetta byggist náttúrlega allt á traustu samstarfi þeirra semtakast á viðverkefnin og fólksins í landinu. Auðvitað verður maður að vera bjartsýnn á að það takist,“ sagði Alexander. -Sjó. ■ Svavar Gestsson býður eftirmann sinn, Alexander Stefánsson, velkominn til starfa í félagsmálaráðuneytinu. Tímamynd. GE. „Tel alla rádherra eiga að ráða sér aðstoðarmerm” — segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra ■ „Það er óhjákvæmilegt annað, en ég ráði mér aðstoðarmann, en ég hef nú ekki hugleitt enn hver það ætti að vera,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra er Tíminn spurði hann í gær hvort hann hygðist ráða sér aðstoð- armann að embætti forsætisráðherra. „Ég er þeirrar skoðunar að allir ráð- herrar eigi að ráða sér aðstoðarmenn, því' þetta cr svo mikið starf," sagði forsætisráðherra. Tíminn spurði fleiri nýju ráðherranna hvort þeir hefðu hugleitt hvort þeir myndu ráða sér aðstoðarmenn. Jón Helgason, landbúnaðar- dóms- og kirkjumálaráðherra sagðist ekki hafa tekið neina ákvörðun um það; Alexand- er Stefánsson, félagsmálaráðherra sagð- ist ekki hafa ákveðið neitt í þessu efni, en hann sagðist búast við því að ráða sér aðstoðarmann, en það yrði þó ekki fyrr en að vandlega yfirlögðu ráði, með hliðsjón af þeim verkefnum sem upp kæmu á fyrstu vikunum í félagsmála- ráðuneytinu. Þeir Albert Guðmundss fjármálaráðherra og Sverrir Hermam son, iðnaðarráðherra höfðu ekkert kveðið í þessum efnum, og herma heii ildir Tímans að svo sé málum jafnfrai háttað um aðra ráðherra Sjálfstæð flokksins. Höskulds- dóttir: Margir óhressir með stjórnar- sam- starf ið ■ „Ég vil að það komi fram að það var mikill fjöldi miðstjórnarmanna Framsóknarflokksins sem sátu hjá viö atkvæðagreiösluna utn stjórnar- samstarfið og eru óhressir með það aö Framsóknarflokkurinn skuli nú ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisf!okkinn,“ sagði Dagbjört Höskuldsdóttir frá Stykkishólmi, í samtali við Tímann í gær, en hún á sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. „Það eru cinkum þeir menn sem starfa innan verkalýðshreyfmgarinnar sem eru uggandi vegna þessa stjórn- arsamstarfs. Ekki það að ntenn viðurkenni ekki nauðsyn þess að gripiö verði til efnahagsráðstafana eins og staðan cr, en það verður að segjast cins er að ntargir framsóknar- ntenn eru lítið hrifnir af því að mynduð sé stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. - JGK Þmg kallað saman íhaust ■ „Ég geri ekki ráð fyrir að' þing vcrði kallað santan fyrr en á cðli- legum tíma, cða KUtktóber í haust," sagði Stcingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, cr Tíminn spurði hann í gær, hvort það hefði eitthvað verið rætt í ríkisstjórninni hvenær ætti að kalla Alþingi saman. Steingrímur sagði aðspurður að um þctta væri samkomulag í ríkis- stjórninni. ' - AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.