Tíminn - 27.05.1983, Síða 3

Tíminn - 27.05.1983, Síða 3
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 3 fréttir íbúasamtök Grjótaþorps: „Þolin- mæði okkar er senn á þrotum” ■ Ibúasamtök Grjótaþorps hafa boðað borgarstjóra og borgarráðsmenn til fundar við íbúana að Grjótagötu 5, föstudagskvöldið 27. maí kl. 22:00. í bréfi frá samtökunum segir að þann 1. nóv. sl. hafi birst í dagblöðunum auglýsing frá borgarstjóranum í Reykja- vík, þar sem vakin var athygli borgarbúa þ.m.t. íbúasamtaka, á að koma með óskir og ábendingar vegna gerðar fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1983. í framhaldi þessarar auglýsingar sendu samtökin borgarstjóra bréf með óskum íbúanna um framkvæmdir í þorpinu. ' Pann 6. maí sl. barst svo bréf frá borgarstjóra við óskum þessum en engin þeirra var þar tekin til greina. í bréfinu segir að íbúasamtökin harmi þessar undirtektir og lýsa furðu sinni á því að fyrst skuli auglýst eftir tillögum en síðan öllum neitað. íbúarnir segjast þó ætla að gera úrslitatilraun til að ná samstarfi við borgaryfirvöld með því að bjóða þeim borgarráðsfulltrúum til fundar að Grjótagötu 5, eins og áður greindi. Athygli er vakin á tímasetningu fundar- ins, en hún er sérstaklega valin til þess að borgarráðsfulltrúar fái ef til vill betri innsýn í þau vandamál sem við er að etja í Grjótaþorpi. -ÞB Langbylgju- stöðin áfram fjarlægur draumur: Vatns- endastöð- in sífellt hrörlegri ■ „Þetta er eitt af þeim þarfaverkum sem bíða síns tíma,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisút- varpsins þegar Tíminn spurði hann hvað miðaði með byggingu nýrrar langbylgju- stöðvar fyrir útvarpið austan fjalls, sem hugmyndir hafa lengi verið uppi um. „Til að koma á fót þessari stöð þarf gífurlegt fjármagn og við höfum ekki séð hana sem viðráðanlegt verkefni ennþá. Það hafa farið fram nokkrar undirbún- ingsrannsóknir, en meira hefur ekki gerst í málinu. Hins vegar er þetta ákaflega brýnt verkefni og sameiginleg þörf sem á það kallar frá mörgu tilliti. Fyrst er að nefna að þetta myndi ópna útsendingarleið ef FM kerfið brygðist, en það byggir eins og kunnugt er á nokkurs konar þrepaflutningi frá einum sendi til annars um landið. Langbylgju- stöð yrði hins vegar svo langdræg að hún myndi nýtast öllum landsmönnum ef FM og örbylgjukerfið færi út. Þannig er hún mjög mikilvæg vegna öryggismála þjóð- arinnar og eins vegna miðanna í kringum landið." - Hvernig er ástandið á langbylgju- stöðinni á Vatnsenda? „Stöðin þar var reist árið 1929 og nú hefur ekkert verið gert fyrir hana í mörg ár. Möstrin halda áfram að ryðga og eru orðin mjög illa farin af ryði. Þetta felur í sér vissa áhættu. En ein ástæðan fyrir því að viðhald á möstrunum er í algeru lágmarki er kannske sú að menn eru alltaf að gæla við hugmyndir um nýja langbylgjustöð". -JGK imissan Við einir bjóðum verðbólgunni og gengis- fellingum byrginn Við bjóðum þér: NISSAIM STANZA luxus fjölskyldubíl á gamla verðinu (Gengi 24.5.'83) eins og engin gengisfell- ing hafi orðið. Býður nokkur betur? Við bjóðum þér: NISSAN CABSTAR vöru-eða sendibíl á grind á gamla verðinu (Gengi 24.5. '83) eins ogengin gengisfelling hafi orðið. Býður nokkur betur? Við bjóðum þér: Alla NISSAN CHERRY bíla og Alla NISSAN SUNNYbíla sem voru bankaborgaðir fyrir 24.5. '83 Býður nokkur betur? Nú er að hrökkva eða stökkva fyrir þá sem ekki sáu við síðustu gengisfeilingu. VIÐ BJOÐUM BETUR INGVAR HELGASON HF ■ Sími 33560 SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI o NISSAN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.