Tíminn - 27.05.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 27.05.1983, Qupperneq 4
FOSTUDAGUR 27. MAI1983 Samsöngur Söngfélag Skaftfellinga og kór Rangæingafélags- ins í Reykjavík halda sameiginlegasöngskemmt- un í tilefni 10 ára afmælis Söngfélags Skaftfell- inga laugardaginn 28. maí kl. 15 í Skaftfellinga- búö aö Laugavegi 178. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, lottræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald Æf samvirkÍHV Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. BilaleiganÁS :ar RENTAL 29090 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 Tungumálanámskeið og íræðsluþættir á myndböndum íSítW^ 2. Paint - Llstmálun Geturþú málað? Stærsta Ijón- ið í veginum er e.t.v. einhvers konar hræðsla vlð að byrja. John FitzMaurice Mills sýnir hór hvemig hægt er að „byrja" á einfaldan hátt. T. NMftMy- með- ganga og fœðing Sáriega áhugavert eríndi um verðandi fomtda og með- gönguna. Fylgst er meö ffit- um verðandi foreldrum á með- göngutímanum. 2. Buslness Skemmtilegar æfingar og út- skýringar á ensku viðskipta- og verslunarmáli.Æfingamar byggja á kennslubók, hljóö- kassettu og myndbandi. SnftbjörnJícnmtm&Q>.h.f. Hafnarstræti 4 og 9 símar 11936 og 14281 Akureyrarumboð: Bókval fréttir Aðalfundur Kaupfélags Skaftfellinga: Mótmælir stórhertum innheimtuaðgerðum Áburðarverksmiðjunnar — Afleiðingarnar stórfelldur samdráttur i heyöflun Skaftafellssýsla: Afkoma kaupfélags Skaftfellinga batnaði í heild á síðasta ári frá árinu 1981, að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem nýlega var haldinn að Kirkjubæjarklaustri. Heild- arvelta félagsins var 88,6 millj. króna á síðasta ári og hafði hækkað um 62% milli ára. Hagnaður nam 413 þús.króna eftir að afskrifaðar höfðu verið um 2 milljónir króna. Stærsta vandamálið í rekstrinum var sagt vera hinn gífurlegi fjármagnskostnaður, sem hækkaði um 53% frá fyrra ári. Bókfærð fjármagnsgjöld námu 606 þús. krónum. Alls komst 181 maður á launaskrá hjá félaginu á s.l. ári, en fastir starfs- menn um síðustu áramót voru 90. Launagreiðslur á árinu námu um 12 millj. króna. Fjárfestingar á árinu námu 2.231 þús. krónum. Aðalfundurinn samþykkti harðorð mótmæli gegn þeirri ákvörðun Aburð- arverksmiðju ríkisins, að ofan á stór- hækkað áburðarverð skuli nú eiga að herða innheimtuaðgerðir við bændur freklega frá því sem verið hefur, þar sem samkvæmt tilkynningu skuli áburður greiðast að hálfu fyrir lok maí og síðari helmingurinn í ágústlok. Augljóst sé að slíkar skuldbindingar geti bændur ekki staðið við. „Afleiðingin mun því vcrða stór- felldur samdráttur í heyöflun og í öðru heimafengnu fóðri. Skorar fundurinn því á stjórn verksmiðjunnar að þessu verði tafarlaust breytt, svo að greiðslu- byrði verði ekki þyngri en verið hefur hingað til“, segir í samþykktinni. Formaður Kaupfélags Skaftfellinga er Jón Helgason í Seglbúðum. í stjórn voru endurkjörnir: Valur G. Odd- steinsson í Úthlíð, Sigurður Ævar Harðarson í Vík og Tómas Pálsson á Litlu-Heiði. Kaupfélagsstjóri er Matthías Gíslason. - HEI ■ Lúðrasveit Grunnskólans í Borgamesi hefur komið fram opinberlega 25 sinnum frá síðustu áramótum við margskonar tækifæri í heimahéraði. Tímamynd Ragnheiður Lúðrahljómur í Vestmarmaeyjum um næstu helgi: Sextán unglingalúðra- sveitir á móti í Eyjum Borgarnes/Vestmannaeyjar: Mót ung- lingalúðrasveita verður haldið í Vest- mannaeyjum dagana 27. til 29. maí n.k. Sextán lúðrasveitir víðs vegar að af landinu hafa látið skrá sig til þátt- töku í mótinu. Meðal þátttakenda er Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, sem sett var á laggirnar í ársbyrjun 1981. Hljóð- færaleikarar eru nú 23. Lúðrasveitin leikur við margskonar tækifæri í heimahéraði. T.d. hefur húr komið fram opinberlega alls 25 sinnum frá síðustu áramótum. Fyrsti stjórn- andi lúðrasveitarinnar var Rúnar Georgsson saxófónleikari. Núverandi stjórnandi er Björn Leifsson. - HEI Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja: Nær 1,4 milljóna tekjuafgangur á síðasta ári Keflavik: Afkoma Kaupfélags Suður- nesja var góð á árinu 1982, að því er fram kom í skýrslu Gunnars Sveinsson- kaupfélagsstjóra á aðalfundi félagsins hinn 14. þ.m. Heildarsala Kaupfélags- ins var tæpar 164,4 millj. króna, með söluskatti og var það aukning um 66,5% frá'árinu áður. Tekjuafgangur ársins varð 1.381.324 krónur og var honum ráðstafað þannig að 1.170.000 kr. voru lagðar í stofnsjóð, 146.240 kr. í varasjóð og65 þús. kr. sem eftirstöðv- um til næsta árs. Eigið fé félagsins er nú röskar 32,4 milljónir króna. Fjárfesting félagsins í sölubúðum, áhöldum og innréttingum var röskar 12.7 millj. króna á árinu, að meðtalinni fjárfestingu við byggingu hins nýja stórmarkaðar félagsins Samkaupa. Mikil umræða fór fram á fundunum um hínn nýja stórmarkað. Lýstu fund- armenn ánægju sinni með framkvæmd- ina og væntu þess að þetta mikla átak félagsins yrði Suðurnesjamönnum öllum til hagsbóta. Aðalfundurinn samþykkti gjafir til fclags- og menningarmála til eftirtal- inna aðila: í orgelsjóð Útskálakirkju 20 þús. kr., til Körfuknattleiksdeildar Í.B.K. 20 þús. kr., til safnaðarheimilis í Grindavík 20 þús. kr., til Golfklúbbs Suðurnesja vegna húsbyggingar 40 þús. kr. og til Starfsmannafélags K.S.K. 75 þús krónur. Fundinn sátu 90 af þeim 118 fulltrú- um sem rétt áttu til fundarsetu úr 6 félagsdeildum, ásamt stjórn og fleiri félagsmönnum. Svavar Árnason gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins og var Sæunn Kristjánsdóttir kosin í hans stað, en endurkjörnir voru Sigurður Brynjólfsson og Ólafur Eggertsson, sem einnig áttu að ganga úr stjórn að þessu sinni. Hjá Kaupfélagi Suðurnesja var slát- rað 9.294 fjár á s.l. hausti. Meðalþungi dilka var 12,9 kg., sem er3,l% minna en ári áður. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.