Tíminn - 27.05.1983, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 27. MAI 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnartulltrúi: Oddur
V. Ólafssbn. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skatti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skritstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Stjórri Steingríms
Hermannssonar
■ Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem tók við
völdum í gær, er mikill vandi á höndum. Síðustu 50 árin
hefur ríkisstjórn ekki komið til valda undir erfiðari
kringumstæðum, þegar undan eru skildar ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar, sem kom ti! valda sumarið 1934 og
ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem tók við
völdum í ársbyrjun 1947.
Þessar tvær ríkisstjórnir tóku við óhagstæðu þjóðarbúi
af ólíkum ástæðum. A árinu 1934 hafði heimskreppan leitt
til markaðshruns á sjávarafurðum og við það bættist mikill
aflabrestur á þorskveiðum. Hér var við vanda að glíma,
sem sprottinn var af óviðráðanlegum ástæðum.
Öðru máli gegndi um erfiðleikana, sem stjórn Stefáns
Jóhanns fékk í arf. Þeir voru að nær öllu leyti heimatilbún-
ir. Á örfáum misserum hafði nýsköpunarstjórn Sjálf-
stæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins
tekizt að eyða öllum hinum gilda gjaldeyrissjóði, sem
safnast haföi á stríðsárunum og ekki nema takmarkaður
hluti hans farið til gagnlegra hluta. Hitt hafði farið í eyðslu
og sukk. Eftir nýsköpunarævintýrið var gjaldeyrissjóður-
inn svo gersamlega tæmdur, að taka varð upp skömmtun
á fjölmörgum lífsnauðsynjum. Þegar þannig var komið
sögu, höfðu sósíalistar hlaupizt úr vistinni. A ýmsan hátt
minnir afstaða Alþýðubandalagsins nú á afstöðu fyrirrenn-
ara þess þá.
Vandinn, sem nú blasir við, stafar bæði af óviðráðan-
legum og viðráðanlegum ástæðum. Óviðráðanlegar eru
þær, að markaðir hafa þrengzt, verð á útflutningsvörum
fallið og aflabrestur orðið verulegur. Viðráðanlegt hefði
það hins vegar verið að nota ekki eins mikið erlent lánsfé
og gert hefur verið og tryggt þannig um stund, að þjóðin
gæti lifað um efni fram. I þessari öfugþróun hefur
verðbólgan átt sinn mikla þátt.
Nú er komið að uppgjörsdögum. Þjóðartekjur hafa
stórminnkað og erlendu skuldirnar orðnar risavaxnar.
Lengur verður ekki hægt að lifa um efni fram. Stöðvun
vofir yfir atvinnurekstrinum og stórfellt atvinnuleysi bíður
á næstu grösum, ef ekki verður brugðizt gegn því
tafarlaust með róttækum aðgerðum.
Hin nýja ríkisstjórn undir forustu Steingríms Her-
mannssonar hefur boðað róttækar aðgerðir með það að
markmiðj að komist verði sem fyrst út úr hinum mikla
vanda. Óhjákvæmilegá fylgir því nokkur kjaraskerðing
um stund, en hún ætti þó að vera bærileg, ef gætt er
nægilega hagsmuna þeirra, sem minnst bera úr býtum.
Það mun framar öðru velta á þjóðinni, hvort þessar
ráðstafanir ná takmarki sínu. Takist óábyrgum áróðurs-
öflum að vekja æsingu gegn þeim og torvelda framkvæmd
þeirra, munu þær missa marks og lengra verða haldið út í
ófæruna. Taki þjóðin þeim hins vegar með skilningi og
sætti sig við nokkra kjaraskerðingu um stund, munu málin
snúast fljótt til betri vegar og unnt verða að byggja á því
betri og bjartari framtíð.
Höfuðandstæðingar íslenzkra stjórnmála hafa tekið
höndum saman á hætFutímum í þeim tilgangi að bægja frá
þjóðinni þeim vágesti, sem nú reynist mörgum þjóðum
verstur, atvinnuleysinu. Hin nýja stjórn biður þjóoina um
þolinmæði í átta mánuði og bíða þess hvort ekki megi snúa
mörgu til bóta á þeim tíma og búa þannig í haginn. Þetta
er ekki stór bón, þegar þess er gætt hvað mikið þjóðin á í
húfi.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Kaldar kveðjur
Það eru kaldar kveðjur
sem ráðuneyti Steingríms
Hermannssonar fær hjá
málgögnum sósíalista. Al-
þýðublaðið segir að drög þau
að málefnasamningi sem fyrir
lágu í fyrradag séu stríðsyfir-
lýsing á hendur launafólki og
vitnað er í nokkra af forystu-
mönnum verkalýðsfélaga
sem telja að harðara sé geng-
ið að launafólki en góðu hófi
gegnir.
Þjóðviljinn er ekkert bil-
legur í garð nýju ríkisstjórn-
arinnar, og segir meira að
segja í leiðara að Jaruselski
sé fyrirmyndin að þeim ráð- •
stöfunum sem kynntar hafa
verið, og að herforingjasið
muni vera ætlunin að banna
kjarasamninga og verkalýðs-
baráttu fram til ársins 1984.
Að marxistarnir á Þjóðvilj-
anum skuli líkja þeim ráð-
stöfunum, sem hin nýja ríkis-
stjórn íslands hyggst fram-
kvæma til að sporna við
hreinasta ófarnaði í efna-
hagsmálum, við sósíalista-
stjórn Jaruselskis hins
pólska, er móðgun við heil-
brigða skynsemi. Sjálfir hafa
þeir sem að Þjóðviljanum
standa vegsamað á alla lund
þá hugmyndafræði og það
vald sem er bakhjarl gjörða
Jaruselskis og athafna hans
allra. Og er skriffinnarnir
halda að þeir geti étið ofan í
sig nær 50 árganga af mál-
gagninu án þess að verða
bumbult af, hafa þeir víðara
kok og sterkari maga en ger-
ist og \gengur meðal
mennskra manna.
Aðdragandi þeirrarstjórn-
armyndunar sem fram fór í
gær hefur orðið nokkuð sögu-
legur og óþarfi að rekja hann
hér. Það er ekkert laun-
ungarmál að það var með
hálfum huga sem framsókn-
armenn og sjálfstæðismenn
tóku höndum saman um
myndun meirihlutastjórnar.
Þessir flokkar eru hefð-
bundnir andstæðingar í ís-
lenskum stjórnmálum. Á
flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins var talsverður hóp-
ur á móti því að ganga til
þessa stjórnarsamtarfs og
þótt miðstjórn Framsóknar-
flokksins hafi samþykkt sam-
hljóða að mynda ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum,
lýstu margir ræðumenn því
yfir að þeir bæru nokkurn
ugg í brjósti vegna þessa
samstarfs, en lögðust þó ekki
gegn því.
Þetta er eðlilegt því fram-
sóknarmenn og sjálfstæðis-
menn hafa margan hildinn
háð gegnum tíðina. En það
var fullreynt að gætu þessir
flokkar ekki komist að sam-
komulagi um myndun þing-
ræðisstjórnar voru aðrir kost-
ir ekki fyrir hendi. Þá hefði
verið skipuð utanþingsstjórn,
sem er óeðlilegt í lýðræðisríki
og hún hefði enn síður verið
fær um að kljást við þau
miklu vandamál sem nú bíða
úrlausnar. Það var því skylda
þessara tveggja stærstu
flokka landsins að snúa
bökum saman og sjá þjóðinni
fyrir starfhæfri meirihluta-
stjórn, sem hefur bæði styrk
og þor til að takast á við
erfiðleikana.
111 nauðsyn
Það géngur enginn að því
gruflandi að fyrstu ráðstafan-
ir ríkisstjórnarinnar fela í sér
kjaraskerðingu. En aðgerð-
irnar sem slíkar eru ekki
orsök skerðingarinnar. Með
minnkandi afla og hratt
minnkandi þjóðartekjum er
kjaraskerðing óhjákvæmileg
og hún er fyrir þó nokkru
orðin raunveruleiki og ráð-
stafanirnar eru aðeins viður-
kenning á því sem þegar er
skeð. Búsifjarnar eru ekki af
völdum ríkisstjórnarinnar
heldur af aflabresti, sem
reyndar hefði átt að mæta
fyrir löngu með nauðsyn-
'legum aðgerðum, sem AI-
þýðubandalagsráðherrana
brast kjark til að standa að í
síðustu ríkisstjórn.
Það er tómahljoð í því
áróðursstríði sem þegar er
hafið gegn hinni nýju ríkis-
stjórn. Hvert mannsbarn veit
að mikil áföll hafa dunið yfir
þjóðarbúið og það verður
ekki haldið áfram á þeirri
braut að leyfa verðbólgunni
að æða óheftri, rembast við
að halda ríkissjóði halla-
lausum og safna skuldum
heima og erlendis, til að
halda skútunni á floti.
Það er ekki sársaukalaust
fyrir ríkisstjórn sem er að
taka við völdum, að hefja
feril sinn á að skerða kjör
landsmanna. Það er ill nauð-
syn en óhjákvæmileg. Menn
verða að hafa í húga hvernig
fara mundi ef ekki yrði gripið
til ráðstafana.
Meiri kjaraskerð-
ing án aðgerða
Verðbólgan æðir í ómæld-
ar hæðir. Verði ekkert að
gert mun hún á næstu mánuð-
um kollsteypa öllu efnahags-
kerfinu. Fjöldi fyrirtækja
hlyti að leggja upp laupana
og atvinnuleysi aukast
hröðum skrefum með hverj-
um mánuði. Fiskiskipaflot-
inn mundi stöðvast, fyrst
bátarnir og síðan togararnir.
Það yrði ekki aðeins atvinnu-
leysi hjá sjómönnum og þeim
sem vinna við fiskverkun,
heldur mundi það breiðast út
með ógnarhraða. Ef útflutn-
ingur minnkar verulega eða
stöðvast mundi það strax
segja til sín með gjaldeyris-
skorti og annarri hörmung.
Fljótt mundi fara að sneyð-
ast um greiðslur til opinberra
stofnana og þeir sem hjá
þeim vinna mundu ekki fara
varhluta af atvinnuleysinu,
fyrir nú utan það að dregið
yrði verulega úr allri opin-
berri þjónustu og samneyslu.
Þetta er ástand sem enginn
ábyrgur aðili getur leitt hjá
sér. Ef þjóðarskútunni verð-
ur kollsiglt er ekkert einfalt
mál að rétta hana við aftur.
Róttækar efnahagsráðstaf-
anir eru því þjóðarnauðsyn
og það er sama hvaða nöfn
menn vilja gefa þeim, þær
verður að framkvæma. Kjör-
in munu versna en án að-
gerða mundu þau verða enn
lakari.
Ef tekst að kveða verð-
bólgudrauginn niður og
halda jafnframt uppi fullri
atvinnu er það launafólki
dýrmætara en sífellt verð-
minni verðbólgukrónur í
launaumslögin, eins og
stjórnarandstæðingar eru að
reyna að telja því trú um.
Það er nauðsynlegt að sam-
vinna og skilningur takist
milli stjórnvalda og almenn-
ings um að ná þeim markmið-
um sem að er stefnt, að vinna
gegn verðbólgunni og koma
á efnahagslegu jafnvægi.
Takist þetta verður það
mesta kjarabótin. _0Ó
starkaöur skrifar
Að standa vörð um
atvinnuna og lífskjörin
■ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ, sem skildi þannig við stjórn
landsmálanna að eigin sögn, að þörf var á „neyðaráætlun til
fjögurra ára“til að bjarga við efnahag þjóðarinnar og koma í
veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, er nú sem óðasl. að varpa af sér
allri ábyrgð og hefja ábyrgðarlausan stjórnarandstöðusöng.
Hann hljómar hins vegar hjáróma og hlægilegur í eyrum
manna, sem gera sér grein fyrir ástandinu og skilja nauðsyn
skeleggra aðgerða.
Alþýðubandalagið hljóp frá þeirri ábyrgð að útfæra nánar
fjögurra ára „neyðaráætlun'* sína. í stjórnarmyndunarviðræð-
ununi þorðu forystumenn þess aldrei að leggja fram tillögur
um beinar aðgerðir. Með því móti gerðu þeir Alþýðubandalagið
ósamstarfshæft og kusu þannig að láta hagsmuni launafólks
lönd og leið fyrir flokkshagsmuni eina saman.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki leikið svo Ijótan leik.
Þótt augljóst sé, að það er mjög óvinsælt meðal margra
framsóknarmanna að ganga til þess stjórnarsamstarfs, sem nú
er orðið að veruleika, þá meta menn þó meira þá ábyrgðartil-
flnningu, sem í því felst að hlaupa ekki frá vandanum heldur
þora að takast á við hann. Og kannski mun Alþýðubandalagið
komast að raun um það, að það að þora verði metið að
verðleikum - en þeim, sem flýja af hólmi og hlaupa á undan
vandanum með stóryrði og lýðskrum á vörum, hljóta aðeins
hneisu af.
RIKISSTJÓRN Steingríms Hermannssonar, sem tók við
völdum í gær, hefur gert landsmönnum grein fyrir þvi
geigvænlega ástandi, sem nú ríkir í efnahagsmálum, og því
hruni sem við blasti í atvinnu- og efnahagsmálum, ef ekkert
hefði verið að gert nú fyrir 1. júní. Jafnframt hefur
ríkisstjórnin skýrt frá stefnu sinni til lausnar á þessum
vandamálum og kynnt fyrstu aðgerðir sínar til þess að tryggja
áfram fulla atvinnu og vernda eftir því sem hægt er kaupmátt
þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Telja verður víst,
að þjóðin skilji alvöru málsins og nauðsyn þessara aðgerða,
hvað sem líður óábyrgu gaspri lýðskrumara, sem munu
vafalaust rangtúlka þessar aögerðir og gera svart að hvítu,
einsog reyndar hefur þegar sést í Þjóðviljanum.
Það er geysilega mikilvægt fyrir launafólk í landinu, að
forystan í nýju ríkisstjórninni er í höndum formanns Fram-
sóknarflokksins. Hann mun því leiða þessa stjórn, og þær
efnahagsaðgerðir, sem samkomulag hefur náðst um, eru í
meginatriðum í anda þeirrar niðurtalningarstefnu, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur boðað - þótt auðvitað hafl þar í sumu
þurft að taka tillit til stefnu samstarfsflokksins. í ríkisstjórninni
mun Framsóknarflokkurinn vafalaust leggja á það megin-
áherslu að koma efnahagsástandinu í viðunandi horf, tryggja
hér áfram fulla atvinnu í landinu og standa vörð um réttindi
launafólks og þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf sett vinnuna ofar auðmagn-
inu. Hann ber öðrum fremur fyrir brjósti hag framleiðslustétt-
anna og þeirra sem minna mega sín, og þær stéttir munu eiga
raunverulegan málsvara hjá framsóknarmönnum í ríkisstjórn-
inni og á Alþingi; málsvara sem þora að takast á við
vandamálin og leysa þau og tryggja þannig um leið að þær
lausnir séu eins léttbærar og nokkur er kostur fyrir almenning
í landinu. Þannig starfar ábyrgur flokkur, og almenningi er
meiri stoð í slíkum flokki en í sjálfskipuðum verkalýðsflokk-
um, sem hlaupast frá vandanum og hafna þannig tækifærinu
til þess að hafa áhrif á lausnir vandamálanna launþegum í hag.
Launafólki er litil vörn í slíkum gaspursflokkum, sem reyna að
fela eigið úrræðaleysi með flóði stóryrða og slagorða, sem
enga merkingu hafa og engum kemur að gagni.
-Starkaður.