Tíminn - 27.05.1983, Síða 12

Tíminn - 27.05.1983, Síða 12
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 Eitt ár síðan fyrsti vistmaðurinn kom í Sunnuhlíð: Ný söfnun í gangi til aðfuilgera kjallarann, — þar sem verður verndaður vinnustaður fyrir öryrkja og aldraða. ■ Soffía Eygló Jónsdóttir, sem unnið hefur fyrir hjúkrunarheimilið í 4 ár, en er nú nýlega hætt, færði Þórði á Sæbóli fyrstu páskaliljurnar ór garðinum sínum í tilefni dagsins. Við borðið sitja f.v. Helga Sveinsdóttir kona Þórðar, á Sæbóli, Kristján Júlíusson, ísleifur Hannesson og Gunnar Árnason. (Tímamynd Anna) Kópavogsbúa og stefnt er að því að safna 1 milljón króna. Það samsvarar að meðaltali 300 krónum á hvert heimili. Samhygð sú, sem Kópavogsbúar hafa sýnt við byggingu Sunnuhlíðar er einstök í sögu félagsmála á íslandi og þótt víðar væri leitað og ef vel tekst til með söfnunina nú verður hafin full starfsemi í kjallaránum á Sunnuhlíð seinni hluta þessa árs. Framkvæmdastjóraskipti urðu í Sunnuhlíð 1. mars s.l. Þorgeir Runólfs- son tók þá við starfinu af Hildi Hálfdán- ardóttur. Hjúkrunarforstjóri í Súnnu- hlíð er Rannveig Þórólfsdóttir og yfir- læknir Guðsteinn Þengilsson. ■ Myndin er fr^J. degi hægrí umferðar á íslandi, 26. maí 1968. SYNUM MEIRI AÐ- GÁT í UMFERÐINNI 15 ár liðin frá því að hægri umferð hófst hér á landi. ■ 25. maí var eitt ár liðið frá því að fyrsti vistmaðurinn kom í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Það var Þórður Þorsteinsson, hrepp- stjóri, á Sæbóli. Á miðvikudag héldu vistmenn og starfsfólk upp á daginn með því að hafa vöfflur með rjóma með kaffinu, en starfsfólk í eldhúsi gaf vöfflu- járnið til Sunnuhlíðar einmitt á þessum degi. Sunnuhlíð er ekki vistheimili fyrir langlegusjúklinga heldur fyrst og fremst hjúkrunarheimili, sem á að veita tíma- bundna hjálp þeim öldruðum, sem veikir eru. Óhjákvæmilega er þó nokkur hluti vistmanna langlegusjúklingar. Frá því stofnunin tók til starfa í fyrra og til aprílloka í ár voru legudagar alls 12.166. Alls voru 159 sjúklingar lagðir inn og 120 útskrifaðir. En þótt sjúklingar séu út- skrifaðir þýðir það ekki að Sunnuhlíð hafi sleppt af þeim hendinni. Þvert á móti er vel fylgst með líðan þeirra m.a. í gegnum heimahjúkrun og heimilis- hjálp, og margir koma aftur og aftur. Þessar upplýsingar er að finna í fréttabréfi sem heitir Við byggjum hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi og er nýkomið út. Þar er einnig sagt frá því að nýtt átak fyrir öryrkja og aldraða í Kópavogi er að hefjast við að fullgera húsið. Innrétta á 450 fermetra rými í kjallara, sem margfaldar gildi Sunnu- hlíðar bæði fyrir vistmenn og eins fyrir öryrkja og aldraða, sem eru utan heimil- isins. í kjallara Sunnuhlíðar á að vera verndaður vinnustaður fyrir öryrkja og aldraða, sem Kópavogsbær mun sjá um rekstur á, sextíu manna salur fyrir fundi og félagsstarfsemi og bókasafn og geymslur fyrir heimilið. Sendir hafa verið út gíróseðlar til ■ í gær voru liðin 15 ár frá því að hægri umferð hófst hér á Jandi. Árið 1983 er norrænt umferðaröryggisár og Umferð- arráð skorar á landsmenn að nota í auknum mæli brosið góða frá tímum H-umferðarinnar og leitast við með breytni sinni á daglegri vegferð að laða fram jákvætt viðhorf allra vegfarenda. Á þann hátt minnumst við 15 ára afmælis hægri umferðar best. Tala látinna í umferðarslysum varð mún lægri en önnur ár árið 1968, þegar hægri umferðin tók gildi, en þá létust 6 manns í umferðarslysum. Næsta ár létust tólf í umferðarslysum og næstu ár þar á eftir er talan komin upp fyrir 20 manns og hefur ekki farið niður fyrir það síðan nema árið 1976, en þá var talan 19. Það er auðséð af línuritinu, sem hér fylgir að aukin aðgát í umferð þarf að koma til. Allir ökumenn eiga að haga sér eins og þeir gerðu árið 1968 og helst betur. Kæruleysi í umferð er orðið allt of algengt og þjóðir Norðurlanda hafa nú ákveðið að gera sameiginlegt átak til þess að draga úr hættu í umferðinni. Hér á landi hófst ,',Norræna umferðaröryggis- árið“ með ráðstefnu, er Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Umferðarráð og fleiri héldu í febrúar. í grein eftir Bjöm Friðfinnsson í tímaritinu Sveitarstjórn- armál segir m.a.: Því hefur verið haldið fram að um 3/4 hluta umferðarslysa megi rekja til mistaka ökumanna, en 1/4 hefði mátt koma í veg fyrir með endurbótum á umferðarmannvirkjum. Slík skipting hlýtur ætíð að orka tvímælis, en ljóst er, að sveitarstjórnir og yfirvöld vegamála geta gert margt til þess að draga úr slysahættu. Er tvískipting þjóðvega á blindhæðum líklega besta dæmið um þetta, en með tiltölulega ódýrum að- gerðum, sem vegaverkstjóri einn átti upptökin að, tókst að fækka slysum verulega við slíkar aðstæður. Við getum aldrei útilokað umferðarslys, en við getum fækkað þeim stórlega, það sýnir reynslan frá gildistöku hægri umferðar. eidhúshornið ■ Marengskaka með súkku- laðikremi Marengs: 6 eggjahvítur, 300 gr flórsykur, 1 matsk. edik, Krem: , 200 gr smjðr, 200 gr flórsykur, 2 eggjarauður, 100 gr suðusúkkulaði. ■ Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og sykur og edik þeytt saman við. Marengs- ið er sett í tvö eða þrjú mót með lausum botni. Bakað við 125 gráðu hita, þar til það er orðið þurrt og síðan kælt á rist. Kremið er hrært á meðan úr mjúku smjörinu, flórsykrinum, eggjarauðum og bráðnu súkkulaði. Setjið kremið á milli botnanna, ofan á kökuna og utan á hliðarnar og kælið kökuna, þar til krem- ið hefur stífnað. Kakan er síðan skreytt með rifnu súkkulaði og flórsykri. Terta með eplamauki 125 gr smjör, 125 gr sykur, 3 eggjarauður, 200 gr hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 4 matsk. rjómi, 1 matsk. vanillusykur, Marengs: 3 eggjahvítur og 125 gr sykur. Fylling: Eplamauk og 2 dl þeyttur rjómi. ■ Hálfbræðið smjörið og hrærið vel með sykrinum. Hrærið einni eggjarauðu út í í einu, síðan hveiti og lyftidufti og rjóma og vánillusykri. Skiptið deiginu í tvö mót með lausum botni og bakið kökurnar í ca. 20 mín. við 175 gráðu hita. Þeytið á meðan eggjahvíturnar, bætið sykrinum í og skiptið eggjamass- anum yfirkökumar tvær. Bakið áfram í um 20 mínútur við sama hita. Takið kökurnar úr mótunum og kælið þær. Þær eru síðan lagðar saman með þykku lagi af eplamauki og þeyttum rjóma.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.