Tíminn - 27.05.1983, Page 20

Tíminn - 27.05.1983, Page 20
Opið virka daga 9-19 taugardaga 10-16 HEDD“ Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMViNNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 .1S' W abriel HÖGGDEYFAR Hamarshöfða 1 m _ _ i | . • namarsnoic Qjvarahlutir s.miaesio. „VERDBÓLGUVANDINN EKKI LEYSTUR MEÐ ROTHÖGGI” ■ „Ég held að það sé engin forsenda til þess nú að gera sér upp hugmyndir um hvernig brugðist verður við, en hugur manna kom vel fram í ályktun, sem samþykkt var samhljóða á miðstjórnarfundinum í dag,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, þegar hann var spurður um viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar við efnahagsað- gerðunum sem ríkisstjórn STÓRMERKUR DAGUR HJÁ FJÖLSKYLDUNNI ■ „Þetta pr auðvitað stórmerk- ur dagur hjá fjölskyldu okkar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, þegarTímamenn hittu hann ásamt fjölskyldu fyrir utan Há- skólabíó laust eftir kl. 15.30. í gær, en hann og fjölskylda hans höfðu þá verið við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík, þar sem sonur Eddu og Steingríms, Hermann Ölvir útskrifaðist sem stúdent. „Þetta er svona merkur dagur hjá okkur, þar sem sonur okkar útskrifast sem stúdent og ég held upp á 35 ára stúdentsafmæli rnitt, en ég er einnig stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík," sagði Steingrímur og vart þarf að taka það-fram að sjálfsagt það„ allramerkasta við þennan dag, hjá þessari fjölskyldu, var það að aðeins hálftíma eftir að Steingrímur hafði verið við út- skrift sonar síns í Háskólabíói, var hann kominn með skipun- arbréf forseta íslands í hendurn- ar um að hann væri orðinn forsætisráðherra íslands. - AB ■ Hjónin Stcingrímur Her- mannsson og Edda Guðniunds- dóttir með soninn Hermann Ölvir, nýútskrifaðan stúdent á milli sín og systkini Hermanns Ölvirs þau Guðmundur og Hlíf. Tímamynd - Róbert segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ Steingríms Hermannssonar hef- ur boðað. I ályktun miðstjórnar ASÍ segir: „Ný ríkisstjórn er tekin við völdum. Þær aðgerðir sem hún hefur boðað sýnast aðmegin- ■ efni snúast um afnám samnings- réttar um kaup og' kjör og kaup- máttarskerðingu tvöfalt til þre- falt meiri en sem nemur sam- drætti þjóðartekna síðastliðin tvö ár. Stefnt virðist að því að um næstu áramót verði kaupmáttur um fjórðungi lakari en á síðasta ári, Ekki verður séð að mótuð hafi verið samræmd atvinnustefna, þannig að enn á ný er kjaraskerð- ing eina svarið til þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin mótmæl- ir þessum aðgerðum harðlega og miðstjórn A.SÍ. samþykkir að boða til formannaráðstefnu 6. júní næst komandi." „Ég held að það sé ljóst að verðbólguvandinn verður ekki leystur með einu rothöggi og ekki með aðgerðarleysi atvinnu- leysis. Málið allt hefur samhengi svo ég held að það verði að takast á við þann vanda sem við er að etja á breiðari vettvangi en að keyra einhlítt á almenn kjör eins og nú virðist á döfinni. Annars er erfitt að meta stöð- una svo vel sé meðan málefna- samningur stjórnarinnar hefur ekki verið birtur. Við höfum reynt að fá hann í allan dag en verið sagt að hann væri ekki tilbúinn, “sagði Ásmundur. - Sjó dropar Yerkfræðingar fyrstir ■ Það vekur athygli, að í kjölfar þeirra efnahagsráðstaf- ana sem nýviðtekin ríkisstjórn hefur ákveðið og fela í sér töluverða kjaraskerðingu fyrir launamcnn, þá skuli verk- fræðingar verða fyrstir manna til að mótmæla þeim. Á aöal- fundi Kjarafélags verkfræð- inga sem haldinn var í fyrra- kvöld var lýst yfir eindreginni andstöðu við fyrirætlanir vænt- anlegs meirihluta á Alþingi um „stórfellda kjaraskerðingu hjá launafólki“. Öðruvísi Dropum áður brá. Páll ekki umsækjandi ■ Páll Heiðar Jónsson hafði samband við blaðið í gær, og tjáði það rangt.sem fram kom í þessum dálki í gær, að hann hefði sótt um starf á deiid erlendra frétta á sjónvarpinu. Hér hefur heimildarmanni Dropa greinilega orðið á í messunni, og er Páll Heiðar beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Sverrir samur við sig ■ Þcir sem til þekkja, vita að Sverrir Hermannsson, er ein- staklega fljótur að svara fyrir sig, og oftast gerir hann það á afar hnyttinn hátt. Það vakti til að mynda kátínu fréttamanna, sem biðu að Bessastöðum í gær, eftir fregn- um af fyrsta ríkisstjómarfundi ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, þegar einn frétta- mannanna spurði Sverri, þar sem hann skaust í gegnum fréttamannaþvöguna, til að skreppa í síma, hvað annað hefði gerst á þessum ríkis- stjórnarfundi en það að forseti íslands hefði undirritað skip- unarbréf ríkisstjórnarinnar, að Sverrir svaraði með eftirfar- andi orðum: „Mér dettur ekki í hug, að byrja á því núna strax að hafa orð fyrir ríkisstjórn- inni. Það er alltof snemmt!“ Menntamála- ráðuneytið: Knútur ráðu- neytis- stjóri ■ „Ég hef nú unnið í þessu ráðuneyti í 30 ár og verið staðgengill ráðuneytisstjórans i 20 ár, svo að ég orðinn sæmilega kunnugur öllum hnútum þar og það verður ekki svo stór breyting á hjá mér þótt ég taki nú við starfi ráðuneytis- stjóra," sagði Knútur Hallsson í samtali við Tímann í gær, en í gær skipaði Ingvar Gíslason Knút í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins frá 1. ágúst n.k. að telja en þá lætur Birgir Thorlacius af störf- um við ráðuneytið. Birgir Thorlacius hóf störf í stjómarráðinu árið 1935 og hefur verið ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu síðan 1947.“ Ég er rétt að komast inn í þetta“ sagði Birgir í gær þegar hann tók á móti nýja menntamálaráðherranum, Ragnhildi Helgadóttur í ráðu- neytinu í gær. 11 umsækjendur voru um starf ráðuneytisstjórans. -JGK Madur handtekirm við toli- skoðun í Keflavík: Var meö töluvert af amfetamíni innvortis ■ Tæplega fertugur maður var handtekinn í Keflavík fyrr í vikunni þar sem í fórum hans fannst amfetamín við venju- lega tollleit. Var maðurinn fluttur á lögreglustöðina í Keflavík til yfirheyrslu og þá kom í ljós að hann hafði tölu- vert magn af amfetamíni inn- vortis. Að sögn Gísla Björnssonar var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og var hann úrskurðaður í 21 dags varðhald. Gísli sagði einnig að rann- sókn þessa máls væri það ný- hafin' að ekki væri hægt að greina nánar frá einstökum latriðum. -FRI Krummi ...ætli tannlæknar og Hæsta réttardómarar verði ekki næst ir til að mótmæla á eftir verk fræðingunum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.