Tíminn - 12.06.1983, Síða 2
2
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
Rabbað við Birgi Þorgilsson hjá Ferðamálaráði
í tilefni þess að fyrstu ferjuferðirnar til landsins voru ná í vikunni:
BILALEIGUR MUNU
TAPA Á EDDUNNI
Ferðaskrifstofurnar
taka höndum
saman um
sameiginlegt
sólarlandaflug:
Svar
þeirra
— því bOaleigukostnaðurinn er helmingi meiri hér en í Bremerhaven, og
farþegar Eddunnar leigja því frekar bílana þar og flytja ókeypis til íslands
A
faralds
fæti
■ Birgir Þorgilsson markaðsstjóri
Ferðamálaráðs
nær náttúrlega ekki nokkurri átt. Þú
þarft ekki annað en skreppa í reiðtúr,
svona 5 kílómetra frá miðborg Reykja-
■ Síðastliðinn miðvikudag komu fyrstu
bðarnir til landsins með skipum þeim
sem flytja farþega og bíla hingað til
landsins. Til Reykjavíkur kom Ms. Edda
með talsvert erlendra ferðamanna og
fluttu sumir þeirra bfla með sér og til
Seyðisfjarðar kom nýja ferjan Nörröna
sína fyrstu ferð á þessu sumrí.
Ég snéri mér til Birgis Þorgilssonar,
markaðsstjóra Ferðamálaráðs og spurði
han hverjar væru ráðleggingar þær sem
Ferðamálaráð vildi að ferðamenn, inn-
lendir sem erlendir legðu upp með, er
þeir ferðuðust um landið, láglendi jafnt
sem hálendi:
„Mikill meirihluti þessara aðila sem
koma hingað til lands með bíla, eru bara
með venjulega bíla og fara eftir okkar
venjulegu vegum. Ég tel enga hættu á að
þeir skemmi neitt fyrir okkur. Auk þess
eru vegir um hálendið nú svo til allir
ófærir þannig að ég er ekki trú-
aður á umferð um hálendið næsta
mánuðinn eða svo, sem gæti þýtt það að
hálendisferðum seinkaði hér um einn
mánuð miðað við það sem tíðkast í
venjulegu árferði, sem aftur þýðir það
að sáralítið sem ekkert verður hægt að
fara um hálendið í sumar. Það er miður,
ef svo fer, því mikill meirihluti þeirra
sem fara um hálendið fara alveg að
lögum og reglum hvað snertir akstur á
slóðum, en svo eru það svörtu sauðirnir
sem eru beinlínis komnir hingað til
þess að fara út fyrir vegi og keyra þar
sem aðrir hafa ekki farið áður. Yfir þá
verður litlum iögum komið, nema með
stórhertu eftirliti lögreglu og sýslu-
manna. Við verðum hins vegar að muna
að þessir útlendingar eru sára - sárafáir
og íslendingar sennilega nokkuð mörg-
■ Fjallabflamir inni á hálendinu.
um sinnum fleiri sem stunda sömu iðju,
þannig að eftirlitið er ekkert síður þar
hvað snertir okkur sjálfa, heldur en hvað
varðar útlendingana.“
- Birgir, þú segir að íslendingar séu
mörgum sinnum fleiri í hverju felst það
að íslendingar gangi illa um landið sitt?
„Gangi nokkrir aðilar illa um land, þá
eru það við íslendingar.
Ég þekki enga þjóð á vesturhveli
jarðar sem gengur eins illa um landið sitt
og við gerum. Það er verið að henda
rusli og drasli allt í kringum sig, um leið
og komið er út fyrir bæjarmörkin, sem
víkur, til að sjá alla stíga varðaða með
helvítis drasli og óþverra."
Birgir sagðist eiga von á að með
tilkomu ferjanna tveggja, þá myndu
ferðir um landið í byggð fyrst og fremst
vaxa talsvert, því meirihluti þeirra bif-
reiða sem fluttur yrði til landsins væru
venjulegir fólksbílar, en ekki torfæru,
eða fjallabílar. Sagðist hann þess fullviss
að meirihluti þess fólks sem kæmi hingað
til landsins væri alsaklaus af því að vilja
valda hér nokkrum spjöllum. Nú giltu
strangari reglur um matvæli og bensín en
gilt hefðu. Til að mynda mættu ferða-
menn aðeins taka með sér 10 kíló af mat
og aðeins mætti koma með tankfylli af
eldsneyti. Aðspurður um hvort þessum
nýju reglum yrði fylgt vandlega eftir,
sagði Birgir: „Ja, þeir voru nú að
tilkynna það við lúðrablástur mikinn, að
tollvörðum á Seyðisfirði hefði verið
fjölgað úr 15 í 20, en sannleikurinn er sá
að þessi nýja ferja hún getur tekið
helmingi fleiri farþega en Smyrill gat í
fyrra, þannig að það hefði með réttu lagi
átt að fjölga tollvörðunum í 30 ef þeir
ætluðu að halda upp jafngóðri gæslu og
þeir gerðu í fyrra, svo svona tilkynningar
vekja ekki mikla virðingu hjá manni eða
bjartsýni á bætt eftirlit“.
- Birgir, er líklegt að bílaumferð um
landið aukist til mikilla muna, með
tilkomu þessara ferja?
„Ég held að það verði nú engin
stökkbreyting þar á. Einhver aukning
verður, en ekki stórkostleg, í þessari
bflamergð okkar. Ef þessu fer fram og
heldur eitthvað áfram eftir sumarið í
sumar, þá getur þetta aukist markvisst.
Þeir sem helst þurfa að hafa áhyggjur,
eftir að ferjurnar koma hingað til lands
vikulega, önnur í Reykjavík og hin á
Seyðisfirði, eru eigendur bílaleiga á
Islandi. Það sem virðist ætla að gerast og
það í talsvert ríkum mæli, er að fólk sem
kemur hingað með ferju, t.d. frá Brem-
erhaven, það leigir sér bíl úti, í stað þess
að leigja hann hérna, ferðast um á
bílnum hérna, og skilar honum svo
þegar aftur er komið til Bremerhaven.
Ástæður þessar, eru þær að ef þessi
aðferð er notuð, þá fá ferðamennirnir
bílaleigubílana á helmingi lægra verði en
þeir kosta hér, og frían flutning með
skipinu. Þetta getur því eitthvað komið
við kaunin á bílaleigum, því bílaleigur
hér erum með því hæsta sem gerist í
Evrópu."
við sam-
drætti í
sólar-
landa-
ferðum
■ Þó að samdráttar gæti á flestum
sviðum þjóðlífs nú, þegar samdráttur
þjóðartekna og harkalegar efnahags-
aðgerðir stjórnvalda koma hvað harka-
legast við pyngju launafólks, há gengis-
felling er orðin staðreynd og vörur eru
í hækkunarkapphlaupi, þá er ekki
hægt að segja að barlómur ráði ríkjum
hjá þeim sem annast ferðabransann
hér á landi. Ég hafði heyrt það utan af
mér, að svo hefði dregið úr bókunum
í sólarlandaferðir eftir gengisfelling-
una, afbókað hefði verið í stórum stíl
og svo framvegis, að hrun íslenskra
ferðamála virtist bókstaflega blasa við.
Fór ég því á stúfana og spurði nokkra
framámenn í ferðamálum út í þessi
efni, en fékk hvarvetna sömu svörin:
„Þetta gengur ágætiega hjá_okkur. Það
hefur ekkert dregið úr bókunum. Hjá
okkur gengur mjög vel..., en ég veit
ekki um...“
Voru viðmælendur þó á einu máli
um að núverandi ástand kæmi hvað
harðast niður á sólarlandaferðum og
svo hart, að flug hefðu verið felld
niður, sameinað hefði verið í ákveðin
flug, og sameining milli ferðaskrifstofa
í önnur sólarlandaflug stæði nú fyrir
dyrum. Ferðaskrifstofur þær sem
bjóða upp á sólarlandaferðir til Mall-
orka, Útsýn, Úrvai og Atlantic hafa
nú sameinað flugferðir þangað, og
samkvæmt heimildum Tímans eru
fleiri ferðaskrifstofur með sameigin-
legt sólarlandaflug í undirbúningi, þó
það muni engan veginn frágengið enn.
Heimildir mínar herma að þessar
ferðir séu þær einu sem samdráttur sé
í, því alltaf sé jafnmikil eftirspurn eftir
sumarhúsum, flugi og bfl, o.þ.h..
„Bókanir í Ms. Eddu mjög góðar”
Mjög gotl að vera með
svona 5 til 600 manns”
— segir Sverrir Hermannsson,
sölustjóri Farskips hf.
H „Bókanir í ferðir með Eddu eru
mjög góðar, og það hefur verið mjög
mikið bókað í ferðir með henni í
júlímánuöi og reyndar í júní líka,“ sagði
Sverrir Hermannsson, sölustjóri Far-
skips hf þegar ég spurði hann hvernig
hefði verið bókað í ferðir Ms Eddu nú í
sumar.
Aðspurður um hvað þeir hjá Farskip
teldu „mjög gott“ þegar bókanir væru
annars vegar sagði Sverrir: „Við teljum
mjög gott að vera með svona fimm til
sexhundruð manns.“
Sverrir sagði að ekki væri farið að
bóka mikið cnn í ferðir seint í sumar,
enda væru þær enn í skipulagningu.
Væru uppi hugmyndir um að fara sér-
staka bridgeferð og sérstaka skákferð,
en það ætti allt eftir að skýrast nánar.
Sverrir var spurður hversu margir
farþegar yrðu í ferðunum sem ákveðnar
hafa verið nú í júní, en þar er bæði
Varðarferð og Heimdallarferð: „Það
verða svona um 400 manns í hvorri ferð.
Það er í rauninni ekki raunhæf tala, að
tala um að Edda geti tekið 900 manns,
því hún tekur aðeins 440 manns í
klefum, og svo eru stólar og seldar ferðir
á dekki einnig. Það er því ekki raunhæft
að tala um að farþegafjöldi geti verið
meiri en svona fimm til sexhundruð
manns."
H Ms. Edda á siglingu inn Reykjavíkurhöfn. Tímamynd - Árni Sæberg.