Tíminn - 12.06.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 12. JIJNÍ 1983 er slæmt og fólk vill fá tækifæri, til að gleyma erfiðleikunum. Og því er tra-la- la stíllinn allsráðandi í óperunni, allir keppast við að. setja upp sætar og fyndnar gamanóperur eins og til dæmis Rakarann í Sevilla. Óperuhóparnir lifa á svonalöguðu í tíu ár, og slá þá kannski til og fá söngvara úr Metropolitan í New York til að syngja Aidu eftir Verdi. Þetta er niðurdrepandi fyrir unga söngv- ara - hvað það er lítið af þrumum og eldingum, sem vissulega eru þóstór hluti af allri óperu. Ég átti stundum erfitt uppdráttar vegna þess að mér hættir til að vera svolítið yfirþyrmandi, áleitinn, demónískur - hlutverkin sem mér fellur best að syngja eru líka þess eðlis. Big bissness Það er þá ekkert hlaupið að því að komast á þennan eftirsótta tind? Auðvitað er þetta big bissness eins og annað - það er alveg sama hvort hæfi- leikarnir eru miklir eða litlir, maður þarf alltaf að eyða ótrúlegum tíma og kröftum í að sleikja sig upp við einhverja forstjóra og fyrirmenn. Big bisness já, og kúltúrinn kemur númer tvö. Frum- skilyrðið er að hafa góðan umboðsmann, annars þarf maður að standa í öllu þessu sjálfur, hringja, skrifa ótal bréf, ganga á milli skrifstofa - selja sig. Ég á alveg nóg með það að syngja og reyna að þróa mig áfram. Það er víst engin auðveld leið til að koma sér áfram. Maður þarf að reyna allar dyr, banka á dyr, vera reiðubúinn að brjóta niður dyr - svo þegar dyrnar loks opnast kemst maður venjulega að því að það var enginn þar inni. Þetta eyðir ómældri andlegri orku. Samkeppnin er óskapleg. Það mæta kannski 130-150 manns í meðal-áheyrn, og 500 manns þegar verið er að prófa í hlutverk á Broadway. Og það mætti halda að þetta væru fegurðarsamkeppn- ir: klukkan ekki orðin tíu og allir samt uppstrílaðir, konurnar málaðar, í,kjól- um og háhælaskóm. Karlarnir nýklipptir í fötum upp á 300 dollara og 100 dollara skóm, kannski örlítið málaðir líka. Svo fer það inn og setur upp heilt leikrit, gefur sig út fyrir að vera sérstakt, viðfelldið, fullt af hæfileikum - og það sem skiptir mestu máli, að reyna að sýna að þeir muni græða peninga á manni. Þetta er bisness - eins og að selja frauðkökur í sellófani ...ekkert annað. Ad leikstýra söngvurum Ertu þá flóttamaður á fslandi? Nei, ætli það. En ég hef búið allt mitt líf í Bandaríkjunum þar sem maður þarf helst að vera reiðubúinn að drepa ömrnu sína og selja kölska sálina til að komast áfram. Þetta er góð og nauðsynleg tilbreyting að fara eitthvað annað. Ég gæti vel hugsað mér að vera hér eitthvað áfram ef það verða einhver not fyrir mig við söng og kennsiu. Nú hef ég til dæmis ntikinn áhuga á því að vinna með söngvurum sem leikurum, þjálfa þá í leiklistinni, jafnvel leikstýra. Margir söngvarar geta alls ekki leikið, skýt ég inn í. Margir leikarar geta ekki leikið, svarar Bob. En ég var fjögur ár í einum besta leikaraskóla í Bandaríkjunum, Herbert Berghoff-stofnuninni í New York, þar sem námið er byggt á Stanislavski-að- ferðinni. Var þá ekki erfitt fyrir þig að syngja í konsertuppfærslu á jafn dramatískri óp- eru og Toscu? Svona konsertuppfærslur hafa líka margt til síns ágætis. Ef eitthvað er gera þær meiri kröfur til söngvarans. Maður þarf helst að kunna hlutverkið betur, þekkja það svo vel að maður geti gert persónurnar lifandi án frelsisins á svið- inu, hreyfinga, búninga og leikmyndir. Nú ertu aðaliega óperusöngvari á sviði, eitthvað hefurðu þó fengist við að syngja ljóð? Ég er mjög spenntur fyrir því að halda tónleika með þýskum, frönskum, ítölsk- um og jafnvel íslenskum söngvum. Ég hlakka til þess í haust að flytja hér prógramm sem við Selma Guðntunds- dóttir píanóleikari.höfum sett saman úr ýmsum ítölskum aríum, ljóðum úr Don Quixote eftir Ravel og Dichterliebe eftir Schubert. Þar sláum við botn. Ég prísa mig sælan að hafa fengið þó þetta upp úr Róberti. Sumir söngvarar hafa það fyrir sið að þegja alfarið daginn sem þeir syngja. Mannsröddin er jú viðkvæmt hljóðfæri... e.h. EMI5SAN INGVAR HELGASON HF, Tvær bílasýningar á sama degi laugardag og sunnudag kl. 2-5. Sýnum að Rauðagerði 27 og við Golfskála Reykjavíkur, Grafarholti. Kylfingar, áhugamenn um golf og svo auðvitað öll við hin, koma upp i Grafarholt um helgina til aðfylgjast með NISSAN-DATSUN mótinu, síðasta stigamótinu fyrir val landsliðsins, sem keppir í París. Á Grafarholtinu getum við notið golfsins, kaffisiná, útsýnisins og síðast en ekki síst notið þess að sjá og fræðast um hina ódýru og bankaborguðu _________ NISSAIM CHERRY OG S IMISSAINI SUNNY Ef þú hefur ekki tíma til að fara upp á Grafarholt (5 km. frá Reykjavík), þá bjóðum við það sama (fyrir utan golfið) í Allar gerðir teknar upp í nýja. INGVAR HELGASON HF ■ Simi 33560 fcQ Bflaleiga Iw Carrental Dugguvogi 23. Sími82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00-20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Rösk barngóð stúlka óskast á heimili í Reykjavík, ekki yngri en 19 ára, fæði og húsnæði á staðnum. Góð aðstaða til náms í kvöldskóla (öldungadeild). Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum, sendi bréf til auglýsingadeildar blaðsins merkt „3 börn“. Utboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboöum í útvegun á tveim hiturum úr stáli. Stærö hvors um sig er 376 m2. Hitarar geta annaö hvort verið smíöaöir hér á landi eða verið innfluttir. Gögn fást afhent á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Vermi h.f., Höföabakka 9, Reykjavík. Tilboöum skal skila Vermi h.f. fyrir kl. 11 miövikudaginn 6. júlí 1983.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.