Tíminn - 12.06.1983, Síða 6
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
6
erlend hringekja
■ Hann breiðir úr sér þessi - enda er hann í strætó og á leið heim úr vinnunni á
mesta umferðartíma dagsins! Ætli konur séu yfirleitt OF tillitssamar?
TÁKNMÁL
LlKAMANS
LÝGUR EKKI
Áfram með
Listatrimmið
■ Skyldu margar nútímakonur verða
fyrir því að karlmenn segi þeim að þær
séu lítilvægari persónur en þeir,
einungis vegna þess að þær séu konur?
Nei, sennilega ekki. Að minnsta kosti
eru litlar líkur til þess að þeir hafi sagt
það svona beinlínis. En búast má við
því að flestir karlmenn scm verða á vegi
nútímakvenna, allt frá vinum og
vinnufélögum til ókunnugra manna, ,
hafi litillækkað þær orðalaust. Og því
miður hafa konurnar líkast til gefið
viðkomandi karlmönnum til baka merki
um það að þær þekki og viðurkenni
lægri stöðu sína. Svo er táknmáli
líkamans fyrir að þakka, hinum ríkulega
og, að mestu leyti, ómeðvitaða
táknforða hreyfinga og svipbrigða scm
við mannfólkið notum til þess að tjá
hvert öðru tilfinningalegt ástand okkar.
Eitt af þeim grundvallaratriðum sem
táknmál líkamans upplýsir fólk, sem er
að hittast í fyrsta sinn um, er félagslcg
staða þess. Staða er ákaflega
vandræðalegt hugtak á þcim
jafnréttistímum sem við lifum en
óneitanlega afskaplega mikilvægt.
Einhverskonar lagskipting tíðkast
meðal allra dýra sem lifa í hópum og
þau hafa öll, mannfólkið meðtalið, lært
að forðast endalausa baráttu um þrepin.
Þau hafa þróað með sér táknkerfi sem
þau nota til þess að tjá hvert öðru að
þau þekki stöðu sína og hyggist halda
henni. Þeirsem rannsakað hafa táknmál
mannslíkamans hafa komist að því að
jafnvel táknmál kvenréttindasinnaðra
kvenna og karla túlkar enn þá skoðun
að karlmenn séu konum æðri.
Til þess að geta hugsanlega náð
raunveruiegu jafnrétti verðum við því
ekki aðeins að breyta
hugmyndafræðinni heldur einnig öðrum
og miklu djúpstæðari venjum. nefnilega
háttum okkar á að hreyfa okkur, tala og
einnig því hvernig við notum rýmið í
kringum okkur...
Taka má dæmi af ósköp venjulegri
gönguför. Þegar maður nálgast einhvern
úti á götu fer fram hratt og næstum
ómeðvitað gagnkvæmt mat í nokkurra
metra fjarlægð en síðan víkur annar hvör
aðilinn til hliðar. Ef mjög augljós
stöðumismunur er á vegfarendunum
sem mætast víkur venjulega
manneskjan sem lægra er sett.
Rannsóknir sýna að á meðan að kona
víkur í annað hvert skipti fyrir öðrum
konum þá víkur hún nær alltaf fyrir
körlum. Hún setur sjálfa sig skör lægra
en karlana, án þess að gera sér grein
fyrir því sjálf. Karlmenn víkja einnig
miklu oftar fyrir öðrum körlum en fyrir
konum. Þeir staðfesta hærri stöðu sína
með því áð víkja ekki. Þeír beita einnig
þeim forréttindum þeirra sem ofar
standa í þjóðfélagsstiganum að horfa
beint framan í konurnar sem þeir mæta
á förnum vegi - en sl íkt merki um stöðu
sína og vald gefa þeir ekki öðrum
karlmönnum nema að um ögrun sé að
ræða. Frammi fyrir þessu beina konur
augliti sínu í aðra átt að hætti þeirra
sem eiga í vök að verjast. Þetta
hegðunarmynstur ristir dýpra en að
kynferðinu einu. í suðurríkjum .
Bandaríkjanna urðu svartir menn að
víkja fyrir hvítum þegar þeir mættust á
götu og ef þeir horfðu beint framan í
hvítan mann var þeim refsað. Efist
einhver um að staða sé orsök þessa
fyrirbæris, en hvorki kynferði né
kynþáttur, ætti sá hinn sami að skreppa
í dýragarðinn. Þegar yfir-apinn hreyfir
sig úr stað víkja allir úr vegi fyrir
honum. Þcir sem skör lægra eru settir í
apabúrinu koma á hæla honum á báðar
hliðar en horfast ekki í augu við hann.
Einnig cr athyglisvert að yfir-apinn
hcfur meira pláss til eigin nota en hinir
aparnir sem halda sig í hæfilegri
fjarlægð - rétt eins og við höldum okkur
í hæfilegri fjarlægð frá háttsettum
opinberum persónum sem oft hafa.:
fylgdarlið cða lífverði sem gæta þess að
þær lítillækki sig ekki með of náinni
snertingu við almúgann.
Hvort kynjanna skyldi svo hafa meira
pláss til persónulegra nota? Til þess að
komast að því er nóg að kíkja inn í
strætisvagn á mesta umferðartímanum.
þeir sem sitja með útglennta fótleggina
og handleggina þægilega niður með
síðunum eru karlmenn. Samanherptu
verurnar við hliðar þeirra, sem sitja með
fótleggina limda hvor við annan á ýsta
þriðjungi sætisins, eru konur. Þessi
„samherpingar" viðbrögð eru ósjálfráð
viðbrögð konunnar við þeirri kröfu
karlmannsins að hans sé rýmið. Konur
þurfa að vera orðnar heilmikið
meðvitaðar um réttindi sín til þess að
þær hætti að gefa karlmönnum cftir allt
plássið.
Persónulega rýmið er í rauninni
yfirráðasvæði hvers og eins og maður
gctur orðið vitni að hinum
fjölbreytilegustu „landhelgisdeilum" á
hvaða skrifstofu sem er. Alkunna er
t.d. að því hærra sem maður er settur
innan fyrirtækisins því stærra er
yfirráðasvæði hans og því erfiðara er að
ráðast inn á það. Yfirmaöurinn getur
gengið inn á yfirráðasvæði yngri
starfsmanns að vild. tyllt sér á
skrifborðsbrúnina hjá honum, snuðrað
ofan í skúffurnar og rótað í
pappírunum. Sá yngri getur hins vegar
ekki gert slíkt hið sama inni á skrifstofu
yfirmannsins.
Bældar hreyfingar og samanherptar
stellingar eru merki um undirokun. Slík
hegðun er líka svo hefðbundið merki
um kvenleika að konum er frá blautu
barnsbeini innrætt að þannig verði þær
að hegða sér til-þesss að þær geti talist
kvenlegar. Stellingarnar sem þeir hæst
settugeta leyft sér, en konum líðast alls
ekki þar sem bæði kynin eru saman
komin, flytja þann boðskap að
viðkomandi geti slakað á í krafti valds
síns. Hann breiðir þá gjarnan úr sér á
þann hátt að viðstaddir skilja undir eins
að hann meinar. „Ég stend svo ofarlega
t valdastiganum að ég hef ekkert að
óttast - mig getur enginn sært.“ Slíkur
maður krefst heilmikils rýmis fyrir
sjálfan sig. Á fundi er t.d. maðurinn
sem situr með annan ökklann á hinu
hnénu og hallar sér aftur á bak í stólnum
með hendurnar fyrir aftan höfuðið
áreiðanlega forseti samkundunnar.
Konur eiga örugglega eftir að arka langa
leið áður en þær geta leyft sér þessar .
ókvenlegu yfirmannsstellingar í
vinnunni, án þess að eiga það á hættu
að glata virðingu sinni!
Önnur forréttindi hinna hátt settu er
rétturinn til að snerta þá sem neðar
standa. Sá sem snertir er hærra settur
en sá sem er snertur. Þetta merkir ósköp
einfaldlega að í mannþröng er meira
stjakað við konum en körlum. Það þýðir
einnig að verslunar(karl)menn ýta
konum til hliðar með handaflinu
þegar þeir þurfa að ryðjast um
fjölmennar verslanirnar en segja aftur á
móti „afsakið“ við karlmennina.
í hvert sinn sem karlmaður ýtir konu
lauslega (en líkamlega) í gegnum dyr,
tekur um handlegg hennar er þau ganga
saman eða þrífur í handlegginn á henni
þegar hann talar, flytur hann henni
einföld en skýr skilaboð þess efnis að
staða hans sé æðri en hennar. Það er
svosem ágætt ef svo er... en flestir
karlmenn telja sig frjálsa að því að
snerta hvaða konu sem er á þennan
hátt, alveg óháð því hvernig stöðu
þeirra er háttað. Rétt eins og fullorðið
fólk telur sér frjálst að snerta börn (sem
standa á neðra þrepi í
þjóðfélagsstiganum en fullorðnir) og
gæludýr sem hafa alls enga stöðu í
samfélaginu.
Það er þess vegna sem hin minnsta
kynferðislega áreitni getur orðið konum
svo óskaplega hvimleið. Kynferðislegu
tilburðirnir eru nær alltaf lítillækkandi.
(Og það er þess vegna sem karlmönnum
finnst sem karlmennskunni sé af þeim
flett þegar konan tekur frumkvæðið, en
það tilheyrir karlmönnum að
hefðbundnum sið. Við það hrapar hann
um nokkur þrep, sé litið til stöðu hans.)
Á sama hátt er rétturinn til að hefja
samræður í höndum þess sem ofar
stendur. Og það er einmitt þess vegna
sem flestum konum finnst óþolandi
þegar verkamenn öskra á eftir þeim upp
úr skurðum sínum ýmiss konar
athugasemdir um persónur þeirra,
vafasamar eður ei. Slík hegðun kemur
konunni fyrir á „sínum“ stað - skör
lægra en karlmanninum.
Stærsta táknið um lága stöðu sína bera
konur þó framan í sér - og snúum við þá
aftur tii apanna. Þeir sem eru brosandi
eins og óðir í hverju horni eru lægst
settu aparnir í hópnum. Brosið táknar
að þeir uni glaðir við sitt - með brosinu
tryggja þeir yfir-apanum að þeir hyggist
ekki ógna veldi hans. Yfir-apinn brosir
ekki - því skyldi hann vera að því?
Hann þarf ekki að þóknast neinum.
Bros okkar mannfólksins er komið af
brosi apanna og þjónar enn að hluta til
sama tilgangi. Rannsóknir sýna að á
mannamótum brosa konur meira en
karlar og að bros þeirra eru yfirleitt
merkingarlaus og segja ekkert um
tilfinningar hinna brosandi kvenna.
Karlmenn brosa á hinn bóginn yfirleitt
af innri þröf. Börnin læra meira að segja
þegar á unga aldri að á meðan bros
karlmanna eru jákvæð þá eru bros
kvenna næstum því hlutlaus. Bros
kvenna eru iðulega ekki annað en
afsökunarbeiðni sem mýkir sjálfkrafa
sérhverja staðhæfingu, kröfu og jafnvel
skipun, slípar eggina af fullyrðingunni
og lofar öllum að þær þekki sinn stað í
tilverunni og hyggist ekki klífa hærra í
metorðastiganum. Rannsókn á konum
sem vinna hjá bandarískum
sjónvarpsstöðvum sýndi að þær sem
brostu ekki nógu mikið þegar
yfirmaðurinn var í námunda við þær
voru ávítaðar. Þeim var sagt að vera
þægilegri í viðmóti - en með því var að
sjálfsögðu átt við að þær ættu að vera
jafn undirokaðar í viðmóti og þær eru í
raun og veru.
Munum að það er táknmál líkamans
sem gildir og því verður að breyta.
Rannsóknir sýna að þegar fólk segir eitt
en líkaminn annað þá er það táknmál
líkamans sem ræður - við trúum því
alltaf. Svo við skulum þurrka brosið
‘ framan úr okkur stelpur, skella
löppunum upp á borð og fara að tala
hreint út...
■ Ekki verður annað sagt en að Stú-
dentaleikhúsið hafi farið vel af stað með
Listatrimmið á dögunum og stigið stórt
skref með sinni fyrstu dagskrá sem
nefndist Aðeins eitt skref.
Sú dagskrá hófst á afar skemmtilegu
Steinaspili eftir Elías Davíðsson - satt
að segja hafði ég ekki hugmynd um að
jafnmikil músík byggi í steinum og
þarna kom fram. Apinn hans Kafka,
sem margir hafa stautað sig í gegnum í
þýskutímum í menntaskóla, var góður í
meðförum Rúnars Guðbrandssonar.
Lokaatriði dagskrárinnar og það sem
hún dró nafn sitt af var leik-tónverkið
Solo un paso - Aðeins eitt skref - eftir
spænska tónskáldið Luis de Pablo. Ekki
man ég til þess að hérlendis hafi áður
verið flutt verk af þessu tæi og þetta var
í þriðja sinn sem Solo un paso er flutt í
víðri veröld. Verkið fjallar á afar
skemmtilegan hátt um hið háalvarlega
málefni kúgun - með sérstöku tilliti til
kúgunar í formi náms. Slíkt viðfangsefni
hentar stúdentaleikhúsi afbragðs vel ög
verða stúdentar aldrei nægilega til þess
hvattir að vera vel á verði og stunda
víðtæka og djúpstæða fagrýni. Verkið
sem krefst jafnt leikrænna sem tónlistar-
legra tilburða var mjög vel flutt af
Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Kolbeini
Bjarnasyni. Jóhanna, sem er fyrst og
fremst söngkona, sýndi ríkulega leik-
hæfiieika og rödd hennar, sem er bæði
mjög falleg og sérstök, naut sín vel í
þessu verki. Þá svíkur flautuleikur Kol-
beins ekki.
Og nú undirbýr Stúdentaleikhúsið
aðra dagskrá sína sem verður frumflutt
í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut
í kvöld. Dagskráin nefnist Jökull og við
og er hún helguð Jökli Jakobssyni, en
hann hefði orðið fimmtugur nú í haust
hefði honum enst aldur. Þau Svanhildur
Jóhannesdóttir og Viðar Eggertsson
hafa unnið þessa samantekt úr verkum
Jökuls og annast þau einnig leikstjórn.
Leikhópurinn samanstendur af atvinnu-
leikurum og öðrum meðlimum Stúdent-
aleikhússins. —
Dagskráin Jökull og við skiptist í tvo
hluta. í fyrri hlutanum verður leikið úr
ýmsum verkum Jökuls, bæði skáldsögum
og leikritum en eftir hlé vcrður fluttur
einþáttungurinn Knall, sem Jökull skrif-
aði fyrir svið, en hann var fluttur í
útvarpi árið 1972. Þau sem koma fram í
fyrri hluta dagskrárinnar eru Þröstur
Guðbjartsson, Edda V. Guðmundsdótt-
ir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Iðunn
Thors, Davíð Ágúst Davíðsson, Ingrid
Jónsdóttir og Erla Ruth Harðardóttir.
Viðar Eggertsson fer síðan með eina
hlutverkið í einþáttungnum.
Jökuli Jakobsson var einn af vinsæl-
ustu leikritahöfundum íslendinga síð-
ustu áratugina. Hann var í fremstu röð
skálda sem hófu íslenska leikritun til
þeirrar virðingar og athygli sem hún
hefur notið að undanförnu.
Viðar sagði í stuttu spjalli við Helgar-
Tímann að þau tækju fyrir ákveðið
minni sem höfundur endurtæki í flestum
verka sinna - á nýjan og ferskan hátt
hverju sinni. Þetta minni er um fólk sem
á sér draum um öðruvísi líf - það
dreymir um að einhver komi og hrifsi
það burt úr hversdagsleikanum. Fólkið
á sér sem sagt draum um lífsfyllingu sem
rætist ekki, þannig að draumurinn verð-
ur veruleiki þess. Viðar sagði ennfremur
að Knall fjallaði einnig um einsemdina -
einþáttungurinn væri eintal manns sem
bíður í samkomusal eftir manninum sem
á að tala. Á meðan maðurinn bíður
styttir hann sér stundir við ímyndaðar
viðræður við „vin“ sinn, en sá sem á að
tala kemur aldrei.
Dagskráin Jökull og við verður sem
fyrr segir frumflutt í kvöld en síðan
verður hún flutt sunnudags- og mánu-
dagskvöld kl. 20.30 öll kvöldin.
Stúdentaleikhúsið heldur síðan áfram
Listatrimmi sínu en minna má á að
starfsemin byggist að sjálfsögðu á því að
fólk mæti bæði vel og stundvíslega!
Það sem er framundan hjá Stúdenta-
leikhúsinu nú alveg á næstunni er djass
þann 16. júní, en þá mun kvartett Árna
Scheving leika. Síðan verða fluttir fjórir
einþáttungar eftir Samuel Beckett 23.
júní og mun Árni Ibsen leikstýra þeim.
í júlí er svo fyrirhugaður Reykjavíkur-
blús, sem er dagskrá byggð á nýlegum
sögum og textum er tengjast Reykjavík
og verður hún ívafin músík. Þá er einnig
fyrirhuguð kynning á ungu ljóðskáldi
utan af landi ásamt klassískum gítarleik.
Listatrimmið fór vel af stað og nú er
bara að halda áfram að trimma!